Heimilistíminn - 19.02.1976, Page 12

Heimilistíminn - 19.02.1976, Page 12
fi úskrókur Góðgæti úr grænmeti tt Sykraðar gulrætur 1 kiló gulrætur, 1/2 laukur, 100 gr smjör, 3 msk sykur, salt. Skafiö gulræturnar, þvoið þær vel og skerið i sneiðar. Setjið þær i skaftpott og látiðvatn fljóta yfir þær. Bætiðlauknum i, setjið lok á.sjóðið, þar til gulræturnar eru meyrar. Saltið svolitið og takið laukinn burt. Bætið smjöri og sykri i og sjóðið áfram með lokinu á, þar til gulræturnar taka lit. Berið fram rjúkandi heitar. Rósinkál i móti 500 gr. rósinkál, rifinn ostur, salt, smjör, 5-6 msk brauðrasp og hveiti i bland. Hreinsið rósinkálið og látið það malla i saltvatni i 5 minútur eða svo. Leggið kálið i smurt, eldfast mót. Stráið rifnum osti yfir og seinast raspinu. Setjið sm jörklipur hér og þar, og stingið mótinu i meðal- heitan ofn og steikiö réttinn i 10 minútur.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.