Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 16

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 16
enginn, hvorki skyldur né vandalaus, hafi séö hann skipta skapi. Hann gat veriö fastur fyrir og lét þá ekki hlut sinn þó að eftir væri leitað. Þorkell var hlédrægur að eðlisfari, fámáll hversdagslega og þagmælskur, en gamansamur gat hann verið og alltaf hlýr í viðmóti. I vinahópi var hann glaðastur allra, ' enda gæddur sérstæðu og persónulegu skopskyni, hnyttinn i svörum og spaugsamur. A sinum yngri árum iðkaði hann taflmennsku nokkuð og var vel liðtækur á þvi sviði, hefði vafalaust getað náö langt á þeirri braut, ef hann hefði lagt meiri rækt við þá iþrótt. Þorkell tók ekki mikinn þátt i félags- málum,enda áttu þau störf, sem hann stundaði oftast nær óskipta atorku hans.Hann varþóáyngri árum virkur félagi i Ungmennafélagi Bolungavikur og starfaði í þvi félagi um skeið. Samborgarar hans höfðu þó auga fyrir starfshæfni hans og kvöddu hann til starfa i almenningsþágu og þá stóð ekki á honum að svara kallinu, þegar til hans var leitað. Hann var kosinn i hreppsnefnd Hóls- hrepps á lista Sjálfstæðisflokksins árið 1958 og sat i hreppsnefnd til ársins 1966. I einkalifi sinu var Þorkell hamingjumaöur, hann kvæntist 24. desember 1944, Margréti Þorgils- dóttur ætaðri úr Bolungavik. Hún bjó honum einkar hlýlegt og smekklegt heimili á Skólastig 7 i Bolungavik og þar hafa þau búið lengst af sinum búskap. Hjónaband þeirra hefur verið ástúðlegt og farsælt, enda hefur hún staðið ótrauð við hlið hans i nærfellt þriðjung aldar. 1 langvinnum veik- indum hans hefur hún bezt sýnt, hve mikilhæf hún er og hvað i henni býr, með sinum óbifanlega kjarki og dugnaði. Margrét lifir mann sinn ásamt 5 börnum þeirra, en þau eru þessi: Guðlaug Málfriður gift Guðbrandi Benediktssyni rafvirkjameisatara. Helga Jóna kennari, gift Stefáni Þórarinssyni lækni á Egilsstöðum. Katrin lögreglukona gift Berki Skúla- syni lögreglumanni. Bjarni Jón, 19 ára i menntaskóla og Anna Sigriöur 12 ára i foreldrahúsum. Dóttursynirnir eru orðnir þrir og tveir þeirra heita nöfnum afa sins. Þeir voru honum mjög kærir og ég hygg að þeir hafi verið skærustu sólar- geislarnir, sem skinu á sjúkrabeö afa sins. Þorkell var mikill heimilisfaðir, góður faðir barna sinna og heimilið var honum allt. Þar vildi hann helzt vera i faömi fjölskyldunnar, þær stop- Steinberg F. 14. júli 1928 D. 3:. janúar 1977 Fáein kveðjuorð Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörö- in. Einir fara og aörir koma i dag. Þvi alltafbætast nýir hópar i sköröin. Feröalagi Steinbergs vinar okkar er lokiö hér á jörðinni, fyrr en nokkurn varði. Það má vera, ef á heildina er litið, að nýir hópar komi i sköröin og maður i manns staö. En skarðið sem komið er i litla feröahópinn okkar frá undanförnum sumrum stendur autt. Minningarnar frá þeim ferðalögum fylla hugi okkar allra og söknuðurinn gripur mann. Söknuöur þess sem var og kemur aldrei aftur. Við minnumst góðs nábýlis frá Sól- völlum 19og síðar i Dalsgeröi, ekki sizt er við vorum að koma i stand ibúöun- um okkar hérna, hve hann var áhuga- samur og nákvæmur við aö hafa hvert verk sem unnið var sem vandaðast og nákvæmast. Þvi vandvirkni og sam- vizkusemi Steinbergs var við brugðiö af öllum þeim sem þekktu hann. Þar hallaöist ekki á með þeim hjónunum, enda bar heimili þeirra þess gleggst vott. Ætlunin er ekki að fara aö rekja hvorki ætterni né æviágrip Steinbergs, þvi hafa aðrir gert góð skil. Aðeins aö tina fram nokkrar glefsur úr minning- unum og þakka forsjóninni fyrir að hafa átt samleið með honum, bæöi i hversdagslífinu og eins um fagrar sveitir, fjallvegi og óbyggðir þessa ulu stundir, sem hann átti frá umsvifa- miklum og erilssömum §törfum. Þorkeli frænda minum á ég skuld að gjalda, sem héðan af verður ekki goldin til fulls. Ég átti þvi láni að fagna að búa á barns og unglingsaldri i þrjá vetur á heimili móður hans og þeirra systkina, ekki þarf að orðlengja það, að mér hefði ekki liðiö betur i foreldra- húsum. Mest hændist ég samt að þessum stóra og hlýja frænda minum sem alltaf var heima og var mér svo góöur, aö mér fannst hann vera stóri bróðir Ingólfsson lands, og notið með honum og fjöi- skyldu hans nærveru viö islenzka náttúru. Minnisstæður er dagurinn 6. ágúst 1975, einn af þeim fáu sólskinsdögum, sem Suðurlandið haföi upp á aö bjóöa það sumariö. En þann dag voru 26 ár liðin siðan hann kvæntist Vildisi Jóns- dóttur, sem ætiö hefir staöið traust við hliö hans og veitt þeim Steinberg og einkadótturinni Ingibjörgu Kristinu þá hlýju og notalegheit, sem hvert heimili þyrfti aö vera aönjótandi, enda mat hann störf hennar að verðleikum. Við sendum þeim mæðgum innilegar samúðarkveöjur og biðjum Guð aö styrkja þær og bera smyrsl á sárin. Hafi nokkur maður veriö undir það búinn aö vera hrifinn til annars heims á snöggan hátt, þá var það Steinberg. minn, liann tok mér lika eins og aö eg væri litli bróðir hans. Allt þetta og ótalmargt annað þakka ég og fjölskylda min nú að leiðar- lokum. Við biðjum honum allrar blessunar handan við móðuna miklu. Margréti, börnum hennar og barna- börnum, systkinum hans og öðru venzlafólki sendum við innilegustu samúðarkveðjur og biðjum hinn hæsta höfuðsmið, að styðja þau og styrkja i raunum þeirra og sorg. Guð blessi þig frændi minn. Jón ólafur Bjarnason 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.