Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 53
helg in V I K U L E G A fim m tu d a g u r 0 2 1 2 0 4 ljósm ynd B rink S t ó r i r d r a u m a r v i ð t ö l • k r o s s g á t a • d a g s k r á h e l g a r i n n a r • a f þ r e y i n g • s k e m m t u n ❊ góða helg i Eivör Pálsdóttir söngkona var að gefa út nýja plötu og það er mikið framundan hjá henni. Í viðtali á bls. 8 segir hún það hafa veitt sér mikil tækifæri og orðið sér til mikillar gæfu að hafa komið til Íslands á sínum tíma. Örgjörvi: AMD Athlon 2600+ Vinnsluminni: 256mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 40gb(ATA 100/5400rpm) Skjákort: Innbyggt 32mb Acer Aspire T120 Örgjörvi: Intel Pentium 4 2.8Ghz Vinnsluminni: 512mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 80gb (ATA 100/7200rpm) Skjákort: GeForce FX 5200 128mb, TV-Out, DVI Acer Aspire T310 Acer Aspire T130 Örgjörvi: AMD Athlon 64-Bita 3200+ Vinnsluminni: 512mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 160gb (ATA 100/5400rpm) Skjákort: GeForce FX 5500 128mb Geisladrif: CD Skrifari / DVD Skrifari (+ / -) Netkort: 10/100mbit Hljóðkort: Avance AC97 innbyggt Stýrikerfi: Windows XP Home Hugbúnaður: Works Suite Media Bay (kort sem les SD, Memory Stick, Compact Flash og Smart Media) Hátalarar, lyklaborð og mús fylgja Í ÖLLUM VÉLUM ER: 8.325,-á mán.*6.658,-á mán.*4.992,-á mán.* Fullt verð: 79.900,- tækni Fullt verð: 99.900,- SVAR TÆKNI - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS *Lánþegi greiðir 3,5 % stimpil- og lántökugjald að auki. Á vaxtalausu tilboði í 12 mánuði! AÐ AUKI ÞÁ BYRJAR ÞÚ EKKI AÐ BORGA FYRR EN 1. FEB. FRÁBÆR MARGMIÐLUNARTÖLVA Skjár er aukabúnaður á mynd Fullt verð: 59.900,- Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið 8-24 alla daga helgin V I K U L E G A Í 100.000 eintökum um land allt MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 53 DAGBÓK Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Barnastarf 7– 9 ára í Árbæjarkirkju kl. 15. STN starf í Ártúns- skóla kl. 16. TTT – barnastarf 10–12 ára í Ártúnsskóla kl. 15. Áskirkja | Jólafundur safnaðarfélags- ins kl. 19. Jólahlaðborð Söngur. Happ- drætti. Jólahugvekja. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn alla föstudaga kl. 10. Kaffi og spjall. Sögustund fyrir börnin. Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam- veru kirkjuskólans næsta laugardag kl. 11.15–12 í Víkurskóla. Brúðuleikhús með Rebba ref og Gullu gæs, sögur, jóla- söngvar og litastund. Krakkar, fjöl- mennið og bjóðið öllum heima með ykkur. Kristniboðssambandið | Basar Kristni- boðsfélags kvenna verður á morgun, laugardaginn 4. desember, kl. 14–17 á Háaleitisbraut 58–60. Kökur, handunnir munir, jólakort og skyndihappdrætti. Heitt kaffi og súkkulaði og nýbakaðar vöfflur. Allur ágóði rennur til kristni- boðs og hjálparstarfs í Eþíópíu og Kenýa. Lágafellskirkja | Foreldramorgnar á mánudagsmorgnum kl. 10-12 í safn- aðarheimilinu Þverholti 3. Þetta eru stundir fyrir foreldra, sem vilja koma saman og ræða málin. Það er mik- ilvægt að lokast ekki af vegna barnanna. Foreldramorgnarnir eru í safnaðarheimilinu Þverholti 3, 3 hæð. Melstaðarkirkja í Miðfirði | Aðventu- hátíð í kvöld kl. 20.30. Hugleiðingu kvöldsins flytur Ólafur Teitur Guðna- son, blaðamaður. Fjölbreytt dagskrá af aðventutónlist og fleiru. Organisti er Pálína Fanney Skúladóttir. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa bað og jóga kl. 9, boccia kl. 10, myndlist kl. 13, videohornið kl. 13.30. Bingó fellur niður í dag. Jólahlaðborð kl. 17.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, söngstund kl. 10.30, smíði/ útskurður kl.13–16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, böðun, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16.45 brids, kl. 13–16 sam- verustund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Laufa- brauðsskurður í Gullsmára 13 laug- ardaginn 4. desember kl. 13. Kökurnar skornar og steiktar á staðnum. Afmæl- is- og aðventukaffi miðvikudaginn 8. desember kl. 14. Séra Gunnar Sig- urjónsson flytur hugvekju. Þórunn Elín Pétursdóttir syngur. Upplestur. Súkku- laðihlaðborð. Allir velkomnir. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Brids- deild FEBK Gullsmára spilar tvímenn- ing alla mánu- og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12,45 á hádegi. Síðasti spiladagur fyrir jól mánudagur 13. des- ember. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slök- unarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Opið í Garðabergi kl. 13–17. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband eftir hádegi, kl. 10.30 létt ganga, frá hádegi spilasalur opinn vist, brids, skák. Allar upplýsingar um starfsemi og þjónustu á staðnum s. 575 7720 og www gerdu- berg.is. Furugerði 1 | Kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, kl. 14 jólabingó. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður og hár- greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12, hádeg- ismatur. Lokað kl. 13 vegna undirbún- ings á jólaaðventuskemmtuninni sem hefst kl. 17.30. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir – hársnyrt- ing. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf 9– 16. Betri stofan opin alla daga, Laufey Jónsdóttir leiðbeinir þar á þriðjudögum og Selma Jónsdóttir á miðvikudögum. Listasmiðja, myndlist/frjálst, gönu- hlaup kl. 9, bridge kl. 13.30. Morg- unkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Miðar á Vínarhljómleikana, s. 568– 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vesturgata 7 | Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir, kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30– 16 dansað við lagaval Halldóru, kl. 15 verður lesið upp úr bók um Eyjólf Jóns- son sundkappa, Eyjólfur mun einnig árita. Pönnukökur með rjóma í kaffitím- anum. Allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, fótaaðgerð kl. 10.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar 20% jólaafsláttur dagana 2. og 3. desember af öllum vörum verslunarinnar Full búð af nýjum skóm og töskum Komið og gerið góð kaup fyrir jólin Kringlunni, sími 553 2888 LISTAMAÐURINN Ketill Lar- sen opnar á morgun málverkasýn- inguna „Sólstafir frá öðrum heimi“ í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Sýningin er í tilefni af 70 ára af- mæli Ketils þann 1. september s.l. Þetta er 33. einkasýning Ketils, en hann hefur sýnt myndir sínar á ýmsum sýningum erlendis, s.s. Danmörku, Færeyjum, Afríku og Ítalíu, en hann hóf að mála árið 1970. Á sýningunni verða yfir 200 myndir, sem flestar eru unnar í akrýllitum á síðasta ári. Mynd- irnar eru flestar byggðar á frjálsu hugarflugi listamannsins, sýnum og hugsunum um aðra heima; lit- ríkt og fjöllótt landslag með ævintýraljóma, skreytt fljúgandi skipum og gullnum kirkjum. Á sýningunni verður einnig leikin frumsamin tónlist eftir Ketil í skyldum anda. Ketill Larsen sýnir í Tjarnarsal Ráðhússins Sýningin er opin alla daga frá kl. 12 til 19 og um helgar frá kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 18. desember. Nikótínbragðið. Norður ♠ÁKDG1093 ♥-- S/AV ♦85 ♣D743 Vestur Austur ♠765 ♠2 ♥Á7642 ♥109853 ♦KG76 ♦10932 ♣10 ♣KG9 Suður ♠84 ♥KDG ♦ÁD4 ♣Á8652 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 2 hjörtu * Pass 2 spaðar Pass 6 spaðar ! Allir pass Það eru ár og dagar síðan leyfilegt var að reykja við spilaborðið í keppni. Allir eru ánægðir með breyt- inguna, reykingamenn líka, enda yfirleitt séð fyrir litlu herbergi eða búri fyrir hina syndugu til að skjót- ast inn í og svala nautn sinni án þess að aðrir bíði tjón á heilsu sinni. Sagnir norðurs skýrast að nokkru leyti af því að hann er reyk- ingamaður og hafði ekki komist í smók í langan tíma. Fyrst yfirfærir hann í spaðann til að tryggja að makker verði sagnhafi og svo stekk- ur hann í slemmu til að gulltryggja að makker verði lengi að spila spilið. Á meðan ætlar norður að skjótast fram. Vestur spilar út hjartaás og norð- ur leggur niður blindan og kveður í bili. Suður veit að hann hefur góðan tíma og þá sakar ekki að nýta hann til fulls. Hvernig er best að spila? Lesandinn hefur þau forréttindi að sjá allar hendur, en sú sýn er ekkert augnayndi. Austur er með KGx í laufi á eftir blindum og tígulkóngur- inn liggur á eftir ÁD. Við borðið væri freistandi að trompa hjartaás- inn hátt, spila laufi á ás, henda tveimur laufum í KD í hjarta og spila laufi. Þá er slemman í húsi ef laufið kemur 2-2 og í mörgum öðrum stöð- um ef vestur á þrílit, en trompið liggur 2-2 (spaðaáttan er innkoma). En hér mun austur fá slaginn og spila tígli, sem þýðir að sagnhafi verður að svína og sú svíning mis- heppast. Lausnin er djúp og falleg – sagn- hafi hendir laufi í hjartaásinn í fyrsta slag! Þannig ver hann innkom- una á tígul. Segjum að vestur skipti yfir í tromp. Það er tekið í borði, laufi spilað á ás, tveimur laufum hent í hjarta og lauf trompað hátt. Síðan er spaða spilað á áttuna og lauf aftur stungið. Trompið tekið og tígulásinn er innkoma á frílauf, svo svíningin í tígli er óþörf. Hreint út sagt, stórglæsilegt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is LÚÐRAGLYMUR verður í al- gleymi þegar Sálarmenn taka til kostanna á Nasa um helgina, en nú verða þeim Sálarmönnum innan handar Jagúar-blásararnir Sammi og Kjartan. Munu þeir að sögn Stef- áns Hilmarssonar, söngvara Sálar- innar, „mynda heilaga brass- þrenningu með Jens okkar Hans- syni.“ Sálin hóf stutta tónleikaferð fyrir réttum mánuði með tónleikum á Nasa, en Stefán segir mikinn slátt hafa verið í sveitinni á þeim tón- leikum og mikinn hita í húsinu. „Þeir voru afar vel sóttir og greinilegt að áhangendur sveitarinnar voru farnir að sakna hennar eftir 11 mánaða leikhlé,“ segir Stefán. „Það var þó ansi þröngt á þingi og einhverjir kvörtuðu undan því, þannig að það hefur verið ákveðið að takmarka miðafjöldann að þessu sinni svo gestum bjóðist betra and- og fóta- rými.“ Tilkoma blásarasveitarinnar hef- ur að sjálfsögðu áhrif á lagaval Sál- arinnar í kvöld og annað kvöld. „Óhjákvæmilega henta sum lög bet- ur en önnur í þannig flutningi,“ segir Stefán. „Þetta eru mestmegnis lög sem við höfum verið að flytja, þau eru svona brass lög. Það er alltaf gaman að fá þá með, það er kraftur í þeim og myndast góð orka á sviðinu. Vonandi hafa tónleikagestir jafn gaman af þessu og við. Þetta verður kannski meira af eldra efninu.“ Eitt af þekktari „brasslögum“ Sál- arinnar er án efa Krókurinn, þar sem Sálarmenn nutu forðum að- stoðar Péturs heitins Kristjáns- sonar. Stefán segir að vissulega verði það lag leikið. „Við munum leika Krókinn af miklum krafti og innlifun og okkur verður hlýtt hugs- að til Péturs Kristjánssonar, sem gerði það lag með okkur á sínum tíma.“ Þetta verða síðustu tónleikar Sál- arinnar í Reykjavík fram að áramót- um, en á gamlárskvöld loka Sálverj- ar árinu á Broadway. Dansgleði | Sálin fær liðsauka á Nasa um helgina Ljósmynd/Börkur Gunnarsson Sálin hans Jóns míns mun njóta stuðnings eðalblásara á Nasa um helgina. Brasslögin tekin af krafti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.