Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þið eruð hæfileikarík og skapandi en þar sem ykkur hættir til að vanmeta hæfi- leika ykkar eigið þið til að leyfa öðrum að komast áfram á ykkar kostnað. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vertu þú sjálf/ur og reyndu ekki að slá ryki í augu ann- arra. Þannig áttu möguleika á því að ná árangri. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að koma af stað já- kvæðu orkuflæði í líkama þín- um. Láttu orkuna ekki brjót- ast fram í hávaða og skömmum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gefðu þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/um þér í dag. Slíkar stundir eru nauðsyn- legar til að hlaða batteríin og gera þér kleift að halda áfram af fullum krafti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu sjálfa/n þig hafa svolít- inn forgang í dag. Hugaðu að því hvernig þú getir öðlast heilbrigða sál í hraustum lík- ama. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Staldraðu við og íhugaðu hvað það er sem skiptir raunveru- legu máli í lífinu. Góð heilsa er eitt af því dýrmætasta sem við eigum og því er mikilvægt að sinna henni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hikaðu ekki við að segja vinnufélögum þínum hvernig þú vilt hafa hlutina. Þeim ber að taka tillit til þín eins og þú tekur tillit til þeirra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu ekki glepjast af yfirlýs- ingum þeirra sem segjast hafa sigrað heiminn. Þú ert fullfær um að spjara þig upp á eigin spýtur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Slepptu ekki tækifæri til að njóta samvista við vini þína og vandamenn. Okkur hættir til að taka þessar dýrmætu stundir sem sjálfsagðan hlut. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að skipuleggja þig því annars er hætt við að hlut- irnir fari úr böndunum og þú sitjir eftir með sárt ennið. Sýndu vinum þínum umbeð- inn trúnað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki taka það illa upp þótt einhver segi þér til syndanna. Hlustaðu og hugleiddu svo hvort það sé eitthvað til í því sem sagt er. Það eru bestu vinirnir sem þora að gagn- rýna mann. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hafðu vakandi auga með fjár- málunum. Reyndu að hafa hlutina á hreinu og láta ekki stressið ná tökum á þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er góð regla að reyna að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Meiri vitneskja kemur sér alltaf vel og bætir lífsgæði okkar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÍSLANDS MINNI Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, og svanahljómi, silungsá og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla. Drjúpi hana blessun drottins á um daga heimsins alla. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 30. ágúst, er áttræð Fríða Helgadóttir, Efstalandi 4, Reykjavík. Fríða tekur á móti gestum á heimili sínu í dag, kl. 15–17. 80 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 1. september er áttræður Vikar Davíðs- son frá Patreksfirði. Eig- inkona hans er Ólína Sæ- mundsdóttir frá Kletti í Kollafirði. Í tilefni dagsins verður Barðstrendinga- félagið með opið hús í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 31. ágúst milli kl. 15 og 18. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að gleðjast með þeim heið- urshjónum á þessum tíma- mótum. BANDARÍSKA bridssam- bandið hefur þann sið að heiðra þá spilara sína sem hafa að baki langan og far- sælan feril við græna borðið. Einu sinni á ári eru nokkrir útvaldir spilarar teknir í eins konar dýrlingatölu, eða það sem Bandaríkjamenn kalla „hall of fame“. Nýlega var Fred Hamilton veitt inn- ganga í „sal hinna frægu“, en meðal afreka hans er heimsmeistartitill 1976. Hamilton er 67 ára gamall og hefur verið atvinnuspilari í áratugi. Honum er þetta spil í barnsminni: Norður ♠ K102 ♥ D3 ♦ G654 ♣ÁK62 Suður ♠ 98765 ♥ ÁK4 ♦ ÁK ♣DG3 Spilið er frá miðri síðustu öld og Hamilton var að keppa í sínu fyrsta móti. Sagntæknin var ekki upp á marga fiska og þegar þok- unni létti stóð Hamilton frammi fyrir því ofurmann- lega verkefni að spila sex spaða til vinnings. Goðsögn- in Easley Blackwood var í vestursætinu og spilaði út tígultíu. Sér lesandinn ein- hverja glætu? Að minnsta kosti tveir tapslagir blasa við í tromp- litnum, en Hamilton sá þá möguleika í stöðunni, sem byggðist á því að blekkja sjálfan Blackwood. Hann ímyndaði sér að vestur ætti ásinn þriðja í spaða og aust- ur DG tvíspil. Ef hægt væri að lokka vestur til að rjúka strax upp með trompásinn, væri björninn unninn. Norður ♠ K102 ♥ D3 ♦ G654 ♣ÁK62 Vestur Austur ♠ Á43 ♠ DG ♥ G852 ♥ 10976 ♦ 1098 ♦ D732 ♣1087 ♣543 Suður ♠ 98765 ♥ ÁK4 ♦ ÁK ♣DG3 Til að byrja með lét Ham- ilton tígulgosann á tíuna og drap drottningu austurs með ás. Næst tók hann á laufdrottningu og í þriðja slag kom svo spaði að blind- um. Hugmyndin með þessu var að telja Blackwood trú um að vörnin hefði brotið tígulslag og sagnhafi þyrfti nauðsynlega að komast inn í borð til að taka ÁK í laufi og henda niður tíglum. Blackwood beit á agnið og flaug upp með trompásinn. Gosinn féll úr austrinu og síðar drottningin undir kónginn. Tólf slagir. Blackwood leit á hinn unga Hamilton og sagði: „Ungi maður, þú verður ein- hvern tíma góður, en fyrst verðurðu að læra undir- stöðureglurnar í sögnum.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 O-O 5. e4 d6 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4 a5 10. Ba3 Rd7 11. bxa5 Hxa5 12. Bb4 Ha8 13. a4 Kh8 14. a5 Rg8 15. Rd2 f5 16. Rb3 Rdf6 17. c5 Rxe4 18. Rxe4 fxe4 19. cxd6 cxd6 20. Rd2 Rf6 21. Rc4 Re8 22. Rb6 Hb8 23. Bb5 Bh6 24. Bxe8 Hxe8 25. Rc4 Bf8 26. Da4 Bd7 27. Da3 Bb5 28. Hfc1 Bxc4 29. Hxc4 e3 30. Dxe3 Df6 31. Hc7 Bg7 32. Hac1 Hf8 33. Hd7 Staðan kom upp á Norðurlandamóti taflfélaga á Netinu sem Taflfélagið Hell- ir stóð að og lauk fyrir skömmu. Sig- urbjörn Björnsson (2302) hafði svart gegn Kjetil Stokke (2162). 33...Bh6! 34. Hxd6 hvítur yrði mát eftir 34. Dxh6 Dxf2+ 35. Kh1 Df1+. Í framhaldinu tapar hvítur skiptamun og stuttu síðar skákinni. 34...Df5 35. De1 Bxc1 36. He6 Bb2 37. Bxf8 Hxf8 38. h4 Bd4 39. Db4 Dxf2+ 40. Kh2 Dxh4#. 7. umferð Skákþings Íslands hefst í dag kl. 13.00 í Hafn- arborg í Hafnarfirði. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 90 ÁRA afmæli. 3. sept-ember nk. verður ní- ræð Gyða Hjálmarsdóttir, Garðavangi, Garði. Gyða býður ættingjum og vinum til veislu í Sjávarperlunni í Grindavík, sunnudaginn 31. ágúst, frá kl. 15–17. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. 3.123. Þær eru Rakel Björk Björnsdóttir, Guðrún Lóa Sverrisdóttir, Inga Valdís Tómasdóttir, Edda Rún Sverrisdóttir og Ír- is Arna Tómasdóttir. HLUTAVELTA MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð í Hafnarfjarðarkirkju 8. árið í röð Skráning hefst mánudaginn 1. september á hið feikivinsæla hjónanámskeið Hafnarfjarðarkirkju sem yfir 5000 manns hafa tekið þátt í frá árinu 1996. Á námskeiðinu er fjallað um samskipti hjóna, leiðir til að styrkja hjónabandið, orsakir sambúðarerfiðleika, leiðir út úr vítahring deilna og átaka, ólíkar fjölskyldugerðir, ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin fyrir utan allt hitt. Aðeins 15 pör komast á hvert námskeið. Skráningarsími er 891 7562 á skrifstofutíma alla virka daga. Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson, en hann hefur mikla reynslu af fjölskyldustarfi. Nánari upplýsingar á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju www.hafnarfjardarkirkja.is Rauðagerði 26, sími 588 1259 NÝTT NÝTT Haust - vetur 2003 Opið í Rauðagerði 26 frá kl. 10-18 í dag, laugardag Komið og fáið frían bækling Glæsilegur dömu- og herrafatnaður Eldri vörur seldar með miklum afslætti Verið velkomin Visa - Euro Nýkomnar nýjar gerðir af hinum vinsælum Arcopedico skóm Opið í Rauðagerði 26 þriðjudaga 13-19 laugardaga 10-14 Ásta Kjartansdóttir, sími 897 7484 Léttir, mjúkir og liprir heilsuskór frá Portúgal. Góðir fyrir þreytta fætur. Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.