Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Úr verinu 16 Umræðan 36/37 Viðskipti 16 Bréf 37 Erlent 20/21 Minningar 38/46 Heima 22 Brids 49 Höfuðborgin 24 Dagbók 50/53 Akureyri 24 Víkverji 50 Landið 25 Menning 54/63 Suðurnes 26 Leikhús 56 Austurland 26 Bíó 62/65 Listir 28/29 Ljósvakamiðlar 67 Daglegt líf 30/33 Veður 67 Forystugrein 34 Staksteinar 67 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Jack & Jones. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #            $         %&' ( )***                            SKEMMTUN DÁLEIÐANDI MÁTTUR IN N & D Ý R Ð IN FULL AF FJÖRI OG SPENNU BÓK SEM MAÐUR LEGGUR EKKI FRÁ SÉR FYRR EN AÐ LESTRI LOKNUM NÝ BÓK UM STELPUNA MEÐ DÁLEIÐSLUHÆFILEIKANA - Kirkus Review . STÝRIVEXTIR HÆKKA Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að hækka stýrivexti bank- ans um 1 prósentu frá og með 7. des- ember nk., í 8,25%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 2,95 prósentur síðan í maí sl. Íslendingar áhugalitlir Allt útlit er fyrir að sækja þurfi þorra þess vinnuafls sem starfa mun við byggingu Fjarðaáls á Reyð- arfirði, til útlanda, þar sem lítill áhugi er meðal Íslendinga á störf- unum. Upphaflega var gert ráð fyrir að stór hluti vinnuafls við byggingu álversins yrði íslenskur. Mannskaði í veðurofsa Óttast er að níu hundruð manns hafi farist í miklum náttúruhamför- um á Filippseyjum í þessari viku. Fyrir liggur að um 500 manns týndu lífi og 350 er enn saknað. Í gær gekk annar fellibylur yfir landið og var óttast að hann ylli einnig mann- skaða. Annan í vanda Kröfur um afsögn Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, hafa komið fram í Bandaríkj- unum. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac Frakklandsforseti lýstu hins vegar fullum stuðningi sínum við Annan í gær. UNNIÐ var að því að reka niður staura í Vatnsmýr- inni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Hallmundur Guðmundsson, starfsmaður Vega- gerðarinnar, hafði í nógu að snúast, en alls þarf að reka niður 48 staura sem munu halda uppi 236 metra langri göngubrú sem mun liggja yfir Hringbraut og Njarðargötu. Staurarnir eru á bilinu sjö til átta og hálfur metri á hæð. Síðan verða steyptir sökklar ofan á staurana og sjálf brúin ofan á þá. Brúarsmíðinni mun hins vegar ekki ljúka fyrr en á næsta ári. Staurar reknir niður í Vatnsmýrinni Morgunblaðið/Sverrir BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga til samninga við fast- eignafélagið Stoðir hf. um að það kaupi sýningarskála í kjallara Aðalstrætis 16 af borginni. Sýning á fornmunum opnuð á næsta ári Til stendur að setja þar upp sýningu á rústum landnámsbæj- ar sem fannst við uppgröft í göt- unni fyrir nokkru. Kaupverð er 160 milljónir og verður sýning- arskálinn leigður borginni aftur á rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði til 25 ára, með mögu- leika á framlengingu til fimm ára. Að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra eru kaupin að frumkvæði Stoða. „Okkur fannst ástæða til að skoða það enda erum við alltaf að reyna að leita hagkvæmra leiða í rekstri og framkvæmd- um. Við teljum að það séu marg- ir kostir sem felast í þessu. […] Það er áætlað að það sé hag- kvæmt fyrir Reykjavíkurborg að selja og endurleigja skálann. Það var einfaldlega þannig, að þetta er gagnkvæmur hagur beggja aðila,“ segir Steinunn Valdís. Að sögn hennar hafa kaupin í för með sér að viðhald á skálanum og fyrirhuguðu hóteli er alfarið á hendi Stoða, auk þess sem ráðgert er að borgin nýti féð sem fæst með sölunni til að fjár- magna sýningu á fornmunum í kjallaranum strax á næsta ári. Ekki hafi verið gert ráð fyrir að opna sýninguna í bráð, hvorki í fjárhagsáætlun næsta árs né þriggja ára áætlun borgarinnar. Reykjavíkurborg samþykkir að selja fasteignafélag- inu Stoðum sýningarskála í kjallara Aðalstrætis 16 „Leita hagkvæmra leiða í rekstri“ BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unni á Íslandi fyrirheit um lóð neðan Perlunnar undir litla kirkju. Kirkjan yrði staðsett í svonefndri Leynimýri þar sem gert er ráð fyrir kirkjugarði og aðstöðu fyrir tvö önnur trúfélög. Að sögn Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur borgarstjóra er samþykkt að veita vilyrði fyrir lóð undir kirkj- una, að uppfylltu því skilyrði að hún verði auglýst á skipulagi og að sátt verði um hana. Rússneska rétttrún- aðarkirkjan hefur um nokkurt skeið falast eftir lóð undir kirkju en söfn- uðurinn hefur að undanförnu haft að- stöðu í Friðrikskapellu við Valsheim- ilið. Að sögn Kseniu Ólafsson, meðlimi í rússneska söfnuðinum, verður kirkj- an smá í sniðum og litlu stærri en Friðrikskapella. Engar teikningar liggja fyrir en stefnt er að því að fá rússneskan arkitekt til liðs við söfn- uðinn. Hugmyndir eru uppi um að byggingin verði í anda rússneskra trékirkna eins og tíðkast í N-Rúss- landi með „laukturnum“. Um 100 manns eru í söfnuði rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Ís- landi og mun fleiri sækja messur sem haldnar eru á jólum og páskum og við önnur tækifæri, að sögn Kseniu. Standa vonir til þess að rússneskur prestur verði með fast aðsetur á Ís- landi frá og með næsta vori og aðstoði við uppbyggingu safnaðarins. Á þriðja hundrað Rússa er búsett hér á landi, skv. upplýsingum frá Hagstofunni. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan Fyrirheit um lóð neðan Perlunnar FJÓRIR Íslendingar voru á meðal 1.000 stærstu hluthafa í norska píramídafyrir- tækinu T5PC, eða „The 5 Percent Comm- unity“, sem leystist nýlega upp eftir eitt stærsta meinta fjármálasvindl í Noregi á síðari árum. Listi yfir hluthafa í fyrirtækinu hefur verið birtur á vef norska netmiðilsins Nettavisen. Á listanum eru á annað hundr- að Íslendingar. Um 70 þúsund Norðmenn eru taldir hafa tapað um 1 milljarði norskra króna inn í fyr- irtækið eða sem svarar rúmlega 10 millj- örðum íslenskra króna. Þegar yfirheyra átti höfuðpaur hins meinta svindls, Jim Wolden, var hann staddur á Spáni og sagði við Nett- avisen að hann hefði misst af fluginu til Noregs. Fjórir Íslend- ingar meðal stærstu hluthafa VEGNA lækkana á heimsmarkaðsverði á bensíni hefur Statoil í Svíþjóð tilkynnt að listaverð á 95 oktana bensíni verði lækkað í dag um 12 aura, úr 10,06 í 9,94 sænskar krónur. Af sömu ástæðu lækkaði Q8 í Dan- mörku verð um 2 aura í gær. Morgunblaðið hafði í gær samband við fulltrúa íslensku olíufélaganna og fékk þau svör að grannt væri fylgst með þróun verðs á heimsmarkaði. Verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu lækkaði hjá Olíufélaginu, Skeljungi og OLÍS í fyrra- dag. Heimsmarkaðs- verð lækkar ♦♦♦ ♦♦♦ VÖRUFLUTNINGABÍLL með tengivagn í eftirdragi lenti utan vegar á Hjallahálsi í Austur-Barðastrandarsýslu í gærkvöldi. Ekki urðu slys á fólki og náðist bifreiðin ásamt vagninum upp á veginn með aðstoð gröfu eftir nokkrar klukkustundir. Slæmt veður var á þessum slóðum og afleit færð. Vörubíll fór út af Morgunblaðið/Finnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.