Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 21 Þ að hefur gengið á ýmsu í stjórnarmynd- unarviðræðum stóru flokkanna tveggja, CDU og SPD, hér í Þýskalandi síðustu vikurnar. Öll- um að óvörum sveik meirihluti flokksstjórnar jafnaðarmanna for- mann sinn, Franz Müntefering, í tryggðum með því að hafna þeim frambjóðanda sem hann vildi fá í embætti framkvæmdastjóra flokksins og greiddi þess í stað atkvæði með öðrum í starfið. Müntefering leit á þessa at- kvæðagreiðslu sem vantraust við sig og lét þau boð út ganga að hann hygðist segja af sér sem formaður flokksins. Á skyndi- fundum sem boðaðir voru í yf- irstjórn flokksins var ákveðið með hraði að gera Matthias Plat- zeck, forsætisráðherra fylkisins Brandenburg, að næsta formanni jafnaðarmannaflokksins. Þetta þótti tíðindum sæta, ekki síst vegna þess að Platzeck hefur lítið verið í sviðsljósinu sem stjórn- málamaður til þessa. Það kom því æði mörgum á óvart að hann skyldi vera valinn til að leysa Franz Müntefering af hólmi. Og varla voru þessi tíðindi öll orðin heyrinkunn þegar Edmund Stoi- ber, leiðtogi CSU, systurflokks kristilegra jafnaðarmanna í Bæj- aralandi, sem var búinn að ákveða að láta af embætti sem forsætisráðherra Bæjaralands og setjast í stól efnahags- og at- vinnumálaráðherra í nýrri rík- isstjórn Angelu Merkel, skipti um skoðun, afsalaði sér ráðherradómi og sneri aftur til Bæjaralands. Þessi snögga pólitíska heimþrá Stoibers þótti mönnum vægast sagt kynleg, auk þess sem hún hleypti illu blóði í ýmsa flokks- bræður hans, ekki síst þá sem þegar voru byrjaðir að keppast eftir því að taka við af honum sem hæstráðanda í Bæjaralandi. Honum var því ekki tekið með rauðum dregli og lúðrablæstri þegar hann mætti á flokksþing félaga sinna í CSU fyrir skömmu. Það var svolítið grátbroslegt að skömmu eftir að Stoiber ákvað að snúa aftur til heimkynna sinna í skjóli þýsku Alpanna og neita sér um fyrirhugaðan ráðherradóm í Berlín átti hann stefnumót við páfann í Róm. Gárungarnir töldu ljóst að eftir allan þennan póli- tíska hringlanda hefði Stoiber haft brýna þörf fyrir að biðja hinn jarðneska staðgengil al- mættisins um fyrirgefningu. Ríkisstjórn málamiðlana Þrátt fyrir þessa misvindasömu tíð virðist Angelu Merkel hafa tekist það ætlunarverk sitt að koma saman nýrri ríkisstjórn. Það var í þ.m. ekki annað að skilja á forystumönnum flokk- anna tveggja og leiðtogum hinnar verðandi stjórnar þegar þeir héldu sameiginlegan blaðamanna- fund í Berlín um helgina, en nú væri allt fallið í ljúfa löð og leiðin greið fyrir nýja samsteypustjórn þessara höfuðandstæðinga í þýsk- um stjórnmálum undanfarna ára- tugi. Það sveif léttur andi yfir vötn- um á þessum fyrsta sameiginlega fundi hinna fyrrum stríðandi fylk- inga. Angela Merkel var sýnilega í sjöunda himni yfir því að hún væri nú – fyrst kvenna – í þann mund að taka við hinu valdamikla embætti Þýskalandskanslara. Og ekki var heldur annað að sjá en sá gamalreyndi pólitíski bar- áttumaður Franz Müntefering, sem enn er oddviti jafn- aðarmanna, væri kampakátur yfir því að vera nú að setjast sem varakanslari í stjórn með nokkr- um helstu pólitísku andstæð- ingum sínum. Auk þeirra Angelu Merkel og Münteferings mættu á fundinn verðandi formaður jafn- aðarmanna, Matthías Platzeck, sem og bæverski “silfurrefurinn Edmund Stoiber. Þrátt fyrir að þessir verðandi ráðamenn Þýskalands hefðu uppi glens og gaman á fundinum duld- ist engum að undir niðri var þeim auðvitað síður en svo hlátur í sinni. Þvert á móti rataðist tilvon- andi leiðtoga jafnaðarmanna, Matthíasi Platzeck, rétt á munn þegar hann lýsti því yfir að þessi samsteypustjórn væri langt frá því að vera pólitískt ástarsam- band, heldur líktist hún miklu fremur hjónabandi sem báðir að- ilar hefðu verið neyddir í. Enda liggur í augum uppi að margir ganga til þessa samstarfs með samanbitnar tennur. Og hvernig á annað að vera þegar haft er í huga að umræddir flokk- ar hafa verið andstæðir pólar í þýskum stjórnmálum, allt frá því að sambandslýðveldið Þýskaland var sett á laggirnar, fjórum árum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að nýi stjórnarsáttmálinn, sem var kynntur um helgina, ein- kennist öðru fremur af málamiðl- unum, nokkurs konar blendingi úr stefnuskrám þessara ólíku flokka. En hvernig skyldi um- rædd málamiðlun líta út í raun? Stjórnarsáttmálinn Forystumenn flokkanna eru sammála um að alvarlegasti sam- félagsvandinn í Þýskalandi okkar daga sé atvinnuleysi um tíu af hverjum hundrað vinnufærra manna í landinu. Það er því höf- uðmarkmið nýrrar ríkisstjórnar að takast á við þennan vanda og hún mun framar öðru verða met- in af því, hvernig sú glíma geng- ur. Það sem mestu varðar er að dæla nýju fjármagni inn í at- vinnulífið. Í því skyni hyggst rík- isstjórnin á næsta ári taka erlend lán sem munu nema rúnlega 40 milljörðum evra, eða rúmlega 2.800 milljörðum íslenskra króna. Þetta fé á að nota að miklu leyti sem „innspýtingu“ í efnahagslífið – með það fyrir augum að það taki ærlegan fjörkipp upp á við. Stjórnarherrunum nýju er ljóst að með þessu eru þeir að þenja bogann til hins ýtrasta, enda jafngildir þetta því að skuldir þjóðarbúsins aukist mun meira á þessu eina ári en nemur öllum fjárfestingum á sama tíma. Það er hins vegar ásetningur nýju stjórnarinnar að rétta þjóðarskút- una aftur af í þessu tilliti árið eft- ir, 2007. Þrátt fyrir að jafnaðarmenn hafi í kosningabaráttunni haft mörg orð um þá fáfengilegu til- lögu kristilegra demókrata að hækka virðisaukaskattinn og kall- að hækkunina sem andstæðing- arnir lögðu til „Merkel-skatt“ í háðungarskyni við Angelu Merk- el, hafa þeir nú fallist á að hækka þennan sama skatt um heila þrjá af hundraði, eða úr 16 prósentum í 19 – sem er einu prósentustigi meira en kristilegir lögðu til fyrir kosningar. Hluti af þessum tekjum á að vísu að nýtast til að lækka lögbundnar atvinnuleys- istryggingar, auk þess sem hækk- un virðisaukaskattsins mun ekki taka gildi fyrr en á árinu 2007. Þá hyggst nýja stjórnin herða ólina verulega í fjármálum rík- isins, m.a. með því að afnema margvísleg skattafríðindi ein- staklinga, svo sem vegna húsa- kaupa og ferðakostnaðar til og frá vinnustað. Með slíkum ráð- stöfunum á ríkið að geta halað inn um fjóra milljarða evra til viðbótar, eða sem nemur ríflega 280 milljörðum króna. Til að bæta ástandið á vinnu- markaðnum hyggst nýja stjórnin gera ýmsar ráðstafanir, m.a. í þá veru að auðvelda atvinnulausum að vinna tímabundin störf, án þess að þeir verði um leið af lög- bundnum atvinnuleysisbótum. Sömuleiðis féllust jafnaðarmenn á þá kröfu kristilegra demókrata að atvinnurekendur megi ráða fólk til vinnu í ákveðinn reynslutíma, án þess að vera á nokkurn hátt skuldbundnir því þegar honum lýkur. Þessi krafa – sem á sínum tíma vakti mikinn úlfaþyt innan þýsku verkalýðshreyfingarinnar – var að vísu „milduð“ lítið eitt, með því að umræddur reynslu- tími er ekki hafður sex mánuðir, eins og kristilegir lögðu til, held- ur heilir 24 mánuðir. Af öðrum þáttum í stjórn- arsáttmála flokkanna má nefna að þeir vilja ýta undir barneignir landa sinna og efla fjölskylduna með því að gera foreldrum kleift að taka eins árs fæðingarorlof, þar sem sá aðili sem annast barn- ið fær greidd tæplega sjötíu pró- sent af rauntekjum sínum á með- an hann eða hún er í orlofi. Auk þess á að hvetja lágtekjufólk til barneigna með því að greiða því sérstaka uppbót á lögbundnar barnabætur. Jafnframt ætlar stjórnin að kanna hvort ekki sé ástæða til að breyta lögum sem nú gilda um barnabætur, en þau mæla fyrir um að allir foreldrar fái slíkar bætur, án nokkurs tillits til efnahags. Þannig fá öskukallar í Hamborg nú sömu barnabætur og forstjórar fyrirtækja á borð við Volkswagen eða Siemens. Í utanríkismálum fengu jafn- aðarmenn kristilega til þess að fallast á að viðræðum við Tyrki um inngöngu þeirra í Evrópu- sambandið verði haldið áfram með það „lokatakmark“ fyrir aug- um að þeir verði teknir inn. Þetta var mikið deiluefni flokkanna fyr- ir kosningar, því kristilegir demó- kratar tóku ekki í mál að Tyrkir fengju aðild að Evrópusamband- inu. Í þessu tilliti höfðu jafn- aðarmenn því bersýnilega betur. Nýtt landslag í þýskum stjórnmálum Það er erfitt að spá nokkru um það hvernig verðandi ríkisstjórn jafnaðarmanna og kristilegra á eftir að ganga þegar hún tekur við völdum – sem verður að lík- indum síðar í þessum mánuði, eft- ir að fulltrúaráð flokkanna beggja hafa lagt formlega blessun yfir stjórnarsamstarfið á fundum sín- um í næstu viku. Þrátt fyrir glað- beittar yfirlýsingar forystumanna flokkanna beggja dylst það eng- um sem til þekkir að undir sléttu yfirborði kraumar megn óánægja í herbúðum þeirra. Jafnaðarmenn eru margir hverjir ósáttir við að forystumenn þeirra skyldu gefa eftir í skatta- og verkalýðsmálum. Ýmsir kristilegir demókratar eru líka óánægðir með stefnu stjórn- arinnar í utanríkismálum, svo fá- ein dæmi séu nefnd. Í heild er stjórnarsáttmáli flokkanna að mestu leyti bræð- ingur úr sjónarmiðum þessara tveggja höfuðandstæðinga í þýsk- um stjórnmálum undanfarinna áratuga. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig hann lítur út í fram- kvæmd. Það hefur verið haft á orði að landslagið í þýskum stjórnmálum hafi tekið miklum breytingum undanfarnar vikur. Með brott- hvarfi Franz Münteferings úr for- mannsstóli jafnaðarmanna og kjöri Matthiasar Platzecks í þetta áhrifamikla starf, má segja að ný kynslóð stjórnmálamanna sé í þann veginn að hasla sér völl. Þá er ekki aðeins átt við þann 15 ára aldursmun sem er á þessum tveimur mönnum. Hitt er líka eft- irtektarvert að Platzeck er af nýrri kynslóð Austur-Þjóðverja, eða „ossa“ eins og þeir eru stund- um kallaðir, sem nú eru í auknum mæli farnir að láta að sér kveða í þýskum stjórnmálum. Þekktasti fulltrúi þeirrar kynslóðar er sjálft kanslaraefni kristilegra, Angela Merkel. Hún og Platzeck eru reyndar jafnaldrar og uxu bæði samtímis úr grasi í austur-þýska alþýðulýðveldinu sáluga. Spéfuglinn Harald Schmidt sem heldur úti grínaktugum þætti í þýska sjónvarpinu hafði á dögunum orð á því að nú væri svo komið í þýskum stjórnmálum að báðir „gömlu“ vestur-þýsku flokkarnir lytu forystu Austur- Þjóðverja. Schmidt bætti því við að eini Vestur-Þjóðverjinn sem enn væri foringi stjórnmálaflokks í landinu væri Oskar Lafontaine. Það er nokkuð kaldhæðnislegt, því Lafontaine er einn helsti leið- togi nýja Vinstriflokksins, en sá flokkur er að hluta arftaki gamla austur-þýska kommúnistaflokks- ins, SED. Samstarfssamningur nýrrar stjórnar í Þýskalandi einkennist fyrst og fremst af málamiðlunum, einhvers konar bræðingi úr stefnuskrá stóru flokkanna, CDU og SPD, að því er segir í grein Arthúrs Björgvins Bollasonar. Þótt væntanlegir ráðherrar brosi breitt, þá minnir nýja stjórnin mest á nauðungarhjónaband. Ný ríkisstjórn í burðar- liðnum í Þýskalandi AP Angela Merkel, væntanlegur kanslari Þýskalands, er hún skýrði frá því, að stjórnarsáttmálinn væri í höfn. Henni á hægri hönd er Edmund Stoiber, leiðtogi bróðurflokks kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Hann hætti við að taka sæti í stjórninni. Vinstra megin við Merkel eru þeir Franz Müntefering, formaður Jafnaðarmannaflokksins, og Matth- ias Platzeck, sem mun taka við því embætti af Müntefering. svartur6@simnet.is komu hafi lífið skánað til muna í Konso. „Við klæðum okkur eins og áð- ur, ölum börnin okkar upp með okkar eigin aðferðum, við eigum tónlistina okkar og hátíðarhöldin en við erum ekki lengur hrædd, og færra fólk er útilokað úr sam- félaginu. Við hugsum betur hvort um annað og konur njóta meiri virðingar en áður.“ Kusse segir krökkunum frá því hvernig skortur á vatni hefur áhrif á uppskeruna. Þó fólk sé mjög iðjusamt við akuryrkju vantar oft vatn og því bregst uppskeran oft. Hjálparstarf kirkjunnar hefur víða borað eftir vatni sem hjálpað hefur mörgum. Kusse þakkar krökkunum fyrir sig, fyrir hjálpina sem Ísland hef- ur veitt fólkinu í Konso og vatnið sem borað hefur verið eftir. Kusse rökk- rá því að n trúboð- omu til hafi ekki einn g engin kýli. arnir nnt fólk- a fórnir margar fyrir. hafi t frá að m. Kusse fólk rir að gu þar Hann ðarnir Morgunblaðið/Sverrir tir, Steinunn Harðardóttir og Laufey Blöndal mingarbörn í rúmlega 50 sóknum vetur. fræða n um líf sitt vinnuhópa sem vinna saman úti á örkrunum. inna hörðum höndum þangað til þær giftast. nt er litið svo á að heimilið verði af peningum ka er send í skóla og því er það ekki algengt. rnar ganga svo í hjónaband þegar þær eru 14– gamlar. En þá tekur í raun við meiri erf- na þar sem móðirin er ábyrg fyrir svo mörgu á sínu. Innan kirkjunnar eru allir jafnir ut segir konur í Konsó njóta minni virðingar en enn. Ungir strákar, allt niður í 10 ára, geta konum fyrir verkum. Karlmenn eru yfirmenn, egja konum sínum fyrir verkum og þeir taka arnirnar. ut var heppin því hún fékk tækifæri til að í skóla. Faðir hennar er kristinn og hann vildi örnin sín gengju í skóla því sjálfur gekk hann í og sá gildi menntunar. Það eru aðallega r foreldrar sem sjálfir hafa fengið að fara í em senda börnin sín í skóla í Konsó. Í kirkj- r frelsi fyrir konur segir Hirut, konur eru jafn- mönnum. Þær biðja og vinna með þeim á sama En aðeins í kirkjunni. ut segir konur uppistöðu samfélagsins og ef ggja niður vinnu þá fellur samfélagið saman. fjölskylda þeirra sjálfra sem þær vinna fyrir, ofnun eða fyrirtæki. Því er erfitt fyrir þær að ömu samstöðu og konur á Íslandi gátu gert á afrídaginn. a næstum hringinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.