Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Page 36

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Page 36
Marsellíus Bernharðsson Marsellíus B e r n h a r 6 s s o n , skipasmiöameistari og forstjóri skipa- smiðastöövarinnar M. Bernharösson h.f. á ísafirði, andaöist I Fjóröungs- sjúkrahúsinu á Isafiröi 2. febrúar s.l. Með honum er genginn mikill fram- fara- og athafnamaður, traustur máttarstólpi bæjarfélagsins, sem á löngum starfsferli hefur átt veigamik- inn þátt I athafnalifi i bænum og þar með vexti bæjarins og viðgangi. Marsellius var fæddur aö Kirkjubóli i Valþjófsdal I önundarfirði 16. ágúst 1897. Foreldrar hans voru hjónin Sig- riður Finnsdóttir og Bernharður Jóns- son, er þá bjuggu á Kirkjubóli. Þau voru þekkt að manndómi og dugnaði. Þar ólst Marsellius upp og síðar að Hrauni á Ingjaldssandi eftir að for- eldrar hans fluttu þangaö. Var Marsellius að verða 8 ára gamall þeg- ar foreldrar hans fluttu frá Kirkjubóli að Hrauni. Foreldrar hans eignuðust 8 börn og ólu upp 4 fósturbörn, sem öll reyndust dugmikil og starfsöm. Snemma kom i ljós óvenjulegur dugnaður, verkhyggni og kapp Marselliusar, að hverju verki sem hann gekk, og þessir eiginleikar entust honum langa starfsævi. Ungur að ár- um, eða um fermingaraldur, fór hann að stunda sjómennsku og þá atvinnu stundaði hann næstu árin. Til ísaf jarð- ar flutti Marsellius liðlega tvltugur og þar átti hann siöan heima. Nokkru eftir að hann flutti til Isafjaröar fór hann að vinna við smiðar á annarra vegum, m.a. við viðgerðir og viðhald á fiskiskipum Sameinuðu islenzku verzl- ananna, sem á þeim árum ráku útgerð hér i bænum. Þegar svo það fyrirtæki lét af starfsemi sinni á árinu 1926, keypti Marsellius 6affiskiskipum þess og hóf útgerð i allstórum stil, miðaö við þá tima. Jafnframt gerðist hann einn umsvifamesti saltfiskverkandi og saltfiskútflytjandi hér í bænum næs.tu árin. Þessari starfsemi varð Marsellius að hætta 1931, vegna afleið- inga hinnar miklu kreppu sem þá gekk yfir. Næstu árin mun Marsellius aðallega hafa unnið viðsmiðar. Það er svo á ár- inu 1934, að hann er ráðinn til að hafa eftirlit með byggingu þriggja fiski- skipa, sem nýstofnað félag, Huginn h.f., var að láta byggja \ Danmörku. Var Marselllus við þetta starf erlendis i um það bil 11 mánuði á árunum 1934 36 og 1935 og leysti það starf af hendi með ágætum. Eftir heimkomuna hefst Marsellius svo handa um skipasmiðar og smiðar á næstu árum nokkra báta. A árinu 1939 stofnar hann fyrirtækið M. Bernharðsson skipasmiðastöð h.f. og hefur rekið það siðan. Fáum árum sið- ar keypti hann skipasmiðastöð og dráttarbraut, sem Bárður G. Tómas- son, skipasmiðaverkfræðingur, átti og hafði rekið á Isafirði árum saman. Þar hafa farið fram viðgerðir smærri skipa. Aðalstöðvar M. Bernharðsson skipasmiðastöð h.f. hafa hinsvegar verið I Neðsta-kaupstað á Isafirði frá stofnun þess fyrirtækis, og þar byggði fyrirtækið dráttarbraut. Þegar með er talið það skip sem nú er langt komið smiði á i skipasmiða- stöðinni, hefur Marsellius látið smiða 50 skip, stór og smá, allt frá 15 lesta fiskibátum i 300 lesta skip, sem nú er i smiðum. Flest hafa þessi skip verið byggð úr eik, en á seinni árum hafa einnig verið smiðuð nokkur stálskip, þar á meðal það skip sem nú er unnið að. 011 þessi skip hafa reynzt mjög traust og ágæt sjóskip, enda tíl smiði þeirra og alls búnaðar vandað á allan hátt. A skipasmiðastöðinni hafa oft unnið milli 40 og 50 manns. Fyrir skipasmiðar sinar er Marsellius Bern- harðsson fyrir löngu þjóðkunnur mað- ur. Mörg verkefni tók Marsellius oft að sér, þar á meðal gerð hafnarmann- virkja, t.d. i Bolungarvik og á Isafirði. Hann rak verzlun með margs konar smiðaáhöld og skipavörur. Það lætur að líkum, að stundum hafi orðiö við ýmsa erfiðleika að etja i sambandi við jafn umfangsmikinn rekstur og Marsellius hafði með hönd- um. En þeir urðu ekki til að buga at- orku hans og starfsþrá. Bæjarmálefni ísafjarðarkaupstaðar lét Marsellius sig miklu varða. í nær aldarfjórðung átti hann sæti i bæjar- stjórn Isafjarðar, fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. 1 bæjarráði ísafjarðar var hann i nokkur ár, og i fjölda ára var hann i hafnarnefnd Isaf jarðar og lengi i byggingarnefnd kaupstaðarins. Sem fulltrúi kaupstaðarins átti hann sæti á mörgum þingum Fjórð- ungssambands Vestfirðinga. Að mál- efnum flokks sins, Sjálfstæðisflokks- ins, starfaði hann mikið. Hann átti t.d. lengi sæti i kjördæmisráði flokksins á Vestfjörðum og i flokksráði Sjálf- stæðisflokksins var hann árum saman. Að málefnum fagfélags sins, Iðnaöar- mannafélagsins, vann hann lengi. Sá sem þessar linur ritar átti þess kost að kynnast Marselliusi og hug- myndum hans og skoöunum á hinum ýmsu málefnum bæjarfélagsins, at- vinnumálum o.fl. A árunum 1964-1970 tók ég nokkurn þátt i bæjarmálefnum, en það voru siðustu árin sem Marselli- us átti sæti i bæjarstjórn. Mér fannst hann ihuga vandlega þau mál sem hann lét til sin taka og hann hafði fast mótaðar skoðanirum úrlausnir þeirra. Hann vildi að bæjarfélagið væri jafn- an við þvi búið, að standa við allar skuldbindingar sinar. Það vildi þannig til siðustu tvo áratugina, að mjög skammt var á milli heimila okkar og hittumst við þvi nokkuö oft og töluðum þá tiðum um hin ýmsu málefni sem efst voru á baugi. En nánust urðu kynni min af Marselliusi i sambandi við starfsemi Oddfellow-stúkunnar á Isafirði. Hann var einn af stofnendum stúkunnar á árinu 1948 og var alla tið slðan einn af allra áhugasömustu og virkustu félög- um stúkunnar. A hennar vegum gegndi hann mörgum trúnaðarstörf- um og vann stúkunni á margan hátt ómetanlegt gagn. A árinu 1927 kvæntist Marsellius islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.