Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Sænskar jólavörur Skráningarlýsingin er gefin út í tengslum við tvær hlutafjárhækkanir sem nýlega áttu sér stað í Landsbanka Íslands hf., annars vegar 800.000.000 króna að nafnverði, skráð í Kauphöll Íslands hf. 18. apríl 2005 og hins vegar 2.120.677.803 krónur að nafnverði, skráð i Kauphöll Íslands hf. 3. október 2005. Fyrri hlutafjárhækkunin var boðin hluthöfum Landsbanka Íslands hf. Tilgangur með hækkuninni var að styrkja eiginfjárstöðu bankans í ljósi mikils vaxtar á síðasta ári. Síðari hlutafjárhækkunin var afhent hluthöfum Burðarás hf. í tengslum við skiptingu Burðaráss hf. í tvær einingar með samruna við Straum Fjárfestingabanka hf. annars vegar og Landsbanka Íslands hf. hins vegar. Hlutafé bankans er nú 11.020.677.803 krónur að nafnverði. Þar sem hlutafé Landsbanka Íslands hf. hefur verið hækkað samtals um meira en sem nemur 10% af heildarhlutafé ber bankanum að gefa út skráningarlýsingu samkvæmt 1. gr. A-lið 3. tl. Viðauka IV við reglugerð nr. 434/1999. Allt hlutafé Landsbanka Íslands hf. er skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hf. undir auðkenninu LAIS. Skráningarlýsinguna er hægt að nálgast á vefsíðu bankans www.landsbanki.is og hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf., Hafnarstræti 5, Reykjavík. Skráningarlýsing Landsbanka Íslands hf. 410 4000 | www.landsbanki.is Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 02 05 11 /2 00 5 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 02 05 11 /2 00 5 BAUGUR Group er í lokaviðræðum um kaup á bresku skartgripaversl- anakeðjunni MW Group, sem á og rekur 32 verslanir undir merkjum Mappin & Webb og Watches of Switzerland. Frá þessu er greint í breska blaðinu Sunday Times um helgina en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er stutt í að skrifað verði undir samninga. Kaupverð mun vera um 20 milljónir punda, rúmir tveir milljarðar króna, en ekki 25 milljónir punda eins og Sunday Times staðhæfði. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hyggst Baugur Group sam- eina þessa verslanakeðju við versl- anir Goldsmiths, sem fyrirtækið keypti fyrir rúmu ári, en halda nafni Mappin & Webb, sem hefur verið starfandi allt frá 1774, eða rúm 230 ár. Yrði þetta stærsta skartgripa- verslanakeðja í Bretlandi. Eignarhaldsfyrirtækið European Acquisition Capital, EAC, er selj- andi en það keypti keðjuna árið 1998 af Asprey. Stjórnendur, þar á meðal Nick Evans forstjóri, eiga um 25% hlut í MW Group. Vinna fyrir bresku konungsfjölskylduna Mappin & Webb rekur 18 versl- anir og verslar m.a. með vörur frá Georg Jensen og samkvæmt Sunday Times hannar verslanakeðjan einnig skartgripi fyrir bresku konungsfjöl- skylduna. Watches of Switzerland rekur 14 verslanir undir nöfnum Patek Philippe og Rolex-búðanna í Bond Street í Lundúnum. Samkvæmt Sunday Times er reiknað með að Evans starfi áfram hjá fyrirtækinu en Jurek Piasecki, forstjóri Goldsmith, verði forstjóri sameinaðs fyrirtækis, að sögn blaðs- ins. Fleiri en Baugur hafa sýnt MW Group áhuga, m.a. bandaríska versl- anakeðjan Tourneau. Baugur að bæta við sig skartgripaverslunum Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Skartgripakeðja Ein verslana Mappin & Webb í Lundúnum en Baugur hyggst kaupa alls 32 skartgripaverslanir á vegum MW Group, ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Fundað um fríverslunarsamninga ● FRÆÐSLU- FUNDUR um frí- verslunarsamn- inga verður haldinn í Háskóla Íslands í dag á vegum Viðskipta- og hagfræðideild- ar skólans, í samvinnu við EFTA. Fundurinn er í Odda, stofu 101, og stendur frá kl. 12.20 til 13.10. Fyrirlesari er Pétur G. Thor- steinsson, varaframkvæmdastjóri EFTA. Pétur mun m.a. fara yfir þá þróun sem orðið hefur með æ fleiri samningum er aðildarríki Fríversl- unarsamtaka Evrópu hafa gert, einnig við lönd sem ESB hefur ekki samninga við. Pétur fjallar um þýð- ingu þessara samninga fyrir Ísland og hvernig þeir tengjast starfsemi alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Pétur G. Thorsteinsson Lyf & heilsa kaupir Augnsýn ● LYF & heilsa optic hefur keypt allt hlutafé í gleraugnaversluninni Augnsýn í Hafnarfirði. Að sögn Hrundar Rudolfsdóttur, fram- kvæmdastjóra Lyfja og heilsu ehf., er það mat fyrirtækisins að með kaupunum sé Lyf & Heilsa Optic að styrkja stöðu sína á gler- augnamarkaðnum. „Þetta félag hef- ur ætlað sér ákveðna landvinninga á sjóntækjamarkaðnum, bæði til að styrkja Lyf & heilsu apótekin sem og að fara í sjálfstæða starf- semi,“ segir Hrund. Íslensku vefverðlaunin ● TILNEFNINGAR til Íslensku vef- verðlaunanna eru hafnar og fara fram á vefnum www.vefverdlaun.is fram til 16. nóvember nk. Verð- launin sjálf verða svo afhent í Iðnó 29. nóvember af Valgerði Sverr- isdóttur viðskiptaráðherra. Íslensku vefverðlaunin eru ár- lega veitt vefjum sem taldir eru skara fram úr á sínu sviði. Tekið er á móti tilnefningum almennings á vefnum og dómnefnd skipuð fimm fulltrúum velur úr þá vefi sem hún telur besta. Verðlaunin hafa undanfarin ár verið haldin í samstarfi Vefsýnar og ÍMARK en nú verður sú breyting á að verð- launin eru veitt af ÍMARK og nokkr- um aðilum í grasrót vefiðnaðarins. Þetta er í fimmta skipti sem verð- launin eru veitt og í ár eru það IS- NIC, Íslandsbanki, KB Banki og Landsbankinn sem styðja þau. Icelandair á nýjum stað á Orlando ICELANDAIR mun frá næsta vori hafa miðstöð starfsemi sinnar á Flórída í Bandaríkjunum á Orlando Sanford International Airport í stað Orlando International Airport. Sanford flugvöllurinn í Orlando er sá flugvöllur í Bandaríkjunum sem vex hraðast um þessar mund- ir, segir í tilkynningu frá Ice- landair, en flugvöllurinn mun vera vel staðsettur í austurhluta borg- arinnar. Frá flugvellinum er um 45 mín- útna akstur að Daytona Beach á Atlantshafsströnd Flórída og álíka stutt er að Disney World og öðrum skemmtigörðum við Orlando. Sanford flugvöllur veitir Ice- landair árlega markaðsstyrk upp á fimm milljónir króna, auk þess sem félagið greiðir engin lending- argjöld fyrstu sex mánuði samn- ingstímans. Fyrsta flug Icelandair á Sanford flugvöllinn verður 27. mars á næsta ári. Sjóvá semur við Royal & SunAlliance ● SJÓVÁ hefur gengið til sam- starfs við Royal & SunAlliance um að veita ís- lenskum al- þjóðafyr- irtækjum heildstæða tryggingaþjón- ustu vegna hagsmuna þeirra erlendis. Royal & SunAlliance er rótgróið tryggingafyrirtæki í Bretlandi og ann- ar stærsti fyrirtækjatryggjandi þar í landi en félagið er jafnframt þriðji stærsti vátryggjandi á Norð- urlöndum, segir í fréttatilkynningu. Með samstarfssamningnum getur Sjóvá nú boðið upp á tryggingaþjón- ustu í 130 löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.