Morgunblaðið - 07.11.2004, Page 57

Morgunblaðið - 07.11.2004, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 57 DAGBÓK grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí– tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 þriðjudaga og föstudaga létt ganga um Elliðaárdalinn. Hæðargarður 31 | Þriðjudag 9. nóv- ember verður kynnisferð til LR í Borg- arleikhúsi á vegum Bókmenntaklúbbs Háaleitishverfis. Leikhússtjóri tekur á móti hópnum, fræðsla og síðdeg- iskaffi. Rúta frá Hæðargarði kl. 13.40, Sléttuvegi kl. 13.45 og Furugerði kl. 13.50. Jólavörur frá B. Magnússon fimmtudag 11. nóv. Kvenfélag Bústaðasóknar | Fundur verður mánudaginn 8. nóvember kl. 20 í safnaðarheimilinu, tísku- og skartgripasýning. Skátamiðstöðin | Næsta samvera er mánudaginn 8. nóvember kl. 12. Léttur hádegisverður. Umfjöllun: Þrym- heimur – ævintýri á Hellisheiði. Vesturgata 7 | Fræðslu og fjöltefli verður haldið þriðjudaginn 9. nóv- ember kl. 13 Hendrik Daníelsen dansk- ur stórmeistari mætir frá Hróknum. Veislukaffi. Allir velkomnir óháð aldri. Vitatorg, félagsmiðstöð | Jólamark- aður verður á Vitatorgi fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13. Þar verður margt til jólagjafa, jólaglögg og jólatónlist, kaffiveitingar í matsalnum. Morgunblaðið/Jim Smart Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Fundur í Æskulýðs- félaginu kl. 20 sunnudag. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587–9070. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Á samkom- unni verður barnablessun. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Haf- liði Kristinsson. Á samkomunni verður skírn. Gospelkór Fíldelfíu. Aldursskipt barnastarf á meðan samkomu stend- ur. Allir velkomnir. Kynning Breiðholtskirkja | ClaMal kvenfatn- aður verður sýndur í Safnaðarheimili Breiðholtskirkju (jarðhæð) þriðjudag- inn 9. nóv. kl. 20. Gengið inn að sunn- anverðu. Kvf. Breiðholts. MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju flytur sálumessur eftir Frakkana Gabriel Fauré og Maurice Duruflé á tónleikum á allra heilagra messu, kl. 20 í kvöld í Hall- grímskirkju, en tónleikarnir eru liður í dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju. Þessi víðfrægu requiem verða flutt við kertaljós og undirleik hins glæsilega Klaisorgels kirkjunnar. Allra heilagra messa (1. nóvember) er haldin hátíðleg í íslenskum kirkjum á fyrsta sunnudegi í nóvember og er lát- inna minnst á þessum degi. Löng hefð er fyrir því víða um lönd að flytja sálu- messur á allra heilagra messu og eru tónleikarnir í Hallgrímskirkju viðleitni til að auka áhuga á þeim góða sið hér á landi. Mótettukór Hallgrímskirkju flytur sálumessu Faurés í fyrsta sinn á tón- leikunum á sunnudaginn, en kórinn flutti requiem Duruflés fyrir áratug, m.a. á opnunartónleikum sumartónlistar- hátíðarinnar Klangbogen í Vínarborg. Í kjölfarið var verkið hljóðritað og gefið út af þýska útgáfufyrirtækinu Thorofon. Einsöngvarar með Mótettukórnum á tónleikunum verða þrír: hinn ellefu ára gamli drengjasópran Ísak Ríkharðsson, Sesselja Kristjánsdóttir messósópran, sem syngur nú í fyrsta sinn með Mót- ettukórnum, og Magnús Baldvinsson bassi, sem kemur sérstaklega frá Þýskalandi til að syngja með kórnum sem hann hóf söngferil sinn með. Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló og sænski orgelvirtúósinn Mattias Wager leikur á Klaisorgelið. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Himneskar sálumessur Morgunblaðið/Kristinn ÓL í Istanbúl. Norður ♠ÁG54 ♥D32 A/NS ♦K75 ♣643 Vestur Austur ♠9876 ♠KD10 ♥G84 ♥5 ♦D962 ♦G103 ♣ÁK ♣D109875 Suður ♠32 ♥ÁK10976 ♦Á84 ♣G2 Það var augljóst strax í fyrstu lotu í viðureign Kína og Ítalíu að ekkert yrði slegið af í sögnum. Fyrsta spilið féll í harðri slemmu, sem stóð, og síðan kom spilið að ofan. Ekki er að sjá að NS eigi efnivið í geimsögn, en keppendur voru á öðru máli. Byrjum í opna salnum: Vestur Norður Austur Suður Dai Bocchi Xin Duboin – – Pass 1 hjarta Pass 1 spaði 2 lauf 2 hjörtu 3 lauf 4 hjörtu Allir pass Vestur tók fyrstu tvo slagina á kóng og ás í laufi, en skipti síðan yfir í tígul. Duboin tók slaginn heima og lagði nið- ur trompásinn. Spilaði svo spaða og dúkkaði til austurs. Xin spilaði laufi, en Duboin stakk frá með kóng og svínaði svo fyrir hjartagosann. Hann tók síð- asta trompið með drottningunni, síðan spaðaás og trompaði spaða. Þegar hjónin í spaða komu niður þriðju var fundið niðurkast fyrir tígulhundinn heima. Tíu slagir og 620 í NS. Förum þá í lokaða salinn: Vestur Norður Austur Suður Versace Xin Lauria Shaolin – – Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd ! Pass 3 grönd Allir pass Þetta er frumleg nálgun, að byrja á því að finna níu spila samlegu í hjarta og enda svo í þremur gröndum. En geimið er mun sterkara en fjögur hjörtu, því sagnhafi á þó níu örugga slagi þegar hann kemst að. Og Shaolin komst strax að, því útspilið var tígull: 600 í NS, en 1 IMPi til Ítala. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is ÓLÖF K. Sigurðardóttir verður með sýn- ingarstjóraspjall í Listasafni Reykjavík- ur – Ásmundarsafni kl. 15 í dag í tengslum við sýninguna Ásmundur Sveinsson – Maður og efni, sem nú stendur þar yfir. Á sýningunni getur að líta mörg af helstu verkum Ásmundar, þar sem leitast er við að skoða hvernig ólík efni móta afstöðu listamannsins til viðfangsefnisins. Sýningarstjóraspjall í Ásmundarsafni Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.