Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 10
sautján vetra göitful, vinnur fyirst fyrir sér í sveit sunnan lands nokk- ur ár, en sezt síðan að í Reykjavík. Fyrirhuguðu kennaranámi varð 'hiún að hverfa frá sakir tæprar heilsu. Myndin, sem hér má greina svip af menntunaraðstöðu félítils unglimgs á kreppuárunum svo- nefndu og þar á eftir, er aS vísu síður en svo einsdæmi. En meðal ungra og verðandi rithöfunda síð- ustu ára, hygg ég örðugt að finna hliðstætt dæmi. Upphafsár „síðara hernámsins“. mundu einhverjir líklega nefna Reykjavíkurár skáldkonunnar, og svo hefur hún sjálf nefnt þann tíma. Undarlegan tfma, þegar al- mennar hugmjmdir um írelsi, jóðrækni, um sjálfstæði innra og tra urðu allt í einu afstæðilegar — allir hlutir fengu nýja viðmið- un. Og Jakobína velur að afsala sér rósömu skrifstofustarfi, kýs sér stramgt, erilsamt hlutskipti sveita- komunnar. Hér var áður vi'kið að andstæð- um og eðli þeirra. Það má virðast > andstæðukennt að horfa upp á fjölmenna ættbyggð sína lagða í auðn af óviðráðanlegum straumi tímans, viía erier,:'a herstöð í varð- stöðu á rústunum og verða svo enn síðar áhorfandi að innrás og upp- hafi stóriðju studdri erlendu fram- ■ taki á þeim stað, sem nú eru 1 heimastöðvar. U Hér er ekki ætlun að fara mörg- um orðum um fyrri skáldverk Jakobínu. Ég vil þó leyfa mér að vitna í ummæli Guðmundar Böðvarssonar um ljóðabók hennar, sem út kom árið 1960: „Þau (ljóð- in) eru saga hennar sem íslend- ings á þeim sérstæðu tímum, sem hún lifir — heit af ást hennar á landi og þjóð“. — Sannarlega gat það ekki verið nein tilviljun, að Jakobína hefur ort ádeiluljóð gegn hernámi lands og margvíslegri lít- ilmennsku í kjölfari þess. Afdrif bernskubyggðarinnar verður kveikja — grunntónn kvæða — eftirsjáin eftir mannlífi, sem er að hverfa. í nokkrum Ijúfustu 'kvæð- um hennar má skynja móðurina, sem stendur vörð um ungí, við- kvæmt líf. Persónubundin eru þessi kvæði mörg hver, þó kenni fleiri tóntegunda. Ég tek hér sem dæmi kvæðið Haustfjúk, er að hætti nálgast Eddukvæði, þótt hugsun sé nýtízk: Hægt nálgast haustið. Af hvítum skýjum rökkurþunguðum rósir drjúpa. Hvitar rósir af hljóðum skýjum hníga í húmi á haustbleika jörð. Jakobína hefur í tvennum skiln- ingi sérstöðu meðal ljóðskálda. Hún er ádeiluskáld, ein íslenzkra kvenna, og meðal yngri Ijóðskálda á hún sérstöðu sa'kir hefðbund- ins Ijóðforms. Hvorugt verður þó í rauninni hugstæðasf, er Ijóð hennar eru skoðuð í heild. Heldur hitt — sterbur, persónulegur blær þeirra, sneyddur sjálfhverfri til- finningasemi, sem svo víða gætir í svonefndum atómkveðskap ís- lenzkum. Þessi blær óvorkunnsem- innar bendir fram á við til verka skáldkonunnar í óbundnu máli. Margt hefur á síðustu árum ver- ið ritað um vandkvæði skáldsagna- gerðar í heiminum. í stærri lönd- um en í íslandi hefur ungum rit- höfundum staðið ótti af venju- bundnum yrkisefnum, ekki þótt í frásögur færandi, þótt maður fæddist, gæti afkvæmi eða dæi. Ekki er langt síðan höfuðskáld ís- lenzkt á sviði skáldsagnagerðar boðaði fráhvarf um hríð, kaus að horfa á þann miðil, þ.e. skáldsög- una, úr fjarlægð um stund og sjá hverju fram yndi. En á sama tírna var engu líkara en meðalmennsk- unni yxi óðfluga fis'kur um hrygg. Þegar smásagnasafn Jakobínu Sig- urðardóttur, Punktur á skökkum stað, kom út árið 1964, voru þann- ig ekki færri en þrettán kvenrit- höfundar með bækur á markaðin- um. Um það leyti hafði skáldkon- um íslenzkum tekizt að mynda eins konar skóla og bókmenntaiðja þeirra hlotið nafngiftina „kerlinga- bækur“. Innri tilgangur þess- ara bókmennta hinnar marg- troðnu slóðar skilgreindi einn ritdómari sem „fullnægingu svo nefndra afþreyingarþarfa“. Og er fjarri því að svo fyrir- ferðarmikil bókmenntaiðja ætti að liggja í láginni fyrir alvarlegri athugun. — En með bók Jakobínu kvað skyndilega við nýj- an tón í bókmenntum og sannir bókavinir vörpuðu öndinni af feg- inleik. Því engum, sem las þetta smásagnasafn, duldist, að skáld- gáfa Jakobínu, kunnátta í rit- mennsku og heiðarleiki gagn- vart viðfangsefnum sínum stefndu henni langt burt frá slóðum afþreyingarritmannsk- unnar. Sögur eins og Stella og Dómsorði hlýtt, sýndu að hún átti mannþekkingu til að 'lýsa lífi borgarbúans jafnt sem sveita- mannsins. Síðari sagan — í eintals- formi, sem Jakobína hefur síðar beitt á eftirminnilegan hátt í Snör- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Frá Hornströndum, þar sem fcernskustöðvar Jakobínu voru.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.