Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 23 UMRÆÐAN MERKISDAGUR er runnin upp. Hinn 14. nóvember 1953 var Blóð- bankinn stofnaður og undirritaður skírður, þótt þetta tvennt eigi í sjálfu sér litið skylt annað en þá staðreynd að leiðir okkar hafa legið sam- an í áratugi. Blóðbank- inn hefur lagt heil- brigðisþjónustu á Íslandi öflugt lið und- anfarin 52 ár með miklum stuðningi fjölda óeigingjarnra blóðgjafa. Án þeirrar miklu þjónustu við sjúka og særða þyrfti að kaupa þennan mikilvæga rauða vökva, blóð, til Íslands. Blóð er dýrmætur vökvi til lækninga og rannsókna. Það er bæði dýrmætt þeim sem þurfa og það er dýrt í krónum talið ef kaupa þarf það er- lendis frá. Fáir leiða hugann að mikilvægi frjálsra blóðgjafa fyrr en þörfin kallar að. Of fáir vita hve mörg handtök sérfræðinga og ótelj- andi framlög sjálfboðaliða búa þar að baki. Íslendingar eru góðu vanir og telja aðgang að úrvalsblóði sjálf- sagðan. Við heyrum til lánsömum minnihluta jarðarbúa. Í þróun- arlöndum búa 82% íbúa jarðar. Þar er aðeins safnað 38% af því blóði sem gefið er á jörðinni. Ómetanlegt er að eiga sjálfboðaliða, sem ávallt eru reiðubúnir að gefa af sjálfum sér til að tryggja nægar birgðir blóðs á Íslandi. Þjóðinni er lífs- nauðsyn að eiga öruggt blóð til lækninga við sjúkdómum og slys- um. Allir heilbrigðir á aldrinum 18 til 65 ára mega gefa blóð og eru hvattir til þess. Stöðug þörf er nýrra blóðgjafa, kvenna og karla. Fátt er einfald- ara og þægilegra ef fólk vill hafa áhrif til góðs á friðsamlegan og heilbrigðan hátt, en að gefa af sjálfum sér, beint frá hjartanu. Sú gjöf, blóðgjöfin bjargar og gerir heiminn betri. Til þess að svo verði mæta 9 þúsund virkir blóðgjafar í Blóðbank- ann og gefa um 14 þúsund gjafir árlega. Löngu er tímabært að bæta hag Blóðbankans, sem nú er deild í Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Þessi hægláta stofnun, ef svo má að orði komast, er enn í sama húsinu og fyrir rúmri hálfri öld, en flest annað hefur breytzt í heilbrigð- iskerfinu á liðnum árum. Til sam- anburðar hefur undirritaður vaxið mun meira á undanförnum árum til lítils gagns fyrir heilbrigðiskerfið. Stofnunin á að búa við betri kost og húsnæði. Þörf fyrir nýtt húsnæði starfseminni til handa hefur borið á góma þótt ekki fari hátt. Það hefur vakið vonir undanfarin ár að sjá í 6. gr. frumvarps til fjárlaga, heimild til „að selja fasteign Blóðbankans við Eiríksgötu í Reykjavík og kaupa eða leigja annað hentugra“. Nú eru vonir okkar miklar um að úr verði bætt. Sala Landsímans hefur í för með sér endurbygginu LSH og þar eru úrlausnarefnin mörg og brýn. Það er sérstakt gleðiefni að í samtali okkar Magnúsar Péturssonar for- stjóra LSH í liðinni viku lýsti hann því að það væri honum kappsmál að bæta kost Blóðbankans, bæði varð- andi rannsóknir og vísindastarf allt og einnig móttöku blóðgjafa. Þar fara saman óskir og vonir Blóð- gjafafélags Íslands og forstjórans og mikilvægt að allir leggist á eitt við úrbætur. En þar til fyrsta áfanga verður lokið árið 2012 er brýnt að laga aðstöðu bankans. Starfsfólki Blóðbankans eru færðar þakkir og kveðjur fyrir einstakt og þægilegt viðmót við þröngar að- stæður fyrir hönd blóðgjafa á Ís- landi og landsmönnum óskað til hamingju með afmælið. Að renna blóðið til skyldunnar Ólafur Helgi Kjartansson skrifar í tilefni þess að í dag eru 52 ár liðin frá stofnun Blóðbankans ’Fátt er einfaldara ogþægilegra ef fólk vill hafa áhrif til góðs á frið- samlegan og heilbrigðan hátt, en að gefa af sjálfu sér, beint frá hjartanu.‘ Ólafur Helgi Kjartansson Höfundur er sýslumaður á Selfossi, blóðgjafi, formaður Blóðgjafafélags Íslands og stjórnarmaður í Al- þjóðlegu blógjafasamtökunum, IFBDO. ÉG MAN þá tíma þegar sjálf- stæðismenn réðu fyrir Reykjavík- urborg. Þá var eitt af kjörorðum þeirra í borgarstjórnarkosningum „Græn borg fögur borg“. Lögð var þar áhersla á græn svæði og garða sem víðast í borginni. Núverandi stjórn- endur borgarinnar hafa komið sér upp öðru lausnarorði, sem kallast „Þétting byggðar“. Þetta lausnarorð virðist einkum snúast um það að leggja niður Reykjavíkurflugvöll. Mér fór eins og fleir- um í fyrstu, að telja þetta aðeins hugar- óra gróðahyggju- manna og loftbólu sem springa myndi af sjálfu sér. Næst gerist það að þáverandi borg- arstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, efndi til kosninga, meðal Reykvíkinga, um framtíð flugvall- arins í Vatnsmýrinni. Jafnframt kvaðst borgarstjóri ekki taka kosninguna gilda, nema yfir 50% atkvæðisbærra Reyk- víkinga tækju þátt í henni. Nú sá borgarstjórnarminnihlutinn sér leik á borði og hvatti sitt fólk til þess að sniðganga kosningarnar. Úrslitin muna flestir. Það náðist ekki nærri 50% kosningaþátttaka. Nú brá hins vegar svo við að borgarstjóri hundsaði fyrri yfirlýs- ingar og tók að lýsa þessari kosn- ingu sem stefnumarkandi um að flytja bæri flugvöllinn burt. Þar sem lítill meirihluti af þessum minnihluta, sem kaus, vildi völlinn burt. Landsbyggðarfólk utan Reykjavíkur var ekki spurt álits. Þrátt fyrir mótmæli og ályktanir sveitarstjórna og bæjarfélaga gegn því að að leggja niður flug- völlinn ræðst núverandi borg- arstjórn í það að efna til verð- launasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar án flugvallar. Ekkert bólar á því að borgar- stjórnin telji ástæðu til þess að leita aftur álits borgarbúa, hvað þá heldur annarra þegna þjóðfélags- ins. Eins og þeim komi þetta ekk- ert við og hafi þarna engra hags- muna að gæta. Ég læt þetta nægja um óeðli- lega og ólýðræðislega afgreiðslu af hálfu borgarstjórnar á máli sem skiptir alla þjóðina gríðarlega miklu, en vil hér á eftir tiltaka nokkur rök, sem ég tel mæla með því að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann er: Því hefur verið haldið fram að flugvöllurinn kljúfi miðbæinn og hindri vöxt hans. Ef við lítum á Lækjartorg sem mið- punkt miðbæjarins og stingum þar niður sirkli. Drögum síðan hring sem sker miðju flugvallarins, þar sem austur-vestur- og suður- norður-flugbrautirnar skerast. Hvað kemur þá í ljós? Þessi hring- lína lendir nærri Perlunni, Kringl- unni, Kringlumýrarbrautinni, Laugarnesinu, nærri Engey og um mitt Seltjarnarnesið. Ég hef ekki séð eða heyrt áður þessa skilgrein- ingu á miðbæ Reykjavíkur. Ef miða á við óbyggð svæði næst miðbænum hljóta þau að telj- ast Reykjavíkurtjarnirnar og Hljómskálagarðurinn. Ekki vil ég þó mæla með þessu sem bygging- arlandi til styrkingar miðbænum. Má benda á það fjaðrafok sem varð þegar Ráðhúsið var byggt út í Tjörnina. Ef Vatnsmýrin á að teljast til miðbæjarins má allt eins benda á Engey eða uppfyllingar vestan Örfiriseyjar hvað vega- lengd frá Lækjartorgi snertir. Ég er sammála því að Vatns- mýrin er dýrt byggingarland. Ekki vegna nálægðar við miðbæ- inn, heldur vegna þess að þarna er mjög þykkur mýrarjarðvegur og er mér til efs að menn viti fyrir víst hvað djúpt er þarna niður á klöpp. Hingað til hefur það verið talið traust að byggja á bjargi, en kannski má láta háhýsin fljóta á mýrinni. Ég held að ef svokallaðir nátt- úruverndarsinnar skoðuðu jafn vel lífríki Vatnsmýrarinnar og sandflákana uppi við Kárahnjúka þá fyndu þeir mjög líklega eitt- hvað af einstökum teg- undum, sem ekki mættu glatast. Því miður virðist vernd- unarvilji þeirra aukast eftir því sem lengra dregur frá eigin heim- kynnum. Flestir Reykvík- ingar hafa fundið fyrir kolsýringsmengun á kyrrum frostdögum. Sérstaklega í dældum og lautum. Í flestum stórborgum er reynt að minnka þessa hættu með opnum svæðum og görðum, sem nokkurs konar öndunarkerfi borg- anna. Ef komin væri þétt byggð á mesta láglendisstað borgarinnar, með tilheyrandi samgöngukerfi, er hætt við að þarna gæti oft mynd- ast mesta mengunarsvæði borg- arinnar. Í og við Vatnsmýrina er þegar margs konar starfsemi. Háskólinn með sitt vísindasamfélag, ýmis söfn, Erfðagreining, Landspítalinn með sína margslungnu starfsemi og fyrirhugaða stækkun. Síðast en ekki síst flugvöllurinn með þá starfsemi og þjónustu sem honum er tengd. Öll þessi starfsemi á gríðarlega vaxtar- og framtíð- armöguleika og frá mínum sjón- arhóli ætti að eyrnamerkja Vatns- mýrina þessari starfsemi til framtíðar og ekki öðru. Vatns- mýrin er sennilega litlu stærra svæði en það sem borgin tekur fyrir til byggingarframkvæmda á 1–3 árum. Eftir það væri búið að eyðileggja framtíð innanlands- flugs, svo og frekari vaxtarmögu- leika þess vísinda- og listastarfs og heilbrigðisþjónustu, sem þarna blómstrar núna. Yfirleitt hafa borgarstjórnir hrósað sér af því að hafa búið íbúum sínum aðstöðu til margvíslegs tómstunda- og íþróttastarfs, t.d. íþróttavelli, golf- velli, hesthúsabyggð og skotæf- ingasvæði. Hvers eiga flugmenn að gjalda, ef leggja á flugvöllinn niður og gera að engu ævi- og tómstundastarf þessa fólks, svo og alla þá fjármuni, sem liggja í flug- skýlum og vélum þeirra? Reykjavíkur- flugvöllur Reynir Ragnarsson fjallar um staðsetningu flugvallar í Reykjavík Reynir Ragnarsson ’Ekkert bólar áþví að borgar- stjórnin telji ástæðu til þess að leita aftur álits borgarbúa, hvað þá heldur annarra þegna þjóðfélagsins.‘ Höfundur er fyrrverandi flugrekandi, sjúkraflugmaður o.fl. RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.