Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Amman. AFP. | Yfirvöld í Jórdaníu sögðu í gær, að þau hefðu hand- tekið íraska konu, sem hefði ætlað að taka þátt í og fylgja manni sín- um í dauðann í hryðjuverkaárás- unum í Amman, höfuðborg lands- ins, á miðvikudag í síðustu viku. Marwan Moasher, aðstoðarfor- sætisráðherra Jórdaníu, sagði á blaðamannafundi, að handtaka kon- unnar væri mikill áfangi í rannsókn málsins en í sjálfsmorðsárásunum, sem gerðar voru á þrjú hótel, týndu 57 menn lífi og meira en 100 særðust. Moasher sagði, að konan, Sajida Mubarak al-Rishawi, og maður hennar, Ali Hussein al-Shammari, hefðu verið í fjögurra manna, írösk- um hópi en hinir tveir voru Raw- wad Jasem Muhammed Abed og Safa Mohammed Ali. Hefðu þau hjónin tekið leigubíl á Radisson SAS-hótelið og hefði Rishawi verið uppáklædd eins og hún ætlaði að taka þátt í brúðkaupsveislu, sem þar fór fram. Uppáklædd og með sprengjubelti „Þau fóru inn í hótelið og þar reyndi Rishawi að sprengja sig upp. Það tókst þó ekki og þá neyddi maður hennar hana til að forða sér burt og sprengdi síðan sjálfan sig upp,“ sagði Moasher. Sagði hann, að Rishawi hefði verið með sprengjubelti um sig miðja og mikið af kúlum úr kúlulegum til að valda sem mestu manntjóni. Moasher sagði, að bróðir Rishawi væri náinn samstarfsmaður Jórd- anans Abu Musab al-Zarqawis, æðsta manns al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna í Írak, en þau stóðu á bak við hermdarverkin í Amman. Abdullah II., konungur Jórdaníu, sagði í gær, að hingað til hefði gengið vel að uppræta jórdanskar hryðjuverkasellur og þess vegna hefði Zarqawi notast við útlend- inga. Við því yrði brugðist af hörku. Yfirlýsing al-Qaeda kom upp um Rishawi Það var raunar yfirlýsing al- Qaeda um ábyrgð á árásunum, sem varð til þess, að Rishawi var hand- tekin, en í henni sagði, að „písl- arvottarnir“, árásarmennirnir, hefðu verið fjórir. Þá vissi jórd- anska leyniþjónustan um þrjá og herti því leitina að þeim fjórða, sem reyndist vera Rishawi. Vonast er til, að Rishawi geti gefið upplýsingar um starfsemi al- Qaeda í Írak og jafnvel um dval- arstað Zarqawis. Jórdanskir emb- ættismenn óttast hins vegar, að Zarqawi bregðist við handtökunni með fleiri árásum í landinu og gegn hagsmunum Jórdaníu erlendis. Handtóku íraska konu í hryðjuverkahópnum Fór með manni sínum á SAS-hótelið í Amman en sprengjurnar sprungu ekki Reuters Sajida al-Rishawi kom fram í jórdanska sjónvarpinu í gær og játaði, að hún hefði reynt að fremja hryðjuverk. Sýndi hún hvernig hún hefði fest á sig sprengjubeltið, sem ekki sprakk. VÍSINDAMENN í Víetnam héldu því fram í gær, að ban- væna fuglaflensuveiran hefði stökkbreyst og ætti nú auðveld- ara með það en áður að fjölga sér í spendýrum. Þetta hefur þó ekki verið staðfest af Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni, WHO. Frá þessu var skýrt í víet- namska netdagblaðinu vnex- press og vitnað í því sambandi í Cao Bao Van, yfirmann sam- eindalíffræðideildar Pasteur- stofnunarinnar í Víetnam, en þar fara fram rannsóknir á fuglaflensunni. Sagði hann, að 24 sýni af veirunni úr hænsnum og mönnum sýndu, að hún hefði breyst. Van sagði, að eggjahvítuefni á yfirborði veirunnar hefðu breyst en þær breytingar geta leitt til þess, að hún fari að berast á milli manna og verði að faraldri. Þá hefði einnig orðið breyting á ein- um arfbera veirunnar, PB2, en talið er, að hann framleiði hvata, sem örvi hýsilinn til að framleiða fleiri veirur. Ekki kom fram við rannsókn- ina, að veiran bærist auðveldleg- ar en áður milli manna en hins vegar hefur hún nú meira mót- stöðuafl en áður gegn lyfjunum Amatadine og Rimantadine. Banvæna fuglaflensuveiran, H5N1, hefur fundist í níu af 64 héruðum Víetnams og hafa alls 92 menn smitast. Þar af eru 42 látnir. Segja H5N1- veiruna stökk- breytta London. AFP. | Læknar í Bretlandi hafa hvatt mann nokkurn, Andrew Stimpson að nafni, til að gefa sig fram svo unnt sé að gera á honum fleiri tilraunir og sanna, að það sé rétt, að hann sé fyrsti maður í heimi til að vinna bug á HIV-veirunni. Veldur hún alnæmi eins og kunnugt er. Stimpson greindist HIV-jákvæð- ur í ágúst 2002 en við athugun 14 mánuðum síðar virtist veiran vera horfin úr líkama hans. Sagði Stimp- son í viðtali við tvö bresk dagblöð, að hann hlyti að njóta sérstakrar bless- unar fyrst hann hefði „læknast“ og bauðst til að vinna með læknum að rannsókn á þessum gleðilega at- burði. „Fyrir skömmu horfðist ég í augu við dauðann en nú hef ég kvatt hann að sinni,“ sagði Stimpson í viðtali við News of the World. Læknar við Chelsea og West- minster-sjúkrahúsið í London, sem meðhöndluðu Stimpson, höfðu samt allan fyrirvara á í gær og vildu ekki staðfesta, að hann væri með öllu laus við veiruna. Talsmaður sjúkrahússins stað- festi hins vegar, að fyrri niðurstaðan hefði verið jákvæð en sú síðari nei- kvæð. Hefði það komið öllum mjög á óvart og því hefði Stimpson verið beðinn að koma í frekari rannsókn en það hefði hann ekki viljað enn. Merkileg tíðindi ef rétt eru Dagblaðið The Mail on Sunday sagði í gær, að vitað væri um tvö til- felli þar sem manneskja hefði fyrst greinst jákvæð en síðan neikvæð en í báðum tilfellunum léki grunur á, að blóðsýni hefðu ruglast. Doktor George Kinghorn, alnæm- issérfræðingur við Royal Hallam- shire-sjúkrahúsið í Sheffield, sagði í gær, að hefði Stimpson í raun losnað við veiruna, væru það mikil og merkileg tíðindi. „Ef við getum komist að því hvað gerst hefur í líkama Stimpsons, þá gæti það hjálpað okkur í baráttunni við sjúkdóminn,“ sagði Kinghorn. Virðist hafa unnið bug á HIV-veirunni Læknar hafa þó allan fyrirvara á og vilja meiri rannsóknir ÞRIÐJA alþjóðlega maraþonhlaupið í Beirút í Líbanon fór fram í gær og bar Kenýamaðurinn Francis Kamau sigur úr býtum á 2 klst., 19 mínútum og 20 sekúndum. Í öðru sæti varð Eþíópíumaðurinn Eshetu Bekele á 18 sekúndum lakari tíma. Meira en 17.000 manns frá 77 löndum tóku þátt í hlaupinu en í fyrra voru kepp- endur 11.000 frá 66 löndum. Maraþon í Beirútborg Kaíró. AFP. | Hugsanlegt er, að meira en 30.000 erlendir hermenn verði kallaðir heim frá Írak fyrir mitt næsta ár. Kom þetta í gær fram hjá Muwaffaq Rubaie, þjóðaröryggis- ráðgjafa Íraksstjórnar, er hann var staddur í Kaíró í Egyptalandi. „Um mitt næsta ár verða meira en 30.000 erlendir hermenn fluttir frá Írak,“ sagði Rubaie eftir fund með Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands. „Við vonum, að fyrir árslok verði 60.000 hermenn farnir heim og verði undir 100.000 að tölu á árinu 2007.“ Nokkru áður en Rubaie lýsti þessu yfir, sagði Jalal Talabani, for- seti Íraks, í viðtali við bresku sjón- varpsstöðina ITV1, að Bretar ættu að geta flutt sinn her frá Írak fyrir lok næsta árs. Talabani sagði hins vegar, að tafarlaus brottflutningur erlendra herja frá landinu myndi enda með ósköpum. John Reid, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í gær, að vel væri hugsanlegt að byrja brottflutn- ing breska herliðsins á næsta ári og undir það tók Sir Mike Jackson, yf- irmaður breska hersins. Fækkað í erlendum her í Írak?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.