Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 11
unni — er í rauninni krufning megingátu í isl'enakiu þjóðlífi nú- tímans, spurningarinnar um sveita- bvlið og afdrif þess. Með skáldsögunni Dægurvísa skipaði Jakobinia sér umsvifalaust í fremstu röð skálda. Form sög- unnar var þó að engu leyti nýtt, en hentaði eigi að siður efninu, ís- lenzku bongarlífi og vandamálum þess. í nýrri bókmenntum minnist ég varla hugþekkari lýsingar á lífs- umgerð bæjar- eða borgarbúans — húsinu, garðblettinum, götunni og hry.njawdi hennar. Að vísu er Dæg- urvísa engin umbrotasöm nýsköp- un, ekkert niðurrifsrit likt og nokkrar skáldsöguir ungra höf- unda, er út komu samtímis henni. Samt virðist mér kenna biturrar ádeilu undir kyrrlátu yfirbragði sögunnar. Það er ekki fagnaðar- ríkt mannlífið, sem þar speglast. Hver einstaklingur virðist þar ein- angraður í þrömgum sinna eigin hagsinuna, án allra æðri sjónar- miða. Hvergi örlar á samfélags- 'kenudri hugsun. Um þessa bók Jakobínu hefur enginn styr staðið, engar bumbur verið barðar fyrir henni, svo sem títt er að gera um unga, framsækna höfunda. Vinsældir hennar, sem jafnvel hafa borizt út fyrir land- steinana, má að líkindum skýra á tvennan hátt. Ekki fær dulizt, að sagan er heilsteypt, lifandi skáld- verk. En jafnframt munu margir skynja hana sem unnið afrek. — Þvi verður nefnilega efcki á móti mælt, að þessi saga er ekki til orð- in við þau sköpunarskilyrði og að- stæður, sem nú teljast beinar for- senduir listrænnar sköpunar. Vafa- lítið á Dægurvísa sér nokkurn að- draganda. Hitt er vitað, að ebki hefur höfundur hennar haft ráð á því að vera vakinn og sofinn yfir verkinu í tvö ár, eins og sjálfur Halldór Laxness taldi fyrir nokkr- urn árum I ritgerð óhjákvæmilegt, ef semja ætti skáldsögu í fullri stærð. Eitt sinn boðaði Guðmund- ur Friðjónsson tilkomu langrar skáldsögu, en sendi þess í stað frá sér smásagnasafn með þeirri af- söfcun eða skýringu, að sig brysti þrek til að semja íanga iskiáldsögu. Samt var næðissamara til ritstarfa á bændahýlum um hans daga. Dægurvísa Jakobínu var og er í sérstökum skilningi fagnaðarefni, af því að hún er vitnisburður um skáldmennt íslenzkrar alþýðu á þeim hvarfatímum, sem við nú lif- um. Það er hversdagslíf — með störfum sínum og skyldum, sem hefur borið hana fram, lífsönnin sjálf er öðrum þræði innblástur hennar. En þetta er einmitt sá harði skóli, sem fóstrað hefur rit- verk þjóðar vorrar allt fram á tutt- ugustu öld. Það varð þó ekki hlutskipti né ætlan Jakobínu að setjast á friðar- stól eftir Dægurvísu. í dómum um hina nýju bók, Sjö vindur gráar, kennir enn þeirrar andúðar, sem Snaran vakti fyrir tveimur árum, en sú bók imin trúlega enp. um stund verða umþráttað verfr, Iþrátt fyrir meitlað form og markvissa ádeilu. Það hlýtur að vekja athygli, hversu Jakobina gerir sér í raun- inni erfitt fyrir sem skáld. Hún hefði vel mátt sitja um kyrrt á ljóðskáldabekk og mátt allvel við una. í stað þess brá hún sér næst yfir í hóp þjóðsagnaböfunda eða fornaldarsagna með ævintýrasög- unni um Snæbjörtu Eldsdóttur, þar næst varð smásagnagerðin henni eins konar þrep yíir til skáld sögunnar. En þótt Dægurvísa og Snaran séu báðar skáldsögur úr nútímalífi, getur naumast ólíkari verk, þar sem i öðru er farið á vit fjölda persóna á einu dægri, en i hinni heyrist aðeins ein rödd og úr einum stað, einni O'g sömu vistar- verunni, á löngum tíma að því er virðist, frásögnin öll í eimræðu- formi. Blær þessara tveggja skáld- verka er líka svo frábrugðinn sem framast má verða. Jakobína hefur skipt um ham. Ætiar ekki að gæða þjóð sinni á ljúfmeti. Snaran er eins konar heimur i hnotskurn, spegilmynd af upplausn og vesöld svo hrollvekjandi að hún starir á lesandann lömgu eftir lestmr. Og þá er vissulega marki náð. Spurn- ing er, hvort Jakobímu hefur efcki með þessari bók, einni sárfárra ís- lenzkra höfunda, tekizt að skapa verk, sem slítur af sér öll bönd heimahaganna - - er fært sinna ferða, ef til kæmi, á erlendri grund. Nýja bókin hennar Jakobínu boð ar að visu ekkert nýtt á sviði forms, frá því sem iflinna máitti í sögusafninu Punfctur á sköfcbum stað. Ein sagan — Elías Elíassoin — er raun- ar allmi'klu lengri en aðrisr smá- sögur skáldkonunnar. Tóntegund sögunnar gamansöm, jafnvel gáskakennd með köflum, má telj- ast ný hjá Jafcohínu, en virðist henni þó eigir.Ieg. Þessi saga er kjarni sögusafnsins, fjölbreytileig mynd af sveitalífi samtíðarimn'ar. samtöl bráðlifandi ekki sízt hið kostulega hjal yfir borðum i til- efni bænarstundarinnar. Slíkt hið sama er um sögupersónur, þær eru skýrar og ijóslifandi, hvoirt heldur börn, eldra fólk, sálusorg- ari, sjálfur hinn framliðni Elías Elíasson, að ógleymdum beim hressilega og dæmigerða íslenzka bílstjóra, en þá manngerð kann skáldkonan sýnilega utan að. Eftir þessari sögu að dæma og raunar fleiri, mætti sannarlega ætla að Jakobína ætti erindi við það merki- lega skáldskaparform, sem nú á meiri hylli að fagna en flest önn- ur. Ég á hér við leikritið. Jakobínu er mjög lagið að gefa samtölum eðlilegan blæ, en í því felst raun- ai' að hún er glöggskvsgn á, að sérhver persóna hlýtur að hafa sitt eigið tungutak. Og einmitt þar koma persónueinkennin skýrast fram hjá þessari skáldkonu. hvort heldur í samtali eða eintali, en ekki í óbeinni frásögn höfundar. eins og löngum hefur hent skáld. Persónur hjá Jakobínu eru líka yf- irleitt með skýrum dráttum, iafn- vel þær, sem aðeins bregður fvrir í svip. Sjö vindur gráar staðfesta það, sem sífellt hefnr komið fram, að Jakobína á erindi og það marg- þætt við samtíð sína. í blaðaviðtali um eina bó'k sína fórust Jakobínu svo orð um vinnu- brögð sín sem rithöfundar: „Ég hef ekki ákveðnar persónur til fyr- irmyndar — aðferðir minar við persónusköpun eru aðferðir hús- freyju við matartilbúning. — Þær eru mjög frumstæðar“. Einhvern veginn leiða þessi orð ósjálfrátt hiugann að ummælum annarrar mikillar snilldar-mat- reiðslukonu — aðalpersónunnar f sögunni Veizla Babette eftir Karen Blixen: „Þetta fólk (vand- látustu sælkerar Frakklands) heyrði mér til Það var mitt fólk, uppalið til að skilja, hver listamaður ég var. Þegar ég gaf því það bezta, sem ég gat gef- ið, gerði ég það fullkomlega ham- ingjusamt. Veröldin bergmálar lanigt óp frá hjarta listamannsins: Leyf mér að leggja fram það bezta, sem ég get!“ T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 35

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.