Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 38

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 38
38 urland. Þá var ég staddur á Djúpavogi. Einar var þá enn jafn snar og kempulegur, sem hann átti vanda til. •Rikaröi kynntist ég heldur ekki, meöan hann dvaldi á Austurlandi ungur aö árum, þvi bæði var fjörður og vik milli vina. Snemma var þaö ljóst, hve miklar hagleikshendur voru á Rikarði. Þaö mun þvi hafa verið fullráöiö, strax um fermingarald- ur hans, að senda hann i útskurö- arnám til Stefáns Eirlkssonar myndskuröarmeistara sem einn- ig var ættaöur af Austurlandi. Þetta var þó ekki framkvæmt fyrr en Rikaröur var oröinn 17 ára. Helztu hvatamenn foreldra hans^ að koma honum til náms, voru þeir Páll H. Gislason, sem var önnur hönd Stefáns Guö- mundssonar verzlunarstjóra á Djúpavogi og heiðursmaðurinn GIsli Þorvarðarson i Papey, sem auk þess veitti Rikarði talsveröan fjárhagslegan stuðning. A þvi timabili var ekki um að ræöa að menn væru styrktir til náms af opinberu fé. Auk áðurgetinna manna, hafði Georg læknir á Fá- skrúðsfiröi séð smiðisgripi eftir Rikarð. Leizt honum vel á hand- bragð hans. Pantaði hann frá Danmörku skurðjárnasamstæðu og sendi Rikaröi að gjöf. Vorið 1905 lagði Rikarður leið sina til Reykjavikur. Þegar kom- iö var á legu Reykjavikurhafnar, sótti veröandFmelstarí hans, Ste- fán, hann um borö, ásamt vini sinum Jóni Halldórssyni i Gamla kompaniinu. Þar með var hann orðinn innlyksa hjá Stefáni. Undi hann nú hag sinum hið bezta. Fljótlega varö honum ljóst, aö Stefán var söngvinn og unni söng. Þar var Rikarður einnig með á nótunum. Stefán fekk Rikarð oft með sér á samkomur I K.F.U.M. og „Silóam”, sem þá var bæna- hús Daviös östlunds, til styrktar i söngnum. Rikarður kom einnig nokkrum sinnum i Melsteðshús i Hafnarstræti, þar sem sr. Friörik Friöriksson hafði samkomur fyr- ir unga menn. Þar lenti hann eitt sinn i tuski við ólaf Thors, sem harðnaði svo er á leið, að sr. Frið- rik varö að ganga á milli og sætta þá. Eftir þau átök urðu þeir mestu mátar og mun svo hafa verið ávallt eiðan. Þegar Rikarður kom til náms hjá Stefáni Eirikssyni, hafði hann meðferðis allmikið safn steinsmiða og aðra muni, er hann hafði smiðað undanfarin ár. Þetta voru aðalverðmætin, sem hann flutti með sér til höfuðstaðarins. Honum reið þvi á að geta komið einhverju af þessum gripum sin- um i verö. Þetta vor var i undirbúningi dönsk sýning 'i Kaupmannahöfn, þar sem tslendingum var boðin þátttaka i. Aðalsýningarnefndin hér á landi var vitanlega i höfuö- staðnum, með frú Jónassen i broddi fylkingar. Til hennar hafði Rikarður bréf frá smánefnd eystra, um það, að aðalsýningar- nefndin liti á tálgusmiöar hans, sem allar voru gerðar fyrir ferm- ingaraldur. Þau tvö ár, sem liðu frá fermingu hans ogþartil hann hóf útskurðarnám i höfuðstaðn- um, var hann vinnupiltur og smali á Hafranesi við Reyðar- fjörð, skar hann sama sem ekkert út, en var öllum stundum i smiðju Nielsar móðurbróöur sins. Járn- aði þá hákarlavaði og ýmislegt fleira. Tveim dögum eftir komuna til Reykjavikur var hann boðaður yfir i Jónassenshúsiö i Lækjar- götu. Sjálfum farast honum svo orö um komuna þangað, i skjaTT til Thorvaldsens félagsins, á 85 ára afmæli þess árið 1960: „Stefán meistari minn, bar með mér steintöskuna, kynnti mig fyrir frú Jónassen, i gangin- um, og afhenti bæöi mig og grjót- ið. Hún bauð mér strax inn I stóra stofu, sem mér virtist bókstaflega sneisafull af glæsilegasta kven- fólki á jöröu. Allt var þaö i Is- lenzkum búningi og forgyllt frá hvirfli til ilja, og svo mikilúðlegt, að mér lá við aösvifi af undrun og skelfingu. Þetta leiö þó furöu fljótt frá, þvi aö þessar glæsilegu kvinnur vóru hver annarri alúö- legri við snáðann.” Af öllum þeim aragrúa muna, sem Rikarður tók upp úr tösku sinni, voru honum minnisstæðast- ir ljón og fálkí, og siðast, en ekki sizt, heilt manntafl (32 taflmenn). Að stundu liöinni kallaði frú Jónassen nokkrar af konunum á fund I öðru herbergi. Þeim fundi lauk á þann veg, að þær keyptu alla smíöisgripina á þvi verði sem Stefán Eiriksson haföi verðlagt þá. Meginið af smiðisgripunum fór á sýninguna i Kaupmanna- höfn. Þó ekki fáikinn, þvi hann hafði barón von Jaden tengda- bróðir dr. Helga Pjeturss, keypt og gefið á safn i Dresden.Ljóninu mætti hann löngu siðar i Kaup- mannahöfn, hjá foreldrum skóla- bróöur sins. Vildi hann kaupa það, en eigandinn vildi alls ekki selja. Taflmennina tókst honum, aftur á móti að eignast siöarmeir. Þeir eru nú ásamt fjölmörgu öðru, i minjasafni hans á Grund- arstignum. Árið 1920 brá Rikarður sér i för til Italiu. Fullnægði hann þá sterkri útþrá, sem honum haföi i blóði brunnið undanfarin ár. Hann kom konu sinni og börnum fyrir i átthögunum eystra. Dálít- inn rikisstyrk hlaut hann til þess- •arar farar. 1 för þessari kynntist hann listaverkum suðrænna meistara, sem höfðu sterk og djúptæk áhrif á hann. Einna helzt verk italska myndhöggvarans Donatello. Veruleg kynni tókust ekki með okkur Rikarði fyrr en nokkru eftir heimkomu hans úr ttaliuförinni. En þvi nánari og innilegri urðu þau, sem við urðum eldri og sam- rýndari. Ekki spillti það heldur fyrir nánari kynnum, að kona min og hann voru þremenningar. Við leiðarlok þökkum við hin marg- þættu hlýju kynni og órofa tryggð frá hendi hans, ásamt minnis- gripum, sem prýða húsakynni okkar. Astvinum hans sendum við hin- ar hlýjustu samúöarkveðjur. Jón Þórðarson. t Það var eins og að koma i lltið himnariki, i helviti striðsáranna, að koma á Grundarstig 15. Þegar mannheimur skalf, af ágirnd, heiftog grimmd, flestar fréttir váleg- ar og sorti verri tiðinda grúfði yfir þungur og ógnvekjandi, þá var það eins og I öðrum heimi, að sitja i stof- unni á Grundarstig 15, þar sem hver hlutur var gerður af list og smekkvisi, og hlusta á Rikarð lesa eitthvað hnytt- ið, með sinni þróttmiklu og riku rödd. Frá þvi ég var barn, eða fór að taka eitthvað eftir mönnum og málefnum, hafði ég ótrúlega mikið dálæti á öllu, sem ég sá eftir Rikarö, þannig var það vist með mestalla þjóðina, ekki aðeins myndum, heldur einnig visum og greinum, sumt nærri læröi ég eins og þetta. „Dans er sizt lastverður, og marga ánægjustundina hef ég haft af dansi, hann liðkar likamann, fegrar fram- komuna og er sigursæll til ásta, en þegar farið er að dansa nótt eftir nótt, oft við reyk og vin, þá getur fariö af honum hiesti glansinn.” Þetta er, held ég, það eina, sem ég hefi séð af viti um dans um dagana. Hafi maður dáð eitthvað sem barn eða unglingur, og kynnzt þvi siðar, er hætt við að þaö svari ekki til hugmynd- anna og valdi vonbrigðum. Rikarði var ekkiþann veg farið, og verður bezt lýst með orðum sira Arna Þórarins- sonar á Stórahrauni, sem hann sagði við Rikarð, er þeir voru að tala um einhvern meöalmann: „Það er munur með hann blessaöan, og svo þessi ósköp, sem þér voru gefinn”. Rikarður var ekki einn á Grundar- stignum, þar var heil fjölskylda með sama svipmóti. Oft komu mér i hug þegar ég gekk heim, þennan stutta spöl upp á Bergstaðastræti, þessar Framhald á bls. 26 ísiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.