Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 11 FYRSTA beina leiguflugið milli Japans og Íslands verður farið undir lok september og er stefnt að því að fljúga þrjú leiguflug í september og október með um 750 japanska ferðamenn til viðbótar þeim ferðamönnum sem koma hingað eftir hefðbundnum leiðum. Ingimundur Sigfússon, sendi- herra Íslands í Japan, sem sótti sendiherrastefnu utanríkisráðu- neytisins í vikunni, telur að með leigufluginu séu að verða þáttaskil í samskiptum Íslands og Japans og hann segir góða möguleika á að hægt verði að fjölga ferðamönnum frá Japan til muna. Japanir ákaflega verðmætir ferðamenn „Eitt höfuðverkefni sendiráðs Íslands í Japan hefur verið að kynna Ísland sem ferðamannaland fyrir Japönum en þeir eru ákaf- lega verðmætir ferðamenn, líklega þeir verðmætustu ef miðað er við daglega eyðslu þeirra á ferðalög- um. Enda leggja öll Norðurlöndin mikla áherslu á að fá japanska ferðamenn til sín.“ Ingimundur segir beint leigu- flug milli Íslands og Japans – þar sem flogið er yfir norðurpólinn – skipta algerum sköpun og vera forsendu þess að fjölga megi jap- önskum ferðamönnum. „Þróunin hefur að vísu verið jákvæð frá því sendiráðið í Japan var opnað. Það komu 2.600 japanskir ferðamenn til Íslands árið 2001 en í fyrra voru þeir orðnir 3.200 og þeir verða væntanlega enn fleiri í ár. Á hverju ári ferðast 17,5 milljónir Japana og við þyrftum auðvitað ekki stóran hluta af þeim fjölda svo við gætum vel við unað. Beint flug er lykillinn vegna þess að það tekur núna heilan sólarhring að komast til og frá Japan með því að fljúga um Kaupmannahöfn, Lundúnir eða París. Þess vegna hef ég sagt að það verði kaflaskil í samskiptum landanna með leigu- fluginu enda tekur þá aðeins um tíu tíma að fljúga á milli land- anna.“ Stefnt að tíu ferðum á næsta ári Ingimundur segir tvær jap- anskar ferðaskrifstofur leigja Boeing 767-vél af Loftleiðum, dótturfélagi Flugleiða, en þotan taki 246 farþega. „Á næsta ári er stefnt að því að fara tíu ferðir enda gekk ferða- skrifstofunum mjög vel að selja í þessar þrjár ferðir í haust.“ Ingimundur tekur fram að mik- ið starf dr. Eyjólfs Eyjólfssonar, kjörræðismanns Íslands í Tókýó, hafi skipt sköpum um að gangur hafi komist á þetta mál en hann hafi ásamt með Flugleiðum stofn- að fyrirtæki í Japan árið 2001 sem vinnur að því að fá japanska ferðamenn til Íslands. Ingimundur segir beint leigu- flug vera jákvætt þegar horft sé til hugsanlegs loftferðasamnings milli Íslands og Japans. Hann tek- ur þó fram að Japanir séu íhalds- samir á þessu sviði og vilji sjá raunverulega þörf á slíkum samn- ingi. „Þeir segja einfaldlega að við þurfum að kynna Ísland til þess að skapa slíka þörf. Sú þörf verð- ur ekki til nema með beinu leigu- flugi þannig að þetta er vissulega skref í rétt átt þótt ég þykist vita að loftferðasamningur verði ekki gerður fyrr en mun fastari mynd er komin á þessu samskipti. Svona mál taka langan tíma í Japan og það er því mjög þýðingarmikið að vinna traust og það tekur tíma og þolinmæði að byggja það upp.“ Ingimundur segir Ísland vera lítið þekkt land í Japan. Á ára- tugnum 1990–2000 hafi komið hingað að jafnaði 2.500 Japanir á hverju ári. „Þeim fjölgaði ekki þrátt fyrir mikla fjölgun ferða- manna almennt til Íslands en þetta hefur breyst með tilkomu sendiráðsins og með hinu öfluga starfi Eyþórs og Flugleiða. Haldn- ar hafa verið fjölmargar ferða- kynningar á vegum margra jap- anskra ferðaskrifstofa í húsakynnum sendiráðsins. Auk þess hafa verið gerðir fjórir sjón- varpsþættir um starfsemi sendi- ráðsins og mér hefur gefist kostur á að halda fyrirlestra, bæði um Ís- land almennt og svo sérstaklega um orkumál og Ísland sem fram- tíðarvetnissamfélag. Allt skiptir þetta máli.“ Mikill áhugi á vetnis- og orkumálum í Japan Ingimundur segir Japana sýna orku- og vetnismálum mikinn áhuga og aldrei að vita nema sam- skiptin á því sviði eigi eftir að skila áþreifanlegum árangri. Þannig megi nefna að japanskt fyrirtæki, sem framleiði álþynnur, sem kalli á nokkra orkunotkun, hafi sýnt Íslandi áhuga þótt engar ákvarðanir liggi fyrir. „Það hefur verið unnið að mál- inu í nokkurn tíma í frábæru sam- starfi við Fjárfestingarstofu – orkusvið en þar hefur Andrés Svanbjörnsson lagt þung lóð á vogarskálarnar.“ Ingimundur segist vera þess fullvisss að það séu miklir framtíð- armöguleikar á sviði viðskipta við Japani. „Hin hefðbundnu viðskipti, s.s. í útflutningi á karfa, grálúðu og loðnu, hafa staðið lengi og eru í nokkuð föstum skorðum. Þetta eru vissulega þýðingarmikil viðskipti en íslensku fyrirtækin sem þau stunda hafa ekki þurft mikið á okkar aðstoð að halda. Þannig að starf sendiráðsins hefur miklu frekar snúist um að plægja nýja akra enda var byrjað frá grunni þegar Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, opnaði sendiráð Ís- lands í Japan 25. október 2001. Ég verð að viðurkenna að mér hefur þótt mjög spennandi og skemmti- legt að takast á við það verkefni.“ Lykillinn að vinna traust Morgunblaðið/Sverrir Ingimundur B. Sigfússon með sonarsoninn Ingimund B. Sigfússon. Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í Japan, segir beint leigu- flug marka þáttaskil í samskiptum landanna. hvernig samstarfi tollyfirvalda og lögreglu væri háttað í Litháen og hvort samstarf væri með þeim og grannríkjunum. Fram kom í svari yfirmanns landamæravörslunnar að nefnd annaðist samstarf milli stofn- ananna og upplýsingamiðlun ætti sér einnig stað við stofnanir í grann- ríkjunum að vissu marki. Árlegir samráðsfundir Þá kom fram á fundi formannanna að í ljósi tillagna að nýrri stjórnar- skrá ESB, þar sem gert væri ráð fyr- Á SAMRÁÐSFUNDI formanna ut- anríkismálanefnda þjóðþinga Norð- urlanda og Eystrasaltsríkjanna, sem lauk á þriðjudag, var fjallað um að- komu Litháen að Schengen-sam- starfinu vegna fyrirhugaðrar aðildar landsins að Evrópusambandinu. Sól- veig Pétursdóttir, formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, spurði hvort og hvernig Litháen gæti uppfyllt Schengen-kröfur og hvað gert hefði verið til að takast á við skipulagða glæpi og viðskipti með fólk. Algimantas Songaila, yfirmaður landamæravörslu Litháen, sagði meðal annars að starfsfólk hefði far- ið í gegnum mikla þjálfun að und- anförnu til að læra á nýtt kerfi og til- einka sér ný vinnubrögð. Tölvu- búnaður hefði verið í þróun og eftirlit úr lofti væri í samræmi við nýjustu tækni á því sviði. Í heildina taldi hann að landið hafa hingað til náð að uppfylla áætlun fram- kvæmdastjórnar ESB. Um glæpastarfsemi sagði hann að við töluvert vandamál væri að etja og ljóst væri að Litháen þyrfti að fást við umtalsverðan fjölda af ólöglegum innflytjendum ár hvert. Nefndi hann sem dæmi að á árunum 1996–1997 hefðu verið um 1.500 tilraunir til ólöglegra ferða yfir landamæri en á síðasta ári hefðu þær verið um 900. Sólveig Pétursdóttir spurði einnig ir að eitt ríki fari með formennsku til lengri tíma í senn, væri svæðisbund- ið samstarf aðildarríkjanna og EFTA/EES-ríkjanna enn mikilvæg- ara, m.a. til að auka áhrifamátt þeirra á ákvarðanir ESB. Fulltrúar Svíþjóðar lögðu áherslu á að dyrnar að grannríkjum ESB stæðu opnar þannig að þau ættu möguleika á aðild að sambandinu í framtíðinni. Stöðugleiki þar væri ESB mikilvægur og hugsanlega væru ytri landamæri ESB, Scheng- en og strangt vegabréfaeftirlit nei- kvætt gagnvart þessum löndum. Sólveig Pétursdóttir ræddi fram komnar hugmyndir um hugsanlega aðild grannríkjanna að Evrópusam- bandinu og varpaði fram þeirri hug- mynd hvort ekki væri rétt að skoða annars konar samningssamband en beina aðild að ESB. Benti hún á að aðild að ESB þyrfti ekki að vera markmið í sjálfu sér fyrir þessi ríki og að rétt væri að líta á önnur sam- starfsform eins og t.d. EES-samn- inginn sem hefði reynst Íslandi og Noregi vel. Fundur formanna utanríkismálanefnda Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Ljósmynd/Einar Farestveit Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heimsóttu landamæraeftirlitsstöð í Litháen, ásamt öðrum fundarmönnum. Aðild að ESB þarf ekki að vera markmið nágrannaríkja „SJÓRINN verður rauður á litinn, slátrarinn brosir. Hjarta hvalsins í blóðugri hendi hans er enn volgt, stoltur lyftir hann því fyrir framan myndavélarnar,“ segir í frétt á heimasíðu hins víðlesna blaðs Bild í Þýskalandi af hrefnuveiðum Ís- lendinga en fyrirsögn greinarinnar er „Schlachthof der Wale“ eða slát- urhús hvalanna. Láta öll mótmæli og samninga sem vind um eyru þjóta „Þeir eru aftur farnir af stað. Mótmæli víðs vegar um heiminn – alveg sama, hafa engin áhrif. Rík- isstjórn Íslands hefur leyft að skjóta 38 hrefnur. Samt hafa hval- veiðar verið bannaðar frá árinu 1986 um allan heim. Ískaldir nýta Íslendingar sér einu smuguna á al- þjóðlegu samkomulagi um bann við hvalveiðum. „Veiðarnar eru í vís- indaskyni. Við viljum rannsaka hversu marga fiska hvalirnir við Ísland éta,“ segja þeir til mála- mynda. En til slíkra „rannsókna“ duga alveg þeir hvalir sem rekur dauða upp að ströndunum! Þrettán af stærstu hvalategundum heims eru í útrýmingarhættu. Íslendingar hafa engan áhuga á því.“ Þrjár myndir fylgja frétt Bild, ein þar sem verið er að draga hrefnu um borð í Njörð en í myndatextanum segir að „blóðið streymi úr kjafti hins deyjandi hvals, sjórinn litast dökkrauður“. Önnur myndin sýnir niðurskorna hrefnu í kari, „Þessar ógeðslegu veiðar á hvölunum munu standa út allan september,“ stendur undir henni en þriðja myndin er af hníf- um hrefnuveiðimannanna sem skorðaðir eru við borðstokkinn. Þýska blaðið Bild fjallar um hrefnuveiðarnar „Slátur- hús hval- anna“ ATHUGUN á leikfangapillum með gerviblóði hefur leitt í ljós að þær innihalda ekki óleyfileg efni. Í þeim er kornsterkja, syk- ur og litarefni. Hjá matvælasviði Umhverfisstofn- unar fengust þær upplýsingar að merkingar á pakkningum eru ennfremur full- nægjandi en á hinn bóginn er talið aðfinnsluvert að hver og ein pilla sé ekki merkt. Það sem blasir við aug- um þegar þær eru handleiknar í stykkjatali er eingöngu rautt pillu- hylki sem er keimlíkt lyfjum. Pillan er látin renna í munni uns hún leysist upp og blandast munnvatni. Að sögn Elínar Guðmundsdóttur, forstöðumanns matvælasviðs, er alls ekki talið æskilegt að framleidd og innflutt séu slík leikföng, enda eigi ekki að venja börn við það að pillur séu eittvhað til að leika sér að. Móðir 10 ára barns fann eina slíka pillu í herbergi dóttur sinnar í sumar og brá mjög þar sem hún vissi ekki um hvað var að ræða. Bráðabirgða- niðurstaða lögreglunnar leiddi í ljós að um fíkniefni væri að ræða en síðar kom í ljós við nánari rannsókn hvers kyns var. Á meðan kvaldist móðirin í óvissu um innihaldið og hvernig pill- an hefði komist inn á heimilið. Leyfileg efni en merking- ar aðfinnslu- verðar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.