Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝVERIÐ tilkynnti Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að hann hygðist sameina Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins og skyldi sú sameining taka gildi árið 2007. Þá eru 100 ár liðin frá gildistöku laga um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands. Á grundvelli þeirra var ráðinn skógræktar- stjóri og ráðherra gefin heimild til að ráða skóg- arverði eftir þörfum. Árið 1914 voru sam- þykkt sérstök lög um sandgræðslu og var Búnaðarfélagi Íslands falin framkvæmd þeirra en síðan var stofnað til Sandgræðslu ríkisins (síðar Landgræðslu ríkisins). Þessar tvær ríkisstofnanir hafa síðan lengst af haft nokkuð ólíka nálgun að uppgræðslu lands en æ betur hefur komið í ljós að varanlegur árangur næst varla nema með skóggræðslu. Því hefur aðferðafræði skógræktar og landgræðslu verið að nálgast og kristallast það m.a. í Landgræðslu- skógaverkefninu sem er samstarfs- verkefni skógræktarfélaganna í landinu og umræddra ríkisstofnanna og var hleypt af stokkunum árið 1990. Frá sama tíma hefur aukningu á ríkisframlögum til skógræktar ver- ið varið til sjálfstæðra bændaskóga- verkefna en samsvarandi hækkun ríkisframlaga til landgræðslu verið varið til Landgræðslu ríkisins sem innan sinna vébanda hýsir verkefnið „Bændur græða landið“. Hlutverk Skógræktar ríkisins hef- ur með þessu í auknum mæli færst úr framkvæmda- og framleiðslusviði yfir í rannsókna-, stjórnsýslu- og þróun- arsvið, auk reksturs nokkurra skóglenda og er Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá þar afar mikilvæg. Landgræðsla rík- isins hefur valið að halda framkvæmda- þættinum að miklu leyti innan stofnunar. Þannig má segja að þótt aðferðafræði við uppgræðslu lands hafi nálgast nokkuð þá frá ræktunarlegu sjónarmiði hafi spurn- ingunni um hver eigi að vinna verkið verið svarað á ólíkan hátt. Nú er von að spurt sé, hvers vegna eigi að sameina þessar tvær ágætu stofnanir með tilskipun án þess að líta á skógræktar- og land- græðslugeirann í heild sinni. Lög um landgræðslu- og skógrækt eru fyrir löngu úrelt enda frá miðri síðustu öld. Reynt hefur verið að lappa upp á þau nokkrum sinnum, oftast án árangurs. Um Landshlutabundnu skógræktarverkefnin gilda sérstök lög til bráðabirgða sem sjálfsagt er að endurskoða í ljósi reynslu sl. 15 ára. Væri t.d. hugsanlegt að færa landgræðslu- og landbótaþátt til verkefnanna og einfalda þannig stjórnsýsluna jafnt fyrir bændur sem hið opinbera? Eðlilegt verklag við endurskoðun á starfi opinberra stofnana á sviði skógræktar og land- græðslu væri; i) Stefnumótun og markmiðssetning til framtíðar, ii) lagasetning um málaflokkinn og iii) setning reglugerða um framkvæmd þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið. Opinber stefna í málaflokknum er því miður ekki til og því hafa viðkom- andi stofnanir ýmist mótað hana eftir bestu getu, hentisemi eða hlýtt skip- unum að ofan eins og í nýhöfnum sameiningaviðræðum. Sama virðist uppi á teningnum með hin Lands- hlutabundnu skógræktarverkefni, stefnan virðist oft einhvers konar hentistefna og markmið skógrækt- arstarfsins óljós. Það er málstað skógræktar- og landgræðslu fyrir bestu að stefnan sé vel ígrunduð og hljóti lýðræð- islega umfjöllun, fyrst af þar til bær- um aðilum þar sem aðkoma fólksins í landinu er tryggð og sé síðan lögð fyrir Alþingi. Þannig myndast þjóð- arsátt um að klæða landið með hag- kvæmni, hagsæld og velferð að leið- arljósi. Sameining án stefnu og markmiða Einar Gunnarsson skrifar um hugsanlega sameiningu Skóg- ræktar ríkisins og Land- græðslu ríkisins Einar Gunnarsson ’Það er málstað skógræktar- og land- græðslu fyrir bestu að stefnan sé vel ígrunduð og hljóti lýðræðislega umfjöllun …‘ Höfundur er skógræktarfræðingur. HVERS vegna umræða um kaup og sölu á efni kvikmyndagerðarinnar af RÚV er nú í gangi er erfitt að segja til um. Þetta er mál sem hefur hvílt á greininni í mörg ár og áratugi, og ágætt að þetta skuli nú dúkka upp á ný. En mál sem þessi virðast alltaf koma til umræðu vegna einhvers ákveðins verkefnis og annað hvort að frumkvæði framleiðendans eða fjöl- miðils, en ekki sem ákveðið skref framá við til að bæta starfsumhverfi og hagsmuni fagsins. Og oft fer hún inná villigötur, og gufar svo upp. Verðskrá RÚV virðist í stuttu máli ekki vera heilbrigð, um það er ekki deilt, stjórnendur RÚV hafa ekki einu sinni sjálfir reynt að réttlæta hana. Og þótt það sé ekki viðunandi að okrað sé á sölu safnaefnis RÚV og innkaupsverð sé lágt, þá finnst mér aðalatriðið ekki vera hvort mínútan kosti 100 kr. eða 100.000 krónur, heldur hvort ég get leitað annað, það er samkeppni, eða hvort RÚV er rek- ið sem hreinn „bissniss“. En ástar- haturssamband kvikmyndagerð- arinnar við RÚV virðist helgast ann- ars vegar af umhyggju fyrir stofnuninni sem almenningseign, og hins vegar því að sumir stjórnendur RÚV virðast reka deildir stofnunar- innar sem viðskiptastofnun. Það er heldur ekki ný saga né frumleg að stjórnendur innan RÚV hafa greitt hátt verð fyrir nokkra þætti að því er virðist vegna pólitískra tengsla selj- enda. Verðskrá RÚV hefur strangt tekið farið eftir geðþótta. Til að taka þessa umræðu nú um verðskrá RÚV alvarlega, og svo hún gufi ekki upp eins og áður, verður að setja þessa hluti í heildarsamhengi. Þetta málefni varðar líka það grund- vallaratriði hvort íslensk kvikmynda- gerð er frjáls eða ekki. En það sem er líka umhugsunarefnið er hvers vegna stjórnir fagfélaganna, Félags kvik- myndagerðarmanna og Samtök ís- lenskra kvikmyndaframleiðenda, hafa eftir áratugastarf aldrei náð neinum árangri að telja, um að koma samskiptum við RÚV á meiri jafn- réttisgrundvöll. Hvers vegna eru menn aftur kosnir í stjórnir sem aldr- ei ná árangri? Þessi félög virðast aldrei hafa starfað eins og hagsmuna- og fagfélög almennt, og dettur mér helst í hug að þar sé á ferðinni sama menningarlega fyrirbærið og um- boðsmaður Alþingis hefur gert að umtalsefni hvað varðar opinberar stofnanir. Það er að þær huga frekar að ímynd sinni en málefnum. Hitt er líka mál vert skoðunar hvernig op- inberum styrkjum er háttað almennt, það er fyrir utan Kvikmyndasjóð Ís- lands, og hvort ráðuneytin t.d. líti já- kvæðari augum á verk eftir flokks- félaga ráðherranna sjálfra. Skyldi verðskráin þar líka vera eftir geð- þótta, búum við enn við ófaglega og pólitíska duttlunga? EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON, kvikmyndaleikstjóri, London. Öðru hverju Frá Einari Þór Gunnlaugssyni: ÍSLENSKI blóðgjafahópurinn er einn af hornsteinum heilbrigð- iskerfis okkar. Án þeirra væri ekki hægt að reka nútíma læknisþjónustu. Blóðgjafar gefa bæði af tíma sínum sem og sjálfum sér. Blóð- gjafar eru óeigin- gjarn hópur sem fer ekki fram á mikið. Blóðgjafafélag Íslands er stuðn- ings- og hagsmunaaðili blóðgjafa. Á þeim vettvangi eru m.a. hetjublóð- gjöfum veittar viðurkenningar. Eitt af hagsmunamálum blóðgjafa er að Ísland verði eitt blóðgjafasvæði. Er þá Ísland ekki eitt blóð- gjafasvæði í dag? Vissulega geta blóðgjafar hvar sem er af landinu komið í Blóðbank- ann í Reykjavík og gefið blóð eða gefið í blóðsöfnunarbíl Blóðbankans. Sömuleiðis geta blóðgjafar hvar sem er af landinu komið í Blóðbank- ann á Akureyri og gefið blóð. Þeir eru velkomnir á hvorum staðnum sem er. Gallinn á núverandi skipan mála er að á þessum tveim stöðum á land- inu eru rekin mismunandi skráning- arkerfi. Persónuupplýsingar flytjast ekki á milli kerfa. Upplýsingar sem allir blóðgjafar vilja halda til haga eru t.d. um fjölda blóðgjafa og síðustu mæliniðurstöður sem og upplýs- ingar nauðsynlegar blóðbankaþjón- ustunni. Blóðgjafi sem t.d. hefur gef- ið hefur tíu sinnum á Akureyri getur verið nýr blóðgjafi í Reykjavík og öf- ugt. Þessu fylgir óhagræði fyrir blóð- gjafann vegna nýskráningar á báð- um stöðum. Með því að koma á einu skráning- arkerfi á landsvísu getum við auð- veldað blóðgjöfum að velja þann stað sem þeim hentar best hverju sinni til að látið gott af sér leiða. BJÖRN HARÐARSON, stjórnarmaður í Blóðgjafafélagi Íslands. Ísland – eitt blóðgjafasvæði Frá Birni Harðarsyni Björn Harðarson BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ENN og aftur eru stjórnvöld að velta fyrir sér kostnaði við öryrkja sem í dag mun vera um 14 milljarðar króna og ekkert skrýtið að við fjárlagagerð skoði menn svo stóran út- gjaldalið. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða eðli ríkisrekstrar að þegar á að spara verður lausnin oft sú að í henni felst aukin útgjöld. Þetta kom vel fram í viðtali við fé- lagsmálaráðherra þar sem fram kemur að stofna skuli sjóð með 100–200 milljón króna framlagi til að aðstoða öryrkja við að fara aft- ur út á vinnumark- aðinn. En hvað þýðir þetta, jú yfir svona sjóð þarf stjórn og starfsmenn, skrif- stofuaðstöðu ofl. með tilheyrandi kostnaði og verður sú aðgerð fljót að éta upp framlagið og árangur verður enginn en allt verður þetta skráð sem útgjöld til öryrkja. Samkvæmt lögmálinu mun þetta nýja stjórntæki halda áfram að vaxa á næstu árum og kalla á meira fé úr ríkissjóði. Á þessu er til einföld lausn en hún er sú að hækka verulega þau mörk um tekjur sem öryrki má hafa á mán- uði án þess að þær skerði á nokkurn hátt þær bætur sem viðkomandi fær frá Tryggingastofnun. Þetta gæfi ríkissjóði auknar tekjur í formi skatta og öryrkjar reyndu hvað sem þeir gætu að ná sér í vinnu hvort sem um væri að ræða 25%, 50% 75% eða 100% starf. Öryrkjar sem aðrir hafa fullan metnað til að bjarga sér en eins og kerfið er í dag má segja að hvaða vinna sem öryrki fær er nánast sjálfboðavinna því allt er hirt í formi skerðingar hjá TR og skattlagningar. Annað sem heldur niðri tekjum ör- yrkja er fullfrískt fólk á fullum ör- orkubótum svona „gerviöryrkjar“ sem síðan vinna svarta vinnu. Ég er ekki að tala um endurhæfingarlífeyri sem á fullan rétt á sér og er til að hjálpa fólki meðan það getur ekki stundað vinnu vegna einhverra áfalla eða veikinda og getur staðið í allt að 18 mánuði. Þetta fólk fer upp til hópa flest út á vinnumarkaðinn þegar það er búið að ná sér. En málefni „gervi- öryrkjanna“ þarf að skoða vel og ætti TR að gera meira af því að kalla þetta fólk í skoðun og athuga með heilsu þess. Eitt dæmi enn er síðan fólk sem lent hefur til hliðar í þjóð- félaginu vegna óreglu og til að gera eitthvað er þetta fólk sett á ör- orkubætur og ákveðnir bareigendur hér í Reykjavík gera út á ógæfu þessa fólks, en þetta á ekkert skylt við örorku heldur er um að ræða fé- lagslegt vandamál sem leysa þarf eft- ir öðrum leiðum. Við skulum hafa kjark til að kalla hlutina réttum nöfn- um og leysa eftir réttum leiðum. En ekki fara af stað með einhvern sjóð til að aðstoða okkur öryrkja að komast út á vinnumarkaðinn aftur. Þetta mun engu skila nema auknum kostn- aði. Það hefur verið nefnt að ein ástæða fyr- ir fjölgun öryrkja sé vegna atvinnuleysis víða um land og atvinnulaus- ir sækist eftir að komast á örorku vegna þess hvað atvinnuleysis- bætur eru litlar. Það þarf heimskari mann en mig til að trúa því að læknar TR afgreiði fólk á færibandi sem ör- yrkja. En sá sem missir sína vinnu lendir til hlið- ar í þjóðfélaginu og úr slíku ástandi geta komið margir einstaklingar al- varlega veikir andlega. Það er vandamál sem öryrkjar geta ekki leyst. Til þess höfum við ráð- herra og ríkisstjórn og í henni situr Árni Magn- ússon með þessi vanda- mál á sínu borði og virð- ist ekki ráða við að leysa þau. Þeir sem taka að sér ákveðin störf í þjóð- félaginu, hvort sem er á almennum vinnumarkaði eða í rík- isstjórn og ráða ekki við sín verkefni verða að viðurkenna það og láta þá sem hæfari eru taka við. Verkalýðs- hreyfingin er farin bjóða sína aðstoð við lausn margra þessara mála og hafið þið vit á að þiggja þá aðstoð. Einari Oddi Kristjánssyni tókst á sínum tíma með samvinnu sinni við samtök launafólks að stöðva hér óða- verðbólgu sem enginn virtist geta ráðið við. Við öryrkjar höfum ekki mörg vopn til að glíma við ríkisvaldið nema orðin, dómstóla og okkar kosn- ingarétt. Ég var orðinn 53 ára gamall þegar ég varð öryrki eftir slys út á sjó og hef margoft velt því fyrir mér hvort öll sú barátta sem ég lagði á mig við endurhæfingu til að geta bjargað mér nokkurn veginn sjálfur var þess virði til að eiga síðan að lifa á 100 þúsundum á mánuði og geta varla lifað eða dáið af þeirri upphæð. Í öllu þessu góðæri sættum við okkur ekki við þessi kjör. Og hafðu í huga, Árni Magnússon, að í næstu kosn- ingum getum við öryrkjar með sam- stöðu þurrkað þinn flokk út af Al- þingi en mér finnst sanngjarnt að gefa þér eitt tækifæri til að koma þessum hlutum í lag og þá meina ég strax ekki tala um að gera það á næsta kjörtímabili eða síðar. Þá verður þú ekki í þeim stól sem þú sit- ur í núna og getur ekkert gert, hefur ekki meiri völd en venjulegur öryrki Það vill oft gleymast að bætt kjör ör- yrkja skila sér aftur í ríkiskassann í formi beinna og óbeinna skatta. Til að leysa vandamál þarf að byrja á að skilgreina vandann og finna lausn sem á við hvert atriði. Hitt er uppgjöf að búa til sjóð/stofnun og kasta þang- að vandamálunum. Gangi þér vel. Ráð til félags- málaráðherra Jakob Kristinsson fjallar um öryrkja og gagnrýnir félagsmálaráðherra Jakob Kristinsson ’Það vill oftgleymast að bætt kjör ör- yrkja skila sér aftur í ríkiskass- ann í formi beinna og óbeinn skatta.‘ Höfundur er fv. vélstjóri en nú öryrki.                       Silfur servíettuhringur Holtasóley Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Servíettuhringur verður, ef guð lofar, smíðaður eftir nýrri teikningu fyrir hver jól. Hann leysir af hólmi jólasveinaskeiðina, en allar 13 skeiðarnar verða fáanlegar áfram. Kr. 4.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.