Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 21
Rengluleg böm em oft heilsuhmustust Náttúran er mikill og góður kenmari. Jafnvel fárra vikna gam- alt kornbarn er þess umkomið að velja sér þann mat, sem fullnægir þörfum þess á eggjahvítu, fjörefn- um og söltum. Þetta hefur verið sannað með fjölmörgum tilraun- um. í kring um ómálga börn hef- ur verið raðað ýmsum tegundum matvæla og þau sjálf látin velja. Þau taka hið sama fyrst í stað, en breyta svo um, og þegar dæmið er gert upp að mánuði liðnum, kem- Ur á daginn, að þau hafa einmitt valið sér það, sem næringarefna- sérfræðingar segja, að þau þurfi til þess að dafna vel. Langflest börn velja sér sama matinn allmarga daga samfleytt — til dæmis harðsoðin egg. En svo breyta þau um og velja sér ekt- hvað annað. Þau eru ófáanleg til þess að halda sig lengur við egg- in. Það er af því, að móðir nátt- úran segir þeim, að þau hafi fengið nóg í bili af þeim efnum, sem í eggjutm eru. Mæður furða sig oft á þvi, að barnið steinhættir snögglega að vilja mat, sem það hefur verið sólgið í síðustu vikurnar. En svar- ið er ósköp einfalt. Líkaminn þarfnast ekki meira af þessum mat í bráð- Hann er mettur af þeim lífefnum, sem í honum eru. Svipað er þessu sjálfsagt farið um flestar dýrategundir. En með aldr- inum slævist rödd náttúrunnar — leiðsagan bregzt, og matarvenjurn- ar verða mikln háðari aldarsið e,n heilbrigðri þörf líkamans. Auðvitað er algengast, að barn, sem vill ekki mat, er mett. En foreldrunum finnst iðulega, að það geti ekki verið. Þau reyna þá tkannski að þrýsta barninu til þess að borða meira, eða lokka það til þess, en árangurinn verður oft þveröfugur við það, sem til var ætlazt. Barnið missir mataiiyst eða fyllist þrjózku, þegar því er ofboð- ið. Sé börnum þröngvað til þess að borða meira en góðu hófi gegn- ir, fá þau ekki sjaldan magaverk eða uppsölu. Það er náttúrlegt svar líkamans. Foreldrarnir halda, að það sé sjúkdómseinkenni. Oft láta foreldrar alls konar leikföng á matborðið hjá barninu og reyna að beina athygli þess að þeim, svo að unnt sé að troða í það einni skeiðinni eða bitanum meira, þegar það er með hugann annars staðar. Þetta er í góðu skyni gert. En það er sjaldan heppilegt. Þessir foreldrar ættu að setja sig i spor barnsins. Hvernig ætli okkur sjálfum yrði við, ef einhver stæði fyrii aftan stólinn okkar og reyndi að þrýsta okkur til þess að bæta á okkur, þegar við erum orðin södd? Barn- inu er nákvæmlega eins farið, og munurinn er sá einn, að það get- ur ekki mótmælt með öðru en að vola og setja matinn út úr sér. Það má ekki rniða við það, hvað barnið er vant að borða, því að matariystin getur verið misjöfn frá degi til dags. Fullorðið fólk borðar ekki heldur iafnmikið alla daga. Það á ekki heldur að gefa börn- um of mikið að drekka. En oft láta foreldrar barn sitt drekka eins mikla mjólk og í það verður kom- ið. En það gengur út yfir matar- lystina, og svo getur farið, að barn- ið fái ekki öll þau næringarefni, sem það þarfnast. Það hefur löngum verið siður að segja grönnum og pasturslFl- um börnum, að þau verði að borða meir af hafragraut og drekka rjóma, svo að þau verði stór og sterk. Fullorðið fólk lætur sér skiljast, að því sé ekki hollt að fitna um of. En svipað getur gilt um börn. í norðlægum löndum er næsta fátíF, að börn séu vannærð. Næst sanni er, að þar fá allir, ungir og gamlir, næga næringu, þótt örfá- ar undantekningar kunni að finn- ast. Þess vegna þroskast öll heil- brigð börn, sem njóta eðlilegrar umönnunar, eins og þeim er Tag- ið og ná þeim vexti og þunga, sem þeim er áskapaður og oftast er bundinn erfðaeigindum. Það er fávíslegt, þegar fóik er að vega og mæla börn og bera árangurinn saman við einhverjar skrár, sem það hefur komizt yfir um eðlilegan þroska barna á þess- um eða hinum aldrinum. Þe‘ta er aldrei annað en meðaltöl, og það merkir aftur, að jafnnáttúrlegt get ur verið, hvort heldur barnið er þroskaðra eða óþroskaðra en þess- ar tölur sýna. Það hlýtur svo að vera. Allir, sem annast dýr, láta sér skiljast, að til er arfgengt ættar- mót, sem bæði birtist i útliti og öðrum eiginleikum. Þingeyskt sauðfé var með talsvert öðrum ein- kennum en vesifirzk fé — Go-tt- orpskyn og Kleifakyn sitthvað. Bernharðshundur og mjóhundur eru viðlíka háir á fæti, en Bern- harðshundur er mun þ.vngri. Eng- inn furðar sig á því. Það á svo að vera. Á sama hátt er mönnum a- skapað mismunandi vaxtariag og mismunandi holdafar. Það erfist eins og annað. Vaxtarlaginu má i höfuðdrátt- um skipa i þrjá flokka: Hina þybbnu og hnubbaralegu, sem hafa tilhneigingu til þess að fitna — hina beinastóru og vöðvamiklu, sem oft verða öðrum þyngri — hina smábeinóttu, grönnu og vöðva rýru, sem ekki safna fitulagi til jafns við aðra. Flest fólk er sambland alls þessa. Sjaldnast er eins mikill munur á vaxtarlagi lítilla barna og full- orðins fólks. Þó sker síðast taldi flokkur sig oft úr. Það eru renglu- legu börnin, sem okkur kann að sýnast eins og fölar spírur, sem vaxið hafa í skugga. Það er ríkt í fólki, að einu sinni voru til vannærð börn (og eru vissulega enn til í fjarlægð við okkur, jafnvel fleiri en nokkru sinni fyrr). Margir foreldrar eiga bágt með að s æita sig við, að börnin þeirra séu svona renglu- le-g, og þeim finnst helzt, að þau þrífist ekki. Þess vegna er oft snemma byrjað að troða i þau sem mestum mat, svo að þau verði holdugri og þreknari. Það er val- ið handa þeim, sem er verulega „nærandi". Þessi árátta foreldr- anna er iðulega mesta raunin, sem þessi renglulegu börn eiga við að stríða. Það er sífellt verið að suða í þeim, og þeim er ofboðið. Sannleikurinn er þó sá, að rengluleg börn eru oft hin hraust- T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 45

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.