Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 19
Tilraun til bjargar: Danskir storkagarðar Storkar eru tigulegir fuglar, um um. Vanhöldin ihafa auðvitað allt- það bil einn tmetri á hæð, og mjög sérkennilegir í háttum símum. í fjölda landa hefur fólk á þeim hið mesta dálæti- Þeir verpa sem kunn- ugt er á húsþökum, en hópa sig undir haustið og fijúga til suð- lægra landa. Vetrarheimkynni þeirra eru í Natal og nágrenni Höfðaborgar í Suður-Afríku. Á vorin hópa fuglarnir sig á ný og fljúga til norðurs, oft þúsundir fugia í einum flota, og eftir verða aðeins ungir fuglar. Storkar verða sem sé ekki kynþroska fyrr en þriggja ára, og það er fyrst, þegar búskaparhugurinn kviknar, að þeir uiinnast norðursins. Það er misjafnt, hve langt norð- ur á bóginn fuglarnir fara. Sumir œttstofnar eiga sumarlönd sín í Norður-Afríku, en aðrir langt norð ur í Evrópu, í Danmörku og Suð- ur-Sviþjóð. Þar leitar hver fugl síns heimkynnis. Sömu hjónin blassa sér miður á sama húsþakið á nálega sömu stundu ár eftir ár, svo fremi sem báðum auðnist að komast lifandi á leiðarenda. Norrænu storkarnir hópa sig á haustin á mýrlendi í grennd við Rípa og hefja allir flugið suður á bóginn samtímis. Ranmsóknir hafa feitt í ljós, að þeir fljúga yfir Rrandenburg, Tékkóslóvakíu, Ung- verjaland, Rúmeníu, Búlgaríu, Tyrkland, Líbanon, Sýrland, Rgyptaland og Úganda. Leiðin til Suður-Afríku tekur fuglana hálfan þNðja mánuð. Norður fljúga þeir uítur á móti á fimm vikum. Storkar eru nokkuð langlífir iuglar, verða tuittugu til tuttugu fimni ára, ef þeir deyja ekki tyrir aldur fram. Viðkoman er líka allrnikil, því að þeir verpa oft sex eg'gjum, þótt sjaldnast komi þeir UPP nema þremur eða fjóru-m ung- T í M 1 N pj _ SUNNUDAGSBLAÐ af verið mikil eins og að líikum lætur um fugla, sem fara svo langar leiðir tvisvar á ári hverju. Einkum gjalda þeir gífurlegt af- hroð, ef þeir lenda í miklum hagl- éljum. Þá lemstrast þeir og deyja unnvörpum. Slíkum áföilum hafa þessir fugl- ar þó alltaf orðið fyrir, án þess að stofninn skertist nema í bili. í seinni tíð hefur þei-m ve-gnað ver, og er sjálfsagt margt, sem veldur þvi. Símalínur og raflinur og alls konar fjarskiptastenguir verða ara- grúa fugla að fjörtjóni, mennirnir þurrka upp kjörlendi storka — mýrar, fen, tjarnir, vötn og ví'kur — notkun alls konar eiturefna get- ur valdið óf-rjósemi og dauða. Loks hefur það mjög farið í vöxt, að skyttur í Arabalöndunum við botn Miðjarðarhafs sitji fyrir fuglun-um og murki þá niður. Storkabringur þykja þar mikið lostæti, og menn vita nákvæmlega, hvar storkarnir fljúga yfir og hvenær þeirra er von. Menn í þessum löndum hafa fengið í hendur mikl-u laugdrægari og nákvæmari skotvopn en þeir áður höfðu, og uslinn, sem skytt- urnar geta gert, er óheyrilegur, þvi að storkarnir tregðast oft við að yfirgefa fallinn félaga. Afleið- ingin verður stundum sannkallað blóðbað. Af þessum orsökum öllum, og ef til viU öðrum fleiri, er nú svo komið, að storkar sjást ekki ieng- ur i sumum iöndum Norðurálfu, þar sem þeir haf-a vedð su-margest- ir frá örófi alda, en í öðrum fer þeim liríðfækkandi. Um síðustu aldamót voru til dæmis skráð tíu þúsund storkapör í Danmörku. Þá urpu sjö pör á þaki húsa á sama prestsetrinu, og fimmtiu pör á ein- ura og sama herragarðinum, Drottning-arlu-ndi. 1930 voru sjö hundruð pör eftir í allri Danmörku, en í fyrra voru þau ekki nema fimmtíu. Fyrir nokkrum misserum var þvi spáð, að árið 1975 yrði svo komið, að enginn storkur ætti framar hreiður í Danmörku. Nú gera menn sér þó vonir um, að komið verði í veg fyrir, að danski storkastofninn verði al- dauða- Fyrir nokkrum árum dvald- ist úrsmiður frá Himmérlandi í Sviss, og þar komst hann að því, að Svisslendiugar höfðu komið upp storkagörðum. Við heimkom- una sagði hann þekktum fugTa- fræðingi og fræðimanni á Himm- erlandi. Verner Struwe Poulsen f Nyrup, frá þessu. Hann var for- maður fuglaverndarfélagsins í Vestur-Himmerlandi. 43

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.