Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 17
Bjarni Stefánsson Enn þá hefur mætur Húsvíkingur hlýtt kallinu mikla, enn er einn sam- feröamaður horfinn úr hópnum. Góöur drengur er genginn. Bjarni Stefánsson frá Fótaskinni er látinn. Hann andaö- ist i Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 22. janúar s.l. eftir löng og þung veikindi. Útför hans var gerð frá Húsavikurkirkju 29. janúar að viö- stöddu fjölmenni. Bjarni var fæddur i Fótaskinni (nú Hellulandi) i Aöaldal 10. ágúst 1898. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Guðmundsson bóndi þar og kona hans Guðrún Jónasdóttir ljósmóðir. Bjarni var fjórtánda barn I röð sautján syst- kina. Hann ólst upp hjá foreldrum sin- um i þessum stóra systkinahópi. Það lætur að likum, að snemma hafi börnin i þessum stóra hópi orðið aö taka hendi til verka i þágu heimilisins, enda þjálfuöust þeir Fótaskinnsbræöur svö vel til verka, aö orð var á þvi haft hve miklir afkastamenn þeir væru við vinnu. Ekki átti Bjarni kost annars náms i æsku en fermingarundirbúnings og hálfsvetrar dvalar i unglinga skóla Guðmundar Ólafssonar frá Sörlastöðum aö Breiðumýri i Reykja- dal. Tuttugu og tveggja ára réöst Bjarni Svo mjög hugleiddi hann lifið eftir likamsdauðann, las mikiö um þau mál og var þess fullviss að eitthvað annað og meira tæki við. En hvað það væri, var spurningin sem hann fékk aldrei fullnægjandi svar við hérna megin. Nú fer honum að gefast möguleiki á aö komast að þeim staðreyndum, handan við móðuna miklu og ekki er nokkur efi á aö hann nái langt á þeim brautum guðdómsins sem biöa hans þar. A ferðalögum okkar var feröum hagað þannig, aö ef þeir fremri misstu sjónar af hinum aftari var dokaö við og gengið úr skugga um hvort allt væri i lagi með farartæki og fólk. Nú höfum við misst sjónar af þessum ágæta ferðafélaga okkar — i bili. En þaö er von okkar og trú að fyrr eða siöar komum við auga á hann á ný, þegar við hin tinumst svona eitt og eitt yfir landamærin og þá er það öruggt, að hann verður þar til staöar og heilsar okkur meö sinu vingjarnlega og ein- læga brosi, sem við þekkjum svo vel. Ferðafélagarnir. ásamt sveitunga sinum, Þrándi Ind- riðasyni, til utanferðar, lögðu þeir leið sina til Danmerkur til vinnu og búnaðarverknáms. Til þessarar feröar þurfti talsvert áræði og einbeitni, þvi fákunnandi munu þeir félagar hafa verið i danskri tungu, eða sem næst mállausir, er þeir stigu á danska grund. I hálft annaö ár vann Bjarni á stór- býlum á Sjálandi og Fjóni. Aö þeim tima loknum hélt hann heim og hlaut hin loflegustu meömæli húsbænda sinna fyrir dugnað, verkhæfni og prúð- mannlega framkomu. Eftir heimkomuna vann Bjarni i nokkur sumur aö jaröabóta- og ræktunarstörfum i heimasveit sinni. Þá dvaldi hann hluta úr ári austur á Reyöarfirði hjá Jóni Bóassyni frá Stuðlum. Tókst með þeim Jóni góð vin- átta og áttu þeir bréfaskipti um langt árabil. Af bréfum Jóns má sjá, að hann hefur vel kunnað að meta störf Bjarna og verkatilþrif. Bjarni var meö fyrstu mönnum, sem ók flutningabil I Þingeyjarsýslu, er bllaöld var að hefjast. Arið 1931 kvæntist Bjarni eftirlifandi konu sinni Jakobinu- Jónsdóttur frá Höskuldsstöðum i Reykjadal. Fyrsta hjúskaparár sitt bjuggu ungu hjónin i Fagraneskoti i Aöaldal. Vist mun Bjarni hafa hugsað til búsetu sem bóndi i fæöingarsveit sinni, en kreppan alræmda, sem yfir gekk á þessum ár- um, var i hámarki þetta fyrsta bú- skaparár Bjarna. Húsbruni hafði ný- lega orðiö i Fagraneskoti, og óhjá- kvæmilegt var aö leggja þar i stór- felldan kostnað við endurbyggingu húsa. Fy rirgreiðslu lánastofn- ana til slikra hluta var ekki völ. Bjarni fór þvi sem fleirum aö leita til þétt- býlisins á Húsavik. Þangað fluttu þau hjónin áriö 1932. Ekki er neinn vafi á þvi, aö Bjarni hefði oröið góður bóndi, ef aðstæður heföu veriö fyrir hendi til búrekstrar, hann var þannig geröur maður að hvert það starf, sem hafði með höndum, leysti hann með sæmd. Eftir að Bjarni flutti til Húsavikur stundaði hann bilaakstur og sinnti auk þess, þegar á milli varð, hverri þeirri vinnu, er til féll. Áriö 1933 flutti hann i Sólbakka (Höfðaveg 4) og bjó þar til ársins 1947, er hann flutti i eigið hús, sem hann byggði að Laugarbrekku 14. Bjarni réöst til starfa sem bilstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyringa árið 1945 og vann það starf til ársins 1951 að hann hóf vinnu við afgreiðslustörf i pakkhúsum félagsins, það starf hafði hann á hendi til ársins 1971. Þá var heilsa hans tekin að bila, einkum sjón- in, gekk hann undir endurteknar læknisaðgerðir á augum meö þeim árangri aö hann hélt nokkurri sjón. Siðustu æviárin var hann löngum vanheill. Um alliangt árabil var Bjarni virkur félagi I karlakórnum Þrym af þeirri starfsemi hafði hann mikið yndi. Bjarni var manna stundvisastur til starfa og mætingar á fundum- Hann var samvinnumaöur af lifi og sál, og vildi gengi og veg þeirrar stefnu sem mest- an i hvivetna. Hann var skoðanafastur maður og enginn veifiskati. Hverjum þeim málstað, sem hann gerði að sin- um vann hann af óhvikulli hollustu og trúmennsku. Hjónaband Bjarna og Jakobinu var gott og farsælt. Þau eignuöust þrjá syni sem allir gegna nú trúnaöar- störfum á Húsavik: Asgeir og Stefán Jón eru deildarstjórar hjá Kaupfélagi Þingeyinga, en Guðmundur Kristján er gjaldkeri Samvinnubankans og for- seti bæjarstjórnar. Atvikin höguðu þvi svo, aö ég og fjölskylda min bjuggum i fjórtán ár undir sama þaki og Bjarni og Jakobina. Á þá sambúð bar aldrei neinn skugga og ég get vart hugsað mér betra sambýlisfólk en þau hjónin. Fyrir þessi sambúðarár og öll kynni min af Bjarna og Jakobinu og öörum ástvinum Bjarna er mér skylt og ljúft aö þakka, um leið og ég votta Jakobinu og öðrum ástvinum Bjarna samúö mina við burtför hans. Þórir Friðgeirsson. islendingaþættir 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.