Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 23
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 23 Mögnu› mi›borg er samstarfsverkefni marka›snefndar mi›borgar og fyrirtækja í verslun og fljónustu í mi›borginni. Styrktara›ilar Magna›rar mi›borgar eru: Sumari› kvatt og hausti› bo›i› velkomi› me› magna›ri haustmarka›sstemmningu. Kvennakórinn Vox Feminae syngur á Laugavegi, harmoníkuleikur, haustvarningur, útimarka›ir, leiktæki fyrir börn og margt fleira. A P a lm an n at en gs l / H A D A YA de si gn hausti fagna› laugardaginn 30. ágúst Haustmarka›sstemm ning í dag Kíktu í bæinn Vi›bur›ir Kl. 13-16 Leiktæki fyrir börn frá ÍTR á Lækjartorgi í bo›i línu Búna›arbankans. Kl. 14-15:30 Kvennakórinn Vox Feminae syngur fyrir gesti og gangandi á Laugavegi undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Kl. 14-16 Fjórir knáir harmoníku- leikarar leika fyrir utan Laugaveg 53b í bo›i verslunarinnar Stíls, ítölsku barnafataverslunarinnar Iana, Kúnígúndar og Hereford steikhúss. Kl. 15:30 Söngvarar úr Sumaróperu Reykjavíkur flytja dúett úr Poppeu á svölum Kaffi Sólons, Bankastræti 7a. Kl. 11:30-05 Arabískar nætur á Kaffi List. Egypskur kokkur og fjölbreyttur arabískur matur og drykkur. Stemmning Mi›austurlanda á dansgólfinu, líbanskur plötusnú›ur og fjöldi magadansmeyja frá Magadansfélagi Íslands. Kl. 13-17 Birgir Rafn Fri›riksson, listmálari, teiknar portrett- myndir af fólki vi› Kaffi París vi› Austurvöll. Kl. 22 Milonga - tangódansleikur í I›nó í tilefni af Tangódögum í Reykjavík. Le Grand Tango spilar fyrir dansi. Dansarar s‡na tangó. Verslun og veitingar Kl. 10-16 Verslanir í mi›borginni hafa nú flestar teki› upp n‡jar haustvörur og bjó›a mi›borgargesti sérstaklega velkomna til a› kynna sér úrvali›. Kl. 12-16 Útimarka›ur me› lífrænt ræktu›um afur›um í portinu á ló› Laugavegar 40. Grænmeti frá Sólheimum, Hæ›arenda og Engi. Sjampó og hárnæring frá Jurtagulli, jógúrt frá Biobú og brau› frá Brau›húsinu. Kynning á fæ›i og matrei›slunámskei›um frá grænmetissta›num Á næstu grösum. Kl. 12-19 Flóamarka›ur í Sirkusportinu á horni Klapparstígs og Laugavegar. Gengi› inn frá Laugavegi. Næringaringarfræðingar deila nú um hvort kol- vetni séu óhollari eftir því sem þau eru auðmelt- ari. Að mati sumra er rétt að skipta kolvetnum í tvennt og benda neyt- endum á að til séu góð og slæm kolvetni, líkt og gert er með góða og slæma fitu. Slæmu kol- vetnin ætti að forðast en þau er að finna í auð- meltri fæðu svo sem fransbrauði og kartöflum. Aðrir eru á öndverðum meiði og segja engan mun vera á kolvetnum, næringin sé sú sama í t.d. kartöflum annars vegar og blómkáli hins vegar.Umræðan snýst að hluta um svokallaðan syk- urstuðul þar sem metið er hve auðmelt kolvetnin eru og hve hratt þau breytast í sykur í blóðrásinni. Því fljótar sem það ferli gengur fyrir sig, því verra, að mati sumra. Sá hópur telur glýkógenstuðulinn vera eins konar Rósettustein sem útskýrir hvers vegna megrunar- kúrar mistakast oft, sykursýki hefur færst í vöxt og hvers vegna Vesturlandabúar verða sífellt feit- ari. Kenning þeirra snýst um að fólk borðar því það er svangt en fæðan sem við borðum er að of stórum hluta auðmelt fæða sem eykur blóðsykurinn skyndilega sem hef- ur þau áhrif að fólk verður fyrr en varir aftur banhungrað. Anna Sigríður Ólafsdóttir nær- ingarfræðingur segir talsverðan mun vera á hollustu kolvetnisríkr- ar fæðu. „Munur er til dæmis á að borða blómkál eða kartöflur, en það eru 25 kílókaloríur í 100 g af blómkáli en 69 í sama magni af kartöflum, auk þess sem meira er af vítamínum og steinefnum í blómkálinu. Það er samt ekki þar með sagt að kartöflur séu ekki ágætis matur.“ Stærsti vandinn við sykurstuð- ulinn er að hann er mældur út frá 50 g af kolvetni í hverju matvæli, en viðmiðið er almennt glúkósi eða franskbrauð sem fær gildið 100, að sögn Önnu Sigríðar. „Sé litið á franskbrauðið sem viðmið eru þetta 2–3 brauðsneiðar en til sam- anburðar þarf tæp 800 g af gulrót- um, eða 10–12 stykki til að fá 50 g af kolvetnum. Margir eru þess vegna farnir að setja stuðulinn fram sem sykur- álag miðað við einn algengan mat- arskammt.“ Sykurstuðullinn er flókinn, segir Anna Sigríður ennfremur, það get- ur verið mikill munur á gildum milli einstakra tegunda, þannig að það getur skipt máli hvort kartöfl- urnar eru rauðar eða gular, hrís- grjónin löng eða stutt og svo skiptir máli hvernig maturinn er matreiddur. „Einföld regla er að velja sem mest af grófum vörum, borða oftar hýðishrísgrjón, sleppa því að skræla kartöflurnar, velja gróf brauð með heilum kornum og borða mikið af grænmeti og ávöxt- um með öllum mat.“ Associated Press Deilt um hollustu auðmeltra kolvetna Boston. AP. ALLIR búa yfir einhverjum hæfileikum og það er mikilvægt að við leitum að hæfileikum okkar og ræktum þá. Þegar hæfileikar okkar fá að njóta sín vinnum við eftir bestu getu. Við slíkar aðstæður náum við að vera stolt og ánægð af verkum okkar. Ef okkur finnst að við náum ekki að nýta hæfileika okkar í vinnu eða skóla er mikilvægt að við finnum hæfileikum okkar farveg í einhverju áhugamáli. Þannig er hægt að rækta hæfileikana og vera sáttur við störf sín. Við eyðum miklum tíma við vinnu, hvort sem það er í skóla, á heimili eða á öðrum vinnustað og því hefur líðan okkar þar áhrif á líðan okkar almennt. Það er mjög mikilvægt að okkur líði vel við vinnuna því það eykur líkurnar á vel- gengni og vellíðan. Ef við erum að fást við eitt- hvað sem við höfum gaman af, leggjum við okkur betur fram og náum betri árangri. Ef við erum hins vegar að fást við eitthvað sem við höfum engan áhuga á, gerum við það ekki eins vel og erum síður sátt við okkur sjálf. Hamingja í einkalífi og vinnu er yfirleitt ekki aðskilin. Það hvernig okkur líður heima fyrir getur haft áhrif á vinnuna og svo öfugt. Í sumum tilfellum getur mikil hamingja á öðru sviðinu bætt upp óhamingju á hinu sviðinu. Þannig getur velgengni og vellíðan í vinnu bætt að einhverju óhamingju í einkalífi um tíma og á sama hátt getur mikil hamingja í einkalífi bætt upp vansæld í starfi. Farsælast er þó að vinna að velgengni og vellíðan á báðum sviðum. Sá sem er ánægður í einkalífi er afslappaðri og oft á tíðum einbeittari í starfi en sá sem er vansæll heima fyrir. Við höfum flest möguleika á að upplifa gleði og hamingju en við þurfum að vinna fyrir því, rækta það góða og hlúa að því. Eitt af því er að rækta hæfi- leikana. Allir hafa einhverja hæfileika, hver og einn verður að hafa kjarkinn til þess að finna og meta sína hæfileika til þess að þeir fái að njóta sín. Þetta geta til dæmis verið hæfileikar í mannlegum samskiptum, á sviði lista, að vinna með börnum eða þeim sem eiga erfitt. Finndu þína hæfileika og rækt- aðu þá… …það eykur líkurnar á velgengni og vellíðan í þínu lífi. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir verkefnastjóri Geðræktar dora@ged.is Heilsan í brennidepli 9. geðorðið: Finndu og ræktaðu hæfileika þína Allir hafa einhverja hæfileika, hver og einn verður að hafa kjarkinn til þess að finna og meta hæfileika sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.