Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 25 MINNINGAR ✝ Sveinn JóhannFriðriksson fæddist í Bragholti í Arnarneshreppi við Eyjafjörð 25. júní 1952. Hann lést á heimili sínu á Akur- eyri mánudaginn 31. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Magnússon, bóndi í Bragholti og síðar á Hálsi í Svarfaðar- dal, f. 23. júlí 1916 á Ytra-Kambhóli í Arnarneshreppi, d. 10. mars 2003, og kona hans Guðrún Jónína Þor- teinsdóttir, f. 4. des. 1917 á Hálsi í Svarfaðardal. Systkini Sveins eru: 1) Þorsteinn, f. 9. september 1945, d. 18. janúar 1997 á Akureyri. Kona hans var Valgerður Bene- diktsdóttir, bankastarfsmaður, f. 26. maí 1947. Þau áttu tvö börn; a) Arnar, f. 10. október 1967, og b) Guðrúnu Björk, f. 17. ágúst 1972. 2) Magnús, f. 31. janúar 1947, bók- bandsmeistari á Akureyri. Kona hans er Rósfríður María Káradótt- ir, hjúkrunarfræðingur, f. 6. júní 1948. Þau eiga tvo syni; a) Friðrik, f. 14. desember 1970, og b) Kára, f. og fram á mitt ár 2005 starfaði Sveinn hjá trésmiðjunni Fjölni hf. á Akureyri. Sveinn var í sambúð með Björk Þorgrímsdóttur, f. 29. maí 1953, sjúkraliða á Akureyri. Foreldrar hennar eru Kristbjörg Gestsdóttir, f. 19. október 1932, og Þorgrímur Jónsson, f. 20. desember 1931. Fósturfaðir Bjarkar er Helgi Hall- grímsson, náttúrufræðingur, f. 11. júní 1935. Sveinn og Björk áttu tvo syni, þeir eru:1) Helgi Rúnar, f. 4. desember 1990. 2) Jón Heiðar, f. 16. desember 1993. Fyrir átti Sveinn son; Salvar Ólaf, f. 13. febr- úar 1973. Móðir hans er Evlalía Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1. júní 1951. Foreldrar hennar eru Krist- ján Loftur Jónsson, f. 5. júní 1933 og Ólafía Salvarsdóttir, f. 12. ágúst 1931. Salvar á tvö börn; a) Ólöf Maríanna, f. 13. janúar 1997, móðir hennar er Bjarney Helena Guðmundsdóttir, f. 12. janúar 1975. b) Jóhann Bjarni, f. 14. októ- ber 2000. Móðir hans er Halldóra Vilhjálmsdóttir. Sveinn var eftirsóttur smiður, vandvirkur og útsjónarsamur, enda leituðu margir til hans með vandasöm smíðaverk. Hann veikt- ist um mitt síðastliðið sumar en hafði náð heilsu að nokkru á ný er hann veiktist aftur og andaðist á heimili sínu eftir stutta legu. Útför Sveins verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 8. nóv. 1971. 3) Arn- fríður, f. 12. febrúar 1961, bóndi á Hálsi í Svarfaðardal. Sam- býlismaður hennar er Sigurður Helgi Hreinsson, vélamað- ur, f. 27. jánúar 1958. Þau eiga einn son; Friðrik Hrein, f. 29. ágúst 1996. Sveinn ólst upp í Bragholti þar til for- eldrar hans fluttu að Hálsi í Svarfaðardal árið 1966, en foreldr- ar Guðrúnar, Þorsteinn E. Þor- steinsson og Jófríður Þorvalds- dóttir voru þá að hætta búskap á Hálsi. Sveinn gekk í Hjalteyrar- skóla sem þá var barnaskóli sveit- arinnar. Árið 1966 hóf hann nám við héraðsskólann á Laugum í Reykjadal og lauk þaðan gagn- fræðaprófi árið 1969. Árið 1970 hóf hann nám í húsasmíði við Iðn- skólann á Akureyri. Hann var á námssamningi hjá byggingarfyrir- tækinu Aðalgeir og Viðar hf. á Ak- ureyri. Síðar varð Sveinn meistari í sinni iðn. Í allmörg ár starfaði hann sjálfstætt við húsbyggingar og aðrar smíðar. Frá hausti 1990 Fyrstu kynni mín af Sveini voru í raun fyrir mitt minni, hann átti heima á næsta bæ í Bragholti í Arn- arneshreppi en ég átti heima í Hjalt- eyrarskólanum. Það var mikill sam- gangur á milli þessara heimila. Á þessum tíma var ekki komið raf- magn í Bragholt en Guðrún móðir Sveins geymdi sína fyrstu þvottavél í skólanum. Ísskáp höfðum við líka í skólanum og ég minnist þess vel þegar Sveinn sagði frá því þegar hann fékk hjá okkur ís í fyrsta sinn, þá sagðist hann hafa fengið svaka góðan graut í skólanum. Það er skrýtið að rifja upp bernskuárin, það er eins og maður sé kominn aftur í gráa forneskju. Í þá daga fór maður ekki í búð að kaupa leikföng, heldur voru þau heimasmíðuð og voru þeir ófáir klukkutímarnir sem við Sveinn vor- um við vinnu í vegagerð á heima- smíðuðum vörubílum. Margar ferðirnar átti ég upp í Bragholt, þar sem við keyptum mjólkina af þeim, og var ég því nán- ast daglegur gestur þar fram að fermingu. Mörg afrekin unnum við Sveinn á þessum árum, og umráða- svæðið var frá fjöru til fjalla. Eitt sinn datt okkur í hug að klífa Kötlu- fjallið, við vissum að það yrði aldrei leyft svo við sögðumst vera að fara í berjamó. Síðan var lagt af stað á þrí- hjólunum. Við vorum ekki háir í loft- inu, en samt sem áður staðráðnir í að sigra fjallið. Lækur rennur um sundið milli ássins og fjallsins og þar skildum við eftir berjabrúsana. Síð- an var haldið upp á Holt til Ágústu en þangað eru um fjórir km og ekki var nú malbikað í þá daga. Þar feng- um við að drekka og síðan var lagt á brattann. Eitthvað var þetta nú lengra en við hugðum, en áfram var samt haldið og komumst við upp- fyrir klettana á nokkuð góðum stað. Áður en við vissum af var komið kvöld en samt fannst okkur ekki svo langt á toppinn, það kom bara alltaf ný og ný brekka. Loksins, loksins var toppnum náð og snerum við nú heim á leið glaðir, stoltir en mjög þreyttir og skildum ekkert í því að það var allt að verða vitlaust í sveit- inni, því að berjaföturnar fundust á lækjarbakkanum, og ekki sást tang- ur né tetur af okkur Sveini. En svo fréttist að við hefðum fengið kaffi hjá Gústu og varð þá fólkið rólegra. Ég held að við höfum komið heim rétt eftir miðnætti. Þrátt fyrir þetta vorum við ekki skammaðir neitt mjög, mig grunar nefnilega að Frið- rik bóndi í Bragholti hafi verið nokk- uð stoltur af þessu afreki hjá okkur og líka að hitta á einu færu leiðina upp fyrir klettana. En þetta er nú bara smásýnishorn af afrekum okk- ar Sveins. Ég þakka Sveini fyrir ógleyman- legar samverustundir öll árin. Við Sólveig vottum þér, Björk, sonum þínum og fjölskyldu ykkar allri okk- ar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að hugga ykkur og styrkja á erfiðum stundum. Frímann. Haustið 1966 mætti í Laugaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu í fyrsta sinn allstór hópur nýlega fermdra ung- linga. Flestir töldu sig Þingeyinga en hópurinn spannaði í rauninni allt landið. Nokkrir Eyfirðingar voru mættir til leiks, m.a. Sveinn Frið- riksson þá frá Bragholti og síðar Hálsi í Svarfaðardal. Á heimavistarskóla verður oft til mikil vinátta og vinskapur sem síðan endist alla ævi. Þannig þróuðust mál í þessum hópi er hóf nám sitt á Laugum haustið 1966 og kvaddi síð- an skólann að vori 1969. Hópurinn hefur haldið vel saman, hist reglu- lega, þó að leiðir manna og lífs- reynsla hafi orðið mismunandi. Sveinn virtist á köflum kannski ein- fari en í hópi eins og þessum naut hann sín vel, var innilegur og gaf af sér, sagði brandara þótt ekki væri hann mjög gefinn fyrir að troða upp. Þannig er stórt skarð fyrir skildi er Sveinn er nú úr hópnum horfinn og söknum við hans sárt. Við huggum okkur við að rifja upp skemmtilegu stundirnar því þær viljum við muna og þannig heldur lífið áfram. „Dáinn horfinn“ Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. – – – (Jónas Hallgr.) Við sendum fjölskyldu Sveins innilegar samúðarkveðjur og þökk- um um leið fyrir að hafa fengið að kynnast honum á vegferð okkar. Bekkjarsystkini á Laugum 1966–1969. Í dag er góður drengur kvaddur. Sveinn Friðriksson, oft kenndur við Háls í Svarfaðardal, hefur lokið lífs- göngu sinni á besta aldri og stefnt för þangað sem leiðir allra liggja að lokum. Sveinn Friðriksson ólst upp fram yfir fermingu í Bragholti á Galma- strönd við vestanverðan Eyjafjörð. Hann var af gamalgrónum norð- lenskum ættum, m. a. Krossaætt. Má nefna að Þorsteinn Vigfússon í Rauðuvík á Árskógsströnd, bóndi, bátasmiður og hákarlaformaður, var langafi hans. Þorsteinn E. Þor- steinsson bóndi og bátasmiður á Hálsi var móðurafi hans og Magnús Þorsteinsson á Syðsta-Kambhóli var föðurafi hans. Sterk ættareinkenni hafa haldist á meðal afkomenda Þor- steins á Rauðuvík þar sem saman fara hagleikur og dugnaður. Foreldrar Sveins, Friðrik Magn- ússon og Guðrún Jónína Þorsteins- dóttir, hófu búskap í Bragholti skömmu fyrir 1950. Jörðin var þá í eigu Kveldúlfs hf. á Hjalteyri. Byggði Friðrik upp útihús á jörðinni og bætti á ýmsan hátt. Hafði Friðrik um tíma eitt stærsta fjárbú sveit- arinnar. Friðrik var eftirminnilegur maður fyrir margra hluta sakir, hann var heljarmenni að burðum, mikil fjárbóndi og veiðimaður, sótti oft sjó og skaut seli og fugl. Hann var grenjaskytta sinnar sveitar í áratugi. Friðrik þótti einstaklega orðheppinn og hafa mörg tilsvör hans lifað. Hann söng með kirkjukór Möðruvallasóknar í fjöldamörg ár. Friðrik lést fyrir tæpum þremur ár- um. Heimilishagir í Bragholti voru í föstum skorðum, líkt og verið hafði kynslóð fram af kynslóð. Oft var þar gestkvæmt, enda bæði hjónin vin- mörg og frændmörg. Einnig var oft vinnufólk í Bragholti og unglingar í sumarvinnu. Bragholtsheimilið var alla þeirra búskapartíð rausnar- heimili sem margir eiga góðar minn- ingar um. Árið 1966 fluttu Friðrik og Guðrún að Hálsi í Svarfaðardal og tóku þar við búsforráðum á hálfri jörðinni fyrstu árin og síðar allri jörðinni. Þá höfðu foreldrar Guðrún- ar, Þorsteinn E. Þorsteinsson og Jó- fríður Þorvaldsdóttir, búið þar í hálfa öld. Á Hálsi byggði Friðrik stór fjárhús og ræktaði mikið land. Eftir hefðbundið barnaskólanám við Hjalteyrarskóla fór Sveinn árið 1966 til náms við framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1969. Lauga- skóli var þá þekktur fyrir mikla og góða kennslu í smíðum og mun það hafa ráðið nokkru um það að Sveinn stundaði þar nám. Þá hafði hann þegar fengið áhuga fyrir smíðum. Árið 1970 hóf hann síðan nám við Iðnskólann á Akureyri þaðan sem hann lauk síðan prófi í húsasmíði. Hann var þá á samningi hjá Aðal- geiri og Viðari hf. sem á þeim tíma var eitt umsvifamesta byggingarfyr- irtækið á Akureyri. Síðar öðlaðist Sveinn meistararéttindi í sinni iðn. Þó mun hugur hans ekki síður hafa staðið til að læra húsgagnasmíði. Sveinn vann um tíma hjá Aðalgeiri og Viðari eftir að námi lauk. Síðan var hann í allmörg ár sjálfstætt starfandi smiður. Hann tók að sér ýmsa smíðavinnu og var jafnan eft- irsóttur til þeirra verka enda af- burðasmiður. Hann vann við endur- bætur og viðbyggingar á húsum víða á Akureyri og í nágrannasveitunum. Meðal mannvirkja sem hann vann að má nefna að hann byggði fyrir Vegagerðina brú á austasta hluta Leiruvegar í Eyjafirði. Það var mik- ið vandaverk vegna lögunar brúar- innar og aðstæðna í Leirunum. Einnig starfaði Sveinn um tíma við byggingu Kröfluvirkjunar og við byggingu heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík. Hann vann víða hjá bændum við Eyjafjörð að nýsmíði og endur- bótum á eldri byggingum. Frá hausti árið 1990 og fram á síð- astliðið sumar starfaði Sveinn hjá trésmiðjunni Fjölni hf. Akureyri en það fyrirtæki hefur verið umsvifa- mikið undanfarna áratugi í hvers konar byggingarstarfsemi. Stofn- endur og aðaleigendur Fjölnis, þeir feðgar Guðjón Gunnlaugsson og Magnús Guðjónsson, mátu Svein mikils vegna hæfileika hans, dugn- aðar og útsjónarsemi. Gætti stund- um sérvisku hjá Sveini við smíðarn- ar en alla vinnu leysti einstaklega vel af hendi. Mat Sveinn þá feðga mikils, enda reyndust þeir honum alla tíð vel. Eitt atvik lýsir því vel hve glöggur smiður Sveinn var. Sumarið 1978 hafði hann tekið að sér að byggja hús við Tungusíðu á Akureyri. Þeg- ar uppslætti að grunninum var lokið fékk Sveinn hugboð um að einhverju skeikaði í réttri hæð á uppgefnum hæðarpunktum. En þar sem hann hafði ekki önnur mælitæki en halla- mál, málband og snúru við höndina mældi hann hæðarpunktana með því að ganga hringinn í grunninum með hallamálið, bera það við snúruna og merkja fyrir með blýanti á uppslátt- inn og finna með því rétta hæð allra horna grunnsins. Tæknimenntaður starfsmaður Akureyrarbæjar var að störfum skammt frá með sín ná- kvæmu tæki og tól og bað Sveinn hann um að staðfesta mælingu sína. Að lokinni mælingu tæknimannsins kom í ljós að mæling Sveins stóðst alveg. Mælingamaðurinn taldi næsta furðulegt að Sveinn hefði komið auga á þessa skekkju og síðan mælt hana út með hallamæli einn verkfæra. Bað hann um að fá að sjá hvernig Sveinn bar sig að við mæl- inguna. Minnir þetta atvik á þær sögur sem gengu af þeim bræðrum Þorsteini á Hálsi, afa Sveins, og Sig- fúsi í Syðra-Kálfsskinni en báðir voru þeir afburðabátasmiðir. Sveinn kunni vel að gleðjast í hópi vina og félaga. Þó dró hann sig fremur í hlé á seinni árum. Hann lét félagsmál og stjórnmál sig litlu varða en fylgdist með og hafði oft einarðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann hafði áhuga á ætt- fræði og gat rakið ættir sínar langt aftur í fyrri kynslóðir. Hann hafði gaman af silungsveiði og útiveru. Hann var afskiptalítill um annarra hagi en fastur fyrir ef honum fannst á sér brotið og lét ekki hlut sinn fyr- ir nokkrum manni. Líktist hann í þessu frændum sínum mörgum. Þrátt fyrir áratuga búsetu á Akur- eyri var eins og Sveinn festi þar aldrei rætur fullkomlega. Það voru alltaf æskustöðvarnar sem áttu hug hans. Hann var Eyfirðingur en þó fyrst og fremst Svarfdælingur. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir áratuga vináttu og votta aðstand- endum hans og þá ekki síst aldraðri móður og ungum sonum dýpstu samúð. Karl Smári Hreinsson. SVEINN FRIÐRIKSSON Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær móðir okkar, SÓLVEIG SIGURBJÖRNSDÓTTIR Dalalandi 1, Reykjavík, er látin. Gróa Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Sigurbjörn Björnsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, systir, mágkona og tengdadóttir, GUÐBJÖRG HILMARSDÓTTIR Seljahlíð 7e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, þeim sem vilja minnast hennar er bent á félag aðstandenda langveikra barna á Akureyri, Hetjurnar. Smári L. Einarsson, Hilmar Örn Smárason, Sigurveig Gunnarsdóttir, Haukur Þór Smárason, Hilmar Ágústsson, Þora Jones, Axel Alan Jones, Kristbjörg Hilmarsdóttir, Ingólfur Sveinsson, Valgeir Hilmarsson, Elín Högnadóttir, Signý Sigurlaug Tryggvadóttir, Haukur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.