Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 15
árinni, en núna iþegar vedð er að basla við að tortima Mývatni finn- Um við að hver stafur í þessum vísuorðum er gull. Sannar var ekki hægt að segja það. í okkar parti heimsins á öld þeg- ar allir eru orðnir fátækir af að vaða í einskisnýtum peníngum, þá er þeim mönnum hættast sem hafa ekki áður hnoðað hinn þétta leir. Að hlunnfara svona menn heyrir undir lögmál viðskiftalífsins. Nema bændur við Mývatn, frægir af sam- býlisháttum sínum hver við annan og við náttúruna kríngum sig (og þetta er hið eina guU sem skiftir máli á jarðríki, og flór- goðinn hefur í þúsund sumur og kanski þúsund sumrum betur verpt í sefinu niðrundan bænum þar sem vatnið skerst inní túnið — þángað til í sumar) — þessir menn vakna nú upp við það einn góðan veðurdag að hinu fagra lífi Mý vatns hefur verið snúið í skark- andi stóriðju. Og þjóðin öll, við sem tignuðum þetta norðlæga landspláss þar sem lífgeislar ís- lenskrar náttúru eru dregnir sam- an í eina perlu, við uppgötvum — einnig um seinan — að þessi stað- ur, se-m hefði átt að standa undir þjóðgarðslögum samfara fullkom- inni náttúruvernd, hefur verið afhentur erlendu félagi til að klessa niður einhverskonar efna- brennsluhelvíti á vatnsbakkanum. Það var þetta sem gerðist þegar Mývatni var fórnað fyrir kísilgúr- stassjón. Fjalladrotníngin sem elskulegur snillingur Sveitarinnar orti um og alt landið saung um, hún var seld. Það er huggun harmi gegn að fyrirtækið hefur enn ekki veitt upphafsmönnum sínum annað en skell fyrir skillínga. Það hefur reynst þeim dýrt spaug að ske-mma Mývatn. Á fyrsta ári stassjónar- innar urðu eigend-ur kísilgúrsins fyrir 33gigja milljón króna tapi á rekstrinum. Útkomu -síðasta árs hafa þeir ekki gert heyrinfcunna; borin von að haguri-nn fari batn- andi. Af kísilgúr er það að segja að fjarri fer því sem stundum er lát- ið í veðri vaka, að þessi málm- leysíngi, einsog jarðfTæðingar vor- ir hafa þýtt ensku glósuna non- metallic metal, sé svo fágætt eða ómissandi efni í heiminum að nám hans réttlæti spilli-n-gu Mý- vatns. Til að mynda liggur þetta efni í þykkurn lögum í fjöllum í Vesturheimi. Þá er það einnig úr lausu lofti gripið að efnið sé hér á landi einúngis til við Mývatn. íslandi er fult af kísilgúr. Jafnvel vötn hér í námunda höfuðstaðar- ins hafa kísiigúrbotn. En hel- stefnulögim-ál reikningsstokksins hefur tilhneigíngu til að vísa á þá staði fyrsta -sem þjóðin hefur helgi á. Það er lán í óláni að íslenska ríkið skuli hafa trygt sér axíumeiri- hluta í þessu fyrirtæki, fyrir bragð- ið æt-ti það að vera á valdi stjórn- arinnar að stöðva svona endaíeysu og Mta hreinsa óþrifnaðinn burt af strönd vatnsins. (NB Þessi málmleysíngi hefur frá ómunatíð heitið barnamold eða pétursmold á íslensku. Hvernig stendur á að efnið skuli altíein-u heita kísil-gúr, svo óvanir sem við er-um því að taka upp hráa þýsku í túngu okkar — voru kanski þýsk- ir peníngar i þessu upphafle-ga? Ef nú ráða eingilsaxneskir peníngar barnamold á íslandi skilst mér að efnið ætti að heita diatomite eða þessháítar.) ★ Laxárvirkjunarstjórn á A-kur- eyri -gerir áætlanir með fulltíngi Orkustofnunar og hefur valdið blös'krun landlýðsins á síðustu misserum, og má segja alls heims- ins ef miðað er við þá se-m láta sig verndun lífs á jörðinni nokkru skifta. Snilli þessa félags er í því fólgin að hafa látið sér detta í hug áætlun um að minstakosti 54ra megóvatta orkustöð í Laxá sam- fara algerðri eyðileggíngu Laxár o-g Mývatns ásamt með bygðum sem við vötn þessi er-u kend. - Áætlun þessara man-na hefur verið studd með þremur höfuð- rökum: 1) virkjun vatnakerfis Lax- ár- og Mývatnssvæðisins á að bæta sikilyrði almenníngs, 2) með virkj- uninni á að fullnægja orkuþörf héraða er nærri liggja þessum vatnasvæðum, og 3) það á að koma upp stóriðj-u á Akureyri. Hafi höfundur greinar þessarar misski-lið -málflutnínginn er ég reiðubúinn að leiðrétta. Þessir þrír púnktar skýra sig nokkurneginn sjálfir. Hinn fyrsti, að „bæta skilyrði almenníngs“, e-r sú varajátníng sem nú á dögurn er höfð uppi í tírna og ótíma i öllum tilfellum þar se-m áður fyr var vant að segja „í jesúnafni a-men“. Fyrirætlun urn að vinna orku „handa nærliggjandi héruðum“. samfara eyðile-ggíngu á náttúim Laxár- og Mývatnssvæðisins, vitn- ar um hvílíkur gripur reiknímgs- stokkurinn getur orðið í hönd-um ofsamanna. Það hefur verið bent á óþrjótandi aðrar leiðir til að sinna takmarkaðri orkuþörf þessara fá- mennu bygðarla-ga án þess troðnar séu illsaki-r við landslýðinn. Sú viska er býsna hæpin að stór- iðja á Akureyri, svo sem málm- bræðslur, efnaverksmiðjur, olíu- hreinsun oig þvíumlíkt mundi bæta skilyrði akureyrínga svo urn munar; hitt líklegra að hún mundi æra þá fyrst og taka síðan frá þeim lífsloftið se-m og öðru kviku við Eyafjörð. Væri gaman ef ein- hver gæti frætt mann u-m það hvar í heiminum stóriðjuverka- lýður búi við betri afkomu en menn gera á Akureyri stóriðju- lausir. Hinsvegar er kunnara en frá þurfi að segja að akureyrarbúar hafa um lángt skeið verið að reyna sig við smáiðnað, þesskonar f-ram- leiðslu, bæði æta og óæta, sem miðuð er við þarfir „endanlegs neytanda“ sem svo er kallað. Sumt hjá akureyríngum er með vönduðustu vöru sem unnin er hér innanlands. Samt hafa fyrirtæki þeirra barist í bökkum áð ekki sé ofmikið sagt — þó enn hafi ekki heyrst að fyrirtæki á Akureyri hafi farið yfrum af rafmagnsskorti. Er líklegt að fyrirtæki akureyrínsa mundu verða betur solvent þó þeim bættust 54 megavött til við- bótar úr Laxá og Mývatni? Þá yrði að minstakosti að koma til skjal- anna meiri hlýleiki frá baunkum og stjórnvöldum en stund-um hef- ur verið auðsýndu-r á Akureyri. Um þau efni sæmir reyndar betur að akureyríngar hefjist máls sjálfir. Því er þó erfitt að gle.yma, einnig fyrir okkur sunnlendinga, að í vissum héruðum norðanlands, ekki síst við Eyafjörð, var einu- sinni unninn lán-gtum betri lýsu- matu-r en annarsstaðar á landinu, svo vandlátir kaupend-ur hér s.yðra höfðu þann sið að biðja ævinlega um akureyrarmerkí á mjólkur- vöru. í þann tíma \í».r það talið fjandsamlegt lýðræði í landinu ef einhver fram-leiddi betri vöru en annar, alt varð að -miðast við það versta, þeir sem unnu vel voru fáir og það gerði ekkert til þó þeim væri straffað, en það má aldrei móðga skussana. Þegar það komst upp að „norðanísiKj<5íf“ vac gott þá T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 39

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.