Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 17 DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur RAUTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun Einnig gott fyrir aldraða! www.ginseng.is S-kóreska ríkið leggur sérstaka rækt við að viðhalda gæðum og orðspori Rauðs eðalginsengs.  Eingöngu eru notaðar sérvaldar 6 ára gamlar rætur í besta gæðaflokki.  Kjörlendi er frátekið fyrir Rautt Ginseng.  Jörðin er hvíld í 10 ár eftir uppskeru til að ná upp fyrri frjósemi. Vinnslan er mun vandasamari en með henni nást eftirfarandi markmið: 1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs. Það er óþarfi að eldast um aldur fram Líkamlegt þrek, úthald, vær svefn og léttari lund. Fríhöfnin · Árangur í samræmi við gæði. · Formúla og vinnsla sem þú getur treyst. www.celsus.is Ég held ég geti viðurkenntþað að ég er nokkuð dug-leg að hreyfa mig og er alltaf á fartinni. Þótt við konur telj- um okkur gjarnan vera fitt og flott- ar er maður ekki tvítugur lengur þannig að regluleg hreyfing er bráðnauðsynleg til að við getum haldið okkur í góðu formi og and- lega hliðin skipir ekki síður máli en sú líkamlega,“ segir Margrét Krist- mannsdóttir, sem er mjög svo önn- um kafin kona, en segist þó gera sér fyllilega grein fyrir því að hreyfingin verði að vera ofarlega á forgangslistanum til að láta sér líða vel, andlega jafnt sem líkamlega. Margrét starfar sem fram- kvæmdastjóri Pfaff-Borgarljósa og er auk þess formaður FKA, félags kvenna í atvinnurekstri, og vara- formaður FÍS, félags íslenskra stórkaupmanna. Hún er einnig eig- inkona og tveggja barna móðir, þrettán ára stráks og tíu ára stelpu. Þegar Margrét er spurð nánar út í hreyfinguna svarar hún því til að hún fari nokkuð reglulega í rækt- ina og svo út að ganga með hundana sína, Mána og Fróða, þess á milli. Ræktin þrisvar í viku „Ég byrjaði á því að kaupa mér þriggja mánaða kort í World Class í Laugum og stóð mig afskaplega vel. Keypti mér síðan árskort, sem rennur út í janúar næstkomandi og verður örugglega endurnýjað þeg- ar þar að kemur. Það er engin spurning.“ Hve oft ferðu og hvernig stund- arðu hreyfinguna? „Sko, markmiðið er að fara í ræktina þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Sumar vikur gengur planið mjög vel upp, en stundum mæti ég tvisvar í viku, en afar sjaldan bara einu sinni í viku. Það er oftast ekki mikið átak að hafa sig af stað. Ég nota morgn- ana í þetta. Fer alltaf á morgnana áður en ég fer í vinnuna. Annars myndi ég aldrei fara. Ég verð að byrja daginn á þessu. Ég kem börn- unum í skólann klukkan átta og fer síðan að púla og lyfta. Venjulega er ég inni í tækjasalnum í fjörutíu mínútur og svo þarf maður auðvit- að að „sjæna“ sig fyrir daginn. Þetta er algjörlega nauðsynlegt fyrir líkama og sál.“ Margrét segist ekki mæla með því að taka sér langt frí frá líkams- ræktinni í einu. „Það er voðalega hættulegt að taka sér gott sumarfrí frá ræktinni. Ég stundaði þetta til dæmis ekkert í júlí og ágúst í sum- ar og var alveg svakalega lengi að koma mér í gírinn á ný í haust,“ segir Margrét, sem er 43 ára göm- ul. Hundarnir með í vinnuna Heimilishundarnir Máni og Fróði þurfa líka sína hreyfingu og er það alfarið hlutverk húsmóðurinnar að fara með þá út í labbitúra oft í viku. „Þessir félagar mínir fylgja mér reyndar allan daginn. Þeir bíða stilltir úti í bíl á meðan ég er í rækt- inni og fara svo með mér í vinnuna. Hundarnir eru auðvitað áhugamál fjölskyldunnar allrar þótt ég sé sú sem sinni þeim. Ætli mér sé ekki óhætt að segja að göngutúrar með hundana teljist að meðaltali vera fjórir til fimm á viku. Hundarnir þola það að fara ekki út á hverjum degi þannig að ég er ekkert að pína mig í kulda og trekki.“  HREYFINGIN|Lyftir og púlar í ræktinni og labbar þess á milli Morgunblaðið/Ásdís Margrét Kristmannsdóttir með hundana sína Mána og Fróða, sem fylgja henni allan daginn. Bráðnauðsynlegt fyrir líkama og sál Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.