Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ÆTLA ÚT OG? ÉG ÆTLA NIÐUR Í BÆ SAMA ER MÉR ÉG ÆTLA AÐ KAUPA KATTAMAT ÉG SAKNA ÞÍN NÚ ÞEGAR GAMLI VINUR ENGINN SIGRAR MIG Í ÞESSU AF HVERJU STEND ÉG Í ÖLLUM ÞESSUM RÁNSFERÐUM? ÉG ER HÓGVÆR MAÐUR ÉG GET ALVEG LIFAÐ EINFÖLDU LÍFI EN KONAN ÞÍN FER FRAM Á MEIRA, EKKI SATT? JÚ! SÓKN ER OFT BESTA VÖRNIN, SVONA SÝNDU MÉR HVAÐ ÞÚ GETUR ÞETTA VAR FULL GRÓFT PABBI, ERTU TIL Í AÐ KEYRA MIG ÚT Í BÚÐ? HVAÐ KEMUR TIL. ÉG HÉLT AÐ ÞÚ EFAÐIST UM FÆRNI MÍN NÚ SKIL ÉG. ÞÚ VILT FÁ AÐ FYLGJAST MEÐ MÉR KEYRA. ÞIG LANGAR AÐ SJÁ HVORT MÉR SÉ FARIÐ AÐ FÖRLAST NEI, HVERNIG DETTUR ÞÉR ÞAÐ Í HUG VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ TÓKST MEÐ ÞÉR HJÁLM FÆRÐU ÞIG ÞÖNGULHAUS, ÞVÍ ÞÚ VERÐUR EKKI JAFN HEPPINN OG UGLAN ÉG ÞARF EKKI Á HEPPNI AÐ HALDA ÞAÐ ER LÍKA EINS GOTT FYRIR ÞIG HANN ER SNEGGRI EN ÉG HÉLT Dagbók Í dag er mánudagur 14. nóvember, 318. dagur ársins 2005 Áhugafólk um útivistí höfuðborginni hefur ýmsa möguleika á því að fá útrás fyrir áhugamálið. Malbik- aðir göngu- og hjól- reiðastígar liggja um flest ef ekki öll hverfi borgarinnar og veru- legt átak hefur verið unnið í að tengja sam- an hverfi borgarinnar undir og yfir umferð- argötur til hægð- arauka fyrir gangandi og hjólandi. Víkverji nýtir sér stígana óspart og skokkar glaðbeittur um Elliðaárdalinn, yfir í Fossvog og áfram um Nauthólsvík og meðfram Ægisíðunni og jafnvel út á Seltjarnarnes ef sá gállinn er á honum. Síðan er hægt að hjóla úr Elliðaárdalnum gegnum Bryggju- hverfið inn í Grafarvogshverfin og með sjónum allt að ósum Korpu. Þaðan upp með ánni og framhjá Korpúlfsstöðum og niður að botni Grafarvogs eða upp í Grafarholts- hverfið, allt eftir því hvert hugurinn stefnir. Þetta er sannarlega til fyr- irmyndar. Og nú að umkvörtunarefninu. Lýsingu er víða verulega ábótavant á stígunum og hindrar það marga í að stunda útivist á þessum árstíma þegar vinnu er lokið. Ýmsum hrýs hugur við að vera á ferli í Elliðaárdaln- um eftir að skyggja tekur vegna ljósleysis á stígunum. Ekki bæt- ir úr skák þegar hjól- reiðamenn sem nota stígana óspart telja sig margir hverjir ekki þurfa ljós á hjólin þar sem engir eru bílarnir. Er reyndar mesta furða að ekki skuli verða slys þegar hjól- reiðamenn geysast á fleygiferð í gegnum beygjurnar og beint í fangið á skokkurum sem tvístrast í allar áttir og eiga fótum fjör að launa. Og svo eru það blessaðir hunda- eigendurnir. Víkverja er vel við hunda og ætlar ekki að kvarta yfir þeim en teygjuspottarnir sem hundaeigendur eru margir með á hundum sínum eru stórhættulegir. Oftar en einu sinni hefur Víkverji mátt bjarga sér með þunglamalegri hástökkstækni þegar forvitnin hefur rekið aðvífandi hund yfir göngustíg- inn og þvergirt hann með teygju- spottanum, einmitt þegar Víkverji kom valhoppandi framhjá. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is              Dagsbirtan dvínar allt fram til 22. desember er sólargangurinn verður styst- ur en úr því fer daginn að lengja að nýju, hægt og bítandi. Nú sækir skamm- degið að og þó mörgum þyki nóg um myrkrið geta sólardagarnir orðið fal- legir þrátt fyrir að sólin skíni stundum nær lárétt í augun. Morgunblaðið/RAX Sólin lækkar á lofti MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum. (Sl. 34, 9.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.