Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 7
því síður hvenær þetta forna mann virki var gert né hver fram- kvæmdi þa3. Hér a?5 framan hefur verið á það mimnzt, að Ófeigur var málari góður og fékkst noklkuð við húsa- skreytingar. Var sú vinna aðaHega í því fólgin að skreyta kirkjur, smíða og mála altaristöfiur og grafskriftir eða mimningartöflur t eftir látna menn. Vitað er með vissu, að Ófeigur skreytti fjórar kirkjur i Árnes- sýslu, en þær voru þessair: Búr- fellskirkja, Miðdalskirkja, ÚlHjóts- vatnskirkja og Þingváliakirkja. Allar voru þessar kirkjur torf- kirkjur, en þiljaðar á veggjum og með timbursúð undir torfþaki. Það var sameigimlegt með þessum kirkjum, að þær munu ekki hafa verið málaðar nema í kórnum, ásamt altari og prédikunar- stól. Kórstoðir voru máiað- ar, sylluborð upp við súð og grindverk miHi kórs og fram- kirkju. Þemnan hluta kirknamna málaði Ófeigur og skreytti með ýmiss konar rísamynztur. Má fá örlitla hugmynd um þessi verk hans í lýsimgum (vísitasíum) pró- fasta, er kiikjurnar voru mýhyggð- ar. All'ar þessar fyrrgreindu kirkj- ur em nú fyrir löngu fallnar til foldar og aðrar komnar i þeirra stað. Em úr þremur þeirra hafa þó varðveitzt lítil sýnishorn af verk- um Ófeigs. Úr Búrfellskirkju, sem rifim var 1845, er til kórbitinn. Hann hefur verið málaður og skreyttur rósa- blöðum á báðar hliðar. Kirkjan, sem nú stendur á Búrfelli. var byggð 1845. Þegar húm var aldair gömul, fór fram á hen-ni allmikil viðgerð, meðal annars látið í hana mýtt gólf. Kom þá undan gólfbit- unum í kórnum tré eitt, sem lagt hafði verið lamgsum miðsvæðis undir þág gólfimu til styrkfar, og lá það á hellusteimum. Þetta var kórbitinn úr gömlu kirkjunmi, er Ófeigur hafði málað og skreytt. Bitinn er nú varðveittur í byggða- safni Árnessýslu. Um 1940 fór fram nokkur við- gerð á Úlflj ótsvatnskirkju, flett var meðal annar-s ytri klæðnimgu af vesturgaflinum. Kom þá í ljós, að annaæ kórstafurinn úr gömlu kirkjunni, sem rifin var 1863,“ hafði verið látinn sem „skakkstífa í grindina á nýju kirkjumni. Þann- ig var um hann búið, að hanm aáði frá dyraþröskuldi viostra megin á ská upp i syHutréð úti við horm. En gömul venja var að láta slík tré til styrktar 1 hveri; 'horm á húsgrindum. Kórstafur þessi var ferkantað tré sem nam í stólþríkurhæð, en þar fyrix ofan áttstrendur. Mun lítið eiót hafa verið sagað af efri enda hanis, til þess að hann’ félli þama í giimd- ina. Var hann allur græmmálaður, em hið efra, þar isem fletimir voru átta, var hann skreyttur fagurlega gerðum rauðum rósateinumgum upp úr. Sá furðulítið á málnimg- unmi, því að vatn hafði lítið eða ekkert komizt að honum. Menn gætu nú spurt: Hví var þessi garnli 'kórstafur sefctur þama á milli þiíLs og veggja? Það var einfaldlega vegna þess, að á þeirri trð kunnu menn ekki svo mjög að meta slík verk, þegar á annað borð var bú- ið að rífa húsin, sem þau höfðu verið í. Og þá var næstum ófrá- víkjanleg venja að nota hverja nýtilega spýóu úr gömlu kirkj- unum í þær nýju til þess að spara byggmgarkostnaðinn. Sá, sem þetta ritar, sá ‘kórstoðina í veggn- um, 'þegar viðgerðin fór fram. Var mælzt til þess að isitoðin yrði losuð úr veggnum, en eigi varð af þeirri framkvæmd, og mun hún vera þar enn. ABmikil viðgerð fór fram á Þingvallakirkju sumarið 1970. Þegar sú kirkja var byggð, höfðu verið settar upp á loftið fjórar grannar stoðir til styrktaæ upp í sperrumar. Þær höfðu verið í 'gömlu kirkjunni, sem Ófeigur 'Skreytti, að líkindum kór- eða stúkustoðir. Sú kirkja var byggð um 1835. Tvær af þessum stoðum vora teknar úr loftinu, þegar gert' var við kirkjuna, til varveizlu I þ j óðmin j asaf ninu. Síðasta torfkirkjan í Miðdal va-r byggð 1837 og skreytti Ófeigur hana. Efckeri af því verki hefur varðveitzt, svo vitað sé, nema minningarspjald það, er Ófeigur málaði. Á spjaldið er sferáð bygg- ingarár kirkjunnar með meira, og er það enn í núverandi MiðdaTs- kirkju. Spjaldið er 44x10,5 sm. að stærð. Ramminn er málaður rauður, gmnnur ljósgrár, en bók- stafir svartir. Stafimir eru með settletursgerð, og er eftirfarandi skráð á spjaldið: „Presturinn síra Páll Thomasson lét uppbyggja kirkjuna Anno 1837. M. Jónsson. Th. Jörundsson, en prédikunar- stólinn árið 1840. ó. Jónss.“ M. SkrautmáluS stoS úr Þingvallakirkju, sem rifin var 1859. Hún hefur nú verið fengin þjóSmiinjasafninu til varðveizlu. Þetta hefur aS likindum verið kór- eða stúkustoð. Ljósmyndir: Tíminn — GE TÍBINN - SUNNUDAGSBLAÐ 31

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.