Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 9 FRÉTTIR Mán. 14. nóv. Orkuhleifur m/rótargrænmetismús Þri. 15. nóv. Spínatlasagne Mið. 16. nóv. Sítrónukarrý & spínatbuff Fimm. 17. nóv.Hnetusteik m/waldorfsalati Föst.r 18. nóv. Marókóskur pottur & buff Helgin 19.-20. nóv. Ofnbakað eðalbuff m/sætri kartöflu Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný peysusending Gjöfin sem vermir www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 i i i j li Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Flottar vörur Str. 36-56tr. - Nýtt kortatímabil NÓTT safnanna var haldin í Vest- mannaeyjum um helgina og var af því tilefni mikið um að vera í menn- ingarlífi bæjarins. Er þetta annað árið sem Nótt safnanna er haldin en hugmyndin kemur frá Berlín, að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, markaðsfulltrúa bæjarins. Boðið var upp á fjölbreytta og glæsilega dagskrá. Á föstudags- kvöldið var helgistund í Stafkirkj- unni á Skansinum ásamt dagskrá í Landlyst sem hýsti fyrstu sjúkra- stofnun á Íslandi og var endurbyggt á Skansinum fyrir nokkrum árum. Á laugardaginn var opnuð ljós- myndasýning í Safnahúsinu með ljósmyndum Ingólfs Guðjónssonar frá Oddstöðum. Heimasíðan heima- slod.is var formlega tekin í notkun en þar er afar forvitnilegt verkefni á ferðinni og má í stuttu máli lýsa vefnum sem gagnvirkri al- fræðiorðabók um Vestmannaeyjar. Rithöfundarnir Þráinn Bertelsson og Vilborg Dagbjartsdóttir lásu upp úr verkum sínum, frumsýnt var verkið Skilaboðaskjóðan í uppsetn- ingu Leikfélags Vestmannaeyja og Lúðrasveit bæjarins hélt sína árlegu styrktartónleika. Á laugardags- kvöldið hélt dagskráin áfram með upplestri og skemmtiatriðum á ólík- legustu stöðum, til að mynda Dala- búinu sem hestamenn hafa tekið í sína notkun og Flugstöðinni en þar var sungið og dansað fram eftir kvöldi. Eyjamenn voru duglegir að taka þátt í hátíðarhöldunum enda dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Fjölmenni á vel heppnaðri Nótt safnanna í Vestmannaeyjum um helgina Séra Kristján Björnsson og Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi bæj- arins, ásamt stúlknakór Landakirkju og Litlu lærisveinunum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Stefán Sigurjónsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Joanna Wlaszczyk, sem lék undir einsöng á píanó á tónleikum með lúðrasveitinni. Hugmyndin kemur frá Berlín RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur hafið útsendingar á RÚV + á stafrænu dreifikerfi Íslenska sjónvarpsfélagsins. Rásin, sem sýnir dagskrá RÚV klukku- tíma seinna, er aðgengileg flestum þeim sem hafa staf- ræna afruglara frá Íslenska sjónvarpsfélaginu, en það fer eftir búsetu. Nauðsynlegt getur verið að slökkva og kveikja á afrugl- aranum til þess að fá rásina inn. RÚV + í loftið á Skjánum LEGGJA þarf í mjög viðamiklar og kostnaðarsamar rannsóknir til að undirbúa verkhönnun á jarðgöng- um milli lands og Eyja samkvæmt rannsóknarskýrslu um neðansjáv- arberglög milli lands og Eyja. Skýrslan var unnin fyrir Vegagerð- ina og segir þar að rannsóknir þær sem um ræðir myndu t.d. þurfa að fela í sér endurkastsmælingar og mun nákvæmari bylgjubrotsmæl- ingar milli lands og Eyja og við uppkomustað ganganna í Landeyj- um en einnig talsverðar boranir og lektarprófanir. Gætu legið í blöndu af mismunandi bergi Kostnaður við rannsóknir myndu eflaust hlaupa á hundruðum millj- óna kr. og þær gætu hugsanlega leitt í ljós atriði sem torvelduðu gangagerðina. Ljóst er að slíkar rannsóknir tækju talsverðan tíma, trúlega fáein ár, og þær verða ekki framkvæmdar með stöðluðum að- ferðum heldur mælingum sem yrði að sérsmíða við jarðfræðilegar að- stæður á þessum slóðum. Rann- sóknarhópurinn tekur fram að jarðfræðilegar aðstæður eru mjög frábrugðnar aðstæðum í dæmi- gerðum basalthraunstafla eins og t.d. í Hvalfirði, Fljótsdalshéraði eða í Færeyjum. Í skýrslunni segir að göng sem lægju milli Kross í A-Landeyjum og Heimaeyjar gætu á drjúgum hluta leiðarinnar legið í blöndu af bergi úr setlögum, móbergi með innskotum og basalthraunum. Mið- að við jarðlagaskipan í næstliggj- andi borholum verður að hafa í huga að jarðlög á því dýpi sem jarðgöngin myndu liggja í þyrftu ekki að vera eins og þau sem mæl- ast í efsta hluta berggrunnsins. Á uppkomustað hugsanlegra jarð- ganga við Kross þurfa þau að liggja gegnum 35–40 m þykk laus setlög en þar fyrir neðan eru jarð- lög líkast til úr innskotum. Á þeim hluta ganganna sem næst lægi Heimaey þyrftu þau að fara í gegn- um 200 m þykka óreglulega jarð- myndun úr móbergi, túffi og bólstrabergi með lausum sandlins- um á milli. Hluti þessarar mynd- unar er bæði hrungjarn og mjög lekur. Til að koma jarðgöngum upp gegnum þessa 200 metra með eðli- legum veghalla þyrftu göngin að liggja í þessari jarðmyndun á 4–5 km kafla. Leggja þarf í viðamiklar rannsóknir ef halda á áfram að skoða jarðgöng til Eyja Kostnaður myndi hlaupa á hundruðum milljóna króna „ÞAÐ er langbest að halda ró sinni, það er heilmikið sem á eftir að fara yfir og skoða vandlega og við skul- um bara gera þetta allt í réttri röð,“ segir Bergur Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um niðurstöðu berglagsrannsóknanna. Meðal þess sem á eftir að skoða er hvaða áhrif niðurstöðurnar hafa á kostnað við jarðgangagerð. Bergur segir að leitast verði við að svara því áður en nefnd samgönguráðherra, sem fjalla á um samgöngur til og frá Vestmannaeyjum í framtíðinni, skil- ar niðurstöðu sinni eftir áramót, en Bergur á sæti í nefndinni. Enn eru því þrír möguleikar til skoðunar; jarðgöng til Vest- mannaeyja, endurnýjun á Herjólfi og ferjusiglingar frá Bakkafjöru. Leggja þarf í tímafrekar rannsóknir til að kanna berglögin, að því er fram kemur í berglagaskýrslunni, en ljóst er að taka þarf ákvörðun um endurnýjun Herjólfs innan tveggja ára og því er naumur tími til stefnu áður en þarf að leggja í slíka end- urnýjun, að sögn Bergs. Þarf að skoða áhrif á kostnað við göng Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.