Morgunblaðið - 03.12.2004, Page 55

Morgunblaðið - 03.12.2004, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 55 MENNING „Andrúmsloftið í ljósmyndum Rax getur bein- línis kallað fram gnauðið í vindinum, seltuna í sjónum og nísting kuldans.“ Mary Ellen Mark Ragnar Axelsson hefur um árabil verið einn kunnasti og dáðasti ljósmyndari Íslendinga. Á hlýjan og nærfærinn hátt veitir hann áhorfandanum hlutdeild í lífi íbúa við Norður- Atlantshaf á tímum örra breytinga á lífsháttum og umhverfi. ...meira fyrir áskrifendur Tilboð til áskrifenda Nú býðst áskrifendum Morgunblaðsins ljósmyndabók Ragnars Axelssonar með 33% afslætti, eða á 3.990 kr. Bókin er til sölu í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1. Einnig er hægt að hafa samband í síma 569 1100 eða með tölvupósti á netfangið askrift@mbl.is GEISLADISKURINN Góðir hlust- endur, með 16 lögum hins góðkunna útvarpsmanns Jónasar Jónassonar, kemur út í dag. Jónas hefur alla sína starfsævi verið tengdur Ríkisútvarp- inu með einum eða öðrum hætti og stýrt fjölmörgum skemmtiþáttum út- varpsins. Í tengslum við þessa þætti sem hljómuðu á öldum ljósvakans á merkum tímamótum eins og gaml- árskvöldum, nýársfögnuðum og páskum, hefur Jónas samið ein 50 lög. Lögin sem valist hafa á geisla- diskinn, Góðir hlustendur, samdi Jónas fyrir útvarpsþætti sína. Sum þeirra voru notuð til kynningar á þáttunum sjálfum, en önnur til skemmtunar inn á milli atburða. Áttu aldrei að verða vinsæl Á disknum má m.a. finna lögin Hagavagninn og Bátarnir á firðinum sem eru þekktar perlur úr smiðju Jónasar. Önnur lög eru fólki eflaust ekki eins kunn, enda leggur lagahöf- undurinn áherslu á að þau voru ein- ungis samin fyrir eitt skipti og áttu aldrei að verða vinsæl. Um tildrög tónverkanna segir Jónas: ,,Ég hafði tekið að mér skemmtiþátt og leitaði til tónskálds um að búa til lag við ljóð sem hafði verið samið í tilefni þátt- arins. Svo leið og beið og daginn fyrir æfinguna hafði ekkert heyrst frá tón- skáldinu. Þá kom í ljós að ekkert lag hafði verið samið. Ég varð því að grípa til minna ráða og semja sjálfur lagið á einni kvöldstund. Tónverkinu kom ég svo til Magnúsar Péturssonar hljómsveitarstjóra. Hann hóaði sam- an tónlistarmönnum og úr varð þetta ágæta skemmtiefni.“ Jónas er vanur að fá til sín gesti enda stjórnað Kvöldgestum í 24 ár, án þess að missa úr þátt. Gestir Jón- asar að þessu sinni ljá útvarpsmann- inum rödd sína í formi söngs og má þar nefna Helenu Eyjólfsdóttur, Ragnar Bjarnason og Ólaf Þórð- arson. Þó nokkrir flytjendur á geisla- disknum eru farnir yfir móðuna miklu og má þar nefna Magnús Ingi- marsson, Hauk Morthens, Magnús Pétursson, Kristínu Önnu Þórarins- dóttur, Ævar R. Kvaran og Guðmund Ingólfsson. Án tæknilegrar dauðhreinsunar Það sem vekur athygli við geisla- diskinn er að tónlistin er borin á borð eins og hún varð til, án allrar tækni- legrar dauðhreinsunar eins og laga- höfundurinn orðar það sjálfur. Jónas leggur áherslu á að tæknimenn Rík- isútvarpsins hafi löngum verið þekkt- ir fyrir gott handbragð og gæði þess- arar hljóðritunar undirstriki næmi og smekk þeirra. Jónas eignar Kristni Friðfinns- syni, sóknarpresti í Hraungerðis- prestakalli, heiðurinn af útkomu Góðra hlustenda. ,,Kristinn var kvöldgestur minn og eins og gengur þá myndast stundum vinskapur á milli mín og gestanna í þættinum. Kristinn er mikill áhugamaður um líf- ið; hann er góður hlustandi og hlustar m.a. á gömlu gufuna,“ segir Jónas og heldur áfram. ,,Eitt leiddi af öðru, við fórum að ræða tónlist og úr verður að ég segi honum frá geisladiski sem strákarnir í tæknideildinni höfðu gef- ið mér með lögunum mínum. Hann vildi ólmur hlusta á diskinn og fékk þá gölnu hugmynd að gefa þyrfti efn- ið út.“ Meira fyrir að hlusta Þrátt fyrir að Jónas hafði engan sérstakan áhuga á að lögin hans yrðu gefin út á geisladisk sagði hann hug- myndina áhugaverða. ,,Að tengja for- tíð nútímanum kveikti áhuga minn. Þarna kom tækifæri fyrir mig að láta ákveðinn draum rætast; að gera hlustendum ljóst hvað Ríkisútvarpið hefur verið að gera í gegnum árin. Ég finn sárt til þess að hugsa að útvarpið sé fallið í skugga æðibunugangsins í sjónvarpinu, þar sem skyndigleði rík- ir sem lítið eftir skilur. Útvarpið hef- ur gegnt stóru hlutverki í lífi fólks allt frá stofnun þess árið 1930 og hefur fylgt okkur í gegnum margar stórar stundir,“ segir Jónas og bendir á að lögin á Góðum hlustendum séu börn síns tíma og endurspegli tíðarandann í lok sjötta áratugarins til loka þess sjöunda. ,,Ég vil ekki hljóma eins og ég sé á móti þróuninni en ég er svolít- ið hræddur um að við séum að fjar- lægjast okkar eigin sögu. Ég á reyndar bágt með að þola nútíma- tónlist á borð við rapp og hart rokk. Ég fæ hellu fyrir eyrun og sting fyrir hjartað. En hvert tímaskeið á sitt lag og þannig má það vera; en við þurfum ekki sífellt að gleyma. Með disknum gefst tækifæri til að muna.“ Jónas Jónasson söng erlenda lagið Spánarljóð við texta Sigurðar Þór- arinssonar og gerði það vinsælt á sín- um tíma. Hann er því ekki á ókunnum slóðum í byrjun Góðra hlustenda, þar sem hann gefur tóninn og syngur sjálfur lag sitt Góða kvöld- ið. En hefur Jónas gaman af því að syngja sjálfur? ,,Nei, það get ég nú ekki sagt.“ Aðspurður hvort hann sé meira fyrir að tala svarar hann snöggur upp á lagið: ,,Nei, ég er meira fyrir að hlusta.“ Djúpslökun segulbandssafnsins Kristinn Friðfinnsson sókn- arprestur segir það ómetanlegt að enn sé Jónas Jónasson að safna minningum Íslendinga og veita okk- ur hinum leyfi til að hlusta í friði og næði síðkvölda. Þannig hafi hann veitt fólki um land allt hlutdeild í al- þjóðlegri menningu. ,,Allan sinn starfstíma hefur Jónas ferðast um landið og opnað glugga á milli afdala og bæja og gefið hlustendum í kaup- bæti aðgang að ljúfri tónlist. Hús- freyja nokkur komst þannig að orði, árið 1930, að heldur vildi hún missa snemmbæruna úr fjósinu en viðtækið úr hillunni. Við erum mörg sem get- um á sama hátt sagt að frekar vildum við missa af síbylju hinnar óskáldlegu og skegglausu samtíðar, en að sjá á eftir lögunum hans Jónasar í áfram- haldandi djúpslökun segulbands- safnsins,“ segir Kristinn. Góðir hlustendur er gefinn út af Stöðinni og sér Skífan um dreifingu geisladisksins. Tónlist | Geisladiskur með tónlist Jónasar Jónassonar úr þáttum hans á Ríkisútvarpinu Góðir hlustendur tengja fortíð nútímanum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ,,Að tengja fortíð nútímanum kveikti áhuga minn. Þarna kom tækifæri fyr- ir mig að láta ákveðinn draum rætast; að gera hlustendum ljóst hvað Rík- isútvarpið hefur verið að gera í gegnum árin,“ segir Jónas Jónasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.