Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 29 FRÉTTIR Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisflokkurinn Stytting náms til stúdentsprófs - til hins betra eða verra? Landssamband sjálfstæðiskvenna og Samband ungra sjálfstæðismanna efna til umræðufundar um styttingu náms til stúdentsprófs í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 15. nóvember næstkomandi kl. 17.00. Fundarstjóri: Brynhildur Einarsdóttir, varaformaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna Umræður leiða: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála- ráðherra Linda Rós Michaelsdóttir, menntaskólakennari Oddný Harðardóttir, skólameistari Allir velkomnir! Auglýsing um deiliskipulag í Hvítársíðuhreppi, Mýrasýslu Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir stækkun á frístundabyggð um 13 lóðir á svæði 5 að Bjarnastöðum, Hvítársíðuhreppi, Mýrasýslu. Stærð lóða frá 4000 m² til 8000 m². Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmál- um liggur frammi hjá oddvita, Sámsstöðum frá 16.nóvember til 14.desember 2005 á venju- legum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 28. desember 2005 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulags og byggingarfulltrúi, Ólafur K. Guðmundsson. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, sem hér segir: Haukur ÍS-847, skskrnr. 1265, þingl. eig. Úteyri ehf., gerðarbeiðendur Árni Helgason ehf., Kaupás hf., Landssími íslands hf., innheimta, Lífeyrissjóður sjómanna, Radíómiðun ehf. og Sveitarfélagið Skaga- fjörður, föstudaginn 18. nóvember 2005 kl. 10:00. Svanhvít ÍS-755, skskrnr. 2484, þingl. eig. Útgerðarfélagið Lizt ehf., gerðarbeiðandi Stykkishólmshöfn, föstudaginn 18. nóvember 2005 kl. 10:15. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 11. nóvember 2005. Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi. Tilkynningar BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Reykjavík. Álfheimar 74. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Álfheima 74, Glæsibæ. Tillagan gerir ráð fyrir m.a að bílageymsluhús verði stækkað, þó ekki út fyrir byggingarreit, stækkun fyrstu hæðar í nýbyggingu um ca. 490 m2, stækkun neðri kjallara um ca. 950 m2 og sett verði tæknirými undir neðri kjallara ca. 150 m2. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Gufuneskirkjugarður. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gufurneskirkjugarð. Tillagan gerir ráð fyrir m.a að viðbót er gerð við lóð Gufuneskirkjugarðs, byggingareitur verður endurskipulagður og felldur að fyrirhugaðri nýbyggingu og aðkomuvegur að þjónustubyggingu verður endurskilgreindur og mun hann liggja við útmörk lóðar að Hallsvegi. Bílastæðum er fjölgað úr 120 í 220 og á vestari hluta lóðar verður gert ráð fyrir gönguleið sem tengist stígakerfi Reykjavíkurborgar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 14. nóvember til og með 26. desember 2005. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu- lagsfulltrúa) eigi síðar en 26. desember 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 14. nóvember 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Félagslíf  MÍMIR 6005111419 III  HEKLA 6005111419 IV/V  GIMLI 6005111419 II.O.O.F. 19  18611148  E.T.1. 0* I.O.O.F. 10  18611148  O.* NAFN Ægis Þorleifssonar var dregið úr nöfnum fjöl- margra viðskiptavina sem skráðu sig í Nokia-leik Og Voda- fone og vann hann utanlandsferð fyrir tvo til Evrópu. Á myndinni sést Bjarki Jóhannesson, Og Vodafone, af- henda Ægi vinninginn. Vann ferð til Evrópu STARF Kópavogsdeildar með ungum innflytjendum tók nýja stefnu þegar sjálfboðaliðar tóku krakkana með sér á söngleikinn Annie. Krakkarnir höfðu aldrei farið í leikhús áður og for- svarsmenn Annie brugðust vel við og buðu þeim á sýn- inguna. Að lokinni sýningu bauð sýningarstjórinn þeim upp á svið til þess að skoða leikmunina og fór svo með hópinn baksviðs til að spjalla við nokkra af leikurunum. Að- alsöguhetjan, sjálf Annie, áritaði veggspjald fyrir krakkana sem hengt hefur verið upp í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar. Starf Kópavogsdeildar með ungum innflytjendum miðar að því að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er í samvinnu við móttökudeild nýbúa í Hjallaskóla. Börnin koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálf- boðamiðstöð deildarinnar og fá meðal annars málörvun og fræðslu um tómstundastarf í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Hluti af krökkunum með Annie eftir sýningu. Ungum inn- flytjendum boðið í leikhús FOCAL Software & Consulting býður til morgunverðarfundar í vikunni undir yfirskriftinni: „Í upp- hafi skyldi endinn skoða – Eru breytingar í þínu fyrirtæki sóun á fjármunum?“ Meginþema fundarins er breyt- ingastjórnun og fræðsla, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Fundurinn verður haldinn í Hvammi á Grand Hóteli í Reykja- vík, miðvikudaginn 16. nóvember frá kl. 8.15 til 10. Ekkert þátttökugjald er, en nauðsynlegt er að bóka sæti fyr- irfram með því að tilkynna þátttöku og fjölda sem fyrst í síma 5 400 900 eða senda tölvupóst á focal@focal- .is. Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra setur fundinn. Fundarstjóri verður Helga Braga Jónsdóttir leikkona. Morgunverð- arfundur um stjórnun JÁ, dótturfélag Símans, hefur tekið í notkun nýja þjónustu þar sem sím- notendur geta fengið upplýsingar um símanúmer með SMS-skila- boðum. Símnotendur sem vilja vita hver á tiltekið símanúmer senda SMS-skilaboð með þessu tiltekna númeri í númerið 118 og nær sam- stundis fá þeir SMS-skilaboð með umbeðnum upplýsingum. Í SMS- skilaboðunum frá 118 kemur fram nafn þess sem skráður er fyrir númerinu og heimilisfang. Þessi þjónusta kemur sér vel fyr- ir þá sem eru á ferðinni og komast ekki í tölvusamband, segir í frétt frá Jái. Gjald fyrir þessa þjónustu er 29 krónur fyrir hvert SMS-skilaboð. Ný SMS- þjónusta Já DR. HELGA Bragadóttir hjúkr- unarfræðingur hefur verið ráðin í starf forstöðumanns við Rann- sóknastofnun í hjúkrunarfræði. Helga lauk BS-prófi frá Háskóla Íslands árið 1986, meistaraprófi í barnahjúkrun og stjórnun frá Uni- versity of Iowa 1997 og dokt- orsprófi með áherslu á stjórnun í hjúkrun frá sama skóla árið 2004. Helga hefur reynslu af klínískri hjúkrun, stjórnun, kennslu og rannsóknum hérlendis og í Banda- ríkjunum. Forstöðumaður Rann- sókna- stofnunar í hjúkrunar- fræði annast daglegan rekstur stofn- unarinnar samkvæmt reglum hennar og vinnur að því að stofn- unin ræki hlut- verk sitt sem lýtur að rann- sóknum í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Meginverkefni rannsóknastofn- unarinnar er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóður- fræði. Nýr forstöðu- maður Dr. Helga Bragadóttir SAMÞYKKT var á fjölmennum fundi ungliða í Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði á Akureyri þann 9. nóvember áskorun á menntamálaráðherra um að taka þátt í málefnalegri og samfélags- legri umræðu um skerðingu náms til stúdentsprófs og samræmd stúdentspróf í stað þess að hunsa nemendur og koma sér undan um- ræðu, líkt og gerðist í Mennta- skólanum á Akureyri þriðjudaginn 8. nóvember, eins og segir í frétta- tilkynningu. Fundurinn mælir með því að nám í framhaldsskólum verði eflt en ekki skert. Framhalds- skólastarf eflt en ekki skert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.