Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 17
fossi. Slikar konur virðast þvl mið- Ur vera horfnar úr náfrenni þessa vainsfalls. Málsvari Orkustofnunar lýsti því að væntanleg virkjun fossins yrði framkvæmd þannig að farvegi Hvítár yrði breytt en fossstæðið þurkað. Þó hafði hann í pokahorn- inu einkennilega viðbót við hug- mynd sína. Hann gerði ráð fyrir að tilfæringar yrðu settar í ána til að hleypa fossinum á aftur ef túristar kæniu, svo hægt væri að kræla útúr þeim svolítinn aðgángs- eyri. Spurníng: Hvað eigum við ís- lendíngar að gera við alla þessa penínga þegar búið er að útanskota fyrir okkur fegurstu stöðum lands- ins? Hugsanlegt svar: Fljúga til Majorku þar sem þeir ku skeinkja rommið ómælt. ★ Því hefur verið haldið fram að þó íslendíngar séu fullir af vara- þjónustu við rómantískan skáld- skap eigi þeir bágt með að sýna í verki það sem þeir eru með á vörunum. Meðan þeir eru að fara með kvæði Jónasar og Steingríms um kristaltærar ár eru þeir kanski að keppast við að fylla þess- ar ár af sorpi. Þeir sem vaða mest uppi á opinberum vettvángi tala oft einsog þeim væri óljóst hvað fólki er heilagt. Þessvegna sagði þýski prófessorinn sem ferðaðist hér um árið: Die Islánder respekt- ieren nichts. (Það var þá sem séra Jóhann Ilannesson skaut inn: hvað um doliarann?) Nú vaða menn uppi sem er mest í mun að sökkva vin þeirri í vatn sem vindurinn hefur skilið eítir í hálendinu, Þjórsárverum, ríki íslensku lieiða- gæsarinnar; þar á að flæma burt fugl þann sem fann ísland laungu á undan manninum og hefur búið hér í verunum um tugi alda, þús- undum til samans. Náttúrufræðingar hvaðanæva úr heimi, einstakir og fleiri saman, hafa sárbeðið ríkisstjórn íslands, alþingi og loks landslýðinn sjálfan að þyrma Þjórsárverum frá tor- timíngu sem þeirra bíður um leið og hafinn er þriðji áfángi Þjórsár- virkjunar. Alþjóðleg samtök gegn náttúru- skemdum héldu þíng í London í september siðastliðnum og tjáðu sig reiðubúin að kosta Mffræðileg- ar rannsóknir á þessari paradís ís- lands þar sem ttu þúsund heiðar- gæsahjón eru fulltrúar almættis- ins í norðlægri túndru umluktri eyðimörk. Þíngheimur lét 1 Ijósi þá von sína fslandi til handa að land- ið mætti halda þessum gimstein sínum óspiltum um aldir. Það kernur stundum fyrir að s- lendíngur I útlöndum hefur ekki hugmynd um hvar hann er stadd- ur og liagar sér þannig á almanna- færi að landar hans fyrirverða sig niðri tær. Ekki alls fyrir laungu gaf á að líta hvar maður nokkur svaf þversum á þröskuldi í útidyr- um verzlunarhúss í eiiendri stór- borg í miðdegisösinni. Hann barð- ist um á hæl og hnakka, grenjandi, þegar hann var vakinn. Fólk stað- næmdist á gángstéttinni til að horfa á manninn. Einhver í hópn- um heyrðist segja: Svona getur einginn gert nema íslendíngur. Á ofangreindu alþjóðaþíngi nátt- úruverndara í London kom aðeins einn maður fram sem andstæðing- ur íslands. Hann var sendur þáng- að af Orkustofnun í Reykjavík. Þessi maður lagði í ræðu sinni áherslu á „að íslendíngar væru einganveginn reiðubúnir að hætta við framkvæmdirnar í Þjórsárver- um“ (orðrétt úr Morgunblaðinu 24ða september 1970). Meiníngin í þessu afundna svari íslendíngsins er glögg: Orkusóofn- un hefur aungvar skyldur við lífið í landinu. Hestaflið 1 almættinu er verðlaust í Oi'kustofuun. Við erum rökheldir íslendíngar og ef við höf- um byrjað að trúa einhverri vit- leysu haungum við fastir í henni til eilifðarnóns. Við höfum leyfi til að fara með ísland einsog við vilj- um. Gagnvart almenníngi á íslandi felur svarið í sér að nú höfum við unnið þau verk fyrir fé ykkar skattþegnanna, að þið tapið því öllu — nerna við fáum meira fé til að halda áfram! Ég man ekki glögt hvað „rök- semdafærsla" af þessu tagi heitir á íslensku, kanski fépynd; á ensku blackmail. Hvað skyldu erlendjr menn hafa hugsað um fulltrúa íslands þegar hann stóð upp í London og lýsti yfir því að þó ' allur heimurinn stæði með landi hans mundi hann sjálfur gánga í gegn þessu landi. Á jólum 1971. Knútur Þorsteinsson: HVAÐ VELDUR.... Svo iétt þér, þjóS mín, var um hug og hjarta og heiSið bjart, sem ríkti um vonaheima, er síSustu hlekkir féllu þeirra fjötra, sem frelsi þitt um aldir náSu að geyma. En eitthvað hefur veðrabrigðum valdið, nú virðist sem þú hoilast teljir fræða, að jöfrar gulls frá lendum ýmsra átta hér ítök fái um nýting lands þíns gæða. Því fer þér svo, hvort fölnar hetjumóður —, er fyrnt í gleymsku spekiorðið snjalla: að margur sá, er falan léti fingur oft færði í viðjar hendi sína alla. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 41

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.