Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR VALKOSTIR í innra gatnakerfi Vatnsmýrarinnar, byggð við Hlíð- arenda, takmarkanir nútímareglna um hljóðvist á byggingu hverfa í gömlum stíl, gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, stokka- lausnir og íbúabyggð og tilgangur og eðli Sundabrautar voru meðal þeirra mörgu málefna sem rædd voru á vinnustofu um borgarskipulag, sam- göngur og gæði byggðar, sem Skipu- lags- og byggingasvið Reykjavík- urborgar stóð fyrir. Þar kom saman mikill fjöldi fagfólks úr öllum áttum og lagði saman höfuðið í bleyti um hvernig leysa mætti úr flóknum skipulagsmálum svo vel færi. Á vinnustofunni, sem var afar þétt setin, fluttu einnig erindi þeir Tryggvi Jónson og Þorsteinn Her- mannsson, verkfræðingar hjá Hönn- un, Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar og Gunnlaugur Kristjánsson hjá Íslenskum að- alverktökum. Í erindum þeirra mátti heyra nokkurn samhljóm á þeim nót- um að ekki væri æskilegt að bæta frekar við umferðarmannvirki í borg- inni, heldur væri þeim mun mikilvæg- ara að dreifa álagi á þau, þar sem þau væru vannýtt stóran hluta dagsins. Ennfremur voru málefni þéttingar byggðar og einkabílsins sett í ólík samhengi, en allir frummælendur voru sammála um að mikilvægt væri að draga úr notkun einkabíla þar sem það væri hægt. Vaxandi offita helst í hendur við aukna einkabílaumferð Samgöngur í Reykjavík í al- þjóðlegu samhengi var yfirskrift er- indis Tryggva Jónssonar, en þar kom fram að þéttleiki byggðar í Reykjavík væri mun nær því sem gerist í borg- um í Norður-Ameríku heldur en Vestur-Evrópu. Benti hann á gríð- arlega fjölgun einkabíla á Íslandi, en einkabílaeign væri nú meiri hér á landi en að meðaltali í N-Ameríku. Sagði hann fólk vissulega sjálft verða að kjósa hvernig það vildi búa, en augljóst væri að bandarískar borgir væru ekki eins vistvænar eða heilsu- vænar og hinar evrópsku. Í um- ræðum um erindið var athygli vakin á samhengi mikils aksturs og offitu, en mikill akstur er talinn ein meginorsök vaxandi offitu í velmegunarlöndum. Í erindi sínu fjallaði Þorsteinn Her- mannsson umferðarverkfræðingur um nýtingu samgöngumannvirkja. Sagði hann það tapaðan leik að ætla að stækka sífellt umferðarmannvirki og hækka þjónustustig þeirra til að mæta verstu toppunum í eftirspurn. Þá væri langtum sterkari leikur að leita leiða til að bæta nýtinguna og lækka eða fletja álagstoppana. Þann- ig fyndu notendur ekki til tafa í eins miklum mæli og hægt væri að nýta betur þá fjárfestingu sem liggur í um- ferðarmannvirkjum. Fyrirtæki móti umferðarstefnu Í því skyni að bæta nýtingu á sam- göngumannvirkjum sagði Þorsteinn tvær meginleiðir færar, annars vegar stjórnun samgöngukerfa, sem beind- ist að því að hámarka nýtingu núver- andi mannvirkja með ódýrum og arð- bærum aðgerðum til að auka umferðarrýmd. Hins vegar væri hægt að reyna að stýra umferðar- álagi með því að fá vegfarendur til að ferðast á þann hátt að nýting sam- göngukerfa sé hámörkuð, en þar er um að ræða nokkurs konar félagslega verkfræði. Leiðir þar miðuðu að- allega að því að minnka toppana í um- ferðarálagi, að fækka farþegalausum ferðum einkabíla og auka notkun annarra ferðamáta. Sagði Þorsteinn allt of algengt að sjá einn mann í bíl, þegar vinsælustu bílarnir tækju allt að 7 farþega. Benti hann á mögulegar aðgerðir sem vinnustaðir gætu farið í til stjórnunar umferðarálags og nefndi þar bíla- stæðastjórnun, sem fæli í sér gjöld á farþegalausa bíla, niðurgreiðslu á al- menningssamgöngum, greiðslu fyrir að koma ekki á bíl, bætt aðgengi gangandi og hjólandi og samnýtingu bifreiða. Nefndi hann auk þess að sú krafa væri gerð í Kaliforníu að ef fleiri en fimmtíu starfsmenn ynnu hjá fyrirtæki, þyrfti að vinna að áætlun um vinnustaðaaðgerðir til að minnka álag á samgöngumannvirki. Um 275 slík fyrirtæki væru nú þegar á höf- uðborgarsvæðinu, þannig að miklir möguleikar væru á að ná hagræðingu í umferðinni, ef þau færu í áætl- anagerð til álagsminnkunar. Meðal þeirra aðgerða sem skólar gætu farið í eru að sögn Þorsteins m.a. úthlutun strætókorta sem fylgi innritunar- og skólagjöldum, bíla- stæðagjöld fyrir farþegalausa bíla og aðgengi gangandi og hjólandi vegfar- enda. Þá sagði hann fleytitíð geta hentað mjög vel t.d. hjá stórum vinnustöðum eins og Háskólanum og LSH, en rúmlega 15.000 manns leggja leið sína þangað á hverjum degi. Þá væru 6.800 manns í fram- haldsskólum á svæðinu vestan Elliða- áa. Að lokum sagði Þorsteinn mik- ilvægt að fara að endurhugsa þá braut sem samgöngumál í borginni eru að fara, því síaukið landrými færi nú undir umferðarmannvirki og það sé ekki vísir að lifandi borg. Bílastæði ekki sjálfsagt mál Í erindi sínu, sem fjallað var um í Morgunblaðinu á fimmtudag, ræddi Gunnlaugur Kristjánsson hjá Ís- lenskum aðalverktökum um nauðsyn þess að fyrirtæki gerðu sér grein fyr- ir þeim gríðarlega kostnaði sem felst í byggingu margra bílastæða ofanjarð- ar og þeim áhrifum sem það hefur á lífvænleika svæða. Sagði hann mjög mikilvægt að bæta skipulag og reyna að minnka umferð einkabíla til að spara bílastæðakostnað. Í ljósi hækk- andi húsnæðis- og lóðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu væru það aug- ljóslega hagsmunir fyrirtækjanna að fækka þeim starfsmönnum sem kæmu á einkabílum. Það ætti ekki að vera sjálfsagður hlutur að allir hefðu aðgang að bílastæðum. Þá lýsti Gunnlaugur því hvernig hægt væri að frelsa Hlíðahverfið úr því fangelsi sem felst í að það er af- girt af þremur hraðbrautum. Setti hann fram þá hugmynd að Mikla- brautin yrði sett í stokk meðfram hverfinu og í stað hennar kæmi ný Miklabraut, sem yrði svonefnd borg- argata, gata með rólegri umferð og húsum sitt hvorum megin við, þar sem möguleikar á mannlífi ykjust mjög. Þá batnaði um leið aðgang- urinn að útivistarsvæðinu á Mikla- túni. Sagði Gunnlaugur að lokum að stjórnvöld í borginni þyrftu að sýna hugrekki í skipulagsmálum og mögu- lega taka ákvarðanir sem ekki yrðu vinsælar fyrst um sinn til að bæta ástandið til langframa. Bilið ekki eins breitt og talið var Dagur B. Eggertsson, formaður Skipulagsráðs, kveðst afar ánægður með útkomu vinnustofunnar. Segir hann borgina tvímælalaust njóta góðs af aðkomu fagfólks og hagsmunaaðila og slíkri samvinnu. Niðurstöðurnar verði teknar saman og unnið úr þeim. „Hér voru saman komnir lykilaðilar frá öllum hliðum skipulagsmála, emb- ættismenn frá ríki og borg, stjórn- málamenn sem marka stefnunna, fjársterkir framkvæmdamenn sem eru að fjármagna byggingar og þróun byggðar hér í borginni og virkustu íbúasamtökin sem láta engin stór skipulagsmál fram hjá sér fara án þess að reyna að koma góðu til leið- ar,“ segir Dagur. „Eftir stendur að það er ekki eins langt á milli sjón- armiða þessara aðila og hingað til hefur verið. Það er ríkur stuðningur við að meginmarkmiðið sé að búa til gott og spennandi borgarumhverfi og laga samgöngurnar að því frekar en að setja ný og stærri umferðarmann- virki í fyrsta sæti.“ Dagur segir einnig hafa komið fram að allir þeir lykilhagsmuna- hópar sem koma að þessum mála- flokki séu á einu máli um það að brýn þörf sé á að endurskoða ýmsa hluti til þess að draga úr umferð og um leið tryggja að umferðin og samgöngurn- ar stjórni ekki einu og öllu í skipulagi borgarinnar. „Þetta þýðir að við eig- um að halda áfram að þétta byggðina og gefa fólki kost á að búa nálægt vinnustöðum sínum, sem eru að stórum hluta í vesturhluta borg- arinnar,“ segir Dagur. „Það kemur líka til greina að blanda byggðinni meir í úthverfunum. Þá leið erum við að mörgu leyti að hvetja, t.d. í skipu- laginu sem liggur fyrir í Úlfarsárdal.“ Ennfremur segir Dagur merkilegt að einhugur virðist ríkja um það að taka til róttækrar endurskoðunar áform um mislæg gatnamót á þeim stöðum sem geta talist inni í lifandi borgarumhverfi. „Í því samhengi var mikill áhugi á því að endurskoða for- gangsröðun stórframkvæmda til að gera slíkt mögulegt,“ segir Dagur. Í því gæti falist að setja Öskjuhlíð- argöng í forgang en falla frá eða a.m.k. fresta um alllangt skeið mis- lægum gatnamótum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. Öskjuhlíðargöng myndu, að sögn Dags, jafnframt gera kleift að fækka akreinum á núverandi Hring- braut þar sem þau myndu dreifa umferðarálaginu betur en nú er. „Þá voru mjög jákvæðar undirtektir við hugmyndum um stokkalausnir, t.d. á móts við Miklatún, þar sem hægt væri að sameina Hlíðarnar og í raun alveg upp að Grensásvegi á köflum. Auk þess gerir núverandi útfærsla Hringbrautar ráð fyrir því að hægt sé að byggja yfir hana þegar byggð rís í Vatnsmýrinni.“ Stóra viðfangsefnið segir Dagur vera að læra af erlendum borgum og bestu leiðum sem hafa verið farnar í að draga úr umferðarálagi á álags- tímum til þess að mögulegt sé að draga úr framkvæmdaþörfinni og fjárfesta betur og skynsamar. „Minni umferð gerir líka borgina að betri stað til að búa í,“ segir Dagur að lok- um. Fjölmargt fagfólk á sviði skipulagsmála kom saman á vegum skipulags- og byggingasviðs Mikilvægt að bæta nýtingu umferðarmannvirkjanna Ljósmynd/Árni Geirsson Dagur B. Eggertsson stýrði fundinum og kynnti dagskrá hans. Fulltrúar hagsmunaaðila sem eru tengdir umferðar- og skipulagsmálum ræddu ólíkar hliðar skipulagsmála og lögðu til fjölda hugmynda. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is HÚSFÉLAG Skúlagötu 32 til 34 hefur ákveðið að kæra ákvörðun borgaryfirvalda um byggingu á svokölluðum Barónsreit. Meðal þess sem kom fram í máli Inga Bjarnar Poulsen, formanns hús- félagsins, var að athugasemdir verða gerðar við málsmeðferðina og sagði Ingi að aðeins einn full- trúa hefði greitt tillögunni atkvæði í skipulagsráði og þrír í borgarráði. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs borgarinnar, segir rangt að aðeins einn fulltrúi hafi greitt tillögunni atkvæði í skipu- lagsráði, traustur meirihluti hafi verið fyrir málinu allan tímann þó svo að hjáseturnar vegna hæðar húsanna við Skúlagötu og vegna formsatriða hafi fækkað formleg- um atkvæðum þegar til kom. Tveir fulltrúar skipulagsráðs greiddu tillögunni atkvæði, Dagur og Stefán Benediktsson. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi VG, var einn þeirra sem sátu hjá og segir Árni að hann sjálfur og fleiri hafi ekki getað samþykkt tillöguna þar sem litið var svo á að þetta væri alls ekki nógu gott skipulag fyrir þennan reit. Helst er þá horft til þriggja fimmtán hæða íbúðaturna sem fyrirhugaðir eru sem Árna finnst of háir. Spurður hvort eðlilegt sé að tveir fulltrúar í skipulagsráði og svo þrír fulltrúar borgarráðs geti komið svo veglegri tillögu í gegn- um kerfið sagði Dagur: „Ég held að kjarni málsins sé að það sé mik- ill meirihluti fyrir þessu þó að minnihlutinn hafi ekki viljað axla ábyrgð á ákvörðuninni.“ Dagur bætir við að ríkur stuðn- ingur sé við það verkefni að gefa ungu fólki kost á að búa þar sem það kýs helst á námsárunum og um leið styrkja miðborgina. Alltaf meirihluti fyrir málinu Dagur B. Eggertsson Morgunblaðið/Golli TAKA þarf málefni eldri borgara til end- urskoðunar og umræðu nú þegar líkt og þingmenn Samfylkingarinnar hafa bent á. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar á laugardag. Í ályktuninni segir að mikilvægt sé að ríki, sveitarfélög og hagsmunaaðilar nái höndum saman um ný vinnubrögð, samráð og öflugar áherslur í framkvæmdum til hagsbóta fyrir eldri borgara. Á flokksstjórnarfundinum var lögð fram tillaga Gunnars H. Gunnarssonar um byggð í Vatnsmýrinni og brottflutning flugvallarins þaðan. Tillögunni var vísað til starfshóps um samgöngumál hjá Sam- fylkingunni. Gert er ráð fyrir því að sá hópur muni leggja fram tillögur um miðjan febrúar. Málefni eldri borgara verði endurskoðuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.