Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ R AGNHEIÐUR Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segist ekki hafa leitt hugann að þátttöku Mosfellsbæjar í rekstri Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á þeim grundvelli sem Reykjavík og Seltjarnarnes gera nú. „Sem sveitarstjórnarmanni finnst mér þetta eitt af þeim verkefnum sem ríki og sveitarfélög eigi að líta til. Þetta er Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, og mér finnst rekstur hennar eiga að vera á höndum ríkisins, en að sveitarfélögin verði að velta fyrir sér hvernig þau geti styrkt einstaka verkefni, tónleika eða eitthvað í þá veru. En í grundvallaratriðum á það að vera verkefni ríkisins að reka Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, og gera það með reisn.“ Garðabær tekur þátt í rekstri annarrar ríkisstofnunar Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garða- bæ, segir að ekki hafi verið eftir því leitað að bærinn styddi við rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en bendir á þátttöku bæjarfélagsins í rekstri annarrar ríkisstofnunar, Hönn- unarsafns Íslands, sem enn er deild innan Þjóðminjasafns. „Sveitarfélögin eru rekin á ákveðnum for- sendum, og þótt þau hafi í grunninn sömu skyldum að gegna, þá hefur hvert og eitt þeirra mótað sínar eigin áherslur. Garðabær tekur þátt í rekstri Hönnunarsafns Íslands, sem er í Garðabæ. Safnið er rekið með samn- ingi Garðabæjar og ríkisins og er staðsett hér. Með því að taka þátt í því starfi á mjög öflugan hátt lít ég svo á að við séum að styrkja menn- ingarstarfsemi sem nýtist höfuðborgarsvæðinu og jafnvel landinu öllu, og að það sé framlag Garðabæjar til ákveðinnar menningar- starfsemi. Stuðningur af þessu tagi er nokkuð sem hvert og eitt sveitarfélag verður að meta út af fyrir sig og skilgreina á þeim forsendum sem það vill starfa eftir. Við höfum ekki velt því fyrir okkur að draga okkur í hlé gagnvart Hönnunarsafni Íslands, jafnvel þótt það sé ekki með neinum hætti okkar lögboðna skylda.“ Ekkert samkrull við ríkið „Nei,“ segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, spurður að því hvort til greina komi að bærinn tæki þátt í rekstri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á sama grundvelli og Reykjavík og Seltjarnarnesbær gera nú. „Almennt er ég ekkert hrifinn af neinu samkrulli við ríkið. Sveitarfélögin eiga að reka sitt og ríkið sitt. Með dæmi eins og Sinfóníuna, þá er hún mál ríkisins. Það getur þó alveg komið til greina að sveitarfélagið sem svona stofnun er staðsett í taki þátt í rekstrinum, ekki síst þar sem það er höfuðborgin sem hér um ræðir. Þetta er hundrað manna vinnustaður, þannig að borgin hefur líka tekjur af honum. Ef reksturinn ætti að ná út fyrir það að vera bara á höndum rík- isins og í þessu tilfelli borgarinnar ættu öll sveitarfélög á landinu að taka þátt í honum. Að vera að pikka út eitt og eitt sveitarfélag í ein- hvern taprekstur hjá ríki og borg er ekki mín pólitík.“ Skuldbinding Seltjarnarnes- bæjar sérkennileg Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að í sínu bæjarfélagi hafi hugsanleg þátt- taka í rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands ekki verið rædd. „Eins og önnur sveitarfélög eigum við fullt í fangi með að halda úti okkar lögbundnu þjón- ustu og það eru ekki margar krónurnar til skiptanna í þeim efnum. Hins vegar er það lyk- ilatriði í menntuðu menningarsamfélagi að við höldum úti öflugri Sinfóníuhljómsveit, og eig- um þegar eina allra bestu hljómsveit í heim- inum eins og margir vilja meina. Í mínum huga er það verkefni samfélagsins alls að reka slíka hljómsveit af myndarskap. Hvort aðild sveitar- félaganna kemur þar til er auðvitað fyrst og fremst samkomulagsatriði milli þeirra og rík- isins. Það tengist öðrum tónlistarmálum í land- inu. Núna eigum við í viðræðum um tónlistar- menntun og -kennslu, og ekki óeðlilegt að þessi mál beri á góma þar líka.“ Lúðvík segir ekki óeðlilegt að höfuðborgin taki þátt í rekstri hljómsveitarinnar á einhvern hátt, þar sem hljómsveitin hafi aðsetur þar. „Þetta eru þó sérkennileg lög, til að mynda hvað varðar skuldbindingu Seltjarnarnesbæjar til þátttöku í rekstrinum, og kemur ekkert á óvart að þar vilji menn skoða þetta fyrir- komulag nánar. Tilhneigingin hefur verið sú í gegnum tíðina af hálfu ríkisvaldsins, að koma sem mestum kostnaði af rekstri yfir á sveit- arfélögin, án þess að þau hafi fengið tekjurnar á móti. Ef okkur væru tryggðar tekjur er ekk- ert vandamál fyrir okkur að styðja allt sem gott er og til framþróunar í samfélaginu.“ Eðlilegt og sanngjarnt að allir rekstraraðilar greiði Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra var spurður að því hvort eðlilegt væri að þrír rekstraraðilar Sinfóníuhljómsveitarinnar, Rík- isútvarpið, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes, sætu uppi með lífeyrisskuldbindingar hljóm- sveitarinnar sem urðu til þegar ríkið ákvað ár- ið 1993 að B-hluta-stofnanir eins og Sinfón- íuhljómsveitin skyldu sjálfar standa undir þeim lífeyrishækkunum sem ríkið greiddi áður beint. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er það upplýst í nýrri skýrslu ráðuneytisins að upphæðin nemi nú tæpum 1,4 milljörðum króna, og að unnið sé að því að gera skuldbind- inguna upp á milli rekstraraðila í samræmi við aðild þeirra að rekstri hljómsveitarinnar. Tóm- as Ingi segir það misskilning að verið sé að koma þessum lífeyrisskuldbindingum yfir á hina rekstraraðilana. „Það er vitaskuld eðlilegt að aðilar sem standa sameiginlega að rekstri beri sameig- inlega ábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnað er til með rekstrinum. Þetta á ekki ein- vörðungu við um Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem ríkið, sveitarfélögin tvö og RÚV eiga hlut að máli, heldur allt það samstarf annað, þar sem rekstrarleg ábyrgð er að einhverju leyti sameiginleg. Annað dæmi um skuldbind- ingar af slíku tagi eru lífeyrisskuldbindingar fyrrverandi starfsmanna Borgarspítalans. Það segir sig sjálft að það er ekki hægt að ætla einum aðila að axla ábyrgð sem efnt er til í samrekstri af þessum toga. Sú ákvörðun rík- isins sem þú vísar til með spurningunni fól ekki annað í sér en það að uppsafnaðar lífeyr- isskuldbindingar sem stofnað hafði verið til voru skilgreindar og viðurkenndar. Það var ekki verið að búa til neinar nýjar byrðar á hljómsveitina, heldur að horfast í augu við raunverulegan kostnað við rekstur hennar. Af þeirri ástæðu verður hún að skoðast eðlileg og sanngjörn.“ Tómas Ingi segir að undanfarin tvö ár hafi verið unnið að því í fjármálaráðuneytinu í sam- vinnu við Reykjavíkurborg að skilgreina og greina sundur kostnað vegna samrekstrar ríkis og borgar. „Þar hafa skuldbindingar vegna Sinfóníuhljómsveitarinnar verið til umfjöllunar meðal annars, og til dæmis skuldbindingar fyrrverandi starfsmanna Borgarspítala. Von- andi geta þær niðurstöður orðið til þess að beita megi svipuðum uppgjörsaðferðum gagn- vart samrekstrarverkefnum með öðrum aðilum. Mér er ekki kunnugt um að borgin hafi sett sig upp á móti þessu atriði, nema að því leyti að okkur hefur borist erindi þar sem borgin óskar eftir því að draga sig út úr kostnaði við rekst- ur hljómsveitarinnar. Hins vegar er það þann- ig, og ég býst við að málsaðilar séu sammála um það, að það er nauðsynlegt að ábyrgð- arskipting sé jafnan skýr, svo ekki verði til skuldbindingar sem enginn telur sig bera ábyrgð á.“ Tómas Ingi segir að brugðist verði við erindi Reykjavíkurborgar og málefni hljóm- sveitarinnar tekin til umfjöllunar með borginni. „Þegar við sjáum hvernig þeim viðræðum mið- ar áfram verða næstu skref ákveðin.“ Skiptar skoðanir bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu um þátttöku í rekstri SÍ Kemur ekki á óvart að Seltjarnarnes vilji út Morgunblaðið/Sverrir Ásdís Halla Bragadóttir Tómas Ingi Olrich Sigurður Geirdal Lúðvík Geirsson Ragnheiður Ríkharðsdóttir HLÖÐVER Sig- urðsson tenór og Antonía Hevesi píanó- og orgel- leikari halda tón- leika í Siglu- fjarðarkirkju kl. 16 í dag, laugar- dag. Á dagskrá eru íslensk ein- söngslög, erlend ljóð og óperu- aríur. Hlöðver er Siglfirðingur. Hann hóf söngnám við Tónlistarskóla Siglufjarðar hjá Antoniu Hevesi ár- ið 1995 og lauk 8. stigs prófi í söng þaðan vorið 2000. Hann stundar söngnám við Mozarteum-tónlistar- háskólann í Salzburg í Austurríki frá haustinu 2002, við ljóða- og óratoríudeild skólans. Auk þess tók hann þátt í uppfærslu á óperunni La finta giardiniera eftir Mozart sem óperudeildin setti upp sl. vet- ur, þar sem hann söng hlutverk Il Contino Belfiore. Áður var hann einn vetur við Guildhall School of Music and Drama í London. Antonía starfar sem organisti og kórstjóri við Hafnarfjarðarkirkju. Einsöngs- tónleikar í Siglufjarð- arkirkju Hlöðver Sigurðsson Á SEINUSTU tónleikum í Sumar- tónleikaröð Stykkishólmskirkju á þessu sumri syngur Gerður Bolla- dóttir sópransöngkona íslensk sönglög með sumarblæ. Tónleik- arnir hefjast kl. 17 á sunnudag. Undirleikari er Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari. Á efnis- skránni eru verk eftir m.a. Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Pál Ís- ólfsson, Karl Ó. Runólfsson, Jór- unni Viðar og Atla Heimi Sveins- son. Gerður Bolladóttir sópran- söngkona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari. Sönglög í Stykkis- hólmskirkju Norræna húsið Sýningu á 48 ljósmyndum, sem Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari tók á Grænlandi, í Færeyjum og á Ís- landi lýkur á sunnudag. Með honum í för var Ari Trausti Guðmundsson rit- höfundur og jarðeðlisfræðingur. Listasafn ASÍ – Ásmundarsalur Minningarsýningu um Ragnar Kjartansson lýkur á sunnudag. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 13.30–17. Eden, Hveragerði Málverkasýningu Jóns Inga lýkur á sunnudag. Breyttur sýningartími Eftir 1. september verður sýning- in Safneignin og samtíminn í Lista- safni Árnesinga opin laugardaga og sunnudaga kl. 14–18. Síðasti sýning- ardagur er 21. september. Aðgangur er ókeypis. Sýningum lýkur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.