Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 4
SKULI HELGASON: Þúttur af ðfeigi smið i Heiðarbæ Spólurckkurinn, sem lengl var i Syðri-Brú, einn smiðis- gripa Ófeigs. . Á fyrri hluta 19. aldar bjó sá bóndi í Heiðarbæ í Þingvallasveit, er hét Ófeigur Jónsson. Hann var þek'ktur maður á''sinni tíð fyrir. smíðar sínar og listrænan haglerk, ekki aðeins um Árnessýslu, held- ur einnig um mikinn hluta Suður- lands. Hann var ágæ'tur smiður,- bæði á tré óg málm, og málari goð- ur, er einkum laut að skreytilikt. • Hann var koparsmiður, söðlasmið- ur og rennismiður mikill. En fyP ir remnismíðið. „dreiaraverkiðý,. eins og það var almennt nefnt- á hans dögum,. varð- hann víðkunn.- astur. Hann smíðaði ffiörg hundfc uð spunarokka, er bárust viða um Suðurland, bæði austah'heiðar og sunnan. Ófeigur ' Jónsson fæddist að Búrfelli rGrímsnesi um. 1770. Voru foreldrar hans- Jón .bóndi Vernharðsson að Búrfelli og kona hans, Inigunn Magnúsdóitir frá Langardalshólum. Þau hjón bjuggu lengi að BúrféHi við auð- sæld og mannvirðingu. Jón Vern- harðsson arrdaðist. á Búrfelli hjá Birni syni sínum árið'1822, talinn 89 ára gamáll. Synir þeirra Bur- fellshióna, áuk Ófeigs, voru þeir Björn bóndi að Búrfelli, d.valdist þar ævilangt og andaðist árið 1842, „smiður góður einkum á silfu<r“, Ásmundur bóndi í Laugardalshól- um, dáinn 1819. og Magnús bóndi ! og hreppstjóri að Laugarvatni, er oft var nefndur ,,hinn ríki“, dáinn að Laugarvátni 1855. Faðir Jóns bónda yernharðsson- ar að Búrfelli var Vemharður ófeigsson, stúdent og lögréttumað FYRRI HLUTI ur, fæddur að Skipholti í Hrepp- úm um 1696, dáinn að Búrfelli úm 1761. Hann varð stúdent úr Skálholtsskóla 1722. Vildu þá bisk- up og Reykjadalssóknarmenn fá hann-til prests að Reykjadal. en eigi varð þó af því, þar sem amt- maðúr var því mótfallinn. Vern- harður er talinn hafa búið í Reykjadal frá 1724 til 1730, flutt- ist hann þá að Búrfelli í Grims- nesi og bjó þar um þrjátíu ár, ti-1 dauðadags. Hann varð lögréttu- maður í Árnesþingi 1741 og u-m allmörg ár. Var hann búsýslumað- ur mikill og talinn auðmaður. Kona hans var Hildur, dóttir Jóns prests Erlingssonar á Ólaf-svöllum, fædd um 1668 og a-ndaðist í ból- unni miklu 1707. Meðal barna þedrra Vernharðs og Hildar a-ð Búrfeili, auk Jóns, er bjó þar eft- ir þau, var Va-lgarður bón-di í Eifsta- dal í Laugard-al, dáinn árið 1800, og Óf-eigur stúdent, fædd-ur um 1743, en drukknaði með Eg-geirt Ólafssyni í Breiðatfirði 1768, 25 ára gamall, ókvæntur og bamlaus. Faðir Vemharðs bónda að Búr- fcelli var Ófeigur Magnússon lög- réttu-maður, fæddur um 1654, e-n dáinn um 1718, sonur Magnúsar bónda að SkriðufeiLli í Hreppum, Eiríkssonar, og konu hans, Guð- rúna-r Ögmundsdóttur bónda á Loftsstöðum í Flóa, Sighvatssonar. Ófeigur er ta-linn hafa búið að Reykjum á Skeiðum, Skipholti og B-ræðratungu. Kona hans hét Bry-n- hildur Jónsdóttir. Af þessari stuttu ættfærslu má sjá, að Ófeig-ur í Heiðarbæ var ko-m in-n af fyrirsvars-mönnum í héraði. Sumir voru skólalærðir me-nn, prestar o-g lögréttumenn, sumi-r voru fjárafla-menn og auðsælir. Og að mati þeirra alda, sem ólu þá, voru þei-r ek'ki sið-ur fyrir það mikils metnir en slikir menn á okkar dögum. Ófeigur -mun haf-a alizt upp með foreldrum sírnum að Búrfelli. Un-g- uir kvæntist hann konu þeirri, er Þorbjörg hét, Gunnlaugsdóttir, tal- in fædd í Naustakofi á Vatnsleysu- strönd. Um svipað leyti hafa þau hjón byrjað búskap að Syðri-Brú í Grímsnesi, se-m er um bæjarleið frá Búrfelili. Þangað eru þau kom- in árið 1801 og eiga þá orðið fjög- 28 |f hinn - sunnudagsblað

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.