Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 14
ar í vörslu rlSandí fjárhirða og ekki ótítt a3 einn sauðamiljóneri eigi þar 100—200 þúsunda hjOrð. í svona löndum er einginn teijandi kostnaður við framleiðslu sauða- kjöts nema slátrunarkostnaður. Ætli ísland sé ebki einna óhent- ast land o^g mest öfugmæli til sauð- fjárræktar af öllum löndum heims? Það er amk eitt þeirra fáu sauðfjárlanda þar sem ekki er hægt að vera útí haga og gæta hjarðar sinnar á jólanóttina einsog hirðarnir gerðu í Betlehem. held- ur verður hjá okkur að heya þess- ari skepnu vetrarforða með ærn- um tilkostnaði og reisa yfir hana hús þar sem hún er látin dúsa helming ársins, stundum meira að segja alin á korni vestan um haf, og sarnt í meira lagi óbeysin á vor- in. amk svo horuð mestalt árið að hún er ebki sláturhæf nema fáar vikur á haustin. Að sumrinu er þessi blessuð skepna látin darka í landinu eftirlitslaust og naga það i ot ef svo vill verkast þángað til m.-idin er laus handa vindinum. Fj irhagslegur grundvöllur sauða- kjötsframleiðslu á íslandi liggur annars utan takmarka þessarar greinar. ★ Nú, þegar ætla mæt-ti að nóg . væri að gert um sinn í náttúru- spillíngu og kominn tími til að spyrna við fæti, þá bætist niður- brotsöflum landsins stórtækari lið- stvrkur en áður var tiltækur. Til „að bæta Hfsskilyrði almenn- íngs“ hefur nú verið settur upp kontór á vegum Iðnaðarmálaráðu- neytisins, nefndur Orkustofnun, og á að undirbúa hér stóriðju sem knúin sé afli úr vötnu.m landsins. Mér skilst að stóriðja býði svip- að og lykiliðnaður, og sé hlutverk hennar að breyta í vinsluhæft ásig- komulag þeim efnum sem liggja til grundvallar smáiðiu eða nevslu- vöruiðnaði; undir stóriðju heyrir námurekstur, málmbræðsla, efna- iðnaður. oliuhreinsun og þesshátt- ar. Svona iðja heimtar óhemjumik- ið rafmagn en fáar hendur. Neyslu- vöruiðnaður, til að mynda skógerð eða klæðaverksmiðja, eða segjum útvarpstækjasmíði. notar að öðru jöfnu margfalt vinnuafl reiknað í mannshöndum á við málmþræðslu eða olíuhreinsun. Ef við hefðum lagvirkni til y.ð útbúa og „flytja út“ einhverja iðnaðarvöru sem aðrir vildu nýta, þá værJ íslendíngum lagðuir atvinniugrundvöllur sem stóriðja gefcur aldrei lagt. Draumurinn um verksmiðju- rekstuir hér á landi og íslendínga sem verksmiðjufólk er ekki ný- lunda, skáld síðustu aldamót.a sáu í vondraumum sínum „glaðan og prúðan“ iðnverkalýð á íslandi. Fyr- ir sköm.mu sá ég haft eftir einum forgaungumanni stóriðju á íslandi, í umræðum á málfundi, að eina vonin til þess að íslendingar gætu lifað „mannsæmandi lífi i þessu landi“ (orðatiltækið hefur heyrst áður). sé sú að gera þjóðina að verkamönnum erlendra stóriðju- fyrirtækja. Hinum stórhuga iðn- fræðíngi láðist að geta þess sem hann veit miklu betur en ég, að stóriðja með nútímasniði notar mjög sjálfvirka tækni og 'kemst af með hverfandi lítinn mannafla, ekki síst málmbræðslur eins og hér eru hugsaðar. Ekki er fyrir það að synja að fé sem flýtur til ríkissjóðs frá útlendum stóriðju- fyrirtækjum starfandi í landinu, einkum af sölu á rafmagni, gæti orðið einhver smávegis búbót hjá því opinbera þó svo hafi enn ekki orðið, því sala rafmagns til Straumsvíkur er reikningslega rekin með tapi, þjóðartekjur okkar af álbræðslunni eru ekki aðrar en daglaun þeirra verkamanna sem þar vinna og ekki eru fleiri en menn sem starfa að landbúnaði í meðalsveit á íslandi. Erlend stór- iðja hér er þannig þýðingarlaus fyrir íslenskan iðnvöxt. Rafmagns- sala til útlendra stórfyrirtækja er í raun réttri aðeins verzlun ríkis- ins með réttindi, þau kaup snerta aðeins óverulega íslenzkan vinnu markað, framleiðni og utanríkis- verzlun. Annars eru þau mál ekki til umræðu hér. Vandræðin byrja þegar stofnun, sem fæst við niðurskipun orkuvera handa einhverri itilvonandi stór- iðju, veitir virkjunarfyrirtækjum fríbréf til að darka í landinu eins- og naut i flagi og jafnvel hyllast til þess að skaðskemma ellegar leggja í eyði þau sérstök pláss sem vegna landkosta, náttúrudýrð- ar ellegar sagnhelgi eru ekki að- eins íslensbu þjóðinni hjartfólgin, heldur njóta frægðar um víða ver- öld sem nokkrir eftirlætisgimstein- ar jarðarinnar. Ég sagði að vandamálið væri ekki stóriðja sem dembt vaeri yfir okkur með offorsi að nauðsynja- lausu. Vandamálið e# oftrú þeirra í Orkustofnun á endalausar mál.m- bræðslur sem eiga að fylla þetta land. Þá fyrst er land og lýður í háska þegar svona kontór ætlar með sikírskotun til reiknings- otokksins að afrná eins marga helga staði íslands og hægt er að kom- ast yfir á sem skemmstum tí.ma, drekkja frægum bygðarlögum í vatni (tólf kílómetrum af Laxár- dal í Þíngeyarsýslu átti að sökkva samkvæmt áætlun þeirra), og helst fara í stríð við alt sem lífsanda dregur á íslandi. ★ Nokkrir fátækir bændur hafa laungum átt bú sín kríngum f jalla- vatn á fornu jarðeldasvæði sem er eitt meðal náttúruundra heimsins, Mývatn. Hér hefur orðið til gegn- um tíðina eitthvert fegursta jafn- vægi sem þekt er á bygðu bóli í sambúð manna við lifandi náttúru. óteljandi eru þeir náttúruskoðarar og vísindamenn og náttúruvernd- armenn svo og lærdómsmenn alls- konar og listamenn hvaðanreva úr heimi, sem talað hafa og skrifað í sömu veru og þýsbur fræðimað- ur og forgángsmaður náttúru- verndar í landi sínu, dr. Panzer, gerði í sumar leið: „I.axár- og Mý- vatnssvæðið er sérstæðasta og dýr- mætasta vatnasvæði í heimi frá líf- fræðilegu og náttúrufræðilegu sjónarmiði séð,“ skrifar hann. Við Mývatn bjuggu til skamms tíma þesskonar menn, og við mun- um marga þeirra enn, sem á hverjum tíma íslandssögunnar hefðu verið kallaðir mannval. Og svo hefði verið hvar sem var í heiminum. Þó þeir ynnu hörðuim höndum og gætu aldrei orðið ríkir, þá voru þeir andlegir höfðings- menn. Verðmæti þeirra voru ekta. Þeir orkuðu á mann eins og prófessorar frá einhverjum hinna betri háskóla, en stundum einsog væru þar komnir Öldúngar er stað- ið hefðu upp af bekk sínum hjá Agli og Njáli til að ræða við okkur um sinn. Margir þeirra væru þjóð- kunn skáld. Einn þeirra, Sigurður á Arnarvatni, hann orti um Mý- vatnsríkið þessar ljóðlínur: Hér á andinn óðul sín öll sem verða á jörðu fundin. Ég man þá tíð að sumum þótti þetta í meira Iagi djúpt tekið í 38 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.