Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska Forsendur fyrir því að okk-ur geti liðið vel er óum-deilanlega góð heilsa,andleg, líkamleg og fé- lagsleg. Og allt spilar þetta saman. Hver einstaklingur er sérstakur, með mismunandi reynslu, að- stæður, aðbúnað, persónuleika og líffræðilega virkni. Sumir ein- staklingar eru viðkvæmari en aðrir og þannig útsettari fyrir geðrænum og/eða líkamlegum vandamálum. Allir sveiflast í geðslagi frá degi til dags, sem er eðlilegt. Það er ekki fyrr en þessar sveiflur eru orðnar meiri og standa lengur yfir með al- varlegum einkennum sem hægt er að segja að um sjúklegt ástand sé að ræða sem rétt er að leita að- stoðar fagfólks með. Við þurfum að vera meðvituð um það, sem ógnar heilsu okkar, og að þekkja meðal annars takmörk okk- ar og bjargráð við streitu. Þá er mikilvægt að vera sáttur við sjálfan sig svo og meðvitaður um kosti sína og galla. Ennfremur er mikilvægt að hafa þann styrk til að bera að geta tekist á við vandamál og erfiðleika á já- kvæðan og uppbyggilegan hátt en falla ekki í þá gryfju að mála skrattann á vegginn og láta sér fall- ast hendur. Neikvæðar hugsanir koma óboðnar Fyrsta geðorðið „Hugsaðu já- kvætt, það er léttara“, er því und- irstaða vellíðunar því án jákvæðra hugsana er engin vellíðan. Nei- kvæðar hugsanir koma oftast nær óboðnar. Þær skjóta upp kollinum án fyrirhafnar, en það þarf að hafa fyrir því að draga úr þeim. Ef hug- ur okkar er jákvæður þá er hann mun líklegri til að fara strax af stað með að finna mögulegar leiðir til að takast á við hlutina. Þeir sem eru undir miklu álagi eiga oft erfitt með að kalla fram jákvæðar hugs- anir. En hjálplegt er að gera sér grein fyrir því, að það eru hugs- anirnar sem eru neikvæðar en ekki öll tilveran. Mikilvægt er fyrir hvern og einn að vera meðvitaður um hvað kallar fram jákvæðar hugsanir og þannig hvað veiti vel- líðan. Gott er að gera þetta á mark- vissan hátt og grípa til þess þegar vanlíðan færist yfir. Þar kemur Geðræktarkassinn að góðum notum. Fyrirmyndin að kassanum eru ráð konu nokkurrar, sem missti mann sinn frá tíu börn- um þeirra um aldamótin 1900. Hún þurfti að láta frá sér átta elstu börnin og tvístruðust þau milli bóndabæja. Til að hjálpa börnunum að takast á við föðurmissinn og í raun móðurmissinn einnig, útbjó hún að skilnaði lítinn kassa handa hverju og einu þeirra. Í kassana setti hún hluti sem voru börnunum kærir og höfðu mikið persónulegt gildi fyrir þau, en einnig setti hún efnisbút úr flík sem hún notaði mik- ið og báru lykt hennar. Börnin áttu svo að leita í kassana þegar vanlíð- an og söknuður færðust yfir og minnast um leið loforðs móður þeirra um að fjölskyldan mundi sameinast, þó síðar yrði. Það gekk eftir að lokum. Þessi hugmynd á erindi til allra sama á hvaða aldri þeir eru. Upp- lagt er að safna hlutum í kassa sem vekja gleði og góðar minningar og nota meðvitað til að láta sér líða vel. Einnig er upplagt fyrir unga sem eldri, að föndra slíkan kassa fyrir sjálf- an sig og/eða gefa þeim sem manni þykir vænt um. Til dæmis í jólagjöf. Í kassann má setja ýmsa hluti s.s. uppáhalds myndband, geisladisk, bók og ljósmyndir eða, bara hvað sem er sem tengist jákvæðum og góðum tilfinningum. Leita má svo í kassann þegar neikvæðar hugsanir skjóta upp kollinum t.d. eftir erf- iðan dag, rifrildi eða skammir og þegar okkur leiðist, við erum ein- mana eða vantar stuðning. Kjörið er einnig, að venja sig á, að byrja hvern dag á því að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna, og vera meðvitaður um þau forréttindi sem því fylgja, að fá að líta nýjan dag, sem aldeilis er ekki sjálfgefið. Það er gott veganesti fyrir dag- inn!  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Það er upplagt að föndra svona kassa og gefa í jólagjöf. Án jákvæðra hugsana er engin vellíðan Guðrún Guðmundsdóttir, verkefn- isstjóri Geðræktar, Lýðheilsustöð. Geðorð nr. 1 ,,Hugsaðu jákvætt, það er léttara. Mataræði unglingsstúlknagetur haft áhrif á líkurnará að þær fái brjósta- krabbamein síðar á ævinni. Á heilsu- vef MSNBC er greint frá því að efni í soja geti t.d. flýtt fyrir þeirri þróun að óþroskaðar frumur í brjóstum myndi mótstöðu gegn krabbameins- vökum. Vísindamenn við Háskólann í Alabama komust að þessu en það er efni í soja sem nefnist genistein sem hefur þessi áhrif. Áhrifin eru hins vegar aðeins fyrirbyggjandi, þ.e. efnisins þarf að neyta á kyn- þroskaaldrinum. Aðrar rannsóknir styðja þessa rannsókn, m.a. kínversk rannsókn sem leiddi í ljós að kín- verskum konum sem borðuðu þrjá eða fjóra skammta af sojaafurðum á viku sem táningar var helmingi síður hætt við að fá brjóstakrabbamein síðar á ævinni en þeim sem sjaldan eða aldrei neyttu slíkrar fæðu. Ef kona byrjar að neyta sojaafurða sem fullorðin virðist það ekki hafa nein áhrif á líkurnar á brjóstakrabba- meini. Hins vegar er allra minnsta áhættan hjá þeim konum sem neytt hafa sojaafurða reglulega allt frá unglingsárum og halda því áfram. Omega-3 fitusýrur veita einnig meiri vernd gegn brjóstakrabba þegar þeirra er neytt fyrir eða á kynþroskaskeiði heldur en á fullorð- insárum. Þegar þessara fitusýra er neytt sem hluta af almennt fitu- snauðu mataræði fyrir kyn- þroskaaldur, hægir á vexti þeirra frumna í brjóstunum sem eru líkleg- astar til að verða fyrir krabbameini en virkni gena sem hafa verndandi áhrif eykst. Hins vegar minnka þessi áhrif omega-3 fitusýranna ef annað mataræði er mjög fituríkt, að því er fram kemur á heilsuvef MSNBC. Morgunblaðið/Sverrir Omega-3 fitusýrur veita t.d. meiri vernd gegn brjóstakrabbameini síðar á lífsleiðinni þegar þeirra er neytt fyrir eða á kynþroskaskeiði heldur en á fullorðinsárum. Umræddar fitusýrur er m.a. að finna í fiski.  KRABBAMEIN | Mataræði unglingsstúlkna Getur dregið úr líkum á brjóstakrabbameini síðar RÓLEG tónlist hefur slakandi áhrif á fólk og hægir á öndun og hjart- slætti að því er bandarísk rannsókn leiðir í ljós. Frá niðurstöðunum er greint á heilsuvef MSNBC, en rann- sóknin er ein af fleiri sem benda til að hægt sé að nota tónlist til að draga úr streitu. Vísindamennirnir mældu öndun, blóðþrýsting og hjartslátt í 24 heil- brigðum manneskjum, fyrir og eftir að þær hlustuðu á stutt brot úr mis- munandi lögum, hægum og hröðum. Helmingur þátttakenda voru tónlist- armenn en hinn helmingurinn hafði ekki lært neitt í tónlist. Í fyrstu varð öndun, blóðþrýstingur og hjart- sláttur hraðari hjá þátttakendunum þegar þeir hlustuðu á hraða tónlist. Tegund tónlistarinnar eða smekkur hvers og eins virtist ekki skipta máli, aðeins takturinn eða hraðinn. Hlé inn á milli voru mikilvæg því þá náð- ist slökun. Viðeigandi val tónlistar, álykta vísindamennirnir að geti kannski verið hentugt til að hjálpa fólki að slaka á og gagnast í meðferð hjartasjúkdóma. Róleg tónlist hægir á öndun  RANNSÓKN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.