Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 20

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 20
jaröarinnar eins og hún var til forna, þá eign Hólastóls. betta var talin allgóö bújörö miöaö viö forna búskaparhætti. Vel gróiö land bæöi heima um sig og til heiöarinnar og landrými talsvert mikiö, — blautlent nokkuö á svæöum heima viö. Hlunnindi af silungs- og laxveiöi einhver, rjúpnaland einnig taliö til hag- ræöis. Ættfólk Arna hefir búiö I Skóg- um i nálega tvö hundruö ár, þrátt fyrir mikla umhleypinga I búsetu á íslandi á þeim tima. Búseta ættarinnar hefst meö þvi, aö áriö 1786 flytjast aö Skógum Arni Bessason og kona hans Guörún Gisladóttir. Arni dó 1793, en hún bjó þar ekkja til 1809. Til hennar fluttist sem ráösmaöur Siguröur Þorgrimsson, er veriö haföi lengi ,,forverksmaöur”á Vikingavatni i Kelduhverfi. Hann kvæntist dótt- ur Guörúnar og Arna, Kristinu, sem var 35 árum yngri en hann. Þau bjuggu i Skógum hálfan ann- an áratug. bá varö hann i janúar 1823 úti á Skaröshálsi, sem var kafli af kaupstaöarleiöinni frá Skógum til Húsavikur. Var Sig- uröur þá kominn yfir sjötugt. Er talinn hafa verið merkisbóndi. Kristin giftist aftur, seinni maöur hennar var Siguröur Arnason. Bjuggu þau I Skógum til 1837. Arni Sigurösson Þor- grimssonar (sonur Kristinar af fyrra hjónabandi) bjó i Skógum 1831-1863. Kona hans var Björg Pálsdóttir, hreppstjóra aö Vogum i Mývatnssveit, Jónssonar. Hún var systir séra Þorsteins Páls- sonar á Hálsi, af Reykjahliöarætt eldri. Þetta voru talin mjög merk hjón. Sonur þeirra var Sigurpáll, faöir Arna, sem nú er nýlátinn. Kona Sigurpáls (og móöir Arna) var Guöný, f. 1835, Ölafsdóttir, bónda aö Undirvegg i Keldu- hverfi, Arnasonar bónda á Tjörn i Aðaldal Ólafssonar úr Fnjóskadal Arnasonar. Sigurpáll fæddist i Skógum áriö 1832 og bjó þar frá 1863 til dánar- dægurs. Hann varö úti á Skaröa- hálsi i nóv. 1889 á leið úr kaup- staö. Hlaut sama dauödaga og afi hans, aö veröa úti á Skaröahálsi. Sigurpáll var vaskur- maöur talinn. Guöný bjó áfram ekkja með börnum sinum til 1896. Hún andaöist 1898. Börn hennar uröu 9. Til fulloröinsára komust, — auk Arna, sem var yngstur —: 1. Ólina Katrin f. 1859, húsfreyja aö Klömbrum i Aöaldal, gift Jóni Þóröarsyni bónda þar. Hún and- aðist 1930. 2. Kristin Rósa f. 1865, giftist Hallgrimi Halfdánarsyni úr Fjöröum i S.-Þing. Fóru til Vesturheims. Hún dó 1957. 3. Björg, f. 1869, giftist Arna Sörenssyni, bónda á Kvislarhóli og viöar. Hún dó 1944. 4. Hólmfriður, f. 1873, varö 20 seinni kona Jóns Eyjólfssonar smiös, sem lengi var kenndur við Uppsali á Húsavik. Hún andaöist 1956. Oft var margt fólk til heimilis i Skógum meðan þröngbýlt var i sveitum og hús.mennskur tiökuö- ust. Fólk hokraöi viöa á litlum skikum lands og lét sér meira aö segja nægja eitt stafgólf i litilli baðstofukytru til ibúöar. Nú eru risin fyrirferöarmikil nýbýli i landi hinnar fornu jaröar Skóga — og „allt er oröíö breytt.” Ariö 1869 byggöi Siguröur Arnason, bróðir Sigurpáls, upp eyöibýlið Dýjakot i Skógalandi. Hann var faöir Páls, sem bjó i Skógum II 1902-1940, seinnihluta þess tima meö aöstoö duglegra barna sinna. Siguröur, sonur Páls, mikill framkvæmdamaður, keypti Dýjakot,.reisti nýbýlið Skógahlfö I Skógalandi og lagöi Dýjakot undir nýbýliö. Byggöi hann upp- haflega i fátækt, en endurbyggöi s.iöar Skógahliö sem fyrir- myndarbústaö fyrir fólk og bú- Œog hlaut verðlaun fyrir g og umgengni. Samhliða nytjuöu Siguröur og bróöir hans, Helgi, Skóga II meö þeirri samvinnu, sem þeir töldu sér hent hverju sinni og aldrei varö aö ágreiningi. Helgi dó 18. jan. 1974. Siguröur er hættur bú- skap vegna heilsubilunar, og hef- ir afhent vandamönnum búsaö- stöðuna. Siguröur Pálsson hefir ósjaldan sagt mér, aö sér hafi þótt lær- dómsrikt og uppörvandi aö alast upp I námunda viö veiöisnilli og vinnumetnaö Arna Sigurpálsson- ar frænda sins. III Arni Sigurpálsson var aöeins tólf ára, þegar faöir hans dó, 57 ára, meö sviplegum hætti eins og áöur er getiö. Hart haföi veriö I ári og gengið á bústofn manna. Guöný, móöir Arna, varö aö búa áfram, annaö vænlegra var ekki um aö ræöa. Hún var kjarkgóö og ráödeildarsöm en ,,ég var eina karlmannsmyndin á heimili hennar og ekki bústólpalegur”, sagöi Arni. Systur hans voru ým- ist farnar að heiman eöa að fara. Þær voru aö vísu vel verki farnar og duglegar, en þurftu aö sjálf- sögu aö hugsa um sinn hag og köllun. Árni var smár vexti en knár og fylginn sér. Fólkið kallaði hann bústjóra — og honum fannst þaö lika ætlast til aö hann væri bú- stjóri. Oft hafði ég gaman af aö heyra hann á efri árum slnum segja frá bústjórn sinni. Hann sagði frá af miklum næmleik og haföi alltaf hliösjon af hinu skop- lega. „Búsáhyggjurnar lögöust þjak- andi þungt á mig”, sagöi hann, ,,en þó var ég innra meö mér alls ekki laus viö aö vera dálitiö mont- inn af stððunni. Þaö mont varö ónotalega oft fyrir áföllum, t.d. þegar bundið var heyband. Þá reýrðu systur minar aö böggún'- um og létu þá upp á klakkana. A meöan þær gerðu þetta, reyndi ég aö horfa í aðrar áttir.” En þetta var nú bara fyrstu árin. Bezt sagöi hann/aö sér heföi liöiö sem bústjóra i draumum stundum, þvl þá var hann verijúlega sá sterki, sem allt gat. Þannig voru frásagnir hans um sjálfan hann gamansemi kryddaöar honum til útgjalda. Gaman var aö heyra hann segja frá þvi, þegar hann skaut fyrsta refinn. Þaö mun hafa veriö 1892. Faöir Arna haföi veriö grenja- skytta frá þvi aö hann var rúm- lega tvitugur og þar til hann féll frá, eöa á fjóröa tug ára. Hann haföi kennt syni sinum aö fara meö byssu, þótt ungur væri: æft hann viö að skjóta I mark og látiö hann ganga til rjúpna meö sér. Arni hafði verið námfús á þetta. Aö fööur sinum látnum erföi Arni skotvopn hans, sem var ofan- ihlæða, er hlaöa mátti mjög misstórum skotum eftir þvi á hvað skyldi skjóta. Þetta áöurnefnda vor um sumarmálin fór skæöur dýrbitur aö láta til sin taka i Hverfinu. Enginn sá hann, en á skömmum tima fundust eftir hann I heima- högum þriggja bæja nokkrar kindur, ýmist dauðar eöa hel- særöar. Voru þetta bæöi gemling- ar og fullþroska ær. Og þegar sauöburöur hófst hurfu lömb hér og þar i byggöinni , og þótt vist aö dýrbiturinn væri valdur aö hvarfi þeirra. Ekkert greni meö ummerkjum ilegu eöa umgangs fannst, þótt leitað væri. Þótti nú sem eölilegt var vá fyrir dyrum, og ennþá meiri, þegar aö þvi kæmi, aö fé færi aö leita til afrétta sem þarna er Reykjaheiöi og Þeistareykja- land. Um þaö bil sjö vikur af sumri var kvatt til einvalalið, tólf menn úr sveitinni, og átti þaö aö gera samstillta leit aö grenjutn og ref- um um heiðina alla innan fjalla, undir forustu grenjaskytt- unnar, sem það ár var Jón Pétursson frá Reykjahliö, sem þá var bóndi á Reykjum i Reykja- hverfi. Var liöinu að kvöldi dags stefnt að Sköröum, hinu sögu- fræga býli Ófeigs Járngeröarson- ar. Þaðan þótti hentugast aö gera herferöina og vænlegast aö hefja hana aö næturlagi. Ekki var Arni litli, bústjóri i Skógum, kvaddur til aö vera meö i leiöangri þessum. En hann bað um aö fá aö fara meö og var ekki synjað um þaö svona til ofan- álags, — og varö hann þvl hinn Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.