Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MÁ BÚAST VIÐ BATNANDI TÍÐ? Það er ástæða til að þakka Ingibjörgu SólrúnuGísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, fyr-ir þann sóma, sem hún sýndi Morgunblaðinu á flokksstjórnarfundi sl. laugardag. Í ræðu sinni sagði formaður Samfylkingarinnar m.a.: „Enginn annar fjölmiðill á Íslandi hefur jafn afger- andi stefnu og Morgunblaðið...“ Vegna þess sem á eftir kom er ljóst, að þetta átti að vera gagnrýni á Morgunblaðið en rétt er að taka fram að blaðið lítur á þessi orð sem virðingarvott, sem sjálfsagt er að þakka. Í 92 ár hefur Morgunblaðið ver- ið virkur þátttakandi í þjóðfélagsumræðum á Íslandi. Allan þennan tíma hefur blaðið tekið skýra afstöðu til þeirra málefna, sem til umræðu hafa verið hverju sinni. Ritstjórn Morgunblaðsins lítur svo á og hefur alltaf litið svo á, að dagblöð eigi að taka þátt í þjóð- félagsumræðum og hafa ákveðna afstöðu til manna og málefna. Það hefur Morgunblaðið gert og ánægjulegt að það hefur ekki farið fram hjá núverandi formanni Samfylkingarinnar. Hins vegar er það á misskilningi byggt hjá Ingi- björgu Sólrúnu þegar hún segir: „Í leiðurum, Reykja- víkurbréfum og Staksteinum heldur Morgunblaðið arfleifð Sjálfstæðisflokksins á lofti...“ Hið rétta er að Morgunblaðið hefur haldið á lofti arfleifð hinna borgaralegu sjónarmiða í íslenzkum stjórnmálum, sem blaðið hefur alla tíð verið málsvari fyrir. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka verið á vettvangi stjórnmálanna, sem er sennilega skýringin á því að formaður Samfylkingarinnar hefur ekki náð réttri sýn á pólitíska sögu 20. aldarinnar. Um skeið var mjög náið samband á milli Morg- unblaðsins og Sjálfstæðisflokksins, sem skapaðist af pólitískri nauðsyn, þegar hart var barizt í íslenzkum stjórnmálum en það er löngu liðin tíð. Þótt grundvall- arsjónarmiðin séu enn hin sömu er auðvitað ljóst, að afstaða Morgunblaðsins til þjóðmála hefur um langan aldur byggzt á afstöðu til málefna hverju sinni. Stundum hafa Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkur- inn átt samleið. Í öðrum tilvikum hefur mikill ágrein- ingur verið á milli Sjálfstæðisflokksins og Morgun- blaðsins. Skýrasta dæmið um það var kannski ágreiningur Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins á tíunda ára- tugnum um kvótakerfið og auðlindagjald. Niðurstað- an varð málamiðlun, þar sem auðlindagjaldið var lög- fest og sú stefna, sem Morgunblaðið hafði barizt fyrir í áratug varð ofan á í grundvallaratriðum. Hins vegar taldi blaðið og telur enn, að auðlindagjaldið hafi verið ákvarðað of lágt og þurfi að hækka um leið og mik- ilvægt er að það tengist afkomu útgerðarinnar. Annað dæmi, sem formaður Samfylkingarinnar ætti að þekkja af eigin raun er barátta Morgunblaðs- ins í bráðum áratug fyrir beinu lýðræði, en afstaða blaðsins til þess máls leiddi m.a. til þess, að Morg- unblaðið studdi Ingibjörgu Sólrúnu í borgarstjóratíð hennar, þegar hún efndi til atkvæðagreiðslu meðal Reykvíkinga um framtíð Reykjavíkurflugvallar og hefur alltaf haldið fast við að í þeirri atkvæðagreiðslu hafi borgarbúar tekið grundvallarákvörðun um málið. Ekki fór á milli mála, að Ingibjörg Sólrún mat þann stuðning nokkurs. Fyrir u.þ.b. ári fagnaði Morgun- blaðið vaxandi stuðningi Samfylkingarinnar við þetta hugsjónamál blaðsins. Skýrasta dæmið um stuðning Morgunblaðsins við málefnabaráttu Sjálfstæðisflokksins á seinni árum er augljóslega stuðningur þess á síðasta ári við fjöl- miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stuðningur blaðs- ins við frumvarpið var eindreginn og er enn við þau sjónarmið, sem það var byggt á. Ingibjörgu Sólrúnu er að sjálfsögðu frjálst að hafa þá skoðun, að Morgunblaðið sé „hræsnisfullt“, en hún verður hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd, að blaðið er samkvæmt sjálfu sér í málflutningi sínum og rökræður þess í ritstjórnargreinum byggjast á ígrunduðum skoðunum og sterkri sannfæringu. Það er hins vegar rangt að Morgunblaðið „þjóni...tiltekn- um sérhagsmunum“. Það getur ekki farið fram hjá nokkrum lesanda Morgunblaðsins að afstaða blaðsins til þjóðfélagsmála tekur mið af almannahagsmunum og engu öðru. Það var athyglisverður kafli í ræðu Ingibjargar Sólrúnar að hún er að uppgötva, að íslenzkir jafn- aðarmenn eiga sér merka sögu. Það var tími til kom- inn, að formaður Samfylkingarinnar gerði sér grein fyrir þessu. Og nú vill Ingibjörg Sólrún halda þessari sögu á lofti. Hún sagði í ræðu sinni: „Saga okkar er saga jafnaðarmannaflokka, verka- lýðshreyfingar og kvennahreyfingar. Saga frum- kvöðla, sem ruddu brautina fyrir mannréttindum launafólks og kvenna. Jón Baldvinsson, Héðinn, Bríet, Jóhanna Egilsdóttir, Gvendur jaki, Lúðvík, Gylfi Þ., Aðalheiður Bjarnfreðs – þetta var fólkið, sem starfaði fyrir og tilheyrði okkar hreyfingu...“ Þessi nafnalisti er ekki sízt athyglisverður vegna þess hvaða nöfn eru ekki á honum. Hvers vegna eru Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson ekki hluti af sögu verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á Ís- landi frá sjónarhóli formanns Samfylkingarinnar? Þessir tveir menn voru í forystu Alþýðusambands Ís- lands í meira en tvo áratugi samanlagt á 20. öldinni á miklum umbrotatímum og voru jafnframt mjög virkir á hinum pólitíska vettvangi jafnaðarmanna. Þegar Hannibal Valdimarsson yfirgaf stjórnmálin eftir hálfrar aldar þátttöku, sem á köflum var ævintýraleg, sagði hann í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði alltaf verið jafnaðarmaður, allt hitt hefðu verið gárur á yfirborðinu og þótti sumum mikið sagt. Þegar Björn Jónsson yfirgaf vettvang verkalýðs- hreyfingar og stjórnmála vegna veikinda var hann í forystu fyrir verkalýðshreyfingunni í síðustu meiri- háttar átökum, sem efnt var til af hennar hálfu gegn þeirri ríkisstjórn sem þá sat. Af þessum mönnum báðum er mikil saga og að hluta til ósögð, sem formaður Samfylkingarinnar þekkir greinilega ekki eða vill ekki líta á sem hluta af sögu jafnaðarmanna á Íslandi. Pólitísk saga þeirra, ekki sízt síðustu áratugina, er hins vegar rakin tölu- vert ítarlega á síðum Morgunblaðsins frá degi til dags á þeim tíma enda áttu báðir mikil pólitísk samskipti við Morgunblaðið meira og minna frá miðjum sjöunda áratugnum. Það liggur við að þekkingarskortur eða virðing- arleysi Ingibjargar Sólrúnar gagnvart hlut þessara tveggja manna í sögu verkalýðshreyfingar og jafn- aðarmanna á 20. öldinni sé móðgandi. En batnandi manni er bezt að lifa og það á við um formann Samfylkingarinnar nú, þegar hún vill minna jafnaðarmenn á fortíð sína. Það var henni ekki of- arlega í huga, þegar hún reyndi fyrir kosningarnar 2003 að hafa heiðurinn af þjóðarsáttarsamningunum 1990 af þeim Ásmundi Stefánssyni og Guðmundi J. Guðmundssyni, sem ásamt Einari Oddi Kristjánssyni áttu allan heiður af þeim samningum og þar með að óðaverðbólgan, sem hafði hrjáð efnahagsmál okkar Íslendinga í tvo áratugi og hófst að ráði í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971, var kveðin í kútinn. Og hver tók upp hanzkann fyrir þessa menn og reyndi að koma núverandi formanni Samfylkingar- innar í skilning um sögulegar staðreyndir? Það var Morgunblaðið eins og sjá má ef skoðanaskipti blaðs- ins og Ingibjargar Sólrúnar um þetta efni vorið 2003 eru skoðuð. Þótt formaður Samfylkingarinnar sjái ekkert nema Sjálfstæðisflokkinn í námunda við Morgunblaðið er það söguleg staðreynd, að frá og með júnísamkomu- lagi 1964 og fram yfir 1990 átti ritstjórn Morgun- blaðsins mikil samskipti við helztu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en alveg sérstaklega þá Hannibal Valdimarsson, Björn Jónsson og Guðmund J. Guðmundsson. Að ekki sé talað um hinn merka for- ingja jafnaðarmanna, Gylfa Þ. Gíslason. Þrátt fyrir þessi augljósu göt í söguþekkingu for- manns Samfylkingarinnar er ástæða til að fagna því, að hún er nú byrjuð að horfa til fortíðarinnar, en þar er að finna gagnlegan lærdóm fyrir framtíðina. En það er einmitt vegna þessarar sögulegu fortíðar jafn- aðarmannahreyfingarinnar og verkalýðshreyfingar- innar, sem Morgunblaðið hefur alls ekki skilið full- komið sinnuleysi formanns Samfylkingarinnar og nánustu samstarfsmanna hennar gagnvart ítrekuðum viðvörunum blaðsins um að auðhringar væru að leggja undir sig Ísland allt. Ætla hefði mátt að Sam- fylkingin yrði bandamaður Morgunblaðsins í þeirri baráttu en svo hefur ekki orðið, því miður. En kannski má búast við batnandi tíð? FERMINGARBÖRN í rúmlega 50 sóknum um allt land hafa í vetur fengið heimsókn frá tveimur Eþí- ópum sem staddir eru hér á landi á vegum Hjálparstarfs kirkj- unnar. Þau heita Hirut Beyene og Kusse Koshoso. Bæði starfa þau á vegum Lúthersku kirkj- unnar í þorpinu Konsó, en þar eru þau fædd og uppalin. Fræða þau fermingarbörnin um hjálp- arstarf og kristniboð í Konsó og eins segja þau frá uppvexti sín- um í fátækt og lífinu í þorpinu. Í Konso, sem er bæði þorp og þjóð- flokkur, búa um 200.000 manns og eru um 35.000 þeirra kristnir en Konsó er fyrsta þorpið í Afr- íku sem íslenskir kristniboðar settust að í fyrir um 50 árum. Í vikunni voru Kusse og Hirut stödd í Hallgrímskirkju þar sem fermingarbörn hlustuðu á mál þeirra. segir kr unum fr áður en arnir ko Konso h verið ne skóli og sjúkrask Trúboð hafi ken inu að ekki þurfti að færa eða bera út börn eins og gamlar hefðir gerðu ráð Þegar fólk lærði um Guð það smám saman frelsast daglegum ótta og þorað a hverfa frá ýmsum hefðum segir að hann hafi heyrt gagnrýna kristniboða fyr reyna að breyta menning sem kristniboð fer fram. segir að eftir að kristiboð Fermingarbörnin Benjamín Björn Hinriksson, Petra Hjartardótt hlusta af áhuga á frásögn Kusse og Hirut sem hafa heimsótt ferm Tveir Eþíópar fermingarbörn Kusse Koshoso HIRUT Beyene hefur sagt ferm- ingarbörnunum frá hlutskipti kvenna í Konso. Hún var stödd í herbergi sínu á gistihúsi við Þórs- götu þegar íslenskar konur fór að drífa að á Skólavörðuholt á kvennafrídaginn. Hlutskipti kvenna í Konsó hefur verið Hirut mikið umhugsunarefni og ákvað hún því að taka þátt í göngunni með íslenskum konum sem fulltrúi kvenna í Konsó, jafnvel þótt annar fótur hennar sé mun styttri en hinn því ung að árum fékk hún löm- unarveiki. Hirut er mikið niðri fyrir þegar hún ræðir hlut- skipti kvenna í Konsó. Konur sjá um heimili og börn en karlmenn byggja hús og viðhalda þeim og sjá um dýrin. Segir Hirut konur í Konsó vinna mun meira en karlmenn. Konurnar þurfa að sækja vatn, oft marga kílómetra mörgum sinnum á dag. Þær þurfa að safna eldiviði og þær eru ábyrgar fyrir ökrunum. Konurnar vinna marga tíma á sólarhring og fá mjög lítinn svefn, að meðtaltali 3–5 klukkutíma á nóttu. Stúlkur byrja einnig að vinna mjög snemma. Þegar stúlka er fjögurra til fimm ára byrjar hún að sjá um yngri systkini sín og sækja vatn sem oft þýðir að ganga þarf í 1–2 klukkustundir á dag. Um sex ára aldur byrja stúlkur að læra að elda matinn. Sjö ára fara þær að safna eldiviði en það getur tekið allt að fjórum tímum á dag að sækja hann. Þegar stúlkur eru níu til tíu ára fara þær að hitta aðrar stúlkur á sama aldri og mynda Þær vi Almenn ef stúlk Stúlkur 17 ára iðisvinn heimili Hiru karlme skipað þeir se ákvarða Hiru ganga í að öll b skóla o kristnir skóla s unni er ar karlm stigi. E Hiru þær leg Það er ekki sto sýna sö kvenna Konur vinna allan sólarh Hirut Beyene

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.