Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 14

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 14
slátt manna fyrst. Hann kom sér snemma upp go'öri súgþurrkun og hey verkun þar bar af þvi, sem almenni gerist hér, enda kjarnfóðurgjöf litil Þá er vert aö geta þess aö hann smiö aöi sér trésmföavélar af ýmsu tagi sem dugöu honum vel. Vel má vera, at frágangi á sumu af þessu hafi í hits sköpunargleðinnar oröiö eitthvaf áfátt, en aldrei skorti útsjón eöa fram tak til þess aö endurbæta þaö sem af laga fór. Enn er ógetiö hinnar þrotlausu ann ar, sm Sumarliöi haföi vegna sveit unga sinna og annarra nágranna vif ýmislegar smiöar og viögeröir. Hanr stóö fyrir byggingu nokkurra Ibúöar húsa, auk þess aö smiöa alls konar hluti frá húsgögnum til heyvagna og heyblásara, sem hann smiöaöi marga A timum vinrafstöövanna eyddi hanr mörgum stundum I viðgeröir á þeim og þannig mætti endalaust telja. Mér var þaö alltaf hulin ráögata, hvernig Sumarliöi kom öllu I verk, sem raun bar vitni. En hvort tveggja var, af hann var hraðvirkur og notaöi timanr vel. Svo hefur Signý sagt mér, aö þaf hafi ekki veriö ótitt, aö hann hafi farif til smfða eöa sláttar, þegar hún gekk til náöa. Þaö var ekki fyrr en Sumarliöi var kominn á efri ár, aö sveitungar hans geröu sér þess grein, hve ágætur starfskraftur hann var i félagsmálum. Trúlega er ástæöan sú, aö hann sótti litt eöa ekki almenna mannfundi fram eftir ævi. Hefur eflaust taliö timanum betur variö til annars. En á seinni ár- um var hann kosinn til nokkurra fé- lagsstarfa,ístjórn ræktunarsambands o.fl. Ég tel mig geta boriö um þaö vitni, aö allt slíkt leysti hann af hendi svo vel, að athygli vakti. Braut hann þá oft upp á nýjum aöferðum eöa leið- um og hinar skapandi gáfur hans nutu sin þá vel. Sumarliöi var meöalmaöur á hæö og grannvaxinn jafnan. Var ekki hægt aö Imynda sér eftir útliti hans, aö vinnu- þrek hans væri meö slikum ólfkindum, sem þaö var. Hann var vel farinn I andliti, nokkuö skarpur á brún, hárií mikiö, dökkt og hrokkiö. Hann var léttur I máli jafnan, lá stundum hátt rómur og var, sérstaklega á yngri ár- um, talinn bersögull nokkuö. En þótt hann segöi mönnum stundum til synd- anna, fór því fjarri, aö hann eignaöist nokkra óvildarmenn. Allir vissu aö honum gekk gott eitt til. Um Gróustaðaheimilið væri veröugt aö skrifa lengra mál, en hér veröur gert. Þaö hefur ómælda þýöingu fyr- hvert sveitarfélag, aö hafa innan sinna vébanda slikt reglu- og fyrirmyndar- heimili. Gesturinn skynjaöi strax hlýju og öryggi heimilisins um leiö og komiö var inn úr dyrunum. Þar leiö öllum vel.Sífelldurerill.var I kringum þá Sumarliöa og Jón tengdason hans vegna smíöa og viögeröa, og allir uröu aö koma f bæinn og þiggja mat eöa kaffi. Mátti meö sanni segja, aö þar væri skáli um þjóöbraut þvera. Ætla ég, aöég hafi hvergi þegiö fleiri bita og sopa af vandalausu fólki en þar. Sum- ardvalarbörn, sem verið hafa á Gróu- stöðum, hafa tengzt fjölskyldunni órofaböndum. Þaö var fyrir nokkrum árum, aö gestir voru á Gróustööum, sem út af fyrir sig sætir ekki tiöindum. Rætt var um ýmsa hluti í gamni og alvöru. Þar kom tali fólks, aö aökomukona segir: „Ast, hvaö er þaö.” Húsfreyjan á Gróustööum svaraöi: „Ekki get ég svarað þvi, en hitt get ég sagt, aö mér finnst ég heföi engan mann getaö átl nema Sumarliða minn.” Gestkonan anzaöi aö bragöi: „Þiö eruö nú lika sköpuö hvort fyrir annaö.” Þvi get ég þessara oröaskipta hér, aö þau segja mikla og gæfurika sögu. Þau Sumarliöi og Signý eignuöust tvö börn. Þau eru: Asgeir, vélstjóri búsettur f Reykjavík. Kvæntur Fann- eyju Sumarliöadóttur frá Siglufiröi. Þau eiga 3 börn. Þuriöur, húsfreyja á Gróustöðum. Gift Jóni Friörikssyni. Eiga þrjú börn. Þau hafa verið búsett á Gróustööum. Jón stundaöi mikiö viögeröir á vélum og bílum, en haföi einnig nokkurn bú- skap. Eftir lát Sumarliöa hefur hann tekiö viö búskap á Gróustööum, og heldur þar fyrri háttum og öllu i góðu horfi. Friörik sonur Jóns og Þurföar var afa sinum stoö viö bústörfin slðustu árin, og virtust mér þeir mjög sam- hentir og Friörik honum fylgisamur og eftirlátur. A slðustu árum sinum kenndi Sum- arliöi lasleika. Hjartaö var oröiö þreytt, enda mikiö búiö aö erfiöa. Hann fékk þó nokkra bót meö hinum nýju læknisaögeröum (hjartaþræö- ingu) en heföi vitanlega átt aö lifa rólegu lifi. Þaö var hins vegar ekki eftir skaplyndi hans, aö setjast I helgan stein. Honum gekk aldrei verk hendi firr, fremur en áöur, og var aö stækka og endurbæta gripahús sfn þegar kalliö kom. Hann féll þvi i starf- inu miöju. Sjálfsagt var þaö honum meira aö skapi, en aö vera lengi ör- kumlamaöur. Sumarliöi var jarösettur aö Garps- dai 21. september, 1974; aö viöstöddu meira fjölmenni, en ég minnist aö hafa séö þar endranær. Voru margir langt aö komnir. Bar þaö vitni þeim miklu og almennu vinsældum, sem hann naut. Blessuð sé minning Sumarliöa Guö- mundssonar. Hans mun lengi minnzt sem eins bezta sonar þessarar sveitar. Grímur Arnórsson Sólveig Hvannberg f. 20.8. 1898 d. 20.2. 1977 Það var átakanlega fámennt f Foss- vogskirkju viö útför Sólveigar, er þar fór fram þriðjudaginn 1. marz. Vart munu minningagreinar um hana taka mikiö rúm í blöðum. Kynni okkar hóf- ust á þeim tveim árum sem ég var þjónustustúlka á Grund. Var Sólveig þá meðal þeirra vistmanna þar sem ég annaðist að einhverju leyti. 1 safni minninganna um margt gott vistfólk þar er mér hvaö kærust minn- ingin um þessa konu. Var þaö máske meðal annars vegna þess, hversu fáa hún átti sér nákomna. Hún var alla tfö ógift og barnlaus. Virtist yfirleitt eiga fátt náinna skyldmenna. Það var þvi svo, að þegar hún ei lengur haföi fóta- vist, en ég farin frá starfi á Grund, þá var mér ljúft aö koma i heimsókn til hennar, sem helzt heföi þó átt oftar aö vera, þvi ég taldi þaö henni fremur til ánægju, sem það var mér engu siöur. Og sérstaklega vil ég þakka þ innri gleöi sem það veitti mér, aö geta, eftir ósk hennar, heimsótt hana skömmu fyrir andlátið. Sólveig var komin frá Stokkseyri. Fædd þar tveim árum fyrir aldamótin. Auövitaö ekki á sérstakri fæöingadeild eins og gjöldi barna nú. En svo varö þaö hennar siöustu jarö- vistarár aö hún veröur vistföst á einu stærsta og fjölmennasta heimili lands- ins. Ég vil segja fjölmennri fæöinga- deild, þvf þaöan veröa svo vistaskiptin sem allra bíöa og engin ætti fyrir aö kvföa. Þegar við dauöa holdsins, sálin leysist úr fjötrum jarölífsins, er sem hver og inn fæöist til eilffs lífs. Ég kveö svo kæra vinkonu mina og biö alfööur veita henni alla blessun I þeim eilifðar heimkynnum. Sigurrós Kristjánsdóttir + 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.