Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 19
Arni Sigurpálsson bóndi í Skógum f. 2B/a 1878 d. 11/11 197« Hinn 20. nóv var Árni Sigurpálsson frá Skógum i Reykjahverfi S-bing til moldar borinn frá Húsavikurkirkju að viðstöddum fjölda vina og vanda- manna. Árni var fæddur að Skógum hinn 26. marz 1878 og var þvi á nitugasta og niunda aldursárinu, þá hann hlaut lög- máli dauðans og lézt af ellihrumleik i Sjiáírahúsi Húsavikur eftir alllanga legu þar. Arni var af þingeysku bergi brotinn og barn sinna átthaga, enda heimilisfastur i Skógum allt sitt lif og sivinnandi umhverfi sinu frá unglings- árum til ellidaga. Hann var yngstur niu systkina og heitinn eftir bróður sinum sem lézt 15 ára gamall. Arni hafði lifað tvenna tima og ýmislegt reynt sem ekki er óeðlilegt um svo gamlan mann. Einu sinni reri hann t.d. til fiskjar með Benedikt Sveinssyni sýslumanni á Héðinshöfða föður Einars skálds. Á Héðinshöfða varð Arni fyrir mjög minnisverðri lifsreynslu, er hann átta ára drengurinn samrekkti Arna Sigurðsyni afa sinum eina nótt og vaknaði til þess að gamli maðurinn var látinn i rúminu. Þegar Arni var aðeins 12 ára missti hann föður sinn á sviplegan hátt. Segja má að uppfrá þvi hafi hann gerzt forsvarsmaður á heimili móður sinnar. Heimili sinu sá hann jafnan afbragðsvel farborða, hversu sem áraði og þótt undir högg væri að sækja. Snemma bar á þvi að Arni var aflamaður hinn mesti og fengsæll i hvers konar veiðimennsku. Sakir þess var honum aðeinsl4 ára gömium falinn sá trúnaður að gerast grenjaskytta sveitar sinnar og þvi starfi gegndi hann farsællega af óeigingjarnri trúmennsku um hálfrar aldar skeið. Arni var maður ekki stór vexti en snar i hreyfingum og vel iþróttum bú- inn á yngri árum, enda kappsamur og harðfylginn ef þvi var að skipta. Hann var glaðsinna og viðræðugóður jafnan boðinn og búinn öðrum til hjálpar og manna viðbragðsfljótastur þá á lá, enda oft til kallaður og ekki hvað sizt ef válega hluti bar að höndum. Kjark- ur var honum i blóð borinn og er þvi afreki oft við brugðið er hann með ein- stöku snarræði barg sjálfum sér ásamtöðrum manni i áralausum báti á blábrún Æðarfoss i Laxá (Sú saga hefur verið skráð. Snar þáttur i lifi Árna voru ferðalög bæði skemmri og iengri sem hann fór fyrir sjálfan sig og aðra. Þau voru mörg æði volksöm og munu oft hafa reynt hann til hins ýtrasta hvað þrek snerti, þótt ekki þægi hann mikið að launum i þvi sambandi. Árni var maður fróður um margt og minnugur vel tii efstu ára, frásagnagáfu hafði hann góða og mikla frásagnargleði. Frásagnir hans voru mörgum til fróðleiks og skemmtunar og gerðu hann ennþá ógleýmanlegri og sér- stæðari persónuleika i augum sam- ferðamannanna. Tuttugu og eins árs gekk Árni að eiga heitkonu sina Guðrúnu Sörens- dóttur, sem var mannkostakona þing- eyskrar ættar og uppalin með foreldr- um sínum á ýmsum bæjum i Köldu- kinn. Hjónaband þeirra var farsælt og varð þeim 4 barna auðið. Guðný hús- írevja i Skógum var þeirra elzt og lifir nú föður sinn, Sigþór lézt á öðru ári og sömuleiðis Hólmfriður, Hólmfriður Sigþóra var yngst, en náði ekki nem'a 14 ára aldri. Guðrún kona Árna lézt svo veturinn 1948 svo liann átti löngum mikils að sakna vegna ástvinamissis þótt ekki bæri hann tilfinningar sinar á torg i þvi sambandi. Iljá dóttur sinni Guðnýju og tengdasyni si'num Gunn laugi Sveinbjörssyni átti Ami athvarf þá starísorku þraut. Þótt aldrei teldist Arni búhöldur mikill þá var það hon- um óblandin ánægja á efri árum að sjá Gunnlaug tengdason sinn og afkom- endur hefja sjálfseignarjörð hans til mikils vegs i búskaparlegu tilliti og er það vel farið. Þótt ég hafi hér drepið á nokkur atriði i hinu langa lifi Arna i Skógum þá ætla ég ekki að skrifa ævisögu hans, þvi til þess skortir mig flest föng. Eg minnist hans sem hins glaðværa, óeigingjarna og hrekklausa manns með einlægni barnsins i augunum. Ég minnist hans sem fulltrúa fornra dyggða og fallinna kynslóða. Þess manns, sem varðveitt hefur barnstrú sina um óramörg ár og náð landsýn handan við gröf og dauða. Ég hygg að þeir sem hann þekktu vildu taka i sama streng er ég nú að lokum þakka honum langa samfylgd, hjálpsemi, vináttu og trölladyggð. Laxamýri 20. des. 1976 Vigfús B. Jónsson. t Ami var fæddur i Skógum i Reykjahverfi i Suður-Þingeyjar- sýslu og átti þar heima allan sinn aldur, sem varð svo hár, að hann vantaði ekki, nema rúmlega eitt ár i öld. Ævi hans spennti yfir óhemjulegt reynslusvið, þvi þó aö hann ætti alla tið heimili á sama býlinu gerði lifið sér óteljandi er- indi til hans og margbreytileg. Og auk þess er það I þessu sambandi aðalatriði, aö æviöld Arna I Skóg- um bar i skauti sér meiri og hrað- ari breytingar i mannheimi — eöa réttara sagt byltingar- en nokkur öld önnur siðan sögur hófust. Það þarf sterkar og hraustar taugar til þess að þola slik ósköp, eins vel og Arni geröi, og halda frumleika sinum heilum. Arni gat með sanni sagt meö skáldinu, þegar hann horföi til baka yfir hundrað árin: ,,Guö og menn og allt er orðiö breytt og ólikt þ’vi, sem var I fyrri daga.” II Abýli Arna Sigurpálssonar, Skógar I, var 5/8 hlutar af heild islendingaþættir 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.