Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 41 STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson (2. 560) er kom- inn með eins vinnings forystu á Ís- landsmótinu í skák, landsliðs- flokki, eftir sigur á Ingvari Jó- hannessyni (2. 247) í fimmtu umferð. Hannes er með 4½ vinn- ing, og eina jafn- tefli hans var gegn Þresti Þór- hallssyni (2. 441) í annarri umferð. Í 2. –3. sæti eru Þröstur Þórhallsson, sem gerði jafntefli við Stefán Kristjánsson (2. 404), og Róbert Harðarson (2. 285) sem sigraði Ingvar Ásmundsson (2. 321). Úrslit 5. umferðar: Davíð Kjartansson – Sævar Bjarnason 0-1 Stefán Kristjánsson – Þröstur Þórhallss. ½-½ Ingvar Þór Jóhannesson – Hannes Hlífar 0-1 Jón V. Gunnarss. – Sigurður D. Sigfúss. 1-0 Ingvar Ásmundsson – Róbert Harðarson 0-1 Guðmundur Halldórss. – Björn Þorfinnss. ½-½ Sjöunda umferð í landsliðsflokki verður tefld í dag, laugardag, og hefst hún kl. 13:00. Teflt er í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Eftirfarandi skák var tefld í þriðju umferð. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Björn Þorfinnsson Fjögurra riddara tafl 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. d4 Bb4 5. Rxe5 Rxe4 6. Dg4 Rxc3 7. Dxg7 Hf8 8. a3 Rxd4 9. axb4 -- Sjá stöðumynd 1. 9. . . Rf5 Nýjung, sem ekki gefst vel. Mál- ið er reyndar mjög flókið og gengið á ýmsu í þessari stöðu í þeim skák- um, sem teflst hafa. Besti leikurinn er 9. . . Rxc2+, t. d. 10. Kd2 Rxa1 11. Kxc3 a5 12. Bc4 axb4+ 13. Kd3 d5 14. Bb5+ c6 15. He1 Bf5+ 16. Kd2 De7 17. Rxc6 Rb3+ 18. Kd1 Bc2+ 19. Kxc2 Dxe1 20. Rxb4+ Ke7 21. Bg5+ Kd6 22. Bf4+ Ke6 23. Kxb3 Hac8 24. Dd4 1–0 Mala- khov,V-Varga,Z/Budapest 1996). 10. Dxh7 Df6 11. Rg4 – Ekki 11. bxc3? Dxe5+ 12. Kd2 Hh8 og hvíta drottningin fellur. 11. . . Dd4 12. bxc3 Dxc3+ 13. Kd1 d5 Eftir 13. —Dxa1 14. Dxf5 verður fátt um varnir hjá svarti. 14. Bb5+ Kd8 Eftir 14. . . c6 15. He1+ Re7 16. Hxe7+ Kxe7 17. Dh4+ f6 18. Rxf6 Kf7 (18. —Hxf6 19. Ha3, eða 18. —Dxf6 19. Bg5) 19. Ha3, ásamt 20. Hf3, ræður svartur ekki við hvítu sóknina. 15. Bg5+ -- Sjá stöðumynd 2. 15. . . Re7 16. Bxe7+ Kxe7 17. He1+ Kd8 Eða 17. . . Be6 18. Dh4+ f6 19. Ha3, ásamt Ha3-e3 og hvítur á vinningsstöðu. 18. Dh4+ f6 19. Dxf6+ Dxf6 20. Rxf6 c6 21. Rxd5 Hxf2 Eða 21. . . cxd5 22. He2 o. s. frv. 22. Rb6 axb6 23. Hxa8 cxb5 24. He2 Hf1+ 25. Kd2 og svartur gafst upp. Lilja, Lenka og Harpa efstar í kvennaflokki Þær Guðfríður Lilja Grétars- dóttir (2. 058), Lenka Ptácníková (2. 215) og Harpa Ingólfsdóttir (2. 057) eru efstar og jafnar í kvenna- flokki á Skákþingi Íslands þegar mótið er hálfnað. Þær eru allar með 3½ vinning af 5 og stefnir í spenn- andi baráttu þeirra á milli um Ís- landsmeistaratitilinn í síðari hluta mótsins. Lenka og Harpa gerðu jafntefli í fimmtu umferð, en Lilja sigraði Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttir (1. 280). Elsa María Þorfinnsdóttir stóð sig vel og gerði jafntefli við Önnu Björgu Þorgrímsdóttur. Staðan á mótinu er nú þessi: 1.–3. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lenka Ptácníková, Harpa Ingólfsdóttir 3½ v. 4. Anna Björg Þorgrímsdóttir 2½ v. 5. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 1½ v. 6. Elsa María Þorfinnsdóttir ½ v. Sjötta umferð í kvennaflokki verður tefld í dag, laugardag, og hefst hún kl. 13:00. Teflt er í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Hannes Hlífar með eins vinnings forystu SKÁK Hafnarborg, Hafnarfirði SKÁKÞING ÍSLANDS 2003 24.8.–4.9. 2003 dadi@vks. is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Hannes Hlífar Stefánsson Röng skammstöfun Rangt var farið með skammstöfun á þriðju alþjóðlegu stærðfræði- og vísindarannsókninni, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Rétt skammstöfun er TIMSS. LEIÐRÉTT Býflugukynning í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Egill Sig- urgeirsson, formaður hins Íslenska býflugnaræktendafélags, og Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður FHG, verða með kynningu og fræðslu á íslenskri bý- flugnarækt í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í dag laugardag milli kl. 14.30 og 15.30. Þar gefst fólki kostur á að sjá lifandi býflugur í lok- uðu sýningarbúri og smakka á hun- angsuppskeru sumarsins beint úr búinu. Síðar í haust mun verða til sölu íslenskt hunang í FHG. Opnunarhátíð Skautahallarinnar í Laugardal verður í dag, laugardag, og hefst kl. 13:00. Meðal annars verður sýning á íshokkí og list- hlaupi. Kl. 15.30 verður skautadiskó, diskótónlist, ljós og leikir. Ókeypis skautaleiga verður um helgina. Skautafólk aðstoðar á svellinu, einn- ig verður skráning á námskeið vetr- arins. Hausti fagnað í magnaðri mið- borg í dag, laugardaginn 30. ágúst. Kvennakórinn Vox Feminae syngur á Laugavegi, harmoníkuleikarar spila og söngvarar úr Sumaróperu Reykjavíkur flytja dúett úr Poppeu og á Lækjartorgi verða leiktæki fyr- ir börnin. Útimarkaður með lífrænt ræktuðum afurðum og flóamarkaður eru meðal þess sem mun setja svip sinn á miðborgina. Þar að auki verð- ur margt annað á fjölbreyttri dag- skrá. Markaðsnefnd miðborgarinnar og fulltrúar verslunar og þjónustu í miðborginni standa fyrir Magnaðri miðborg en Morgunblaðið, Kaup- þing Búnaðarbanki, Félagsmála- ráðuneytið og Höfuðborgarstofa eru styrktaraðilar verkefnisins. Í DAG Félagsfundur Ægisklúbbsins verður haldinn þriðjudaginn 2. september kl. 20 í Tjaldvagnalandi hjá Seglagerðinni Ægi, Eyjarslóð 7. Efni fundarins verður m.a. hug- myndir um vetrarstarf, nýtt fólk í stjórn, önnur mál. Ægisfélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun þess starfs sem framundan er hjá klúbbnum. Að loknum fundinum hefst útsala í Tjaldvagnalandi og útivistarverslun Seglagerðarinnar Everest. Heima- síða Ægisklúbbsins er www.segla- gerdin.is. Þýskir dagar í tengslum við landsleiki. Þýsk íslenska versl- unarráðið (ÞÍV) stendur fyrir ,,Þýskum dögum“ í Reykjavík og á Akranesi vikuna 1.– 6. september. Markmiðið daganna er að vekja at- hygli á þýskum vörum á Íslandi og þeim fyrirtækjum og umboðs- mönnum sem að innflutningi þeirra standa. Að þessu sinni verður sjónum beint að umhverfismálum og þá sér- staklega þeirri staðreynd að þýsk- ur iðnaður er einn sá umhverf- isvænasti í heimi. Tilboð verða í öllum þeim fyr- irtækjum sem þátt taka í dögunum, bæði á Akranesi og í Reykjavík. Kanadískur prófessor fjallar um umhverfismál og álfa Dr. James Butler, sem er prófessor í verndunarlíffræði villtra dýra við háskólann í Alberta í Kanada, er staddur hér á landi ásamt kan- adískum sjónvarpsmönnum. Ástæða þess að hann er hér á landi nú er sú að árið 2001 hófst hann handa við ELFEN (Elemental Life-Form Encounters in Nature) verkefnið, sem fólst í því að skrá niður reynslu fólks af yfirnátt- úrulegum fyrirbærum. Í kanadíska sjónvarpinu er á dagskrá þáttur sem kallast Magnificent Obessions og dr. Butler er gestur hans. Sjón- varpsmennirnir fylgja honum eftir þar sem hann leitar heimilda um álfa og dverga (gnóma) hér á landi. Mánudaginn 1. september kl. 15 gefst áhugasömum aðilum kostur á að hlusta á dr. Butler flytja fyr- irlestur sem hann kallar „The Changing World of Eco-tourism and the Sacredness of Nature, and the Hidden Landscape of Elves, Gnomes and Fairies“ í Bratta, nýj- um fundarsal Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Gengið er inn í sal- inn Háteigsvegsmegin. Í samvinnu við Byggðastofnun verður boðið upp á fjarfundi á Sauðárkróki (Far- skólanum við Faxatorg), Ísafirði (Atvinnuþróunarfélaginu), Ak- ureyri (Sólborg stofa L-202), Egils- stöðum (Fræðslunetinu) og Höfn (FAS). Á NÆSTUNNI Hreyfingardagurinn. Sunnudag- inn 31. ágúst stendur Hreyfing fyr- ir hinum árlega Hreyfingardegi, fjölskylduviðburði fyrir alla aldurs- hópa. Hreyfingardagurinn með Ágústu Johnson í fararbroddi er vettvangur umræðu um heilsu, sem og nýjungar sem geta bætt heilsu Íslendinga. Dagskrá verður í boði jafnt fyrir fullorðna sem og börn. Þekktir einstaklingar í þjóðfélaginu taka þátt í reiptogi gegn starfsfólki Hreyfingar, einkaþjálfarar veita ráðgjöf og leiðsögn og gestum gefst kostur á ókeypis fitu- og blóðþrýst- ingsmælingu og þolprófi. Tilboðs- verð verður á grunnbrennslumæl- ingum. Tískusýning frá Casall verður á meðal dagskrárliða og fjöldi fyrirtækja kynna vörur sínar. Í ár ætlar Hreyfing að standa fyrir söfnun fyrir utanlandsferð fyrir Freyju Haraldsdóttur sem fæddist með sjaldgæfan og erfiðan bein- sjúkdóm. Öllum gefst færi á að taka þátt í skemmtilegum leik og styrkja Freyju í leiðinni. Heppnir þátttakendur eiga möguleika á að vinna ferð fyrir tvo til Búdapest, ársbirgðir af Toppi ásamt korti í Hreyfingu. Dagskráin stendur yfir frá klukkan 13–17 í Faxafeni 14. Kaffisala verður í Kaldárseli á morgun, sunnudaginn 31. ágúst, og hefst með samveru í kvöldvökustíl kl. 14 sem starfsfólk sumarsins annast. Kaffisalan hefst að henni lokinni og stendur til um kl. 18. Kaffisalan er til styrktar sum- arbúðastarfi KFUM og KFUK í Kaldárseli. Sumarið 2003 dvöldu um 300 börn í Kaldárseli. Yfir vetrartímann er al- gengt að hópar, allt upp í 40–50 manns í einu, leigi Kaldársel fyrir ýmiss konar starfsemi, aðallega um helgar. Aðstaðan er góð og hefur batnað mjög á síðustu árum, m.a. vegna þess að svefnsalir hafa verið endurnýjaðir og húshitun er allt ár- ið um kring. Á MORGUN NÝ lúxusbifreið frá Skoda, Skoda Superb, verður frumsýnd laug- ardaginn og sunnudaginn, 30. og 31. ágúst, í höfuðstöðvum Heklu, Laugavegi 174, og hjá söluumboð- um Heklu á Selfossi og í Reykja- nesbæ. Opið verður á þessum stöðum báða dagana, frá klukkan 12 til kl. 16. Bíllinn er fram- leiddur í nýrri verksmiðju í Tékk- landi. Í Skoda Superb eru fimmtán tölvustýrð kerfi og stýris- og hemlabúnaður eru af fullkomn- ustu gerð. Í bílnum er tvöfalt bremsukerfi með læsivörn og diskum á öllum hjólum. Bíllinn er með sjálfvirkri stöðugleikastýr- ingu sem fylgist með stöðu bif- reiðarinnar í akstri og grípur sjálfkrafa inn í stjórnun hennar við ákveðnar aðstæður. Superb er framleiddur í þremur vélastærð- um, með 1800, 2000 og 2800 rúm- sentímetra sprengirými, auk þess sem unnt er að fá bílinn með 163 hestafla dísilvél. Superb er fáan- legur bæði beinskiptur og sjálf- skiptur, segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. Hekla sýnir lúx- usbíl frá Skoda VERSLUN Bónuss í Smára- torgi verður opin sunnudaginn 31. ágúst þrátt fyrir talningu um helgina. Allar aðrar verslanir Bónuss verða lokaðar þennan sunnudag. Vörutalningar hjá Bónusi eru gerðar tvisvar á ári, í lok febrúar og lok ágúst. Opið verður frá kl. 10.00 til 19.30 á föstudeginum og 10 til 18 á laugardeginum. Í fréttatil- kynningu eru viðskiptavinir Bónuss hvattir til að gera helg- arinnkaupin snemma. Opnað verður aftur kl. 12 á mánudeg- inum. Bónus opinn í Smáratorgi Til skjólstæðinga Heilsugæslunnar Efstaleiti Frá og með mánudeginum 1. september munu læknar stöðvarinnar hefja vaktþjónustu á eftirmiðdagsvakt, sem verður opin frá kl. 16—18 alla virka daga, mánudaga til föstudaga. Þetta er gert til að auka og bæta þjónustu við skjólstæðinga stöðvarinnar. Ekki þarf að panta tíma. Heilsugæslan Efstaleiti. 2ja ára Cranio-nám A-stig 20.-25. september Kennsla og námsefni á íslensku. Uppl./skrán. Gunnar s. 564 1803 - 699 8064 C.C.S.T: College of Cranio-Sacral Therapy - www.cranio.cc • www.ccst.co.uk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.