Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 28
IVI 1 N N ING Steinunn Sigríður Magnúsdóttir Fædd 10. nóv. 1894 Dáin 6. des. 1976. Steinunn Magnúsdóttir var fædd aö Gilsbakka i Hvitársiöu 10. nóv. 1894. Foreldrar Stein- unnarvoru Magnús (f. 30.6. 1845, d. 31.7. 1922) prestur aö Gils- bakka, prófastur og alþm., And- résson bónda aö Syöra-Langholti i Hreppum, Magnússonar btínda þar, Andréssonar, og kona hans Sigriöur (f. 15.6. 1860, D. 24.8. 1917) Pétursdóttir verzlunar- manns hjá Lefoli á Eyrarbakka, en þar fæddist Sigriöur, og siöan bónda aö Höfn i Melasveit, Sigurössonar, Bjarnasonar ridd- ara Sivertsen, hins þekkta at- hafnamanns i Hafnarfiröi. Steinunn var hiö fimmta i röö átta barna, er þau Magnús og Sigriöur eignuöust og á legg komust, en þau voru Andrés (f. 11.6.83, d. 10.6.16). Sigriöur (f. 10.7.1885) barnakennari og for- stööukona barnaheimila, Pétur (f. 10.1. 88, d. 26.6.48) lögfræö- ingur, bankastjóri, alþm. og ráö- herra, Katrin (f. 1.2.90) d. 7.6.72), er lengi starfaöi viö bæjarbóka- safn Reykjavikur, Steinunn, Guörún (f. 16.3.96, d. 9.9.43), hús- freyja aö Gilsbakka, Ragnheiöur (f. 17.8.97) húsfreyja aö Skelja- brekku og siöar Hvitárbakka i Borgarfiröi og Sigrún (f. 19.4.99) hjúkrunarkona og forstööukona Heilsuverndarstöövarinnar I Reykjavik. Steinunn ólst upp i föðurhúsum til 20 ára aldurs er hún þ. 27. júni 1915 giftist frænda sinum As- mundi (f. 6.10.’88, d. 29.5.’69) Guömundssyni prests að Reyk- holti i Borgarfiröi, Helgasonar bónda i Birtingarholti, Magnús- sonar, bónda i Syöra-Langholti i Hreppum, Andréssonar. Hjóna- vigslan fór fram i Reykjavik og gaf séra Kjartan Helgason, fööur- bróöir Asmundar þau saman. Þremur dögum áöur haföi As- mundur veriö vigöur aöstoöar- prestur til séra Siguröar Gunnarssonar i Stykkishólmi. Þau Asmundur og Steinunn flutt- ust þegar til Stykkishólms og bjuggu þar til vorsins 1919 er As- mundur var skipaöur fyrsti skólastjóri hins nýstofnaöa alþýöuskóla á Eiöum. I Stykkishóimi höföu þeim hjtínum fæözt tvö börn, Andrés og Þóra, og Steinunn gekk nú meö þriöja barn sitt. Frá Stykkishólmi fór f jölskyldan á skipi til Reykja- vikur. Þaöan fór Asmundur austur að Eiöum, en Steinunn fór i máimánuöi meö börnin sjóleiöis upp i Borgarnes og var sótt þangaö á hestum frá Gilsbakka. Þar dvaldist hún svo um veturinn 1919-20. Þar eignaöist hún um sumariö dóttur, sem skirö var Sigriöur eftir móöurömmu sinni, er látin var tveimur árum áöur. Tii þessarar litlu dótturdóttur sinnar geröi séra Magnús þessa visu. Litla Sigga barniö bezt bliöa gæfu finni. Ó, aö hún likist æ sem mest ömmu og nöfnu sinni. Steinunn dvaldi meö börn sin aö Giisbakka þennan vetur. Þar var þá bústýra hjá séra Magnúsi hin elzta af dætrum hans, Sigriöur. Heima i fööurhúsum var þá af dætrunum einnig Guörún, en Ragnheiöur og Katrin dvöldu þennan vetur i Danmörku og Sigrún var hjúkrunarnemi á Laugarnesspitala, þá aö hefja hjúkrunarferil sinn. Sumariö eftir fór Asmundur, maöur Steinunnar, i feröalag um Noröurlönd aö kynna sér stjórn og starfshætti alþýöuskóla erlendis. Dvaldist hann meöal annars viö lýöháskóla i Dan- mörku og viö alþýðuskóla i Sig- túnum i Sviþjóö. Steinunn fór utan nokkru á eftir Asmundi og feröaöist meö honum bæöi um Sviþjóö og Danmörku, en hélt heim aftur frá Kaupmannahöfn i byrjun ágústmánaöar, áöur en hann haföi lokiö erindum sinum. Uröu þær systur, Steinunn og Ragnheiöur, þá samskipa heim frá Höfn. Siöari hluta ágúst- mánaöar flutti svo fjölskyldan austur aö Eiöum. A Eiöum voru þau hjónin i átta ár. Asmundur var i niu ár skóla- stjóri Eiðaskóla, en snemma árs 1928 var hann settur dósent I guö- fræöi viö Háskóla Islands frá 1. april aö telja. Varö hann þá aö fara suöur þetta snemma vors þar sem aökallandi var, aö hann kæmi þá þegar til kennslustarfa og prófa i guöfræöideildinni, en hann tók þar viö af Haraldi Niels- syni, sem þá var nýlega látinn. Að lokinni vorönn i háskólanum fór Asmundur aftur austur aö sækja fjölskyldu sina og búslóö. Þau Asmundurog Steinunn höföu áunniö sér miklar vinsældir aust- anlands þau ár, sem þau voru aö Eiðum og var þeim sýndur mikill vottur þessa er þau nú kvöddu skólann og héraðiö. Vináttubönd höföu veriö knýtt, sem héldust ævilangt bæöi viö Héraösbúa og viö „Eiöamenn”, en svo hafa þeir veriö nefndir, sem á Eiöaskóla höföu gengiö. Nú voru börn þeirra Steinunnar og Asmundar oröin sex aö tölu, hiö yngsta ársgamalt. Meö þeim aö austan flutti einnig Sigriöur, systir Steinunnar. Hún haföi um tima veriö kennari i hannyrðum viö Eiöaskóla, en lét nú af þvi starfi. Þaö var i byrjun septem- bermánaöar.sem þessi stóra fjöl- skylda flutti meö búslóö sina á bilum frá Eiöum niöur á Reyöarfjörö og steig samdægurs á skipsfjöl strandfeðaskipsins. 1 Reykjavik haföi Asmundur tekiö á leigu húsiö Laufásveg 25, en ekki bjó fjölskyldan þar nema einn vetur. Þau hjónin hófust þá um veturinn'þegar handa um aö byggja yfir sig. Ariö 1928 gerðist Helgi, bróöir Ásmundar, verzlunarerindreki Islands á Spáni. Helgi haföi áöur fest sér lóöina á Laufásvegi 75, en afsalaöi sér henni nú til Asmund- ar bróöur sins og Magnúsar Helgasonar fööurbróöur þeirra, skólastjóra Kennarasktílans. Siguröur Guömundsson, arkitekt, haföi teiknaö fyrir Helga ein- býlishús til að byggja á lóöinni, en breytti nú teikningunum þannig aö tvær ibúöir fengjust i þvi. Byrjaö var aö grafa fyrir grunni 28 Islendingaþættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.