Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR VESTURLAND STEFÁN Ólafsson og Ragnheiður Jóhannesdóttir, bændur í Litlu- Brekku í Borgarbyggð, hlutu á dög- unum styrk úr Húsaverndunarsjóði Borgarbyggðar. Þetta var í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, en hann er í eigu Borgarbyggðar og Sparisjóðs Mýrasýslu og var stofn- aður um mitt þetta ár. Styrkinn hlutu þau Stefán og Ragnheiður vegna endurbóta á gamla íbúðarhúsinu í Galtarholti í Borgarhreppi en jafn- framt fengu Hollvinasamtök Eng- lendingavíkur styrk vegna endurbóta á efra pakkhúsinu í Englendingavík í Borgarnesi. Þegar Stefán ákvað að bjarga Galtarholtshúsinu var ætlunin að flytja það á grunn við Ensku húsin við Langá. Úr því varð hins vegar ekki en á meðan óvissa var um stað- setningu þess stóð það við þjóðveg 54 og fór viðgerð að miklu leyti fram þar. Að lokum var tekin ákvörðun um að setja húsið við Lambalæk, skammt frá Langá, og þar stendur það nú. Vænt um stuðninginn og skilninginn Þau hjón reka nú gistiheimili í Ensku húsunum, sem lengst af voru notuð sem veiðihús, en þar stendur hús sömu gerðar og Galtarholts- húsið. Á síðasta sumri var svo í fyrsta sinn boðið upp á gistingu í Galtar- holtshúsinu. Í vetur býr þar sonur þeirra hjóna ásamt konu sinni á með- an verið er að byggja nýtt íbúðarhús þeirra í Ánabrekku, þar sem Ragn- heiður ólst upp. „Okkur hlýnaði um hjartarætur þegar við fengum þennan styrk, “ sagði Stefán. „En þótt það sé gott að fá peninginn, 300.000 krónur, þykir okkur fyrst og fremst vænt um þenn- an stuðning og skilning á því að hér er verið að bjarga sögulegum verð- mætum.“ Aðspurður hvort styrkurinn yrði hvatning til að halda áfram á þessari braut svaraði Stefán að hann væri fyrst og fremst hvatning til sam- félagsins að það beini sjónum að byggingum sem þessari, sem hefur sögulegt eða menningarlegt gildi. Galtarholtshúsið er bindingsverks- hús með Masard-þaki. Það var byggt 1895 og var búið í því til 1990. Húsið var mjög illa farið þegar viðgerðir hófust. Hjartað slær í gömlu húsunum Stefán, sem er húsasmíðameistari, hefur í nógu að snúast þessa dagana því nóg er að gera við að byggja ný hús í héraðinu fyrir utan að sinna endurbyggingu og viðgerðum á gömlum húsum, meðal annars hús- unum í Englendingavík. „Já, mér þykir vænt um þessi gömlu hús. Hjartað slær í þeim,“ sagði hann. „Núna er ég líka að vinna í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk sem mig minnir að hafi verið byggð- ur árið 1912. Mér finnast gömlu hús- in heillandi verkefni og smám saman hefur safnast saman þekking á þeim hjá mér og þeim sem unnið hafa með mér. Ég helli mér líka djúpt í sögu húsanna og kynni mér hver byggði þau og hver hefur búið í þeim. Ég kynni mér einnig sögu þessara gömlu smiða og það er gaman að geta þess að Galtarholtshúsið byggði Óli norski sem réðst til starfa hjá Akra-Jóni, sem jafnframt flutti inn efni í hús. Óli þessi byggði einnig Norðtungukirkju og síðar fleiri hús í Borgarfirði, en hann flutti síðar til Reykjavíkur“. Húsin með þessu lagi eru orðin fá- gæt í héraðinu því nú eru bara Galt- arholtshúsið og Ensku húsin við Langá uppistandandi. Æskuheimilið gert upp Síðastliðið sumar var húsið notað í fyrsta sinn sem gistihús og sagði Stefán gesti iðulega hafa verið mjög hrifna af því að gista þar. „Þeir sem höfðu tengsl við húsið voru duglegir að koma og skoða og vöknaði sumum um augu þegar þeir gengu um það.“ Stefán er frá Borgarfirði eystri og þar hafa hann og systkini hans gert upp æskuheimilið sem byggt var árið 1897. Þau gerðu það upp í þeirri mynd sem það var þegar þau voru að alast upp og skiptast á að gista þar, „þegar maður þarf að hlaða batt- eríin,“ eins og hann orðaði það. Bændur á Litlu-Brekku fengu styrk þegar úthlutað var úr Húsaverndunarsjóði Borgarbyggðar Hvatning sem beinir sjónum að gömlum byggingum Morgunblaðið/Þorkell Nú er Galtarholtshúsið komið í gott ástand og er sérlega glæsilegt. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Ragnheiður Jóhannesdóttir og Stefán Ólafsson eru ánægð með styrkinn frá Húsaverndunarsjóði Borgarbyggðar. Gamla Galtarholtshúsið var í slæmu ástandi þegar endurbæturnar hófust. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is „VIÐ förum inn á „Fóló“ og fáum okkur „Póló“, Halli splæsir á okkur í dag,“ er texti sem margir Skagamenn ættu að kannast við, slanguryrðið um gömlu Fólksbílastöðina og hinn magnaða gosdrykk Póló, sem svalaði þorsta ungmenna fyrir rúmum þremur ára- tugum. Söngleikurinn Hunangsflugur og villi- kettir hefur sannarlega vakið mikla eftirtekt á Akranesi þar sem nemendur Grundaskóla hafa sungið sig inn í hjörtu áhorfenda, en sýn- ingum á verkinu fer nú fækkandi og stefnir í að allt að 2.400 áhorfendur muni sjá söngleik- inn. Verkið er eftir þá Flosa Einarsson, Einar Viðarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson – sá síðastnefndi er fyrrum kennari við skólann en Flosi og Einar starfa við skólann. Þeir komu allir við sögu er söngleikurinn Frelsi var sett- ur upp í Grundaskóla fyrir þremur árum og vakti verkið mikla athygli. Söngleikurinn, sem nú er fluttur í Grunda- skóla, fjallar um tvö gengi sem eiga í stöðugri baráttu um völdin sem fram fer í götubardög- um með naglaspýtum, á fótboltavellinum og að ógleymdri baráttunni um að fá tækifæri til þess að leika fyrir dansi á „stúkuböllunum.“ „Ég veit ekki alveg hver kveikjan var að Hunangsflugum og villiköttum, en við vildum láta söguna gerast á árunum í kringum 1970 enda var mikið um að vera í tónlistinni á þeim tíma og úr nógu að moða,“ segir Flosi sem við- urkennir fúslega að mörg atriði söngleiksins séu unnin úr sönnum atburðum. „Dúfur, Topparar og Ísarar, koma við sögu og það eru fáir sem spá í slíka hluti í dag. Ég man sjálfur eftir þessum tíma enda á þeim aldri en það voru margir sem voru læstir inni í dúfukofa í marga klukkutíma þegar stríð á milli gengja náðu hámarki. Ég held, svei mér þá, að ástandið sé betra í dag hjá okkur,“ bætir Flosi við en hann sér um tónlistarstjórn verksins og Einar er leikstjóri. Verkið fjallar um líf unglinga á þessum tíma, tónlist, ást og átök, og er ekki laust við að innfæddir Skagamenn kannist við marga þætti úr verkinu sem eru unnir upp úr liðnum atburðum. „Við ræddum við ótalmarga sem voru ung- lingar á þessum tíma og miðað við þær sögur þá stunda unglingar í dag alls ekki eins villt líferni og þekktist áður,“ segir Einar. Sýningar fyrir fullu húsi Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi und- anfarnar vikur og er stefnt að því að sýna allt að 10 sinnum áður en verkið verður sett í salt og hin hefðbundna skóladagskrá tekur við. Einar og Flosi segja að unglingarnir sem vinna að verkinu hafi staðið sig með eindæm- um vel og færri en vildu komist að í hlutverk. „Það var langerfiðasti hlutinn við þetta allt saman – að velja þá sem áttu að leika. Það var „Idol“-stemning yfir þessu öllu saman og við vorum ekki vinsælustu kennarar skólans er við þurftum að neita sumum um hlutverk. En það jafnaði sig er lengra leið frá úrtökupróf- unum og þeir sem ekki komust að fengu önnur verkefni og stóðu sig gríðarlega vel,“ segir Flosi. Einar segir að gríðarleg vinna liggi að baki sýningunni. „Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir þeirri vinnu. Krakkarnir eyddu vetrarfríinu sínu í þetta verkefni, við fengum foreldra til þess að hjálpa til við að sauma búninga, sumir þeirra komu á kvöldin og elduðu mat fyrir all- an hópinn þegar við vorum að æfa, enda vinna um 50 krakkar að hverri sýningu. Það sem vekur mesta athygli mína er hve mikið krakk- arnir læra af þessu verkefni og þá sérstaklega að tileinka sér aga til þess að skipuleggja sig og ná markmiðum sínum,“ segir Einar. Flosi bætir því við að líklega hafi fáir grunnskólar á landinu lagt í eins viðamikið verkefni þar sem allt sé gert á staðnum. Tón- listin er frumsamin, textarnir einnig, búning- arnir eru fengnir að láni eða saumaðir og leik- myndin er unnin með aðstoð listamannsins Vignis Jóhannssonar. „Akrafjallið er að sjálf- sögðu í aðalhlutverki í leikmyndinni, enda að okkar mati fallegasta fjallið,“ segir Flosi en er sannfærður um að nemendur skólans gefi áhugamannaleikhúsum ekkert eftir á sviðinu. „Við höfum fengið mikið hrós frá þeim sem hafa séð sýninguna og er það að sjálfsögðu mikilvægt fyrir alla viðkomandi. En það sem skiptir mestu máli er hve vel krakkarnir komast frá sýningunni, þau gerðu sér kannski ekki grein fyrir því á hve háu plani þau leika þessa stundina. Við lögðum ansi hart að þeim að gera betur á hverri æf- ingu og halda aganum. Það skilar sér í hverri sýningu og í dag rúlla þau þessu áfram áreynslulaust – eins og atvinnumenn,“ segir Flosi en hann er ekki alveg tilbúinn að leggja drög að næsta verkefni eftir þrjú ár. „Það er markmið skólans að hafa slíkt verk á dagskrá á þriggja ára fresti þannig að elstu nemendur skólans fái tækifæri til þess að spreyta sig í slíku stykki. Við erum þokkalega þreyttir eftir þessa törn og erum alls ekki farnir að huga að næsta verki en koma tímar og koma ráð, sagði Flosi Einarsson og Einar Viðarsson tók undir þau orð. Með aðalhlutverk í söngleiknum fara þau Arnþór Ingi Kristinsson og Hulda Hall- dórsdóttir og fara þau á kostum líkt og aðrir leikendur. Eins og áður segir koma 30 leik- arar við sögu og ótalmargir nemendur vinna að öðrum þáttum verksins, s.s. miðasölu, förð- un, tæknivinnslu, leikmynd og öðru sem til fellur. „Krakkarnir læra ótrúlega margt með- an á þessu stendur og þessi vinna er hluti af því sem Grundaskóli leggur áherslu á. Að nemendur fái að glíma við verkefni þar sem ólíkir hæfileikar þeirra fái að njóta sín,“ segir Einar og er óhætt að taka undir þau orð. Sýn- ingin er langt frá því að vera einfalt skóla- stykki – stórvirki lýsir henni best. Nemendur Grundaskóla slá sannarlega í gegn í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir Götubardagar og „stúkuböll“ Morgunblaðið/ Sigurður Elvar Arnþór Ingi Kristinsson og Hulda Halldórs- dóttir standa í ströngu í aðalhlutverkum söng- leiksins Hunangsflugur og villikettir í Grundaskóla á Akranesi. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.