Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 33 Stóra svið Salka Valka Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Su 4/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Woyzeck Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 21 Su 27/11 kl. 21 Mi 30/11 kl. 20 UPPS Fi 1/12 kl. 20 Fö 2/12 kl. 20 Fi 8/12 kl. 20 Kalli á þakinu Su 20/11 kl. 14 L au 26/11 kl. 14 Su 27/11 kl. 14 Su 4/12 kl. 14 Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14 Id - HAUST Wonderland, Critic ´s Choice? og Pocket Ocean Su 20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20 Aðeins þessar sýningar! Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 20 Lau 3/12 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Su 20/11 kl. 20 UPPSELT Su 27/11 kl. 20 UPPSELT Má 28/11 kl. 20 UPPSELT SU 4/12 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar! Manntafl Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST BENJAMIN BRITTEN th e turn of the screwef t i r Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 PARS PRO TOTO - DANSVERKIÐ VON BOREALIS ENSABMLE - ÁRÓRA BOREALIS Von, dansverk eftir Láru Stefánsdóttur, framleitt af Pars Pro Toto & Áróra Bórealis, brot úr nýju verki á gömlum merg, framleitt af Borealis Ensemble. Tvö ný sviðsverk frumsýnd í Íslensku óperunni; Laugardaginn 19. nóv. kl. 20 & Sunnudaginn 20. nóv. kl. 17 Ath! Aðeins þessar tvær sýningar Miðaverð kr. 2.000.- 18. SÝN. FÖS. 18. NÓV. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 19. SÝN. LAU. 19. NÓV. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 20. SÝN. FÖS. 25. NÓV. kl. 20 nokkur sæti 21. SÝN. LAU. 26. NÓV. kl. 20 nokkur sæti 22. SÝN. FÖS. 02. DES. kl. 20 23. SÝN. LAU. 03. DES. kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup kl. 20 Fim. 17.nóv. Örfá sæti AUKASÝNING Fös. 18.nóv UPPSELT Lau. 19.nóv kl. 19 UPPSELT Lau. 19.nóv kl. 22 AUKASÝN. UPPSELT Sun. 20.nóv AUKASÝNING UPPSELT Fim. 17.nóv. AUKASÝNING Fim. 24.nóv. AUKASÝNING Fös. 25.nóv. Örfá sæti Lau. 26.nóv. kl. 19 Örfá sæti Lau. 26.nóv. kl. 22 Nokkur sæti Í sölu núna 2/12, 3/12, 9/12, 10/12, 16/12, 17/12 Á AKUREYRI á dögunum voru sett- ar upp tvær litlar sýningar sem ekki tengdust hvor annarri á neinn hátt nema hvað þær kölluðust skemmti- lega á bæði sjónrænt séð og hvað varðaði markmið þeirra. Hér var þó ekki um tilviljun að ræða heldur voru þær báðar afsprengi tíðarandans og tilheyra þeirri grein samtímalista sem beina sjónum sínum fyrst og fremst að skynjun og upplifun áhorf- andans, gerir hana beinlínis að inni- haldi verksins. Á yfirborðinu segir list af þessum toga engar sögur, hún birtir engar myndir heldur lætur áhorfandanum það eftir að skapa sín- ar eigin myndir. Hún er tvíbent þessi list, hún stýrir áhorfandanum á mjög ákveðinn og úthugsaðan máta en um leið stígur hún skref til baka og segir eins og barn í leik; Nú þú, nú átt þú að gera. Þessi tegund listar tengist gjarnan áhuga listamanna á and- legum málefnum ýmislegum og upp- lifun áhorfandans tengist jafnvel trúarlegri upplifun. Það má tengja þessa list í margar áttir, trúarlegum málverkum, birtu steindra glugga, Stonehenge, sýrutrippum hippatím- ans, leiðslukenndum textum rithöf- unda fyrr og nú, svo mætti áfram halda. Hún hefur ekkert ákveðið útlit, en hér á landi þekkjum við best inn- setningar Ólafs Elíassonar sem eru mjög í anda upplifunarstefnunnar ef svo má kalla fyrirbærið. En líka mætti tala um tónlist Sigur Rósar og almennt séð allt það í umhverfinu sem fær okkur til þess að loka á vissa þætti og fókusera á aðra. Lýsing á slíkri upplifun fylgdi inn- setningu Elínar Hansdóttur í Gallerí Boxi á Akureyri, en þar vitnar hún í Grundvallarþætti sálfræðinnar eftir William James þar sem hann út- skýrir hvað gerist þegar við beinum athygli okkar að einhverju ákveðnu. Innsetning Elínar fólst í því að mála Boxið, sem er klefi á að giska tveir sinnum tveir, svart að innan. Í loftinu var kastari sem varpaði ljóshring á gólfið. Inni í Boxinu lifnuðu síðan um- hverfishljóð Gilsins á Akureyri við – furðu mikil umferð. Og hugsanir, þessar hugsanir áhorfandans sem fylla þá umgjörð sem verkið er inni- haldi. Þetta verk minnir á tankaæðið sem gekk yfir fyrir þónokkrum árum, en þá var hægt að kaupa sér aðgang að einskonar baði inni í hljóðeinöngr- uðum tönkum. Vatnið hafði hátt salt- innihald sem auðveldaði flotið, þetta átti að minna á móðurkvið og gekk út á að skapa ákveðna upplifun, jafnvel ofskynjanir. Þetta fyrirbæri er án efa enn til. Einnig minnist ég þess að boðið hafi verið upp á einhvers konar andlega hreinsun í indíánatjaldi uppi í Blesugróf fyrir ekki mjög löngu, margt fleira í þessum dúr er í boði í samfélaginu. Svarti kubburinn hennar Elínar kallast síðan skemmtilega á við lita- innsetningu Hlyns Hallssonar í Há- skólabókasafni Akureyrar, þar sem hann hefur komið fyrir lituðu plasti í rúðum lestrarhornsins og litar þann- ig skynjun áhorfandans af umhverfi sínu. En hér er þó í raun annars kon- ar hugsun á ferð. Í list sinni leitast Hlynur, líkt og Elín, ávallt við að vekja athygli áhorfandans á upplifun sinni af umhverfinu, en nálgun hans inniheldur ekki þá leiðslukenndu til- finningu sem innsetningar Elínar geta gert. Hann virkjar hugsun áhorfandans en fær hann ekki til að gleyma sér í innra sjálfi. Verk Hlyns fær okkur til þess að horfa út en inn- setning Elínar beinir sjónum okkar að innra manni. Hlynur er samfélags- lega þenkjandi í verkum sínum en El- ín setur upplifun einstaklingsins í for- grunninn. Ef til vill er hér líka um kynslóðabil að ræða. Sama má segja um mismunandi viðhorf Sykurmol- anna og Sigur Rósar. Molarnir voru hluti af fyrirbærinu Smekkleysa sem veitti t.a.m. Smekkleysuverðlaun þeim sem höfðu verið óvenju smekk- lausir í framkomu sinni í samfélaginu. Sigur Rós blandar sér hins vegar varla í málefni samfélagsins nema að afar takmörkuðu leyti. Það eru til margar leiðir til þess að breyta heim- inum, sumir ganga í klaustur, aðrir í stjórnmálaflokk. Verk þeirra Elínar og Hlyns eru lýsandi dæmi um þá einlægu ósk margra samtímalistamanna að ná sambandi við áhorfendur og breyta heiminum. Þau vita að án okkar áhorfenda hafa verk þeirra takmark- aðan tilgang. Nú þú Frá sýningu Hlyns Hallssonar á bókasafni Háskólans á Akureyri. Frá sýningu Elínar Hansdóttur í Galleríi Boxi. MYNDLIST Gallerí Box, Akureyri Elín Hansdóttir Sýningunni er lokið. Bókasafn Háskólans á Akureyri Hlynur Hallsson Sýningunni er lokið. Ragna Sigurðardóttir Árlegir styrktartónleikar á veg- um Vina Indlands verða haldnir í Salnum, tónlistarhúsi Kópa- vogs, þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 20. Fram kemur fjölmargt af ást- sælasta tónlistarfólki landsins; Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari leikur verk eftir Paganini og Sarasate, undirleikari er Geritt Schuille píanóleikari. Þá mun Hörður Torfason trúbador taka nokkur lög og stórsöngvararnir Elín Ósk Óskarsdóttir sópr- ansöngkona og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari syngja við undirleik Geritt Schuille píanóleikara og Örn Árnason syngur við undirleik Jónasar Þóris organleikara. Að lokum mun Melkorka Frey- steinsdóttir, félagi í Vinum Ind- lands, segja frá ferð sinni til Indlands í sumar í máli og myndum. Félagið Vinir Indlands er þáttur í starfi Húmanistahreyf- ingarinnar og markmið þess er að styðja við menntun barna í Suður-Indlandi, m.a. með fjár- söfnun af ýmsu tagi. Styrkt- artónleikarnir eru stærsta fjár- öflunarleið félagsins og því mikilvægir enda ræðst félagið nú í sitt stærsta verkefni til þessa, en það er bygging heim- ilis fyrir munaðarlaus börn sem misstu foreldra sína í flóðunum í desember síðastliðnum. Allir listamenn gefa vinnu sína til styrktar málefninu og rennur söfnunarféð því óskipt til verkefna í Tamil Naduhéraði í Indlandi. Miðaverð er 2000 kr. Hægt er að nálgast miða í Salnum Kópa- vogi (s. 5700 400) eða á netinu www.salurinn.is eða hjá félögum í Vinum Indlands. Styrktartónleikar Vina Indlands Elín Ósk Óskarsdóttir Jóhann Friðgeir Valdimarsson Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara WWW.NOWFOODS.COM Góð heilsa gulli betri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.