Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 20
1 Frðstrup á í>]ó'Ou er maður atf nafni Jens Söndergárd, sem lengí hefur gefið gaum að hátt- utn storka. Fyrr á tímum voru storkahreiður á flestum húsum í Fröstrup, en nú voru þeir horfnir. Einn varð þó eftir og vappaði um með hænsn- um á hlaðinu hjá Jens Sönder- gárd. En það var af þvi, að hann var ekki ferðafær. Fyrir einum tug ára höfðu storkar, sem urpu á þaki veitingahússins í Fröstrup, stjakað honum út úr hreiðri sínu. eins og algengt er, að storkar geri, þegar þeir treysta sér ekki til að fæða alla unga sína. Venjan er, að einhver stytti slíkum ungum aldur, svo að þeir veslist ekki upp, ef ekki er þá kallaður til dýralæknir, sem sprautar i þá deyíilyfi. En nú tók Jens Söndergárd þennan unga að sér. Annar vængurinn hafði brotnað við fallið, og fekk Jens Tækni til þess að íaka af fremsta liðinn, sem skaddazt hafði. Ó1 hann síðan önn fyrir fuglinum, sem ekiki var með öllu fyrirhafnarlaust, því að hann varð að fá fisk eða slóg þrisvar til fjórum sinnum á dag. Nú liðu nokkur ár. Storkurinn vappaði um hlöðin, ósköp einmana og niðurdreginn, þótt feitur væri og heiTsuhraustur, hlýjaði sér í gripahúsunum á vetrum, en hafð- ist við úti á sumrin. Helzta skemmt- un hans var að hreýkja sér uppi á húsþaki, þegar vel viðraði, því að Jens hafði búið tii eins konar göngubrú handa honum, svo að hann kæmist þangað. Ekki voru horfur á öðru en vesalings stork- urinn pipraði, og það er sjaldnast gott hlutskipti. Eitt sumarið féll honum þó loks í skaut sú ham- ingja, sem móðir náttúran æblar allri skepnu að njóta! Einmana storkur kom aðvífandi, flögraði stundarkorn yfir Fröstrup, og kom loks auga á fuglinn vænglama. Þetta var biðill, og heimasætan, sem beðið hafði óþreyjufull M þessi Töngu ár, játaðist honum um- svifalaust. Það er skemmst af þvi að segja, að þau gerðu sér hreiður á húsþak- tnu. Búskapurinn gekk eins og í SÖgu. Um haustið flaug bóndinn burt með ungviðið, en frúin sat eftir. En hann kom aftur næsta 8umar, og þannig hafði gengið ár eftir ár. Bóndinn kom aftur og aft- ur, og alltaf svo til á sarna degi. í fjögur ár hafa þarna komizt upp þrír til fjórir ungar, nema sumar- íft 1W9, or heimskur strákur úr nágrenninu stal ungunuih úr hfolðrlnu og varð svo nrsoddur, er hann sá, hvíiíku fjaðrafokinu stuld- urinn oíli, að hann stybti þeím ald- ur í von um að geta dulið afbrot sitt. Fuglarnir voru ákaflega hnípn- ir, þegar þeir missbu unga sína, og engum duidisó, að þeir syrgðu þá lengi. En kannski hefur sorgin gert samlíf þeirra enn innilegra en áður. Svo brá að minnsta kosti við, að karlfuglinn hugði ekikl á brottför um haustið. Hann hafði vetrarsetu hjá frú sinni, og í fyrra- sumar bættist þeim missir sinn, því að þau komu upp fjórum ung- um. Þeir flugu suður á hóginn með haustinu eins og eðlið býður dönskum storkum. En sjálfur hús- bóndinn virtist hafa sætt sig við að þreyja þorrann og góu á Þjóðu framvegis. Struwe Poulsen sneri sór til Jens Söndergárds og sagði honum þær fréttir, sem úrsmiðurinn á Himm- eriandi liafði fært honum af storkagörðum Svisslendinga. í lið með sér féfck hann formann fugla- verndarsamíaka Dana, Sigurd Hos- endahl. Það varð sammælí bessara manna að bregða sér suður til Sviss og sjá með eigin augum, hvernig SvissTendingar bjuggu að storkum sínum. Þeir urðu himinlifandi yfir því, sem þeir sáu. Tutbugu. ár eru liðin síðan fyrsti storkagarðurinn var stofnaður í Sviss, og þá var þar svo komið, að ekki verpti einn einasti storkur I öllu landinu. Nú eru þar fimm storkagarðar. og hundrað fuglar í hinum stærsta. Fuglunum hafa verið búin hlý hús, þar sem þeim liður vel á veturna, og á þök- um uppi eiga þeir sér hTeiður. Þau eru nú átján, þar sem stærsta fuglanýlendan er, og héraðsbúar eru ekki hreyknari af öðru. Síðan fuglunum fjölgaði, fá ung- arnir að fara ferða slnni suður á bóginn, og nú er orðið langt síð- an slangur af þeim fór að koma til baka, svo að storkar, sem frjáls- ir eru ferða sinna, eru á ný farn- ir að verpa í Sviss. Eftir þessa ferð voru þremenn- ingarnir ekki í vafa um, hvað gera skyldi. Fyrsti storkagarðurinn í Danmörku verður í umsjá Jens Söndergárds í Fröstrup, og þang- að verður safnað öllum storkum, er fyrlr þeim óhöppum verða, af! þelr eru illa fleyglr eða ófléyglf með Öllu. Þetta verða fyrst og frdmst una> ar. sent foreldrar stjaka ur þreiOTr um, er fækka þarf á fóðrunum, o| fuglar, sem fljúga á vira, en sæiv ftSt ekki meira en svo, að þeim er Ííft. Rannsóknir hafa sýnt, að röskv íega þriðjungur allra storka, sem fyrir áföllum verða í Danmörku, fljúga á víra. Sumir þeírra rotast eða særast svo illa, að þeir eiga efcki afturbata von. En langtíðnst er, að vængir þeirra skaddist, og þeir geta oft komizt bil góðrar heilsu, þótt aldrei verði þeir fleyg- ir. Nær helmingi fleiri eru þc-ir. sem víkja verða úr hreiðrinu hálf- sbálpaðir, þegar foreldrsrnir kom- ast að raíun um, að þeir geta ekfci alið önn fyrir fleiri ungum en þremur eða í hæst.a Iagi fjórum. Iðulega klekjast út fimm og sex ungar og stundum jafnvel sjö. Það er vonlaust með öliu. að fugl- arnir ráði við þá ómegð. Framvegis verður þessum fugl- urn safnað í storkagarðinn í Fröst- rup. Dýralæknar hafa heitið bví að gera að sárum þelrra, sem þess þarfnast, og Jens Sönderg&rd ætlar að sjá þeim farborða að öðru leyti. Fiskimenn hafa iofað smáfiski og slógi til þess að seðja hungur þeirra, og samtök íuglavina mun-u síðar meir kaupa býli í grennd við Fröstrup, þar sem reist verða uoo- hituð hús við hæfi storkanna s.ð vetrarlagi. Ungum, sem komasf á legg, verður sleppt í storkagarðin- um. en illa fleygir fuglar, sem ekki er treyst til þess að komast alla leið til Suöur-Afríku, verða handsamaðir við Rípa, skömmu fyrlr brottfarartímann á haustin og fluttir i storkagarðinn til vetrar- dvalar. Menn gera sér vonir um, að þetta geti orðið til þess, að stork- um fjölgi á ný i Danmörku, lítot og í Sviss. Jafnframt verður fast- lega eftir því leitað við yfirvöld í Arabalöndum, að mönnum þar verði ekki leyft gegndarlaust storkadráp. Vonir standa til, að þau daufheyrist ekki með öliu við þeim tilmælum, þar eð slíkt væri þeim álítshnekkir á varhuga- verðum tímum, þegar Arabaþjóð- um veitlr ekki af að afla sér sem mestrar samúðar. ★ 44 TfHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.