Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 29 HEIMSÓKN Franz Fischlers, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, varð eðlilega til þess að möguleikar Ís- lands í hugsanlegum aðild- arviðræðum voru enn ræddir og sem fyrr sýndist sitt hverjum. Þannig kusu þeir sem eru andvíg- ir aðild að túlka orð Fischlers á þann veg að öll sund væru lokuð á meðan hinir sem vilja láta reyna á möguleika Íslands í samninga- viðræðum bentu á að Fischler hefði sagst sannfærður um að mögulegt væri að finna lausnir þannig að hægt væri að beita hinni sameiginlegu sjávarútvegs- stefnu á Íslandi þannig að reglur ESB-réttar væru virtar en jafn- framt tekið tilhlýðilegt tillit til hagsmuna íslensks sjávarútvegs. Heimsókn Fischlers breytti því litlu fyrir þá sem þegar hafa mót- að sér skoðanir á því hvort Íslend- ingar eigi að láta reyna á mögu- leika sína í aðildarviðræðum eða ekki. Eignarhald engin hindrun Það fór þó ekki svo að ekkert nýtt kæmi fram í tengslum við heimsóknina og þær umræður sem af henni hlutust. Það vakti at- hygli þegar sjávarútvegsráðherra, Árni Mathiesen, fullyrti að meðal þeirra grundvallarágreinings- atriða sem væru í veginum fyrir aðild Íslands að ESB væri ákvæð- ið í 1. grein laganna um stjórn fiskveiða sem kveður á um eign þjóðarinnar á fiskistofnunum. Og hann bætti við að eins og kunnugt væri segði í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar að þetta þjóð- areignarákvæði skuli fært úr hinni almennu löggjöf í sjálfa stjórnarskrána. Morgunblaðið bað Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra um álit á þessum um- mælum sjávarútvegsráðherrans. Hann kvaðst ekki átta sig á því hverju stjórnarskrárbinding um- rædds ákvæðis mundi breyta. ,,Það að setja ákvæðið í stjórn- arskrá er ekkert annað er að festa það enn frekar í sessi enda er það í lögum.“ Árni Páll Árnason lög- maður skrifar í Morgunblaðið 18. ágúst þar sem hann bendir á að það byggist á misskilningi að eignarhald á auðlindinni skipti máli varðandi aðild Íslands að ESB. Hann bendir á að í 295. gr. Rómarsamningsins sé kveðið á um að ekkert ákvæði samningsins raski fyrirkomulagi eignarréttar í aðildarríkjunum. Heilu atvinnu- greinarnar hafi enda verið þjóð- nýttar og einkavæddar á víxl í að- ildarríkjunum á gildistíma samningsins án nokkurra vand- kvæða. Nú er það út af fyrir sig um- hugsunarefni af hverju sjáv- arútvegsráðherra heldur því fram að ákvæðið um eign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni sé grundvall- arhindrun ef til aðildarviðræðna kemur. Ég leyfi mér að álykta að um misskilning sé að ræða sem byggist annaðhvort á því að ráð- herrann geri ekki greinarmun á eignarrétti og nýtingarrétti, eða að hann átti sig ekki á því að stjórn fiskveiða hefur ekkert með eignarhaldið á auðlindinni að gera. Einkaeignarréttur og þjóðareignarréttur Það var hinsvegar annað atriði sem fangaði athygli mína í þessari umfjöllun. Það kemur fram bæði hjá sjávarútvegs- og utanrík- isráðherra með hvaða hætti rík- isstjórnin virðist ætla að stjórn- arskrárbinda þjóðareignar- ákvæðið og ekki annað að skilja en hugmyndin sé sú að færa einfald- lega ákvæðið sem er í 1. grein lag- anna um stjórn fiskveiða yfir í stjórnarskrána. Og þá hlýt ég að spyrja, til hvers? Það er ljóst að ákvæðið í lögunum um eignarhald þjóðarinnar virkar, um það hefur Hæstiréttur fjallað og það liggur fyrir í dómum sem hann hefur fellt. Í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar segir: ,,Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sam- eign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá.“ Ég hef, þar til nú, leyft mér að túlka þetta ákvæði þannig að ríkisstjórnin ætlaði sér að nýta vinnu auðlinda- nefndar og setja ákvæði í stjórn- arskrána um þjóðareignarrétt, en það miðaði ekki síst að því að rétt- arstaða bæði eiganda viðkomandi auðlinda og þeirra sem fá að nýta þær yrði skýrari en hún er í dag. Og þá ekki síður að sömu meg- inreglur mundu gilda fyrir alla þá sem fengju að nýta þær auðlindir sem nú eru ýmist skilgreindar sem eign íslenska ríkisins, þjóð- arinnar eða sem þjóðlendur. En svo virðist ekki vera, og vekur satt að segja furðu ef ríkisstjórnin ætl- ar að beita sér fyrir breytingu á stjórnarskrá eingöngu til að færa ákvæði sem þegar er í lögum, og virkar sem slíkt, inn í stjórn- arskrá. Það mun í engu skýra réttarstöðu viðkomandi og því ekki breyta neinu eða verða grundvöllur neinna sátta. Ákvæðið um þjóðareignar- réttinn er grundvöllur Ef þetta er niðurstaða rík- isstjórnarinnar eru það mikil von- brigði. Það var hlutverk auðlinda- nefndar ,,að fjalla um auðlindir sem eru eða kunna að verða í þjóð- areign“. Nefndin lagði metnað og vinnu í að finna úrræði sem mundu eiga við allar þær auðlindir sem um ræddi. Ákvæðið um þjóð- areignarréttinn sem afmarkaði réttarstöðuna varð síðan grund- völlur annarra tillagna nefnd- arinnar. Þegar forsætisráðherra var spurður um vilja ríkisstjórn- arinnar á Alþingi fyrrihluta árs 2002, sagði hann: ,,Það hefur ætíð verið hugsun ríkisstjórnarinnar að þær tillögur sem ríkisstjórnin mundi leggja fram í tilefni af til- lögum auðlindanefndar yrðu lagð- ar fram á haustþingi og að unnið yrði að þeim nú í sumar.“ Og áfram hélt ráðherrann: ,,Þar sem auðlindanefndin, þar sem rík- isstjórnin eða ríkisstjórnarflokk- arnir, getum við sagt, höfðu sína trúnaðarmenn, komst að sameig- inlegri niðurstöðu sem segja má að hafi um margt verið grundvöll- ur að annarri niðurstöðu nefnd- arinnar þá er afar sennilegt að ríkisstjórnin muni byggja á, eða a.m.k. hafa ríkulega hliðsjón af, þeirri niðurstöðu sem þar náðist því ella mætti gera því skóna að aðrar niðurstöður nefndarinnar kynnu að vera í uppnámi ef þær grundvallarforsendur sem nefnd- in bersýnilega lagði mikið upp úr af eðlilegum ástæðum væru brostnar.“ Síðar í umræðunni bætti forsætisráðherra við: ,,Og ég bæti því við, eins og ég gerði áðan, að ég mundi ætla að ef þeir sem síðan stóðu að verkum í auð- lindanefndinni teldu ef að innihald þessara mikilvægu stjórnarskip- unartillagna mundi ekki koma þá hefði grundvellinum eiginlega verið kippt undan því samstarfi og samkomulagi sem þarna náðist.“ Svo mörg voru þau orð. Að líta heildstætt á auðlindamálin Forsætisráðherra og rík- isstjórn auðnaðist þó ekki að koma með tillögur í þessa veru fyrir kosningar og var því ekki hægt að kjósa um þær og gera hluta af stjórnarskrá svo sem stjórnskipunarlög segja fyrir um. En í kosningabaráttunni komu loforðin, þá reyndar fyrst og fremst um sjávarauðlindina og nú virðist ljóst af orðum sjávar- útvegs- og utanríkisráðherra að verið sé að tala um allt annan hlut en tillögur auðlindanefndar. Það eru vonbrigði, ekki bara af því að sátt í sjávarútvegi þurfi á því að halda að réttarstaða aðila sé skýrð heldur líka vegna þess að hinn 1. júlí sl. tóku ný raforkulög gildi sem gera ráð fyrir innleiðingu samkeppni á þeim markaði, bæði við orkuvinnslu og sölu. Og það er fleira að gerast í auðlindamálum okkar, ég nefni t.d. olíuleit fyrir norðan, sem styður það enn að tekið sé heildstætt á því hvernig farið er með hinar sameiginlegu auðlindir þjóðarinnar. Ef rík- isstjórnin á annað borð ætlar að setja ákvæði um þjóðeign í stjórn- arskrá þá er mikilvægt að hún líti heildstæðar á málið og rifji upp tillögu auðlindanefndar. Eins og fram kom hjá forsætisráðherra fylgdust formenn stjórnarflokk- anna með vinnu auðlindanefndar í gegnum sína trúnaðarmenn og þekktu þá hugsun sem lá til grundvallar. Þótt þá hafi eitthvað borið af leið, leyfi ég mér að trúa því að þegar málið hefur verið rifj- að upp muni þeir rétta kúrsinn. Annars er til lítils af stað farið. Að lokinni heimsókn Fischlers Eftir Svanfríði Jónasdóttur Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. ’ Ég nefni t.d. olíu-leit fyrir norðan, sem styður það enn að tekið sé heildstætt á því hvernig farið er með hinar sameig- inlegu auðlindir þjóð- arinnar. ‘ Í ÚTVARPSÞÆTTI var nýlega fjallað um samskipti og gagnkvæm áhrif kristins siðar og heiðinna trúarbragða norrænna. Var þá rætt nokkuð um íslenzkan kveð- skap fornan og farnað hans í vörzlu handrita. Þar var kynnt sú kenning nútíma-fræðimanna, að ekki væri hægt að leiðrétta eitt handrit samkvæmt öðru sem eldra væri, og því væri réttast að láta þar hvarvetna sitja við orðinn hlut og kalla þann texta „réttan á sín- um tíma“ sem fram hefði komið hverju sinni. Kenning þessi var fram borin af tilefni bókar minnar, Maddömunn- ar með kýrhausinn, sem bar á góma í þættinum; en hún fjallar um Völuspá. Þeirri Völuspá sem um er rætt í Maddömunni með kýrhausinn mætti líkja við forna mósaík-mynd af madonnu með nýfæddan son sinn í jötu innan um húsdýr í gripahúsi. Þessi mynd hafði af ókunnum orsökum hrunið saman í haug, en molarnir tíndir upp og teknir til varðveizlu og hugs- anlegrar endurröðunar síðar meir. Þegar að því kom, var upphaflega myndin gleymd, og brotunum rað- að saman af nokkru handahófi án tillits til þess hvað saman átti, svo listaverkið breyttist í harla óhrjá- lega mynd af konu með kýrhaus í stað hins fríða höfuðs meyjarinnar helgu. Og annað eftir því. Um örlög hins forna kvæðis, Völuspár, er ámóta hrakfallasögu að segja. Af einhverjum óblíðum sökum hefur það kurlazt sundur í smábrot misstór, sem löngum hef- ur reynzt ófært að raða saman svo að sennilegt megi þykja. Um það hafa fræðimenn einatt verið sammála, að Völuspár-gerð Konungsbókar sé meir en lítið brengluð, að Hauksbókar- handritið sé enn verr á sig komið, og Völuspár-tilvitnanir Snorra- Eddu bendi til þaðan af ömurlegri undanfara. Er þá gert ráð fyrir því, sem einatt vill verða á öllum tímum, að verk eins höfundar af- lagist á ýmsa lund í munnlegri geymd og hrakningi milli kynslóða og byggðarlaga. Í handritum þess- um er vísnaröð ótæk, vísubrotum ruglað á ýmsan veg, nokkrar vísur og vísupartar virðast hafa glatazt, en hins vegar eitthvað af ann- arlegum brotum komið aðvífandi. Í Maddömunni með kýrhausinn er leitt að því líkum, að ráða megi af rústum kvæðisins hvert verið hafi form þess í upphafi, og einmitt formið sé sá eini leiðarvísir að frumgerð kvæðisins sem mark væri á takandi. Þau formsatriði sem mestu varða eru stef þau sem hafa sig all- mjög í frammi og líkur benda til að ráðið hafi gerð og skipan erinda. Þessi stef eru þrjú, og má það eitt undir eins vekja grunsemdir, að þau hrekjast eftir kvæðinu endi- löngu með óreglulegum stefjabálk- um og mislöngum erindum, flækj- ast jafnvel hvert inn í annað. Nú er það tilgáta Maddömunnar með kýrhausinn, að lagfæring og röðun vísna í Völuspá skuli ekki gerast af því handahófi sem tíðkazt hefur, einungis samkvæmt ein- hverri haldlausri óskhyggju á hverjum tíma, heldur skuli þar tekið mið af stefjum þessum, sem beitt hafi verið á þann hátt, sem réttur taldist, að öll erindi hafi ver- ið rétt kveðið fornyrðislag, og stefjabálkar jafnlangir með hverju stefjanna þriggja. Sé þessari reglu fylgt og erindum skipað sam- kvæmt henni, bregður svo við, að efni kvæðisins fær skilmerkilega framvindu, og atriði, sem vafasöm voru eða óskiljanleg með öllu, verða eðlileg og auðskilin. Allt er þetta glögglega sýnt í Maddömunni með kýrhausinn. Og ekki skal þess ógetið, að úr því sem þar er komið, benda sterkar líkur til þess, að stefin þrjú hafi verið hrygglengjan í þremur kvæðum, sem höfundur Völuspár hafi tekið til handargagns og gert úr þeim nýtt stórljóð, sjálfa Völuspá, af miklum hagleik, tápmikinn kveð- skap sem síðan missti heilsuna á húsgangi. Það skal að lokum ítrekað, að sú skipan Völuspár, sem haldið er fram í Maddömunni með kýrhaus- inn, er ekki til komin sem getgáta í lausu lofti, svo sem tíðkazt hefur löngum, heldur er hún sprottin upp af traustri reglu sem blasir við í rústum kvæðisins sjálfs. Og síðan réttlætist hún af þeirri raun sem hún gefur, því hún kemur skipu- lagi á framvindu efnisins og leysir hnúta sem taldir voru óleys- anlegir. Einhvern tíma spurði ég lauf- gosann, hvers vegna í áranum fræðimenn vorir hafi ekki fagnað tilgátu Maddömunnar með kýr- hausinn með lúðrablæstri og flug- eldum, því orðið hafi bylting í nor- rænum fræðum. Laufgosinn sneri sér undan og glotti. Helgi Hálfdanarson Form Völuspár fyrir raðir eigin flokksmanna. Í þriðja lagi mis- tókst þeim að sýna fram á að þeir séu flokkur sem getur hugsað sér að starfa með Sjálfstæð- isflokki eða Framsóknarflokki en það er nauð- synlegt ef Vinstri grænir ætla sér að vera „val- kostur á vinstri vængnum“. Ella væru Vinstri grænrir flokkur er einungis ætti átt samstarf við Samfylkingu! Undantekning á þessu er samstarf Vinstri grænna og sjálfstæðismanna í Skagafirði. Í mörgum öðrum löndum gilda aðrar hefðir, t.d. er nokkuð algild regla á Norðurlöndunum að borgaralegu flokkarnir starfa saman ef þeir hafa styrk til og vinstriflokkarnir sömuleiðis ef niðurstaða kosninganna býður upp á slíkt sam- starf. Kosturinn við þessa skipan er að kjósendur hafa nokkuð skýrt val en færa má rök fyrir því að nokkuð vanti upp á það á Íslandi. Skýrasta dæmið eru kannski kosningarnar 1987 en þá lagði Alþýðuflokkurinn áherslu á það í kosn- ingabaráttunni að moka „framsóknarfjósið“. Ári eftir kosningar voru þessir flokkar hins vegar komnir í sæng saman. Samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins hefur verið einstaklega farsælt og nýst þjóðinni vel á landsvettvangi en einnig hefur flokkunum tekist vel upp á vettvangi sveitarstjórnarmála og er Kópavogur þar skýr- asta dæmið. Kannski eigum við eftir að sjá fram á það í framtíðinni að almenna reglan verði sú að þessir flokkar starfi saman ef þeir hafa styrk til en annars taki við stjórn Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna. bandalagið Höfundur er alþingismaður og borgarfulltrúi. ,=<>    sannleikanum. Hins vegar kemur það á óvart þegar þingmaður eins og Hannan étur upp þessu gömlu vitleysu og blandar svo evrunni nn í umræðuna. Það ættu að vera hæg heima- tökin fyrir hann að afla sér upplýsinga um þessi mál en líklegast hentar það honum ekki að segja satt og rétt frá þessu máli. Reyndar eru lokaorð greinar þingmannsins alveg kostuleg. ,, En það er hins vegar meira en lítið áhugavert að fylgjast með því hvernig kerfiskallar Evrópusambandsins reyna ávallt að fela það sem þeir eru raunverulega að gera. Ef þeir eru svona viðsjárverðir varðandi ómerkileg atriði eins og banana, getum við þá virkilega treyst þeim t.d. varðandi evruna.“ Er virkilega hægt að taka menn alvarlega sem skrifa svona þvælu? agúrkum Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.