Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 37 Kæri pabbi minn, nú ertu farinn eftir erfiða en stutt baráttu, ég bjóst ekki við að þú færir svona fljótt. Þú varst alltaf mikil bar- áttumaður og barðist hetjulega allt til enda. En ég veit að þér líður bet- ur núna þar sem þú ert. Í svona aðstæðum koma upp margar og góðar minningar. Minn- ingar eins og þegar ég útskrifaðist frá Kennaraháskólanum þar sem þú hélst ræðu í veislunni, um hve stolt- ur þú værir að henni litlu stelpunni þinni. Margar fleiri minningar skjóta uppkollinum eins og þegar ég hitti þig og mömmu í New York eftir langa fjarveru mína, hve ánægður þú varst að sjá mig og hafa mig með þar. Við áttum sameiginlegt áhuga- mál, að ferðast og þú varst dugleg- ur að taka mann með í ýmiss konar ferðir erlendis og hvattir mig einnig að ferðast sjálf. Þú varst stoltur að sjá hve vel mér gekk þegar ég var skiptinemi. Einnig þótti okkur gam- an að borða góða mat og elda hann. Þú tókst þér ávallt tíma til að kenna mér að matreiða rétt, eins og á jól- unum þegar þú kenndir mér að gera „afa“-súpuna sem öllum finnst góð. Og undir lokin varstu farinn að láta mig sjá alfarið um eldamennsk- una. Þú varst ávallt mikill höfðingi í augum vina minna og annarra. Það kom vel í ljós þegar fósturfjölskylda mín kom frá Kanada hversu mikla gestrisni þú sýndir ávallt, að ferðast með þeim út um allt Ísland og sýna þeim góða veitingarstaði. Pabbi, þú lagðir mikla áherslu á að ég gengi menntaveginn á þeim sviðum sem áhuginn lá en ekki kannski peningalega séð, þú vildir að ég færi í námið sem ég var búin að ákveða. Þótt svo að þú værir mikið veikur lagður þú áherslu á að lífið heldur áfram. Baráttan þar kom vel í ljós því lokaorðin til mín voru, sjáumst um jólin. Pabbi ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég veit að þú ert hjá hestunum þínum og líður vel. Guð gleymi þig og blessi minningu þína. Þín dóttir Hulda Guðrún. Elsku Maggi frændi. Það var mikið áfall að heyra að þú værir með krabbamein. Þetta gerðist svo snöggt. Þú sem aldrei varst veikur fékkst allt í einu þennan þunga dóm. Þú varst ekki maður sem tjáði til- finningar þínar með orðum en þú sýndir velhug þinn í garð annarra í verki. Ég man eftir fyrstu hesta- kaupunum sem ég gerði. Það fór ekki alveg eins og ég hafði hugsað mér. Óumbeðinn gekkst þú í málið og daginn eftir var ég komin með góðan hest sem þú útvegaðir og átti átti þann hest í mörg ár. Ljúfar minningar á ég frá sum- arbústað ykkar hjóna, Þverholti. Þangað hef ég komið á sumrin frá barnæsku. Sennilega var það þar sem ég fékk að fara á hestbak í fyrsta skiptið. Þar hefur mér alltaf fundist þú vera í þínu rétta um- hverfi, frændi. Í fallegri náttúrunni með hestana hjá þér. Í áratugi hafið þú og Stebba notið sumranna þarna og gert þennan stað svo fallegan. Fyrir mér er staðurinn paradís á jörð og ég veit að það var hann fyrir þér líka. Móttökur ykkar hjóna þegar gesti bar að voru alltaf rausnarleg- ar og hlýlegar. Allt dregið fram og GUNNAR MAGGI ÁRNASON ✝ Gunnar MaggiÁrnason fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1940. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 23. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 29. ágúst. passað vel upp á að gestina skorti ekki neitt. Við erum öll svo þakklát fyrir að þú fékkst tíma til að eyða hluta af núlíðandi sumri þar. Ég kom þangað með Huldu í sumar, ætlaði bara að eyða deginum þarna en þið Stebba tölduð mig á að gista nóttina. Mér leið eins og ég væri aftur orðin lítil stelpa í pössun hjá ykkur. Allt kvöldið kvöldið spurðuð þið spurninga eins og „ætlarðu ekki að borða meira, er þér kalt o.s.frv.“ Ég var varla sest út á verönd þegar þú varst komin til þess að kveikja á prímusnum og biðja mig að skipta um sæti svo að hlýjan frá honum kæmi beint til mín. Við áttum einnig yndislega kvöld- stund í Þverholti í sumar þegar þið voruð öll samankomin þangað systkinin með næstum öll börnin ykkar. Ég þakka guði fyrir hversu hress þú varst þann dag, einkenni veikinda þinna voru í lágmarki og þú reyttir af þér brandarana. Þetta var síðasta fjölskyldustundin með ykkur öllum systkinunum. Það verður skrýtið í næstu fjölskyldu- boðum þegar þig vantar. Við eigum öll eftir að sakna þín svo mikið. Rétt áður en þú fórst á spítalann í síðasta skiptið átti ég gott samtal við þig í Hálsaselinu. Það sem þú sagðir þá verður mér alltaf ofarlega í huga. Elsku frændi, ég veit að núna líð- ur þér vel og seinna verðum við öll aftur saman á ný. Megi guð veita fjölskyldu þinni styrk og okkur öll- um sem elskuðum þig. Bless í bili, hvíldu í friði, elsku frændi. Hulda litla. Kveðja frá stjórn Fáks Gunnar Maggi Árnason, varafor- maður Hestamannafélagsins Fáks, er fallinn frá eftir baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Gunni Maggi eins og hann var jafnan nefndur kom snemma til liðs við Fák. Hann kom sér upp hesthúsi í Víðidal og lét strax til sín taka í málefnum félags- ins. Hann var einn þeirra góðu fé- laga sem aldrei virðast sjá eftir tíma sínum þegar leggja þarf félag- inu lið. Hann starfaði í fjölda nefnda og enginn var ötulli en hann í fjár- öflun fyrir félagið. Þá var hann jafn- an í forystu þegar minnst var merk- isafmæla félagsins. Hann var potturinn og pannan í Herrakvöldi og uppskeruhátíðum Fáks. Í öllu þessu félagsstarfi naut hann mikils stuðnings konu sinnar en þau hjón voru mjög samhent í að leggja fé- laginu lið. Gunni Maggi var um ára- raðir kjörinn fulltrúi Fáks á árs- þingum Landssambands hesta- mannafélaga. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var ófeiminn að láta þær í ljós. Gunni var í hópi þeirra manna sem eru kjölfesta í hverjum félagsskap þar sem menn hugsa meira um hag félagsins en sinn eig- in. Hans áhugamál var að félagið gæti með sóma haldið utan um hagsmuni hestamanna í Reykjavík og var drjúgur í því að vinna félag- inu fylgi innan borgarinnar. Þegar félagið lenti í fjárhagserfiðleikum fyrir nokkrum árum lagðist hann þungt á árar við að koma því á rétt- an kjöl og á engan er hallað þótt hans sé þar getið umfram aðra. Fyrst og fremst var hann afar traustur félagi og ábyggilegur í öllu sem hann tók að sér. Þá naut félag- ið alltaf mikils velvilja fyrirtækis hans Prenttækni þegar eitthvað þurfti prentunar við. Það er mikið skarð sem stendur ófyllt, ekki aðeins í stjórn Fáks heldur í félagsstarfinu öllu við frá- fall Gunnars Magga því að menn með hans áhuga og félagslega dugnað eru ekki á hverju strái. Stjórn Fáks kveður Gunnar Magga með mikilli virðingu og þökk fyrir öll störf hans í þágu félagsins um leið og hún færir eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Fáks, Snorri Ingason formaður. Stundin deyr og dvínar burt sem dropi í straumaniðinn. Öll vor sæla er annaðhvurt óséð – eða liðin. (Einar Benediktsson.) Vinur okkar Gunni Maggi er fall- inn frá. Hann háði stutt en erfitt stríð við vágestinn sem engu eirir. Við þekktum Gunna Magga í hátt í 30 ár. Hestamennskan var hans aðaláhugamál. Við munum hann með derhúfuna á útreiðum með tvo til þrjá hesta til reiðar. Við munum hann þegar hann var á ferð um landið með hlaupahestinn sinn, Skörung, og spennuna sem þá var í kappreiðunum. Gunni Maggi var hrókur alls fagnaðar og það var aldrei logn- molla í kringum hann. Hann hafði sko sínar skoðanir á hlutunum. Hann var mikil félagsvera og var betri en enginn þegar kom að fé- lagsstarfi Fáks. Hann sá um árshá- tíðir, herrakvöld, uppskeruhátíðir og margar þær skemmtanir sem haldnar voru á vegum félagsins. Einnig sat hann í stjórn Fáks og var núna varaformaður félagsins. Þá sat hann landsþing hestamanna í mörg ár fyrir Fák. Fyrir nokkrum árum styrktust vináttubönd okkar við Gunna Magga og Stebbu, þau í sumarbú- stað sínum, Þverholti í Grímsnesi, og við á Fossi í sömu sveit. Það var notalegt að fá þau í heimsókn þegar þau voru á leiðinni í bústaðinn og alltaf komu þau færandi hendi, með tré eða fallega hluti í bústaðinn hjá okkur. Gunni Maggi og Stebba hafa allt- af verið höfðingar heim að sækja og var skemmtilegt að koma til þeirra, hvort sem var ríðandi eða ekki, gestrisnin var alltaf í fyrirrúmi, hann við grillið og hún að hugsa um gestina á meðan. Auk útreiða hafði Gunni Maggi mjög gaman af rækt- un hrossa. Það var mikið spáð og spekúlerað hvort sýna ætti merarn- ar núna eða seinna, eða hvort halda ætti þessari meri undir þennan stóðhestinn eða hinn. Það er ljúft til þess að vita að nokkrum dögum fyr- ir andlátið stóð fimm vetra hryssan hans sig vel í kynbótadómi. Við viljum þakka Gunna Magga fyrir samfylgdina og verður hans sárt saknað. Stundirnar yfir kaffi- sopa í hesthúsinu eða á útreiðum í Grímsnesinu verða fátæklegri án hans. Elsku Stebba mín og fjölskylda, megið þið ylja ykkur við minningar um góðan og tryggan dreng. Það munum við gera. Gunna Magga biðjum við blessunar á eilífðar- brautinni. Ragnar Hinriksson og Helga Claessen. Góður vinur er fallinn frá langt um aldur fram. Það er sorglegt að vita til þess að við eigum ekki eftir að njóta fleiri samverustunda með honum. Maggi var mikill dugnaðarforkur og þau voru ófá handtökin sem hann vann fyrir hestamannafélagið Fák. Hann var mikill Fáksmaður, þótti vænt um félagið sitt og vann alla sína vinnu í sjálfboðavinnu sem ekki þætti sjálfsagt í dag. Hann var í forsvari fyrir ótal Herrakvöld og stjórnaði þar með myndarskap. Já hann Maggi var stórbrotinn persónuleiki og ekki var hann skap- laus, mikill vinur vina sinna og þær voru margar og góðar stundirnar sem við áttum með þeim hjónum í hestaferðum, sumarbústöðum og út- löndum svo ekki sé minnst á öll skiptin sem þið buðuð okkur út að borða! Það leið yfirleitt ekki sá dag- ur að Maggi liti ekki inn hjá okkur í hesthúsinu að skiptast á skoðunum og drekka kaffi, því verður tóm- legra hjá okkur komandi vetur og hans verður sárt saknað. Elsku Stebba og fjölskylda, ykk- ar missir er mestur, Guð veri með ykkur. Guðlaug og Jón. Vinur minn, Gunni Maggi, er fall- inn í valinn, eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem allt of fáir ná að sigrast á, því miður. Það hrann- ast upp í huganum góðar minningar um samveru okkar. Á hestbaki og austur í sumarbústað í góðu yfirlæti hjá þeim Magga og Stebbu konu hans. Maggi var mikill höfðingi heim að sækja og áttum við hjónin margar góðar stundir hjá þeim Magga og Stebbu, sem við þökkum fyrir nú er leiðir skilur. Maggi var mikill Fáksmaður og vildi veg Fáks sem mestan og vann hann að því öllum stundum. Hann var skapmikill og hreinskiptinn og talaði ekki í bakið á mönnum, hann lét skoðanir sínar í ljós, bæði á mönnum og málefnum, og talaði alltaf tæpitungulaust. Sonur minn sagði einhvern tíma við mig: „Það er mikið til í því sem Maggi segir, en ef hann segði hlut- ina á annan hátt þá næði hann bet- ur til fólks.“ Ég er ekki frá því að það sé rétt. Hins vegar var Maggi þannig að hann fór ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Hann þorði að standa á sínum skoð- unum. Við félagar hans fengum stundum að heyra álit hans á okkur og ekki var skafið af því. Það sem mér tilheyrir yljar mér í dag. Mér er minnisstætt þegar í vor að okkur nokkrum félögum úr hestamennskunni var boðið að koma saman heima hjá vinafólki í mat og drykk. Okkur til mikillar undrunar og ánægju komu þau Maggi og Stebba í boðið. Já, Maggi lét sig hafa það, þótt fárveikur væri. Ég hitti Gunna Magga endrum og eins í veikindum hans. Það var átak- anlegt að horfa upp á minn góða vin tærast upp og geta ekkert aðhafst. Kæri vinur, nú þegar komið er að kveðjustund, þá dettur mér í hug að ef það er líf eftir veru okkar hér á jörð, þá hafa gömlu klárarnir Hött- ur og Skörungur beðið þín við landamærin og ég sé þig fyrir mér ríða með stæl yfir Gjallarbrú. Góða ferð. Við Díana og fjölskylda okkar sendum ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Björnsson (Muggur). Það er einhvern veginn óraun- verulegt að ég eigi ekki eftir að hitta Gunna Magga, vin minn, aftur, í hans sígildu brúnu lopapeysu í kaffistofunni góðu hjá Jónsa, „þar sem aldrei vantar vín“. Að ríða með honum undir loftsins þaki og ég tala nú ekki um að snúa með honum heim á leið, oftar en ekki til ljúfra veitinga þar sem Stebba verður mætt á bensinum gamla og hann ekur okkur í Hálsaselið þar sem ætíð var vel veitt í mat og drykk og skipti þá ekki máli þótt menn væru enn í reiðfötunum. Boðið var til stofu og ekki sakaði félagsskapur- inn. Muggi flutti ljóð eftir Höskuld á Vatnshorni, hnútur og palladómar Jónsa flugu um borð. Þá voru það sleppitúrarnir, þar sem riðinn var línuvegurinn norðan Lyklafells í Jórukleif og þaðan Grafningur sunnan Þingvallavatns í Efri-Brú, þar sem snædd var kjötsúpa og síð- an gengið til skrafs og náða. Daginn eftir var síðan riðið í Grímsnesið, þar sem Gunni Maggi átti veglegan bústað í landi Tómasar, góðvinar síns, á Ormsstöðum. Þessir sleppi- túrar geymdu sínar mögnuðu stundir, svo sem þegar áð var neðan Jórukleifar, er erfiðasta hluta leið- arinnar var lokið og guðaveigar lífg- uðu sálaryl. Sumarkvöldið sveipað- ist dulúð og kjötsúpan beið í Efri-Brú. Þá var gaman að vera til. Ekki var heldur farið illa með góða þynnku morguninn eftir. Það skal einnig tekið fram, að Gunni Maggi var ágætis kokkur og snillingur í að elda kjúklingalifur, er heim í bústað hans, Þverholt, var komið. Það eru minningar sem þessar, er upp í hugann koma nú, þegar Gunni Maggi er riðinn á undan okkur til þess áningarstaðar, sem okkar allra bíður, en hann átti það reyndar til, því miður, að leggja of fljótt af stað. Gunni Maggi var hestamaður af þeirri gerð, að það voru slíkir túrar og hér að ofan var lýst, sem voru hans líf og yndi. Hápunktur hesta- mennskunnar. Já, ég er hnakkróni og skammast mín bara ekkert fyrir það, sagði hann gjarnan í gríni, en Gunni Maggi fór vel með vín og var aldrei, svo ég muni, til vandræða á hestbaki. Ég veit að ofangreindar hugleiðingar á ég sameiginlegar með þeim hestamönnum í Víðidal, sem nú sakna vinar í stað. Ekki verður við Gunna Magga skilið, án þess að minnast þess óeig- ingjarna starfs sem hann vann fyrir Hestamannafélagið Fák. Ég minn- ist ágætra mannfagnaða er hann skipulagði, svo sem hjónareiða, ný- ársdagskvelda og annarra árvissra veisluhalda, þar sem hann mætti ósjaldan með matseðilinn sjálfan af holdi og blóði, vin sinn Tómas, svínabónda á Ormsstöðum, sem var þá ávísun á dýrindis svínasteik, sem Þorsteinn barón á Vatnsenda eldaði af svo mikilli list, að slíkt verður trauðla toppað. Gunni Maggi lét sér sannlega fátt óviðkomandi, hvað Hestamannafélaginu Fáki viðvék og var driffjöður á fjölmörgum sviðum félagsins. Hann vann verk sín vel og vandræðalaust og var fljótur að, enda skipulagður vel og dugnaðar- forkur. Af öðrum ólöstuðum má fullyrða, að það eru ekki margir, sem fórnað hafa svo miklum tíma fyrir félagið og unnið því slíkt gagn sem Gunni Maggi, en síðustu ár var hann í stjórn Hestamannafélagsins Fáks og varaformaður um skeið. Áður en hann varð stjórnarmeðlim- ur var hann í svokölluðu skugga- málaráðuneyti Fáks. Er hér fyrir margra hluta sakir um óvenjulegt ráðuneyti að ræða eða stjórnarand- stöðu, sem á undanförnum árum hefur vakið og sofið yfir velferð fé- lagsins og gagnrýnt harðlega það, sem ráðuneytinu hefur þótt miður fara og sannanlega verið sterkt haldreipi félagsins. Hafa stjórnar- menn þá verið teknir á beinið og þeim tilkynnt tæpitungulaust, hvert viðhorf grasrótarinnar væri. Má hiklaust fullyrða að enginn meiri- hluti hafi verið myndaður í Hesta- mannafélaginu Fáki undanfarin ár, ef hann hefur ekki haft velþóknun þessa ráðuneytis. En hvort sem var á fundum í skuggamálaráðuneytinu eða félagsfundum hjá Fáki, þá var Gunni Maggi ekki teymdur eitt eða neitt. Hann var óvenju hreinskipt- inn og lá ekki á skoðunum sínum og fór hiklaust í pontu og talaði sínu máli, þó að skoðanir hans væru ekki vinsælar þá um stundir og snertu mál sem þóttu óþægileg. Eins sagði hann Jónsa vini sínum, Skugga sjálfum, til syndanna og var oft fjör- legt á að hlusta. En ekki var Gunni Maggi gallalaus frekar en aðrir og gat verið allt í senn þröngsýnn, þver og óbilgjarn, ef svo bar undir. Þá voru það þeir mannkostir hans, hvað hann var hreinskiptinn og laus við allt fals, í raun og veru góður maður og lífsglaður, sem yfir- skyggðu áður talda galla, sem voru reyndar í rénun hin síðari ár. Já, Gunni Maggi getur verið þver, hann getur líka verið óbilgjarn. En aldrei vísar hann aumum út á hjarn og ætíð veistu hvar hann fer og er. Þessar hendingar áttu að vera byrjun á brag sem ég ætlaði að flytja Gunna Magga í sextugsaf- mæli hans fyrir tveimur árum. Und- irritaður komst reyndar aldrei í af- mælið svo ekki var bragurinn fluttur, en nú birtist þetta erindi. Það er ekki lengra síðan en í vet- ur, að ég aðstoðaði Gunna Magga við samningsgerð á vegum þess fyr- irtækis, sem hann átti lengi og rak með miklum myndarskap, Prent- tækni ehf. Fyrirtækið hafði hann þá nýlega flutt í nýtt og glæsilegt hús- næði, vel búið tækjum og allri að- stöðu. Þá var Gunni Maggi kapps- fullur og áræðinn eins og hann átti vanda til. Í vor var mér sagt að hann hefði greinst með illvígan sjúkdóm og nú áður en sól bregður sumri er hann allur, harmdauði öll- um sem til hans þekktu. Steingrímur Þormóðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.