Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 2

Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 2
2 18. júní 2005 LAUGARDAGUR Mjög góð kjörsókn í írönsku forsetakosningunum: Búist vi› annarri umfer› TEHERAN, AP Afar góð kjörsókn var í írönsku forsetakosningunum í gær. Úrslit munu liggja fyrir í dag en bú- ist er við að kjósa þurfi aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. Þegar 41.000 kjörstaðir voru opnaðir víðs vegar um Íran í gær- morgun var ljóst að þorri kjósenda hygðist nýta sér kosningarétt sinn og í gærkvöld var talið að kjörsókn hefði verið um sextíu prósent. Lengja þurfti opnunartíma kjör- staða vegna kjörsóknarinnar. Fyrir fram var búist að Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti, myndi fá flest atkvæði og annað hvort myndi umbótasinninn Mostafa Moin eða harðlínumaður- inn Mohammad Bagher Qalibaf lenda í öðru sæti. Fái enginn fram- bjóðenda hreinan meirihluta verður kosið aftur að viku liðinni á milli þeirra tveggja efstu. Talið er að íranskir kjósendur hafi færst í aukana eftir að Ali Khameini erkiklerkur hvatti þá til að kjósa. Áeggjan erkiklerksins kom eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði kosning- arnar marklausar þar sem öll völd væru í höndum klerkaráðsins. ■ Milljar›ar fram úr fjárlögum RÍKISSJÓÐUR Samkvæmt bráða- birgðauppgjöri fjármálaráðu- neytisins eru gjöld ríkissjóðs tæpum tíu milljörðum lægri en fjárlög gera ráð fyrir. Það er mikil breyting frá síðustu árum en þá fór ríkisreikningur að meðaltali yfir tuttugu milljarða fram úr fjárlögum. Brotalamir voru hins vegar á rekstri ríkis- stofnana, sem fór samtals 1,7 milljarða fram úr fjárlögum og virðist að mestu leyti mega rekja það til nokkurra mennta- og heilbrigðisstofnana. Mestu munaði um ýmsar við- halds-, vega- og byggingafram- kvæmdir sem var frestað og þá spöruðust tæpir þrír milljarðar vegna hafna- og flugvallarfram- kvæmda og framkvæmda á veg- um menntamálaráðuneytisins sem voru innan heimilda. Stofn- kostnaður og viðhald voru sam- tals 7,2 milljörðum innan heim- ilda. Sú ríkisstofnun sem mest fór fram úr heimildum var Land- spítali - háskólasjúkrahús með 945 milljónir fram úr fjárlög- um, og samanlagður halli Heilsugæslunnar í Reykjavík, heilbrigðisstofnana á lands- byggðinni og Tryggingastofnun- ar ríkisins er um 800 milljónir. Rekja má halla þessara stofn- ana til uppsafnaðs rekstrar- vanda frá fyrri árum. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli, sem heyra undir landbúnaðarráðu- neytið, fóru samanlagt 250 milljónir króna fram úr fjárlög- um. Aðrir háskólar fóru 427 milljónir fram úr. Þá fóru fram- haldsskólarnir 254 milljónir fram úr heimildum, en þeir hafa þó greitt niður uppsafnaðan halla frá fyrri árum og flestir þeirra héldu sig innan rammans. Ráðherrar bera ábyrgð á framkvæmd fjárlaga og þeim ber skylda til að bregðast við ef útgjöld fara fjögur prósent fram úr heimildum. Mennta- málaráðuneytið er rétt undir þessum mörkum með 3,9 pró- senta halla en landbúnaðar- og utanríkisráðuneytið fara bæði langt yfir þetta þak. Þessi þrjú ráðuneyti virðast öll hafa dreg- ið úr öðrum kostnaði til að vega upp á móti því. Þannig voru beingreiðslur til bænda 243 milljónum innan heimilda árið 2004, utanríkisráðuneytið greiddi ekki rúman hálfan millj- arð í þróunarsjóð Evrópusam- bandsins og framkvæmdir á vegum menntamálaráðuneytis- ins reyndust 1.526 milljónir inn- an heimilda. grs@frettabladid.is Starfsmannafélag Hafnarfjarðar: Samkomulag um samning KJARAMÁL Starfsmannafélag Hafn- arfjarðar og launanefnd sveitar- félaga náðu samkomulagi um nýj- an kjarasamning á fundi sem haldinn var í gær, 17. júní. „Við gengum frá samningi sem var á svipuðum nótum og samningurinn við samflotsfélögin. Við erum með breitt félag og tekið er tillit til þeirrar samsetningar í þessum samningum,“ sagði Árni Guð- mundsson, formaður Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar. Kynning á samninginum verður á þriðjudaginn og taka félagsmenn þá afstöðu til hans. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS Benedikt, er fletta draumi lík- ast? „Nei, þetta er blákaldur veruleikinn.“ Benedikt Erlingsson leikstýrði sýningunni Draum- leikur, sem valin var sýning ársins á Grímunni, ís- lensku leiklistarverðlaununum, á fimmtudaginn. Benedikt var einnig valinn leikstjóri ársins. Pétur Blöndal: Á a› halda sig vi› fjárlög „Menn eiga að halda sig við fjárlög því þau eru ákveðin lög. Það er náttúr- lega orðið dá- lítið mikið þegar einstök ráðuneyti eru farin að fara um og yfir tíu prósent fram úr fjárlög- um. Hins vegar geta komið upp aðstæður sem geta réttlætt slíkar framúrkeyrslur og það þarf að skoða hvort þessar aðstæður hafi verið óhjákvæmilegar og ef þær eru það þarf að taka þær inn í fjáraukalög, annars ekki. Þetta verður eflaust rætt á þingi þegar það kemur saman,“ segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, um eyðslu ráðuneyt- anna umfram fjárlög. Lúðvík Bergvinsson: Óhóflegar framúrkeyrslur „Ef þingið sæti væru ráðherrar dregnir til ábyrgðar á stundinni. Þetta dreg- ur fram h v e r s u fráleitt það er að þingið sitji ekki lengur. Þegar svona alvarlegir hlutir koma upp á yfirborðið hafa þingmenn, sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu, ekkert um það að segja. Ráðherrar eiga að þurfa að svara sam- stundis fyrir svona framúr- keyrslur á Alþingi,“ segir Lúð- vík Bergvinsson, alþingismað- ur Samfylkingarinnar, um framúrkeyrslur ráðuneytanna á síðasta ári. Ögmundur Jónasson: Buddan vir›ist ótæmandi „Það er grát- legt að budda u t a n r í k i s - ráðuneytis- ins hefur virst nær ótæmandi á undanförn- um árum. Jafnvel þó að ég sé hlynntur því að við rækjum okkar hlutverk vel á alþjóðavettvangi held ég að kominn sé tími til að við endur- skoðum það hvernig við verjum okkur fjármunum í utanríkis- ráðuneytinu. Ég hef vaxandi efa- semdir um að við séum að verja peningunum á skynsamlegan máta,“ segir Ögmundur Jónas- son, þingmaður Vinstri grænna, um framúrkeyrslu utanríkisrík- isráðuneytisins. Norður-Kórea vill funda: Lítill áhugi í Washington WASHINGTON, AP Norður-kóresk stjórnvöld segjast vilja funda með bandarískum stjórnvöldum í næsta mánuði og ræða um kjarnorkuafvopnun. Háttsettur embættismaður í Washington segir að bandarísk stjórnvöld taki þessar yfirlýsingar ekki al- varlega og líti á þær sem enn eitt mælskubragðið af hálfu Norður- Kóreumanna. Samningaviðræður hafa legið niðri í eitt en Kim Jong-il, leið- togi Norður-Kóreumanna, segist reiðubúinn að funda á ný ef hon- um verði sýnd tilhlýðileg virð- ing. Bandaríkjamenn segja Norður-Kóreumenn verða að sýna að þeir séu reiðubúnir að taka þátt í uppbyggilegum við- ræðum, en það hafi þeir ekki gert hingað til. ■ Skólar og heilbrig›isstofnanir fóru mest umfram heimildir ári› 2004. Átta rá›uneyti héldu sig innan marka en flrátt fyrir fla› fór rekstur stofnana 1,7 milljar›a fram úr fjárlögum. ÚTGJÖLD RÍKISSTOFNANA: UMFRAM FJÁRHEIMILDIR Ráðuneyti Hlutfall Upphæð Landbúnaðar 11,3% 251 Utanríkis 10,0% 300 Menntamála 3,9% 833 Heilbrigðismála 1,7% 1.001 ÚTGJÖLD RÍKISSTOFNANA: INNAN FJÁRHEIMILDA Ráðuneyti Hlutfall Upphæð Iðnaðar-og viðskipta 21,8% 484 Sjávarútvegs 10,0% 275 Forsætis 8,9% 71 Fjármála 8,2% 506 Umhverfis 5,7% 121 Samgöngu 4,4% 291 Dómsmála 3,6% 451 Félagsmála 0,3% 20 Upphæðir í milljónum króna. Þessar tafla sýnir rekstrargjöld ráðuneytanna og undirstofnana þeirra en ekki framkvæmdir og rekstrartilfærslur. Gjöld flestra stofn- ana hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- inu voru innan heimilda. Mestu munaði um rúm- lega tvö hundruð milljóna inneign hjá Orkustofn- un og tæpra áttatíu milljóna inn- eign hjá Löggildingarstofunni. Eins og síðustu ár voru nær allar stofnanir sjávarút- vegsráðuneytisins innan marka. Mest- ur afgangur var hjá Fiskistofu, 174 milljónir og einungis rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins var með umframgjöld. Hjá forsætisráðu- neytinu munaði mestu um þrjátíu milljóna afgang af ýmsum verkefnum, og 27 milljóna af- gang af bæði rekstri aðalskrifstofu og minningar- safns um Halldór Laxness. Framúrkeyrsla land- búnaðarráðuneytis- ins skrifast að lang- mestu leyti á tvo skóla. Landbúnaðar- háskólinn á Hvann- eyri fór 143 milljónir fram úr heimildum, hlutfallslega mest allra skóla á landinu, og Hólaskóli fór 110 milljónir fram yfir. Rekstur sendiráða fór 231 milljón fram úr fjárlögum og sýslumannsembætt- ið í Keflavík fór 100 milljónir fram yfir heimildir. Halldór Ásgrímsson var utanríkisráð- herra megnið af árinu og hlýtur að bera mesta ábyrgð á framúr- keyrslunni. Það eru einkum háskólarnir sem standa illa hjá menntamálaráðu- neytinu, en söfn og listastofnanir hald- ast í samræmi við heimildir. Háskólinn á Akureyri fór mest fram úr heimildum, 36 prósent. Framhaldsskólarnir eru almennt að bæta sig. Skiluðu hlutfallslega mestum afgangi Fóru hlutfallslega mest fram úr Dýrasta ráðuneytið Heilbrigðis- m á l a r á ð u - neytið fór milljarð fram úr fjárlögum á síðasta ári, sem er mest í krónum talið, en ráðuneytið er langfjár- frekast og tek- ur til sín tæp 45 prósent af fjárlögunum. Flest- ar stofnanir þess virðast eiga í rekstarvanda sem ekki sér fyrir endann á og mikið af hallanum er uppsafnaður rekstrarvandi frá fyrri árum sem í einhverjum til- vikum er að aukast frekar en hitt. JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðismála- ráðherra. KLERKARNIR KUSU LÍKAAli Khameini erkiklerkur stingur kjörseðli sínum ofan í kjörkassann undir vökulu auga Khomeinis forvera síns. ÁTÖK Á DANSLEIK Átök brut- ust út á dansleik í Ólafsvík í fyrrakvöld með þeim afleið- ingum að færa þurfti einn á sjúkrahús. Sauma þurfti nokk- ur spor í höfuð mannsins en hann fékk að fara heim að að- gerð lokinni. Málið er upplýst en kæra hefur ekki verið lögð fram. RANGUR STAÐUR Ölvaður maður ákvað að fá sér léttan blund eftir sama dansleik í Ólafsvík. Hann taldi besta náttstaðinn vera þriggja hæða vinnupall við byggingu í bæn- um. Tókst lögreglu að vekja manninn í morgunsárið áður en slys hlaust af. INNBROT HJÁ KA Tilkynnt var um innbrot í KA-heimilið á Akureyri í fyrrinótt. Litlu var stolið en talsverðar skemmdir unnar á innanstokksmunum. Málið er í rannsókn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.