Fréttablaðið - 18.06.2005, Side 32

Fréttablaðið - 18.06.2005, Side 32
„Við upplýsum viðskiptavininn okkar um þjónustuna sem við bjóðum upp á og kynnum allt fyrir honum áður en við förum yfir bíl- inn. Við leggjum mikið upp úr hreinlæti, veitum góða þjónustu og ég held að við séum eina fyrir- tækið á landinu sem býður upp á heildarþjónustu fyrir bílinn. Við erum með verkstæði, smurstöð, dekkjaverkstæði og verslun allt á einum stað og veitum þjónustu frá A til Ö,“ segir Jóhannes Jóhannes- son, annar eigandi Bílaáttunnar. „Þegar bílar koma í smurningu fá þeir ekki bara smurningu held- ur alhliða þjónustu. Við skiptum um olíu og olíusíu á vél. Við athug- um loftsíu og miðstöðvarsíu og skiptum um ef þörf er á. Við athugum gírkassa, millikassa, drif og sjálfskiptingu og einnig ástand- ið á olíu og olíumagn. Við kíkjum á magn og frostþol kælivökva á kælikerfinu, athugum hvort næg- ur vökvi sé á kúplingsdælum, bremsudælu, stýrisvél, forðabúri fyrir rúðuvökva og rafgeymi og smyrjum í lamir. Við athugum perur og setjum nýjar rúðuþurrk- ur á bílinn ef þess er þörf. Ef bíl- eigandi óskar eftir því að eitthvað af þessu sé ekki gert verðum við auðvitað við öllum óskum hans en þetta er nauðsynlegt að athuga áður en lagt er af stað í ferðalag. Ef bíleigandi vill ganga skrefinu lengra getum við athugað alla helstu slithluti bílsins á verkstæði eins og bremsur, stýrishluta, viftureimar og svo framvegis,“ segir Jóhannes en hjá Bílaáttunni er hægt að velja um þrenns konar olíu. „Viðskiptavinir geta valið um olíu sem þarf að skipta um á 5.000 kílómetra fresti, 7.500 kílómetra fresti eða 10.000 kílómetra fresti en við notum Liqui-Moly mótor- olíur.“ lilja@frettabladid.is 10 18. júní 2005 LAUGARDAGUR Audi A8 quattro varð í öðru sæti í sín- um flokki, rétt á eftir Audi A6 quattro. Gott gengi hjá Audi LESENDUR BLAÐSINS AUTO BILD ALLES ALLRAD ELSKA AUDI A6 QUATTRO. Audi A6 quattro er besti bíllinn með drifi á öllum hjólum árið 2005 í flokki lúxusbíla en í öðru sæti varð Audi A8 quattro. Þetta er niðurstaða lesenda þýska bílablaðsins Auto bild alles allrad. Valið stóð á milli 102 gerða bíla í níu flokkum en A3 quattro, A4 quattro og TT Coupé quattro lentu allir í öðru sæti í sínum flokki. Audi A6 hefur unnið fjölda verðlauna um heim allan auk þess að vera út- nefndur bíll ársins á heimsvísu. Ford innkallar 260.000 bíla GALLI FANNST Í BENSÍNLEIÐSLUM OG VÉLUM STÆRRI BÍLA HJÁ FORD. Ford Motor í Bandaríkjunum þurfti að innkalla tæplega 260 þúsund bifreiðar í vikunni. Bifreiðarnar voru annað hvort með vélar sem gátu drepið á sér án viðvörunar eða bensínleiðslur sem var hætta á að færu í sundur. Vissar bif- reiðar með 6,0 lítra dísilvélum geta drepið á sér án viðvörunar og hugsan- lega leitt til umferðaróhappa. Endur- köllunin stafar af vandamáli í bensín- innspýtingu í stjórnunareiningum bif- reiðanna. Ford innkallaði 180 þúsund pallbíla og vörubíla með 6,0 dísilvél og 78 þúsund F-series vörubíla með bens- ínvél. Farsælt ferðalag á fjórum dekkjum Nú þeysast margir út úr bænum um helgar eða keyra um landið vikunum saman. Starfsmenn Bílaáttunnar á Smiðjuvegi 30 í Kópavogi sýndu blaðamanni hvernig á að tryggja að ferðin verði farsæl á fjórum dekkjum. Trausti Hafliðason tók að sér að sýna blaðakonu hvernig á að undirbúa bílinn og byrjaði á því að setja vélahreinsi á bílinn. Síðan mældi hann frostþol á kælikerfinu. Trausti kíkti á rafgeyminn næst og athug- aði hvort vökvinn væri yfir höllum sellun- um. Síðan losaði hann olíuna úr bílnum með olíustampi, tók olíusíuna úr og lét nýja í.Hann smurði líka lamirnar, hann Trausti. Loks mældi hann loftþrýstinginn í dekkj- um og varadekki. Því næst bætti hann á rúðuvökvann, sem er algjörlega nauðsynlegt þegar ferðast er í allra veðra von. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Næst athugaði hann ástand loftsíunnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.