Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 48

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 48
t t dag kveðjum viö Jón Arnason, fyrrverandi banka-og framkvæmdastjóra, einn af mætustu sonum þjóðar vorrar, og sem um langan aldur hafði innt af hendi mörg hinna mikil- vægustu starfa þjóðfélagsins á þann hátt sem mikils er metið og oft að verðleikum. Hann var gæddur þeim hæfileikum, sem hverjum forystumanni eru nauösynlegir, en of fáir.eiga: árvekni, fyrirhyggju, framsýni, afburða dugnaði og skyldu- rækni, samfara sivakandi áhuga á hverju starfi, sem hann haföi á hendur tekizt. t»essir eiginleikar hans voru svo aug- ljósir, að þeim hlaut að verða veitt athygli af fjölda þeirra er af honum höfðu kynni. Jón var fæddur og alinn upp hjá fólki sinu i Skagafiröi en fór til náms i Möðruvallaskóla og tók próf frá Gagníræðaskólan- um á Akureyri 1905. Að loknu skólanámi þar gerðist hann far- kennari i átthögum sinum og i Húnavatnssýslu næsta áratug- inn, en stundaði margs konar störf að sumrum, bæði til lands og sjávar. Um þritugsaldur breytti hann til um störf. Fór tii Kaupmannahafnar og var þar veturinn 1916-’ 17. Þennan vetur vann hann viö og kynnti sér starísemi kaupíélaganna i Dan mörku, en fór siðan heim til tslands voriö 1917 og geröist starfsmaður Sambands isl. samvinnufélaga, sem þá stofn- aði heiidsölu i Reykjavik, og varð Jón þvi fyrsti fastráðni starísmaður Sambandsins og hjá þvi vann hann til ársloka 1945, eða meira en 28 ár. — Þeg- ar starfsemi Sambandsins skiptist i deildir, geröist hann framkvæmdastjóri útflutnings- deildar þess, en það varð fljótt mikiö starf og vandasamt, ekki sizt á erfiðleikaárum eins og 1921 -’23 og 1931-’33. Hann varö aö sjálfsögðu og flótlega aö hafa aðstoðarmenn við þessi störf, og munú þeir Svavar Guðmunds- son, siðar bankastjóri á Akureyri, og Stefán Rafnar, sið- ar aðalbókari Sambandsins, hafa verið hinir fyrstu er urðu hjálparmenn hans, báðir ágætir starísmenn, hvor á sinu sviði. Brátt gerðist Hallgrimur Kristinsson, hinn eldheiti hug- sjónamaður samvinnustarfsins, forstjóri stolnunarinnar — en hans naut skammt við og and- aðist i janúar 1923. Færðist þá vandinn og starfið meira á Jón Arnason en verið hafði, en brátt rættistúr þvi, erSigurður, bróð- ir Hallgrims, gerðist forstjóri, einn hinn prúðasti og samvizku- samasti maður, er gott var að kynnast, en þeir Jón tókust á við erfiðleikana i störfum Sam- bandsins, er stundum voru miklir á þeim tima. Mörg kaup- félögin, sem störfuðu um og eftir 1920, voru ljárvana og urðu að njóta aðstoðar Sambandsins um marga hluti eins og von var til. Ég tel að þeir Jón og Sigurður hali innt af hendi mjög mikil störf á þessum tima, sem þurfti fórnarlund og framsýni til. — Við borttför Jóns frá Samband- inu 1945 hygg ég að Sambandið hafi verið ein af fjársterkustu stofnunum landsins og hvar- vetna mikiis metið. Bankastjórn Jóns er ég minna kunnugur, en veit aö hann var hinn sterki og ákveðni maður, sem gerði sér grein fyrir þvi sem var aö gerast i landinu, hvað var nauðsynlegt að gera og hvað gat beðið um stund. For- sjálni og fyrirhyggja var honum i blóð boriö. Það mun hafa verið mjög að ráði Jóns að, afurðasölulögin voru sett árið 1934 og að hans til- lögum farið um mörg ákvæði þeirra, en þau hafa orðið islenzkum landbúnaði til meiri farsældar en flest annað á þvi timabili sem siðan er liðið, enda lét Jón sér mjög annt um hversu færi með framkvæmd þeirra. Störf hans fyrir Sölusamband isl. fiskframleiðenda munu og hafp verið hin mikilvægustu. Sama mun og hafa verið um starf hans i stjórn Eimskipa- féiags Islands, en þar átti hann sæti marga áratugi, fvrst stjórnskipaður en siðar kosinn af hluthöfum meöan hann gaf þess kost. Aö loknu tuttugu ára banka- stjórastarfi við Landsbankann, sem þá var einnig Seðlabanki landsins, gerðist Jón einn bankastjóra Alþjóðabankans i Washington um tveggja ára skeið. Smaladrengurinn norðan af Vatnsskarði var þar með kominn i hóp helztu fjármála- jöfra heimsins. Það var löng leiö og viðburðarik og aðeins fáum fær. Ég færi Jóni Arnasvni þakkir ivrir langa og innilega vináttu og allt það sem ég hefi notiö af hans liendi og heimilis hans, jafnlramt þvi sem ég mrnnist hinna mikilvægu starfa hans með eindregnum þökkum og virðingu. Jón kvæntist 8. jan. 1925 Sig- riði, dóttur Björns Sigfússonar alþingismanns á Kornsá, góðri konu og mikilhæfri, sem hæfði manni sinum. Börn þeirra voru þrjú. tveir synir og ein dóttir Dóttirin lézt af slysförum á fermingaraldri, dáð af öllum er hana þekktu, og það hygg ég hafa verið foreldrum hennar báöum hiö mesta sorgarefni æv- innar, er hún féll frá með svo sorglegum hætti. Synirnir báðir, Arni og Björn, eru myndarmenn sem þeir eiga ættir til og starfa aö mikilsverðum málum af áhuga. Jón var heimakær og mat heimili sitt og fjölskyldu um- fram það sem viðast gerist. Siðustu árin. einkum hið sið- asta, var honum sjálfum og allri fjölskyldunni mjög þungt i skauti sökum þungra veikinda hans og raunar þeirra hjóna beggja. Ég votta frú Sigriði, sonum hennar ogástvinum, innilegustu samúö og biö þeim öllum far- sældar um ókominn ti'ma. Jón ivarsson t Að leiðarlokum hér langar mig ar• rifja upp helztu minningar systra og frændfólks um Jón Arnason fv. bankastjóra. Jón Arnason var maður mik- illar gerðar eins og hann átti kyn til. Hann var fæddur aö Syöra- Vallholti i Skagafirði 17. nóv. 1885, sonur Guörúnar Þorvalds- dóttur frá Framnesi i Blönduhlið og Arna Jónssonar snikkara frá Haugsstöðum I Vopnafirði. Jón flutti meö foreldrum sinum, þá á fyrsta ári, að Borgarey i sömu sveit, en 3ja ára gamall missti hann föður sinn. Móðir hans giftist aftur tveimur árum siðar mætum manni Pétri Gunnarssyni frá Skiðastöðum i Laxárdal, og varð þeim samvista auðið i 33 ár. Arið 1893 flytur Jón með móður sinni og stjúpa að Löngumýri i Hólmi, en þar bjugu þau i sex ár. En árið 1899 fluttu þau með fjöl- skyldu sina að Stóra-Vatnsskarði, keyptu jörðina og bjuggu þar siðan. Alsystkini Jóns voru tvö, Ingibjörg og Arni, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Hálf- systkini hans voru fjögur, Þor- valdur, Benedikt og Ingvar Gunnar allir látnir og Kristin yngst. Ennfremur tóku þau Guörún og Pétur fósturdóttur, Guörúnu Ingibjörgu Nikódemus- dóttur, en hún dó á þrettánda ári. 1 þessum systkinahópi ólst Jón upp viö þá beztu sveitamenningu, sem þá ríkti. Jón hafði á unglingsárum mikinn áhuga á þeim iþróttum, sem helzt voru dægrastytting á þeim árum, og var meöal annars einn af stofn- endum Ungmennafélags Seylu- Islendingaþættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.