Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Oxford Street Wigm ore S treet Grosv enor Squar e Grosv enor S treet Kensington Road Bayswater Road Paddington Station Knigh gsbrid ge Ki ng s R oa d Sloan Street St. Jam es's Street Baker Street G loucester Street Edgware Roadt Westmister Bridge O ld Bond Street N ew Bond Street Victo rya Stree t River Thames Covent Garden Soho W aterloo Bridge Pic cad illy Pa ll M all Oxford Street New Oxfo rd Regent Street Regent Street H aym arket C haring C ross R oad Picadilly Circus Hide Park Green Park Marylebone Henry VIII Churchill Inter Continental Thistle Kensington Palace Mayfair Bloomsbury Knightsbridge Notting Hill Sherlock Holmes Millennium Mayfair Jurys Doyle Clifton Ford K-West www.icelandair.is London www.icelandair.is/london Eyða einum degi í Westbourne Grove og Notting Hill, fjarri skarkala helstu verslunargatnanna. Fara á markaðinn á Portobello Road á laugardegi. Í London þarftu að: á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Henry VIII, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 16. jan. og 21. feb. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 21 70 5 07 /2 00 3 Verð frá 29.900 kr. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina KRISTJÓN Þorkelsson pípulagn- ingameistari kom frá Írak í síðustu viku, en hann starfaði þar á vegum Rauða krossins. Hann segir að ástandið í land- inu sé slæmt. Þar ríki hálfgerð óöld því enginn sjái um öryggið og öll yfirstjórn sé í molum. „Þetta var eins og hvert annað verkefni í upp- hafi. Ég varð ekkert var við neina óvild heima- manna eða neitt slíkt. Ég var stað- settur í Bagdad en vann víða við það að meta og greina verkefni varðandi sjúkrahús. Ég fór þrjá til fjóra daga í viku í borgir og þorp og skoðaði bæði sjúkrahús og heilsugæslustöðvar,“ segir hann. Rauði krossinn hefur dregið úr starfsemi í Írak í kjölfar árása á erlenda starfsmenn samtakanna 22. júlí sl. en þeir voru í bifreið á leið til Bagdad. Önnur bifreið tók fram úr og skaut á bifreiðina. Einn starfsmaður lést og annar særðist. Kristjón kom þar að um tíu til fimmtán mínútum eftir að atburð- urinn átti sér stað. „Þetta er ekki það sem maður vill lenda í, en mað- ur verður að taka því og sinna þeim sem eru hjálparþurfi.“ Kristjón bendir á að Írakar séu óþolinmóðir og finnist uppbygging- in hafa gengið hægt. Þeir telji að Bandaríkjamenn hafi að sumu leyti staðið í vegi fyrir uppbyggingu. Hann segir að ekki þurfi annað en að líta á tölur fallinna hermanna frá því stríði lauk til að sjá það. Bandaríkjamenn hafi misst um sjö- tíu menn en Bretar innan við tíu. Tvisvar áður starfað í Írak Kristjón hefur tvisvar áður starfað í Írak á vegum Rauða krossins, árin 1991 og 1992. Hann segir að ástandið þá hafi verið gjörólíkt því sem nú er, því þá hafi herinn verið við völd og engin óöld ríkt. Hann telur að framhaldið fari svolítið eftir því hvaða stefnu Bandaríkjamenn taki á næstu vik- um. Ef þeir haldi áfram þessum einhliða framkvæmdum, eins og verið hafa undanfarið, verði mjög erfitt um vik í landinu á næstu mánuðum. „Það eru allar líkur á því að þessi óöld haldi áfram á meðan þetta er gert í nafni Bandaríkj- anna. Maður verður líka að gera sér grein fyrir því að flestir þessir bandarísku hermenn, sem eru þarna, eru á aldrinum 18–20 ára frá mið- og suðurríkjum Banda- ríkjanna. Þeir þekkja ekkert nema þorpin sem þeir eru frá. Þeir þekkja ekki einu sinni arabíska menningu og vita ekki að þeir eru á einu elsta menningarsvæði í heim- inum,“ leggur hann áherslu á. Hann segir að þetta móti fram- komu þeirra í garð Íraka. Írakar séu yfirhöfuð mjög kurteist fólk og beri til að mynda mikla virðingu fyrir aldri. Kristjón Þorkelsson nýkominn frá Írak eftir störf á vegum Rauða krossins Varð ekki var við óvild heimamanna Ljósmynd/Kristjón Þorkelsson Eins og sjá má eru bifreiðar alþjóða Rauða krossins merktar í bak og fyrir. Skotið var á samskonar bifreið 22. júlí sl. Kristjón Þorkelsson ALÞJÓÐA Rauði krossinn hefur undanfarið dregið úr starfsemi sinni í Írak af ótta við árás- ir. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir að allir fjórir Íslendingarnir, sem voru að störfum í Írak, séu komnir heim. Guð- björg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Eva Laufey Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, Þor- kell Þorkelsson ljósmyndari og Kristján Þor- kelsson pípulagningameistari unnu að uppbygg- ingarstarfi í Írak. „Það eru um fimmtíu alþjóðlegir starfsmenn í Írak núna. Sumir hafa það verkefni að vinna með íraska Rauða hálfmánanum. Rauði krossinn er í þeirri stöðu að á staðnum er öflugt Rauða hálfmánafélag og þetta er sama hreyfingin,“ segir Þórir. Hann bendir á að yfirleitt vinni staðarmenn langmestu vinnuna og starf er- lendra starfsmanna felist í að styðja það starf. Undantekningin sé í raun fangaheimsóknir sem alþjóða Rauði krossinn sinni. Hann leggur áherslu á að þörfin á alþjóðlegu hjálparliði sé mjög mikil, en það sé hægt að halda úti heil- miklu starfi án þeirrar sérþekkingar sem al- þjóðlegu starfsmennirnir koma með. „Við höfum fengið fréttir af því að það sé í undirbúningi að ráðast á alþjóða Rauða krossinn í Írak, en við vitum ekki hver eða hvers vegna. Þess vegna hefur verið dregið úr fjölda erlendra starfsmanna á staðnum og gripið til ýmissa ör- yggisráðstafana, sem ekki er hægt að fara út í.“ Þórir segir að í Írak sé mest áhersla nú lögð á undirbúning uppbyggingarstarfs, auk þess sem alþjóðlegu starfsmennirnir sinni mikil- vægum Rauða kross verkefnum, eins og heim- sóknum til fanga, skilaboðaþjónustu og leit- arþjónustu. Allir Íslendingarnir komnir heim ELSTI núlifandi Íslendingurinn, Málfríður Jónsdóttir, varð 107 ára í gær en haldið var upp á afmælið á Landakoti. Að sögn Maríu Halldórsdóttur, dóttur Málfríðar, heyrir hún orðið mjög lítið og á lítil samskipti við aðra en er heilsuhraust að öðru leyti. María segir að langlífi sé ætt- gengt í móðurættinni enda hafi móðir Málfríðar, Þórunn Bjarnadóttir, orðið 101 árs. Málfríður fæddist 29. ágúst 1896 á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð en flutti til Reykjavík- ur ásamt foreldrum sínum árið 1903 og hefur búið þar síð- an en dvaldi þó í Danmörku á árunum 1920–23. Málfríður eignaðist Maríu með Halldóri Kiljan Laxness en þau kynnt- ust sumarið 1922 á Borgundarhólmi. Málfríður giftist hins vegar aldrei og eignaðist ekki fleiri börn. Á myndinni má sjá fimm ættliði saman komna. Yngst er Rebekka Ýr Guð- björnsdóttir, 4 ára, fyrir ofan hana stendur Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, 34 ára, við hlið hennar stendur Ragna María Ragnarsdóttir, 55 ára, og svo sitja hlið við hlið mæðgurnar Málfríður, nýorðin 107 ára, og María, áttræð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Elsti Íslendingurinn 107 ára KJARTAN Jakob Hauksson, sem nú rær kringum landið til styrktar Sjálfs- björg, er kominn til Vestfjarða. Í gær- kvöldi var hann við Dýrafjörð og stefnir að því að taka land í Bolung- arvík í dag, laugardag, þar sem hann mun dvelja næturlangt áður en stefn- an er tekin fyrir Horn. Í dagbókarfærslu á fimmtudag seg- ir að hann hafi í fyrrinótt fengið góð- an svefn og sofið í fimm klukkustund- ir. Róður hefur verið nokkuð þungur undanfarna daga og veður- og sjólag verið erfitt. Spáin í dag er fremur góð en gert er ráð fyrir hægri vestlægri átt og tíu til fimmtán gráða hita. Ræðarinn nálgast Bolungarvík                          Á FUNDI utanríkisráðherra Norður- landa í gær í Ríga, höfuðborg Lett- lands, var meðal annars rætt um þró- un og stækkun Evrópusambandsins og framtíðarsamstarf á Evrópska efnahagssvæðinu. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra lagði áherslu á hversu mikilvægt væri að gengið yrði frá stækkun Evrópska efnahags- svæðisins samtímis gildistöku samn- ingsins um stækkun Evrópusam- bandsins. Ráðherrarnir ræddu einnig við starfsbræður frá Eystra- saltsríkjunum um öryggismál. Rætt um stækkun EES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.