Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 2
★ ★ Mikið er af því gumað, þegar mönnum er troðið niðar í kláf og skotið til tunglsins. Óneitanlega er það til muna endurbœtt útgáfa af því, þeg- ar ónefndar persónur riðu loft- ið á prikum. Meira finnst mér samt koma til Borlaughs, hins norskættaða vísindamanns, sem kynbætir matjurtir með þeim ágætum, að milljónir manna geta fengið meira að borða en áður. Fyrir honum er vert að bcrja bumbur. Þó skiptir hlát- ur saddra barna, sem áður kunnu ekki að brosa, meira máli en allur bumbusláttur. Það er lofsöngur, sem hæfir velgerðarmanni mannkynsins — manni, sem sómir sér við hlið landa síns, Nansens. ★ ★ Afrek Borlaughs er auð vitað ekki neitt kraftaverk, þó að það sé snilliverk. Um þús- undir ára hafa nafnlausir rækt- unarmenn verið að gera það á fálmkenndan hátt. á löngum öldum, er Borlaugh hefur með vísindalegri tækni og kunnáttu semi tekizt í einu vetfangi svo að segja. Allar matjurtir ver- aldarinnar eiga kyn sitt að rekja til villijurta, sem verið hafa í öndverðu næsta snauðar í samjöfnuði við kornið, sem nú bylgjast á ökrunum, og græn- metið, sem umbreytir frjó- magni moldarinnar í næringar- ríkan mat. En það er einmitt með hina löngu ræktunarsögu að baksviði, sem jurtakynbæt- ur Boriaughs birtast í fyllstri reisn. Við skulum hugsa okk- ur, að það séu tíu þúsund ár síðan villikomið varð fyrst sáð- jurt. Þrátt fyrir allt, sem áunn- izt hefur á óralangri tíð, er enn unnt að seiða fram ný af- brigði margra tegunda korn- jurta, er bæði gefa miklu meiri uppskeru og eru óvandari að vaxtarskilyrðum. Engar likur eru þó til þess, að Borlaugh og aðrir jurtakynbótamenn hafi fetað leiðina á enda og náð þeim árangri, sem beztur verð- ur fenginn. AUt getur þetta leitt okkur í grun, hversu miklu gagnlegri ótal tegundir jurta geta veríð manninum í lffsbae áttu hans heldur en enn er orð- ið. Þar blasir við aðeins hálf- urinn akur, sem enginn veit, hvaða ávört getur borið. ★ ★ Á íslandi hafa til skamms tíma búið hirðingjar og veiðimenn, sem ekki létu sér ræktun sérlega hugleikna. Enn eru íslendingar fyrst og fremst áhlaupamenn, sem mik ið traust setja á slembilukk- una. Þótt alllangt sé síðan menn sannfærðust um, að kynbætur búfjár væru gagnlegar, fer enn lítið fyrir því, að almennar von ir séu bundnar við jurtakyn- bætur á landinu. Síðustu ára- tugi hafa skógræktarmenn, gras ræktarmenn, garðyrkjumenn og kornræktarmenn gert margvís- legar tilraunir með innfluttar tegundir gróðurs og á sum- um sviðum náð merkilegum ár- angri, og starfað er nú að úr- vali grasstofna innan Iands. En raunverulegar jurtakynbætur, sm hæfi náttúrufari landsins, verður varla sagt, að eigi upp á pallborðið hjá okkur. Menn hafa staðhæft seint og snemma, að ísland sé grasræktarland, en þó árlegt kal sé orðið eins og háðsmerki aftan við þess kon- ar vígorð, er fast að því eins «g flestir sætti sig vlð það. Tæpast fer þó hjá því, að fá mætti miklu þolnari, arðmeiri og efnaríkari grös með kynbóta- um. Og hver getur fullyrt nema melgresið sé efni í sáðjurt með nýja og mikilsverða eiginleika? En svo fjarri virðist það íslenzk- um hugsunarhætti að sveigja náttúruna með þvílíkum hætti til þjónustu við komandi kyn- slóðir, að maður, sem af eigin ramleik hefur náð athyglisverð um áfanga við ræktun nýrra kartöfluafbrigða með nokkru frostþoli, hefur orðið að berja ofan af fyrir sér með því að kenna argandi gagnfræðaskóla- krökkum einhevrjar staglgrein- ar. Þjóðfélagið hefur hvorki greitt fyrir honum við jurtakyn- bæturnar né veitt honum aðra örvun, að manni skilst, nema síður sé. ★ ★ Á mikil tíðindi eiga mcnn að hlusta opnum huga. Staðreyndum eiga menn að gefa gaum. Hagnýt þýðing jurtakyn bóta er eftirtektarverð stað- reynd. Við hér í úthafinu höf- um nú eins konar hlaupareikn- ing hjá náttúrunni, og notum hann þannig, að við stofnum til sívaxandi yfirdráttar hjá Iandinu og hafinu umhverfis það. Við þurfum að fara að leggja inn, áður en hinn mikli bankastjóri lokar reikningnum. Okkur er brýn nauðsyn að ger- þekkja landið okkar og sjóinn og alla eðlisþætti þess lífs, sem þar þróast. Við verðum að þekkja jarðveginn, vötnin, grös in, skordýrin, gerlalífið. Svo er fyrir að þakka, að við eigum margt góðra vísindamanna, sem auka slíka þekkingu óðum. Á eftir verður að fara fram virkj un þeirrar þekkingar — virkj- un, sem ekki miðar einungis að skynsamlegri nýtingu þeirra gæða, sem ekki hefur verið só- að eða tortímt, heldur einnig eflingu þeirra. Meðal þess, sem kallar að, eru víðtækar jurta- kynbótatilraunar, er hér sem annars staðar geta borið mik- inn ávöxt. Við eigum kannski ekki efni f neinn Borlaugh né getum heldur boðið þá starfsað- PramhaW á 46. sl8o. 26 V 1 M I N N 8UNNVDAG8BLAS

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.